Vísir - 22.06.1976, Blaðsíða 2

Vísir - 22.06.1976, Blaðsíða 2
/Jk C í REYKJAVÍK ) x y—......... * Hvort finnst þér betra að 17. júní hátíðahöldin fari fram í miðbænum eða inní Laugardal? Jón Zalewski, trésmiöur: „Ég kann betur viö miðbæinn, þaö er allt annar hátiöablær yfir þvi”. Guöný Kristjánsdóttir, húsmóöir: ,,Ég vil nú bara hafa hátiö um allt!” Guörún Kristjánsdóttir, vinnur i verksmiöju: „Þaö er bæöi betra og skemmtilegra aö hafa hátiðina i miöbænum.” Svanhvit Ingólfsdóttir, vinnur hjá Timanum: „Endilega i miöbæn- um, þaö er miklu sætara og rómantiskara hér. — Alveg eins og i gamla daga!” Jónas Gislason, blaösöludrengur: „Hérna á y Lækjartorgi, þaö er miklu skemmtiiegri staöur”. Helstu ár Stanga- veiðifélags Reykjavíkur Veiöi er nú sem óðast aö hefjast I öllum helstu laxveiöiám lands- ins, og viöa er hún raunar þegar hafin. Visir mun I sumar leitast viö aö gefa iesendum sfnum sem bestar upplýsingar um veiöi f einstök- um ám, og aörar þær upplýsingar sem aö gagni mega koma. Þær ár sem Stangaveiöifélag Reykjavikur er meö á leigu nú I sumar, eru þessar: Elliöaárnar, en þar hófst veiðin þann 10. þessa mánaðar, Noröurá og Grimsá I Borgarfiröi, Laxá I Hreppum og Tungufljót, allt Lagarfljótssvæöiö, Breiödalsá og loks þrjár ár i Jökulsárhliö, Kaldá, Laxá og Fossá. —AH Geta íslenskir veiðimenn fullnýtt veiðiárnar? „tslenskir stangaveiöimenn geta hvergi nærri fullnýtt þaö fram- boö, sem er á veiöileyfum I vötnum landsins”. Ekki er vist aö allir séu sammála þeirri skoöum sem þarna er sett fram, en hún er kom- in frá Landssambandi veiðifélaga, sem nýlega héit aöalfund sinn. 1 ályktun sem aðalfundurinn sendi frá sér er einnig bent á þaö, aö sala veiöileyfa til útlendinga sé gjaldeyrisskapandi atvinnugrein og aö veiðiréttareigendur þurfi á öllum sfnum tekjumöguleikum að halda, til uppbyggingar atvinnurekstri slnum. I ályktuninni er einnig fordæmd harölega tillaga Alþýðuflokksins um aö rikisvaldið fái eignaraöild aö öllu landi og landsnytjum á ts- landi. —AH Snæbjörn Kristjánsson meö falfegan lax sem hann veiddi I Elliöaán- um I gær. Ljósm: Loftur. Umsjón: Anders Hansen Akaflega dræm veiöi hefur veriö I Elliöaánum þaö sem af er veiðitfmabilinu. Ekki eru komnir nema þrjátiu laxar á land, og inn- an við sjötiu laxar hafa farið I gegnum teljarann. Er þetta mun minna en á sama tima I fyrra. Ekki er vitað hvaö veldur þessu, en reyndir veiöimenn telja helst að ástæöan sé sú að vatnsmagn I ánum sé óvenju mikiö, og auk þess hefur veður veriö fremur óhagstætt til veiöa I sumar. Er viö litum við i Elliðaánum i gær hittum við á hinn kunna veiðigarp, Snæbjörn Kristjánsson, og haföi honum litið gengiö, aldrei þessu vant. „Ég hef bara aldrei lent I þessu áöur, en þetta hlýtur aö breytast um Jónsmessuleytið”. Aðrir tóku i sama streng, og minntu á aö nú færi saman Jónsmessan og stórstreymi, og þaö brygöist sjaldan. —AH Holger Clausen veiddi þennan fjögra punda I EUiöaánum I gær. Þaö er sonur hans sem heldur á laxinum. Þriöjudagur 22. júni 1976 vísm DRÆM VEIÐI I ELLIÐAANUM ísinn er mjög langt fró landi Rannsóknarskipið Bjarni Sæmundsson er nýkomið úr vorleið angri á vegum Hafrann- sóknastofnunarinnar og voru gerðar athuganir á rúmlega 130 stöðvum i hafinu umhverfis Is- land. Beindust þær aðal- lega að hita sjávar, seltu og straumum, magni og dreifingu næringarefna, plöntusvifi, dýrasvifi, og fiski. Athuganir leiðangursmanna sýndu m.a. að is var almennt mjög langt frá landi og var Is brúnin um 90 sjómilur frá Homi. en var I fyrra um 14 sjómilur frá Homi um sama leyti og teygði sig þá inn i utanveröan Húnaflóa. Þessa miklu fjarlægö issins nú má m.a. rekja til langvinnrar austanáttar noröan Islands und- anfarnar vikur. A landsgrunns- svæöunum sunnan- og noröan- lands var hiti i yfirborðslögum nokkru hærri en siöastliöið ár, en hita i djúplögum svipaði til á- standsins á siðastliðnu ári. Hin svokallaða kalda tunga i hafinu milli Islands og Jan Mayen virtist liggja norðar en undanfarin ár. Athuganir á næringarefnum, súrefni og plöntugróðri sýndu m.a. að vestur af landinu er mjög næringarrikur sjór, sem teygir sig austur meö norðurströndinni. Vegna þessara hagstæðu gróöur- skilyrða á vestursvæöinu má bú- ast við áuknu rauðátumagni á þessum svæðum. 1 leiðangrinum var fylgst með tsbrúnin er nú mun lengra frá Vestfjöröum en hún var um svipað leyti á siöasta ári. fiskileitartækjum skipsins, sér- staklega með tilliti til hugsan- legra ioönugangna. Eins árs gamallar loðnu varð vart út af vestanverðu Norðurlandi, en veiðanleg loðna fannst ekki.-AHO Nýttstarfs- fólk hjá sjónvarpi Samþykkt var á fundi út- varpsráðs á föstudaginn aö mæla með Sigrúnu Stefáns- dóttur i starf fréttamanns hjá sjónvarpinu. Á sama fundi var ákveðið að mæla með Erni Harðarsyni i starf dagskrár- gerðarmanns. Sigrún Stefánsdóttir er rit- stjóri vikublaðsins Islendings á Akureyri, en ekki hefur enn verið ákveðið hver tekur við þvi starfi að sögn Friðriks Þorvaldssonar formanns blaðstjórnar. Heyrst hefur að Halldór Blöndal, kennari og varaþingmaður á Akureyri muni taka við ritstjórastarf- inu, en það hefur ekki fengist staðfest. —AH

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.