Vísir - 03.04.1976, Blaðsíða 8
8
VÍSIR
Útgefandi: Keykjaprent hf.
Framkvæmdastjóri: Daviö Guðmundsson
Kitstjórar: l>orsteinn Pálsson, ábm.
ólafur Kagnarsson
Kitstjórnarfulltrúi: Bragi Guömundsson
Fréttastj. erl. frétta: Guömundur Pétursson
Blaöamenn: Edda Andrésdóttir, Einar K. Guöfinnsson, Emilia
Baldursdóttir, Ólafur Hauksson, Óli Tynes, Sigurveig Jóns-
dóttir, Valgaröur Sigurösson, Þrúöur G. Haraldsdóttir.
iþróttir: Björn Blöndal, Kjartan L. Pálsson.
Útlitsteiknun: Arnór Ragnarsson, Þórarinn J. Magnússon.
Ljósmyndir: James H. Pope, Loftur Asgeirsson.
Aglýsingastjóri: Skúli G. Jóhanncsson
Auglýsingar: Hverfisgötu 44. Simar 116(>0 8(i611
Afgreiösla: Hverfisgötu 44. Simi 86611
Kitstjórn: Siöumúla 14. Simi86611.7 linur
Áskriftargjald 1000 kr. á mánuöi innanlands.
i lausasölu 50 kr. eintakið. Blaöaprent hf.
Pólitískur
þagnarmúr rofínn
Frá þvi að dr. Jóhannes Nordal flutti ræðu sina á
rafveitufundinum á þriðjudag i fyrri viku hefur
Visir stöðugt birt nýjar upplýsingar sérfræðinga
um hin breyttu viðhorf i orkumálunum. Það var
hins vegar fyrst á fimmtudag að hinn pólitiski
þagnarmúr var rofinn.
Á Alþingi hófust umræður um þetta efni í tilefni af
ræðu Braga Sigurjónssonar og i borgarstjórn braut
Davið Oddsson upp á málinu með fyrirspurn út frá
hagsmunum Reykvikinga. En margt bendir til þess
að orkuframkvæmdirnar fyrir norðan geti leitt til
verulegrar hækkunar á rafmagnsverði á Lands-
virkjunarsvæðinu, ef gripið verður til jöfnunarráð-
stafana.
Birgir ísleifur Gunnarsson borgarstjóri var með
svari sinu i borgarstjórn fyrstur forystumanna i
stjórnmálum til þess að ræða efnislega um þau
vandamál, sem hér hafa komið fram. Samkvæmt
upplýsingum hans má gera ráð fyrir, að fram-
kvæmdirnar utan Landsvirkjunarsvæðisins eins og
staðið hefur verið að þeim — geti hækkað raforku-
verð á orkuveitusvæði Landsvirkjunar frá 17% uppi
rúmlega 35%, eftir þvi hvaða forsendur eru lagðar
til grundvallar. Og líkur er eru á, að þessar tölur
geti orðið enn hærri.
Þetta eru vissulega alvarleg tiðindi. Það er þvi
eðlilegt, að þau sjónarmið komi fram i þessu sam-
bandi, sem Davið Oddsson lýsti á borgarstjórnar-
fundinum, þegar hann sagði, að það væri fullkomið
óréttlæti, að reykvikingar, sem sýnt hefðu framsýni
i raforkumálum m.a. með þátttöku i Landsvirkjun,
þyrftu að bera stórkostlegar hækkanir vegna mis-
taka, sem gerðar hefðu verið i öðrum landsfjórð-
ungum, þó að ekki væri unnt að skrifa þær á reikn-
ing heimamanna sjálfra.
Þegar á allt þetta er litið má öllum ljóst vera, að
hér er uní að ræða mjög flókið og erfitt úrlausnar-
efni. Og það lýsir ákaflega miklum barnaskap ,
þegar ábyrgir stjórnmálamenn ætla að fá þetta mál
út úr heiminum með þvi að hrópa: Pólitiskar
ofsóknir.
Með þeim upplýsingum, sem Visir hefur birt eftir
færustu sérfræðingum á þessu sviði hefur blaðið
vissulega knúið fram opinberar umræður um þetta
alvarlega vandamál. Að öðrum kosti hefði það ugg-
laust aldrei komið upp á yfirborðið. Það er hlutverk
sjálfstæðra dagblaða að koma fram með upplýsing-
ar af þessu tagi.
