Vísir - 03.04.1976, Blaðsíða 24

Vísir - 03.04.1976, Blaðsíða 24
l.auflai'dafíui' :i. april l!)7(í Afgreiddu ekki mót' mœlin Mótmælalisti með nöfnum 37« luifnfirskra kvenna var lagöur fram á bæjarráðsfundi llal'narfjaröar s.l. fimmtudag. Eins og komið hefur fram i skrifum Vísis um málið, vilja konurnar mótmæla lokun fæð- ingardeildar Sólvangs 1. júli n.k. Að sögn Kristins Guðmundssonar, bæjarstjóra, var listinn lagður fram á bæj- arráðsfundinum, en fékk ekki afgreiðslu. Mun málið væntanlega verða tekið fyrir á næsta bæjarráðsfundi, en þeir eru haldnir vikulega. — SJ ÁREKSTUR í AKRANESHÖFN Kúmlega meters rifa kom á bóg flutningaskipsins Vega þegar Sæ- fari AK sigldi á það i Akraneshöfn i gær. Vega var að leggja uppað, átti að lesta mjöl, þegar Sæfara bar að. Einhver bilun mun hafa orðið i vél bátsins og tókst ekki að setja hana i afturábak. Stefni bátsins lenti á skipinu og skemmdi það sem fyrr segir. Hinsvegar sá litið á Sæfara. —ÓT Gamall maður fyrir bifhjóli Slys varð á Reykjavikur- veginum i gærmorgun. Piltur á léttu bifhjóli ók á gamlan mann um klukkan 11 um morguninn. Gamli maðurinn mun hafa fótbrotnað og hlotið höfuð- áverka og var íluttur á slysa- deild. — EA Lentu í hrakn- ingum á leið úr Krýsu- vík lu ir menn lentu i hrakningum ó leiðinni úr Krýsuvik I fyrrinótt. Mennirnir voru á jeppa, en þegar þeir voru komnir niður fyrir Stefánshöfða viö Kleifarvatn festu þeir bilinn, og komust ekki lengra vegna snjóa og illviðris. Um klukkan fimm um morgun- inn barst lögreglunni I Hafnar- firði tilkynning um að mennirnir væru fastir á þessum stað og fóru þá hjálparsveit skáta úr Hafnar- firði og Björgunarsveitin Fiska- klettur mönnunum til hjálpar á trukk og snjósleða. Komið var með mennina i bæ- inn klukkan 12 á hádegi i gærdag en billinn var skilinn eftir. —EA Loks var Kjœrnested nóg boðið: „Ég lét þó boro vaða ó hann ó 20 mílna ferð" Eftir það var freigótan ekkert að flœkjast fyrir honum Freigátan renndi á mikilli ferð upp að varðskipinu og skeilti sér utan I stjórnborðshliðina. Grindverkið á þyrlupallinum lagðist inn. Ein af sex ásiglingum áður en Týr tók sér síðasta orðið. Mynd: Gunnlaugur Magnússon Honum hefur líklega brugðið i brún skipherr- anum á bresku freigát- unni Tartar< þegar Guðmundur Kjærnested Guömundur Kjærnested, skip- herra. Mynd: ÓT. missti loks þolinmæðina og lét Tý vaða á fullri ferð á freigátuna miðskips. Tartar og Salisbury voru þá búnar að sigla sex sinnum á varðskipið/ í niu tima lát- lausu einvigi. Dráttarbátarnir Statesman og Lloydsman voru að nálgast og um talstöðina heyrðu varð- skipsmenn að ætlunin var að króa Tý af, svo dráttarbátarnir gætu „athafnað sig”. Dráttarbátarnir eru beinlinis smiðaðir til að riðlast utan i skipunum og eru þvi óhemju sterkbyggðir. Hrakinn af leið Guðmundur Kjærnested var búinn að gera itrekaðar tilraun- ir til að ná stefnu á land, en var jafnan hrakinn af leið með ásiglingum. Þegar svo dráttar- bátarnir nálguðust og ,,boxið” var að lokast, þótti honum nóg komið af svo góðu. Hann setti á fulla ferð og stefndi beint á Tartar. Freigátan vék undan i ofboði, en fékk harðan skell engu að siður. Eftir það flæktist hún ekki fyrir varðskipinu, sem sigldi inn fyrir tólf milurnar. ,,Við sjáum um hann" Lengst af voru það freigáturnar tvær og dráttar- báturinn Statesman sem gerðu aðför að Tý. Dráttarbáturinn Lloydsman þrábað um að fá að koma i slaginn, en yfirmaður freigátanna taldi af mikilli bjartsýni að þeir þrir gætu af- greitt varðskipið. Hann komst þó um sfðir að þvi að svo var ekki og kallaði þá Lloydsman til liðs við þá. Byrjuðu báðir að djöflast Visis náði i gær tali af Guðmundi Kjærnested, skip- herra. — Þetta byrjaði með þvi, að Nimrod þota flaug yfir okkur laust fyrir klukkan tiu á fimmtudagsmorgun. Rúmlega ellefu kom svo freigátan Salis- bury á vettvang og sigldi i humátt á eftir