Vísir - 03.04.1976, Side 10

Vísir - 03.04.1976, Side 10
10 Laugardagur :t. april 197« visra Paul Kossoff látinn Enn ein dánarfregnin kom i ensku poppblöðunum um sið- ustu helgi. Paul Kossoff lést um borð i flugvél á leiðinni milli Los Angeles og New York föstudag- inn 19. mars siðastliðinn. Koss- off lést i svefni. Paul Kossoff kom til meta sem gitarleikari hljómsveitar- innar Free (ásamt Paul Rodgers, Simon Kirke og Andy Fraser) og var álitinn mjög góður gitaristi. Kossoff hætti i Free fyrst 1971, en þá var hann þegar alvarlega sokkinn i böl eiturlyfja, böliðsem hann dó af. Kossoff hætti alveg að leika um tima en pumpaði þeim mun meira af eiturlyfjum i likama sinn. Nokkru siðar var Kossoff fenginn til þess að gefa i sóló- plötu sem bar nafnið Back Street Crawler. Eftir útkomu þeirrar plötu var hafist handa að stofna hljómsveit, fyrst með Mike Kellie (trm) og Nice Pott- ers (bs) Sú hljómsveit komst reyndar aldrei fram á svið en siðastliðið ár stofnaði Kossoff hljómsveitina BACK STRETT CRAWLER ásamt Tony Braunegal (trm). Terry Wilson- Slesser (söngvari), Terry Wil- son (bs) og Michael Montgo- mery (hljb). Reyndar hætti Montgomery nti i byrjun mars og John „Rabbit” Bundrrick tók við. Kossoff fékk alvarlegt slag siðastliðinn ágúst sem varð til þess að hjartað, lungun og nýru stöðvuðust i hálfa klukkustund. Kossoff hafði ekki fyllilega náð sér eftir þetta áfall og átti til dæmis erfitt með að tala og hugsa. Kossoff lést eftir að hafa tekið upp aðra breiðskifu Back Street Crawler. Leiðrétting við Haukaplötuna Steinar Berg, framkvæmda- stjóri Steina hafði samband i vikunni og vildi leiðrétta þann misskilning að Steinar hf. hafi boðið Haukum einhvern samn- ing. Steinar kvað að hann hafi talið vist að þeir stefndu á Hljómamið, þ.e. Geimstein eða Ýmir, og vildi ekki blanda sér þar inn i. En ef þeir hefðu ein- hvern áhuga væri hann fús til viðræðna. Steinar Berg. Umsjón: Halldór Andrésson Ný plota hjá Elton John Bítlarnir koma ekki saman fyrir peninga Ný Elton Jöhn plata, kemur út 30. april i Englandi. Er hér um að ræða hljómleikaplötu sem ber nafnið ,,HERE & THERE” og er önnur hliðin tekin upp i Englandi en hin i Bandarikjun- um. Lögin eru öll þekkt þ.á.m. ..Honky Cat”, „Crocodile Rock”, „Rocket Man” og ..Benny & The Jets”. Hér er lik- lega siðasta plata Elton Johns undir DJM merkinu og mun hann i framtiðinni gefa sinar plötur út hjá Rocket, en Elton er sjálfúr eigandi þess. Kitlarnir á sokkabandsárum sinum. „aðeins vegna peninganna”, þá mundi það eyðileggja imynd hljómsveitarinnar fyrir sér. „Eini möguleikinn til að Bitl- arnir sameinist aftur er ef allir aðilar vilja gera eitthvað saman tónlistarlega”, segir Mc- Cartney. Hljómsveitin leystist upp árið 1971. Bitlarnir, þeir einu og sönnu, ætla ekki að taka tilboði um að koma saman á ný fyrir sjón- varpsþátt. Bandariskt fyrirtæki bauð þeim 50 milljónir dollara (8,7 milljarða króna) fyrir að koma fram saman. Paul McCartney, fyrrum bit- ill, segir i viðtali nýlega að ef Bitlarnir kæmu. saman á ný Argentínumaðurinn Victor Galindez sendir norðmanninn Harald Skog i gólfið i keppninni um heimsmeistaratitilinn i milliþunga- vigt i hnefaleikum i siðustu viku. Hómarinn Tony Perez hleypur til og stöðvar leikinn, og er ekki i neinni hættu með að vera kallaður mafiumaður fyrir það... MAFIA HER MAFÍA ÞAR Stór orö eru misjafn- lega þung á metaskálun- um hér upp á norðurhjara veraldar og í henni Ame- ríku. Þaösáum við í grein í norksa blaðinu VG á dögunum, er við vorum að glugga i viðtal við frægan hnefaleikdóm- ara, sem kominn var til Noregs til