Vísir - 22.06.1976, Blaðsíða 24

Vísir - 22.06.1976, Blaðsíða 24
VtSIR Þriðjudagur 22. júnl 1976 Viðrœður fyrirhugaðar: Stefna kirkja og marxismi að sama marki? „Það var almenn skoðun manna á þessari ráðstefnu, að staða kirkjunnar i þjóðfélaginu væristerk.en hún nýtti e.t.v. ekki aðstöðu sfna sem skyldi”, sagði Þorvaldur Helgason æskulýðs- fulltrúi kirkjunnar I samtali við VIsi I gær, Þorvaldur sat ráöstefnu sem haldin var i Skálholti um helgina þar sem fjallaö var um hlutverk kirkjunnar i nútima þjóðfélagi. Þátttakendur á þessari ráö- stefnu voru menn úr hinum ýms- um stéttum þjóðfélagsins svo sem kennarar, læknar, stjórnmála- menn, bændur og menn frá fjöl- miðlum o.fl. „Þetta voru almennar um- ræður um stöðu oghlutverk kirkj- unnar og engin ákveðin niður- staða fékkst”, sagöi Þorvaldur. „Meöal annars var rætt um, hvort ekki mætti efla félagslegt hlutverk kirkjunnar og koma á Hráefnisskortur segir til meiri samvinnu milli presta, sál- fræðinga, félagsráðgjafa og lækna en verið hefur. Þvi aö fé lagsráðgjafar og sálfræðingar hafa að miklu leyti tekið viö ákveðnu starfi af prestinum”, sagði Þorvaldur. „Þá gerðist á ráösteftiunni mjög merkilegur atburður, sem að minu áliti er jafnvel kirkju- sögulegur”. Á ráðstefnunni var staddur marxisti sem óskaði eftir viðræðum við kirkjuna, og taldi hann ekki vera svo mikinn mun á þessum tveim hugmyndastefn- um. Hann kvaðst ekki skilja hvers vegna kirkjan og marxism- inn gætu ekki starfað saman, þar sem þau stefndu að sama mark- miði, þ.e. að bæta þjóölifið. Þetta er að visu persónuleg skoðun mannsins, en óneitanlega væri gaman að fá viðræður við marx- ista”. —SE sín á Siglufirði: f f r n t | t r •• x Starfsfolki h|a oðru frystihúsinu sagt upp Starfsfólki hraöfrystihússins Isafoldar á Siglufirði hefur nú verið sagt upp kauptryggingu sinni þar sem fyrirsjáanlegur er mikill hráefnisskortur hjá fyrir- tækinu. Fram að þessu hefur Isa- fold fengið til vinnsiu helming afla skuttogarans Dagnýjar, en nú hefur skipið hætt bolfiskveið- um og byrjað tilraunaveiðar á út- hafsrækju. Svo sem skýrt var frá i VIsi á sinum tima hefur allt stefnt i þessa átt undanfarnar vikur, þar sem eigendur frystihússins hafa ekki fengið fyrirgreiðslu til skipa- kaupa og hitlfyrirtækið, sem rek- ur hraðfrystihús á Siglufiröi, Þor- móður rammi hlf. hefur ekki talið sig vera aflögufært með fisk, en það gerir út tvo skuttogara. Horfir nú illa I atvinnumálum siglfirðinga, ef isafoldarmönnum tekst ekki að útvega sér fiskiskip. —ÞRJ Siglufirði 63 hvalir veiddir Fimmtiu og niu hvalir eru nú komnir á land i Hvalfiröi og á leiöinni er verið með fjóra þang- að. Eggert Isaksson, hjá Hval- stööinni, sagði VIsi i morgun að veiðarnar hefðu gengið fremur treglega fyrst eftir að þær hófust, 30 mai. Upp á siðkastið hefur aflinn hinsvegar glæðst og bátarnir fjór- ir gert þaö gott. Þeir veiða ein- göngu langreyður og búrhvali. Af þeim, sem komnir eru á land, eru 46 langreyðar og 13 búrhvalir. Þaö eru um 200 manns sem hafa atvinnu af hvalveiðunum. 