Vísir - 22.06.1976, Blaðsíða 23

Vísir - 22.06.1976, Blaðsíða 23
2 3 Opið til Ólafs , dómsmólaráðherra: Er erfða- og ábúðar- rétturinn glataður? Einar Sigurbergsson, Vindási v/Nesveg skrifar: Hæstvirtur dómsmálaráö- herra. Ég sé mig knúinn til aö skrifa þetta bréf, þar sem allt annaö hefur reynst árangurslaust, til aö réttlætiö nái fram aö ganga. Mörgum finnst þetta ef til vill aö bera í bakkafullan lækinn og framrennsliö ekki i sem bestu lagi, eins og greinilega hefur komiö fram aö undanförnu og alþjóö veit. Lögin eru svo vitlaus. Oft hefur reynst erfitt fyrir einstaklinginn aö ná rétti sinum og sérstaklega gegn rikinu. Rikisstarfsmenn sniöganga lög- in, og sumir eru svo ósvifnir að þeir hafa sagt i vitna viðurvist að „lögin eru svo vitlaus aö viö ætlum ekki aö fara eftir þeim”, eins og fram kemur hér á eftir. Forsaga málsins Forsaga málsins er sú að faðir minn seldi jöröina Strýtu i ölfusi þ. 17. april 1941 Jarö- eignadeild rikisins og var honum byggö jörðin samkv. lög- um nr. 8 frá 1936 meö erföaábuö og óöalsrétti. Byggingabréfiö er dagsett 22. des. 1942 og staöfest af dóms- og kirkjumálaráöuneyti þann 6. jan. 1943. Fööur mínum var lofaö aö jöröin yröi byggö upp fljótlega, en vanefndir eru enn á þvi loforði. öll hús á jörðinni voru úr torfi og grjóti og sum aö falli kominn og bærinn ekki tal- inn ibúðarhæfur lengur. I ábúöarlögunum stendur i 3. kafla 11. grein: „Skylt er lands- drottni aö láta fylgja leigujörð sinni nauösynleg bæjarhús og peningshús I góöu lagi að dómi úttektarmanna.” Málið féll niður þegar það kom til ráðuneytisins. Um voriö 1945 fluttum við af jöröinni en héldum áfram aö nytja hana og var þaö Iátíö óátaliö, þar til 2. des 1958 aö faöir minn fékk útbyggingar- bréf undirritað aö Sveinbirni Dagfinnssyni. Þessu mótmælti faðir minn, meöal annars meö bréfum,dagsettu 8. jan. 1959 og framhaldsbréfi, dagsettu 25. mars 1959/ til dómsmálaráöu- neytisins. Féll málið þar meö niöur. Lagt til á Alþingi að jörð- in verði seld. í byrjun árs 1972 var flutt frumvarp á Alþingi af Ingólfi Jónssyni þess efnis aö jöröin Strýta i ölfusi yröi seld ábúanda jarðarinnar, Guðmundi Hjartarsyni bónda á Grænhól (alrangt). Frá þessu var skýrt i þing- fréttum. Þegar ég náöi tali af Ingólfi haföi hann flutt frum- varpiö tvivegis á Alþingi. Þegar ég haföi skýrt alla málavexti fyrir honum kom I ljós aö hann heföi fengiö rangar upplýsingar og mjög svo villandi I málinu, hver svo sem bar ábyrgö á þeim. Greinilegt var aö Ingólfi hitnaði mjög i hamsi, þvi hann sagöi meöal annars: „Haföu engar áhyggjur af þessu máli, ég flyt þaö ekki meira. Viö ger- um ekkert hér á Alþingl, sem ekki er lögum samkvæmt.” Guði sé lof að enn eru þó til heiöarlegir menn. Fúlasta lítilsvirðing Það sannast best með frum- varpi þessu að þeir sem að þvi stóðu vila ekki fyrir sér lygi og rangar upplýsingar þegar þeim þykir henta, til þess að ná af okkur jöröinni. Jafnvel aö láta flytja þær á Alþingi Islands, sem mér finnst lýsa fúlustu litilsvirðingu þessara manna fyrir Alþingi svo og Ingólfi Jónssyni. Ekki hægt að búa á húsa- lausri jörð. Þann 20. des. 1972 kemur svo espress sendiboð meö hraö- ábyrgðarbréf, (ekki dugöi minna) til móöur minnar, þvi faðir minn var dáinn. Þetta bréf var sama eðlis og útbyggingar- Halldór E. Sigurösson, land- búnaöarráðherra. bréfið frá 1958. I þessu bréfi segir Sveinbjörn Dagfinnsson aö faöir minn og siöar móöir min hafi framleigt landsnytjar Strýtu án heimildar. Þetta er al- rangt og benti ég Sveinbirni á að lesa 10. greinina i byggingabréf- inu. Hin ástæöan var sú aö viö heföum ekki haft búsetu á jörö- inni. Allir geta séö aö útilokað er fyrir okkur að búa á jörðinni húsalausri og hef ég bent Svein- birni á þaö og skoraö á hann aö bæta úr þvi eins og landsdrottni ber samkvæmt lögum. Þessari uppsögn mótmælti ég meö bréfi dagsettu 26. janúar 1973, sem sent var sýslumanni Arnessýslu, þvi hann er um- boðsmaður jaröarinnar. Einnig var þaö sent