að dæma þar leik um heimsmeistara- titilinn i milliþungavigt. Dómari þessi, sem er banda- riskur, og heitir Tony Perez, er talinn einn af betri hnefaleika- dómurum heims. Hefur hann dæmt niu bardaga, þar sem heimsmeistaratitill er i veði, þar á meðal einn á milli Mu- hammed Ali og Chuck Webner, sem var mjög umtalaður þegar hann fór fram fyrir nokkrum mánuðum. Ali t gólfið Þar gerðist það, að Webner kom Ali i gólfið, og taldi Perez upp að átta áður en Ali kom sér á fætur. „Hann var fjúkandi vondur úi i mig — sagði að Webner hafi stigið ofan á tærnar á sér og hann þvi dottið” segir Perez i viðtalinu. „Ali sigraði Webner en á eftir kom hann fram i við- tali i sjónvarpi, og kallaði mig þar mafiumann. Ég get ekki lát- ið neinn mann segja slikt um mig, og þvi fór ég i mál við Ali og sjónvarpsstöðina”. Miskabætur Upphæðin, sem Perez fór fram á sem miskabætur fyrir að vera kallaður mafiumaður, samsvarar þrem milljörðum og tvönundruð og fimmtiu milljón- um islenskra króna. Það er upp- hæðin, sem hann krefst að Ali greiði sér, og einnig að sjón- varpsstöðin greiði aðra eins upphæð fyrir að senda þessi um- mæli út. Miklar likur á bótagreiðslum Samtals gerir þetta um 6,5 milljarði islenskra króna, og samkvæmt upplýsingum i VG, eru taldar miklar likur á að Tony Perez fái þessa upphæð eða mikinn hluta hennar. Það má þvi með sanni segja, að það sé mikill munur að heita Jón eða séra Jón — Eða hvort maður segir eitthvað stórt á ts- landi eða i Ameriku. —klp— Gamli nasistinn hœtti við Rotary formennskuna Fyrir stuttu var sagt á NÚ-siðunni frá óánægjuröddum meðal Rotaryklúbba um allan lieim, vegna útnefningar fyrr- verandi nasista til framboðs sem forseti alþjóöasamtaka Rotary. Nú hefur þessi maður verið látinn draga sig i hlé. Engin misindisverk hafa veriö sönnuð á hgjin, en Rotarymönnum þykir samt nógu slæmt að hann skuli hafa verið flokksbundinn nasisti. Sá sem var útnefndur i staðinn heitir Jack Davis, og er frá Bermudaeyjum. Þykir full- vist að hann v.erði kosinn alþjóöaforseti á þinginu i New Orleans i júli i sumar. Óspennandi sambúð með morðingjanum Leikkonan Sue Lyon (sem varð fræg sem Lolita), hefur nú krafistskilnaðar frá eiginmanni sinum, sem er dæmdur morð- ingi. „Hjónabandið er óþolandi. Ég fæ ekkert út úr þvi, og þess vegna ætla ég út úr þvi”, lýsti hin 29 ára gamla leikkona yfir. Hún giftist Gary (Cotton). Adamson fyrir tveimur árum, meðan hannsat af sérdóm fýrir annarar gráðu morð. Ástmögur Margrétar skrifar bréf til Betu Maðurinn sem átti líklega sinn þátt i að endanlega sauö upp úr á milli Margrétar prinsessu og Snowdons lávarðar, hefur nú loks látið frá sér hcyra. Roddy Llewellyn, 28 ára gamall erfingi bjórverksmiðju, hefur skrifað Elisabetu drottningu bréf, þar sem hann biðst fyrirgefningar á þeim vandræðum sem hann kunni að hafa skapað drottningarfjöl- skyldunni. Roddy hefur sést nokkrum sinnum i fylgd Margrétar, nú siðast i tveggja vikna sumar- leyfi á eyju i Karabiska hafinu. 1 bréfi sinu til drottningar nefnir hann ekki samband sitt og Margrétar. En hann segir: ..Ég vii ekki tjá mig um það sem gerðist i siðustu viku (skiln- aðurinn), en þykir það leitt hvernig drottningin og fjöl- skylda hennar hefur orðið fyrir óþægindum. Ég ber mikla virð- ingu fyrir fjölskyldunni, og votta henni aðdáun mina. Ég þakka minni eigin fjölskyldu fyrir stuðning hennar, og ég er þakklátur fyrir aðstoð vina minna í þessum erfiðleikum. Ég vona bara að við fáum að lifa i friði fyrir blaðamönnum og ljósmyndurum”. Þá veit drottningin það.

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.