1 Hvalveiðistöðinni sjálfri vinna um eitthundrað. Sextiu eru i á- höfn hvalbátanna fjögurra og um fjörutiu manns vinna I frystihús- inu i Hafnarfirði. —ÓT. Kona ó nírœðisaldri fyrir bíl Kona á nlræðisaldrei varð fyrir aðvlfandi á allmikilli ferð, og bíl I gærmorgun, á gangbraut við mun konan hafa fótbrotnað, hlotið Hlemmtorg. Er konan var að höfuðmeiðsl auk annarrar minni- ganga yfir brautina, kom fólksbill háttar meiðsla. —AH Ásgeir Christiansen viö Islander vélina. Þessi mikli hali aftan úr henni er til segulmælinga. (Mynd JA.) Annars ber Grœnlandsflug Vœngja ekki góðan árangur Yfirleitt láta flugmenn sér nægja aðhringja I veðurstofuna og athuga ástandið I gufuhvolf- inu, áður en þeir fara I loftið. Þeir Asgeir Christiansen og Þórólfur Magnússon, verða þó að skyggnast töluvert lengra, fyrir sumar flugferöir slnar á Grænlandi. Það fer nefnilega eftir aðstæðum á sólinni, hvort þeir fljúga eða ekki. Asgeir og Þórólfur eru flug- stjórar hjá Vængjum, og á föstudaginn leggja þeir iqjp i tveggja mánaða Grænlandsleið- angur á Islander vél félagsins. Þar eiga þeir að fljúga fyrir danska stofnun sem annast jarðfræðirannsóknir á Græn- landi. Fjórða sumarið Isiander vélin er nú komin með gildan „hala” en hann er hluti af tækjabúnaði sem notað- ur er til aö leita að oliu og málmum. Þessi búnaður mælir breytingar á segulsviði. Þegar verið er við segulmæl- ingarnar verður að vera „gott veður” á sólinni. Það þýðir að þá mega ekki geisa þar segulstormar sem stundum fara um þá hlýju stjörnu. Þeir Ásgeir og Þórólfur eru báðir vanir Grænlandsflug- menn, þvi þetta er þriðja sum- arið sem Asgeir verður þar, en fjórða sumar Þórólfs, „Við höfum höfuðstöðvar á Syðri-Straumfirði,” sagði As- geir„ þegar við hittum hann úti á flugvelli. Þórólfur var þá að flækjast einhvers staöar um loftin blá. „Við fljúgum svo yfir svæði sem dönsku visindamennirnir hafa ákveöið fyrirfram. Þaö eru jafnan tveir danir um borð til að sjá um tækin og við Þórólfur skiptumst á um að fara með þá. Það er aöeins hægt að fljúga i góðu veðri svo vélin verður að vera tilbúin til flugs 24 tima á sólarhring. Þvi er nauðsynlegt að hafa tvo flugmenn.” „Jú, okkur likar vel á Græn- landi og hlökkum til ferðarinn- ar. En eftir tvo mánuði eða meira, erum við lika alveg til- búnir að koma heim aftur.” —ÓT. „YFIRLYSING RANNSOKNARSTOFNUNAR- INNAR OTIMABÆR" — segir forstjóri Sigló síldar „Okkar viðbrögð eru ákaflega litil I dag. Málið er I rannsókn. Mér finnst þessi yfirlýsing Kannsóknarstofnunar fiskiðn- aðarins vera ákaflega ótimabær á þessu stigi”, sagði Egill Thor- arcnsen, framkvæmdarstjóri SiglósIUlar ii:þegar Visir hafði samband við hann I morgun. „Það er bæði veriö að vinna að rannsókn hjá Rannsóknar- stofnun fiskiðnaðarins og eins er verið að vinna að sölu á þessu magni”, sagði Egill. Að öðru leyti sagði Egill litið vera hægt um málið að segja. Þeir heföu énn, sem komið væri, ekkert I höndunum hvað heföi valdið þessu. Það væri verið að skoða þetta mál. „Það verður gefin út yfirlýs- ing um þetta mál þegar það er I höfn, fyrr viljum við sem mínnst um það segja” sagði Egill. Skilyrði um útflutningsvottorð Eitt af skilyrðum þeim sem sett voru I núgildandi samningi islendinga og Prodintorg i Moskvu um sölu á gaffalbitum voru að útflutningsvottorð fylgdu með sendingunni þang- að. Ekki verður selt upp i samning þennan nema slikt vottorð fylgi, að sögn Eysteins Helgasonar framkvæmdastjóra Sölustofnunar lagmetis I morg- un. „Við höfum margitrekað bent iðnaöarráðuneytinu og Siglósild á ákvæði samningsins”, sagði Eysteinn. Eysteinn sagði að aðilar þessa máls væru fyrst og fremst Rannsóknarstofnun fiskiðnað- arins og Siglósild. Sölustofnun lagmetis, sem samningsaðili, stefndi að þvi að uppfylla öll á- kvæði samningsins. Eysteinn sagði enga ákvörðun hafa verið tekna um hvaö gert yrði við framleiðslu, sem hugs- anlega fengi ekki útflutnings- vottorð. Enda lægi engin niður- staða fyrir um það. —EKG

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.