Þetta blað hefur hins vegar lagt á það áherslu áð-
ur og það skal itrekað nú, að það kærir sig ekki um
að ræða mál af þessu tagi á flokkspólitiskum grund-
velli. Og hver skyldi trúa þvi að þeir dr. Jóhannes
Nordal, Birgir ísleifur Gunnarsson, Davið Oddsson
og Aðalsteinn Guðjohnsen séu í pólitiskri ofsóknar-
herferð gegn núverandi orkuráðherra, þótt þeir
bendi á staðreyndir þessa máls og ræði þær tæpi-
tungulaust?
Meginmáli skiptir að við tökum upp ný vinnu-
brögð. Vísir treystir núverandi orkuráðherra full-
komlega til þess að standa að slikri stefnubreyt-
ingu. Þetta er einfaldlega ekki spurning um menn,
heldur skynsamlega framkvæmd mikilvægra
mála. Við megum ekki ana áfram i vitleysu. En
fyrir þetta blað gildir einu, hverjir það eru, sem
standa að ábyrgum vinnubrögðum á þessu sviði
sem öðrum.
Laugardagur april 1«(76 vism
Umsjón:
Guðmundur Pétursson
3
Callaghan —
liklegastur til að halda
einingu innan flokksins.
Leíðtogokjöríð
sýnir innri mann
verkomannaflokksins
Breski verkamannafiokkur-
inn hefur nú ekki lengur um að
velja nema tvo menn til að taka
við forystu flokksins og for-
sætisráðherraembætti af Har-
old Wiison. Við tvær fyrstu at-
kvæðagreiðsiur þingflokksins
hafa aðrir helst úr lestinni.
Annar er hinn reyndi stjórn-
málamaður, Jim Callaghan
utanrikisráðherra, og hinn
ræðusnillingurinn Michael Foot,
atvinnumálaráðherra.
Þegar mánudagurinn næsti
verður að kvöldi kominn, mun
það liggja fyrir, hvor þessara
manna verður arftaki Wilsons.
Callaghan beið i 13 ár
Núna fyrir helgina er Callag-
han talinn sá, sem þjóðin kysi
fremur, og einnig hinn almenni
flokksmaður i verkamanna-
flokknum. Hann boðar það, að
hann muni feta svipaða slóð og
Wilson, einskonar meðalveg
jafnaðarmennskunnar, sem
höfðað gæti til sem flestra kjós-
enda.
Eftir þrettán ár i skugga Wil-
sons er Callaghan ekkert að
vanbúnaði að stiga fram i sviðs-
ljósið, og stendur þvi i ekki ó-
svipaðri stöðu og sir Antliony
Eden á sinum tima, þegar Chur-
chill loks dró sig i hlé. Nema
menn þurfa ekki að kviða óvissu
vegna gjörbreyttrar stefnu und-
ir stjórn Callaghans, ef hann
verður valinn.
Afstaða Foot til
utanrikismála ókunn
Ef Foot hinsvegar yrði lyft
upp i forsætisráðherrastólinn,
mundu óumflýjanlega veröa
stakkaskipti á hlutunum. Það
þykir liklegt, að fljótlega mundu
skilja leiðir milli hins róttækari
arms flokksins og hinna sem
hallast á jafnaðarvænginn. Rót-
tækir sosialistar, en til þeirra
sækir Foot aðalfylgi sitt, mundu
kalla á byltingu i efnahagslifi og
dagfari breta.
Um afstöðu Foots og viðhorf
til alþjóðamála mundu menn
verða að biða eftir þvi, hvað
timinn leiddi i ljós. Maðurinn er
litið þekktur erlendis og hefur
ekki mikiö haft sig i frammi i
utanrikismálum. Heima fyrir er
hann löngu þjóðkunnur sem
ræðusnillingur og góður penni,
krossfari róttækra og einn aöal-
talsmaður vinstrivængsins.
Hann tók við ráðherraem-
bætti fyrir tveim árum og hefur
siðan fjallað um atvinnumál og
þar með aðallega helgað sig
innanlandsmálum.
