Vísir - 03.04.1976, Blaðsíða 1

Vísir - 03.04.1976, Blaðsíða 1
TÝR BRAUST ÚT ÚR HERKVÍNNI! Skipherrarnir á bresku freigátunum eru vanir þvi að islensku varðskipin reyni að vikja sér undan ásigl- ingartilraunum þeirra. tslendingarnir eru lika orðnir leiknir i þvi þótt stundum ráði hraða- munurinn úrslitum. Það kom þvi eins og köld vatnsgusa framan i skipherrann á freigát- unni Tartar, þegar Guðmundur Kjærnested lét Tý „vaða á hann” — ÓT - SJÁ NÁNAR Á BAKSÍÐU Kostar svita og tár Þaö vcröur mikiö um að vera i iþróttum um þessa helgi eins og oft- ast um helgar. Meöal þeirra leikja og móta sem fara fram, er is- landsmótiö i badminton, sem háö veröur á Akranesi, en þar veröa um 100 keppendur. Hér eru verðlaunin, sem barist veröur um i mót- inu, og koma þau efiaust til með að kosta mikinn svita og mörg tár áöur en þau falla i skaut sigurvegaranna. Nánar um iþrótta viöburði helgarinnar á biaðsíðu 12.. iMOKFISKA jÓÁREITTIR ;við Bretar flýja íslandsmið ÍGRÆNLAND Breskir togaraskip- stjórar og útgerðar- menn veltá nú fyrir sér, hvort það sé þess virði að skarka á islandsmiðum öllu iengur, þar sem þeir verði sifellt fyrir á- reitni islenskra varð- skipa. Mjög góður afli við Grænland virðist hafa komið róti á hugi þeirra og eru taldar likur á, að ýmsir skipstjóranna fari að for- dæmi Bills Taylor, sem er kunn- ur skipstjóri frá Fleetwood, en hann var orðinn mjög þreyttur á þeim truflunum, sem hann varð sifellt fyrir á Islandsmiðum af hálfu varðskipanna, og ákvað að halda á Grænlandsmið. 1 stað smáfisksins, sem hann haföi komið með af Islandsmið- um, meðal ánnars af friðuðu svæðunum, á skuttogara sinum Jacinta.kom hann til Fleetwood með ágætan fisk. Samkvæmt fréttum frá Fleetwood, var þarna um að ræða bestu veiði togara þaðan i meira en ár. Vakti aflinn mikla athygli á fiskmörkuðunum i Fleetwood. Hver veit nema stefnubreyting gæti orðið hjá ýmsum þeirra skipstjóra', sem veitt hafa undir herskipavernd hér við land, og fleiri haldi héðan á Grænlands- mið, þar sem þeir geta fengið að veiða óáreittir stóran og góðan fisk. —EKG. ísland vann Noreg ísland vann Noreg 18-11 á Norðurlanda- móti unglinga fyrir 18 ára og yngri, i Laugardalshöllinni i gærkvöldi. danir unnu þá svia 10-9. Leikur islendinga og norð- manna var jafn lengst af og staðan i hálfleik 8-7 f. isl. Á lokaminútunum var einum norðmanna visað út af fyrir að lemja á islendingi og var þá gert út um leikinn. Hann stóð 13-11 þegar það geröist og norðmenn gerðu ekki mark eftir það. 1 siðari leiknum byrjuðu danir vel og komust i 3-0 á 20 minútum. En sviar eru harðir af sér og þótt leikur þeirra sé ekki skemmtilegur er hann nokkuð árangursrikur, og i háifleik var ekki nema 4-3 fyrir dani. 1 siðari hálfleik náðu danir aftur forskoti 5-8. Sviar jöfn- uðu. en danir voru sterkari á endasprettinum og unnu. A morgun leika islendingar við svia og finna. —BB/óT

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.