okkur. Við vorum þá á siglingu djúpt út af Langa- nesi. Tartar kom svo á vettvang rétt fyrir tólf. Þegar þessi liðs- auki var kominn byrjaði Salis- byru að reyna að keyra á okkur, en tókst ekki. Svo byrjuðu þeir báðir að djöflast á mér, á báð- um siðum og framan og aftan, i eina tvo tima. Eftir það fóru þeir að skiptast á, tvo tima hvor i senn. Hröktu Tý af stefnu Guðmundur var þarna i ákaf- lega erfiðri aðstöðu, vægast sagt. Hann var að reyna að taka stefnu að landi, en fréigáturnar hröktu hann jafnan af henni, Meðan freigáturnar skiptust á og hvildu sig i milli þurfti hann stanslaust að reyna að vikja skipi sinu undan með látlausum beygjum og með þvi að beita vélunum áfram eða afturábak. Svona hélt þetta áfram fram eftir degi. Statesman á vígvöllinn Um hálf sex hélt ég að þeir yrðu kannski aðeins mildari eftir að hafa farið á barinn, en þeir urðu þá hálfu verri. Þá vorum við búnir að þvælast þetta út á Vopnafjarðargrunn. Þá kom Statesman á vettvang, og þú veist nú hvernig það er, þegar þeir reyna að „boxa” okkur inni. Það var ekki um annað að ræða en forða sér. Lloydsman var þá lengi búinn að biðja um leyfi til að komast i slaginn, en þeir héldu að þeir gætu afgreitt þetta, þessir þrir. Og Lloydsman kallaður líka Þeir reyndu að hrekja mig til móts við Statesman, en það tókst ekki. Þá var kallað á Lloydsman að norðan og hann varð harla glaður við. Hann setti auðvitað á fulla ferð og til- kynnti að hann kæmi fljótlega, enda ekki langt undan. Lét bara vaða á hann — Ég þurfti að ná 240 gráðum til í ð komast að landi, en var kominn i 310. Það var beint i stefnu á Lloydsman og Tartar var á milli okkar og lands. Það átti að króa okkur af og ég ætl- aði ekki að verða á milli fjögurra skipa. — Ég lét þá bara vaða á hann á tuttugu milna ferð. Hann hrökklaðist undan en fékk skell. Ég veit ekki um skemmdir á freigátunni. Það urðu nokkrar skemmdir hjá okkur, en ekki miklar. Eftir þetta var hann ekkert fyrir mér. Eina leiðin aö vaða á Tartar — Maður getur ekkert gert þegar þessir fuglar láta svona. Freigáturnar eru svo miklu hraðskreiðari. En þarna undir lokin var ekki um annað að ræða en vaða á Tartar. Þú getur imyndað þér hvaða útreiö skipið hefði fengið ef dráttarbátarnir hefðu komist að þvi. Hraða- munurinn á varðskipinu og dráttarbátunum er svo litill að þeir hefðu hæglega náð Tý, með öllum töfunum sem freigáturn- ar ollu. — ÓT. Vilja hirða bifreiðir og UiAAm iimm Umferðanefnd íhugar fleiri D|OOQ Op|J breytingar ó umferðalögum „Við gerðum samþykkt þcss efnis i fyrra að afla ótvíræðrar heimildar, með breytingu á um- ferðarlögum, til aö fjarlægja bila, scm lagt cr ranglega, á kostnað eigendanna. Reiknað er með að þessi heimild fáist, en hæpiö að það verði á þessu þingi”, sagði Guttormur Þormar formaður umferðar- nefndar borgarinnar iviðtali við Vísi. Að sögn Guttorms eru orðin mikil brögð að þvi að menn leggi bilum sinum ranglega, sérstaklega i miðborginni. Með tilkomu þessarar heimildar yrðu bilaeigendur að sækja öku- tæki sitt i sérstaka bilageymslu og greiða flutnings- og geymslu- gjald og e.t.v. einnig sektir. Áð- ur en bessar framkvæmdir hefi- ast verða þær auglýstar ræki- lega, ökumönnum til viðvörun- ar. „Við höfumeinnig til athugun- ar að óska framkvæmda- heimildar til lögveðssekta vegna stöðumælagjalda. Þær breytingar yrðu þá gerðar að ógreiddar stöðumælasektir gengju ekki til sakadóms, heldur fengist heimild til að bjóða bifreiðar upp, ef um itrek- uð brot á stöðumælagjaldi væri að ræða. Báðar þessar breyting- ar verða sniðnar eftir fyrir- komulagi sem norðmenn nota, og verða sennilega lagðar samtimis fyrir Alþingi,” sagði Guttormur Þormar. Þá er einnig til umsagnar h]á umferðarnefnd erindi borgar- ráðs um hvort lækka beri hámarks-ökuhraða olíu- flutningabila á vatnsbólssvæð- um borgarinnar.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.