Um afstöðu hans til utanrikis-
mála vita menn þvi ekki annað,
en að hann var mjög framar-
lega i flokki þeirra, sem i fyrra
lögðust gegn áframhaldandi að-
ild breta að EBE i þjóðarat-
kvæðagreiðslunni. Þjóðin virti
þó þau ráð að vettugi, og kaus
aöildina.
Michael Foot — vinsældir hans
þykja sýna að hverju krókurinn
beygist hjá verkamannaflokkn-
um, æ meir til vinstri.
I fyrstu atkvæðagreiðslu þing-
flokksins fékk Foot flest at-
kvæði, en i annarri atkvæða-
greiðslunni var Callaghan kom-
inn með átta atkvæða forystu,
og vantaði þá utanrikisráðherr-
ann ekki nema sextán atkvæði
til viðbótar, sem nægt hefði til
að gera út um valið strax.
Þar þóttust menn strax sjá, að
hverju muni stefna i þriðju at-
kvæðagreiðslunn. Foot telur
sjálfur þó, að hann eigi góðan
möguleika á að sigra i lokaá-
fanganum.
Slikt sjálfsöryggi mun þó
byggt á of mikilli bjartsýni, þvi
að þau þrjátiu og átta atkvæði,
sem Denis Healey fjármálaráð-
herra hlaut i annarri atkvæða-
greiðslunni, munu skiptast á
milli þeirra Foot og Callaghans
og þá langliklegast Callaghan i
vil.
Veðmálastofur bjóða lika veð-
mál um úrslitin, tiu gegn einum
Callaghan i vil. — Þaö þýöir, aö
úrslitin þyki nær alveg örugg.
Innsti maður Verka-
mannaflokksins
Daily Mail skrifaði i leiðara
eftir aðra atkvæðagreiðsluna,
að fylgi Foot þar hafi „verið það
lengsta, sem verkamannaflokk-
urinn þorir að ganga til að sýna
sinn rétta stjórnmálahug, án
þess að eiga á hættu að fæla frá
flokknum fjölda kjósenda”.
Með þessum „rétta hug” á
blaðið við það, sem fréttaskýr-
endur telja, að úrslit atkvæða-
greiðslanna túlki. Nefnilega að
vinstrimönnum hafi vaxið mik-
ill fiskur um hrygg innan verka-
mannaflokksins, eins og fylgi
þeirra Foot og Tony Benn hafi
sýnt. — Finnst mönnum þar
vera að beygjast krókurinn til
þess sem verða vill um verka-
mannaflokkinn i framtiðinni.
Menn taka gjarnan mikið tillit
til þess, sem fráfarandi leiðtogi
leggur til um eftirmann sinn, en
Wilson hefur gætt þess mjög
vendilega, að gera ekki upp á
milli keppinautanna. Þó grunar
flesta, að hann kysi helst, að
Callaghan yrði arftaki hans.
Enda er Galiaghan langlikleg-
astur til þess að halda báðum
fylkingum flokksins sameinuð-
um. Ennfremur er ekki nema
mannlegt, að Wilson þætti vænt
um að vita i sæti sinu i framtið-
inni mann, sem liklegur er til að
halda stefnu hans sjálfs áfram.
Callaghan er vinsæll meðal
almennra kjósenda. Maðurinn
kemur vel fyrir, er öruggur með
sig og hefur góð sambönd bæði
við almenna félagsmenn og
flokksforkólfa, eða verkalýðs-
foringjana.
Hann er 64 ára að aldri, eða
fjórum árum eldri en Wilson
(tveimur árum eldri en Foot).
Enginn véfengir reynslu hans
eða hæfileikann til að meta hlut-
ina af kaldri skynsemi. En
mörgum þykir þó ráðherraferill
hans einkennast af hrossakaup-
um.
Andstæðingum hans er gjarnt
að halda lofti fjármálaráðherra-
tið hans frá 1964 til nóvember
1967. Verkamannaflokkurinn
þráaðist þá lengi vel við að
lækka gengi sterlingspundsins,
en lét loks undan þrýstingi utan
frá. Almennum flokksmönnum
misllkaði það, en þaö væri
grunnhyggni að ætla, að Callag-
han hefði þá verið einn um
ákvaröanir.