dómsmálaráöu- neytinu, Jarðeignadeild rikis- ins. Dómsmá laráðherra svaraði ekki bréfinu. Þann 10. nóv. 1974 ritaöi ég Ólafi Jóhannessyni, dómsmála- ráöherra, bréf vegna þessa máls en þvi er ósvarað enn (sent i ábyrgö). , Ráðuneytisst jóri át lygina ofan f sig — og varð ekki meint af. Þann 3. júli 1975 átti ég fund meö landbúnaöarráöherra, Halldóri E. Sigurössyni, og af- henti honum bréf dagsett sama dag, þar sem ég lýsi kröfum minum i máli þessu. Einnig átti ég tvo aöra fundi meö ráöherra siðar I þessum sama mánuöi, meö viku millibili og var þá ráðuneytisstjóri kallaöur fyrir þar sem máliö snerti hann mjög. En hann hefur ekki farið eftir lögum i máli þessu, og hef- ur hann jafnframt viðurkennt i votta viöurvist að hann ætlaöi ekki að fara eftir ábúöarlögum, „þau væru svo vitlaus”. Ráöu- neytisstjóri reyndi að afsaka sig með alls konar þvælu og bar mest á þvi hjá honum aö við hefðum ekki greitt eftirgjaldiö á réttum timum. Þessu mótmælti ég strax og át hann þá lygina of- an i sig að ráöherra viðstöddum og er ekki aö sjá að honum hafi orðið meint af, sennilega vanur sliku fóöri. Ráðherra reyndist ekki hafa vit til að kippa málun- um i liöinn, þvi miöur, en ég ætla ekki að ásaka hann þvi enginn gefur sér vitiö sjálfur. Sýslumaöur Arnessýslu getur staöfest hvort eftirgjaldiö fyrir Strýtu hefur verið greitt og hve oft það hefur veriö endursent vegna aögeröa Sveinbjörns Dagfinnssonar. Leigusamningurinn útbú- inn Sennilega svo snemma á ár- inu 1975 lætur Sveinbjörn Dag- finnsson útbúa leigusamning handa Guðmundi Hjartarsyni, bónda á Grænhóli, fyrir jöröina Strýtu i ölfusi til fimm ára og loforö um önnur fimm ár, en meö þriggja mánaöa upp- sagnarfresti, sem bendir greini- lega til þess að hann viti fullvel um ólögmæti samnings þessa. Ekki veit ég nákvæmlega um dagsetningu á samningi þess- um, þar sem allir aöilar hafa neitað mér aö sjá hann, en Guö- mundur á Grænhóli sagöi aö hann væri undirritaður af séra Gisla Brynjólfssyni. Krefst ógildingar á leigu- samningnum. A áöurnefndum fundum meö landbúnaöarráðherra kraföist ég þess aö samningur þessi yröi ógiltur þegar i stað, en eins og fram kom er vitiö ekki meira en Guö gaf. Ef dómsmálaráöherra sér sér ekki fært aö kippa mál- inu i liöinn þá óska ég eftir aö fram fari opinber dómsrann- sókn i málinu, svo úr þvi fáist skorið hvort við höfum glatað þeim eríöa- og ábúöarrétti sem viö höfum og staöfestur var af dóms- og kirkjumálaráöuneyt- inu þann 6. jan. 1943. Við viljum vekja athygli ó eftirtöldum bókum: En Fard till Island sommaren 1857 efter anteckningar och brev av Nilson Gadde, 159 bls., 2892.00, Finnur Jónsson: Historia Ecclesiastica Islandiae I-IV, ljós- prentun 1970, 18.360,00, Johan Fritzner: Ordbog over Det gamle norske Sprog I-III, 4. útg.1973, 28.600.00, Johan Fritzner: Ordbog over Det gamle norske Sprog IV,1. út. 1972, 7175.00. Grágás Konungsbók 1852,ljóspr. 1974, 5070.00. Grágás Staöarhólsbók 1879 5460.00, Grá- gás Skálholtsbók M.M. 1883,7020.00, Beton-Kalender 19761-11, 5704.00, Olympische Winterspiele Innsbruck '76,220 myndir þar af 130 litmyndir, 3496.00, Automobil Revue '76, 2700, Europa Möbel 1976, 1275.00. Eriendar og innlendar feröahandbækur og feröakort i mjög fjölbreyttu úrvali. Þýskar, danskar, spænskar vasabrotsbækur ávallt i góöu úrvaii. Sumarútsalan heldur áfram. Gamla veröiö niöursett um allt aö 75%. Bókum bætt viö daglega. Bókaverslun Snœbjarnar Hafnarstrœti 4 Við viljum vekja athygli á eftirtöldum bókum: ISLANDICA XL. Bibliography of Modern Icelandic Literature in Translation, 317 bis. 8520.00, The Shorter Oxford English Dictionary 1-11, 3990 bls. 163.000 orð, stórt brot, 3. útg. 1974, 10.800.00, The Oxford Companion to Film, 4200.00. Kitchen Ideas, 1386.00, Bathroom Ideas, 1386,99, Home Improvement Project Ideas, 788.00, 100 Custom Home Plans, 788.00, Decks and Patios, 1386.00. Viö höfum nú mjög fjölbreytt úrval af enskum og ame- riskum vasabrotsbókum þar á meöal marga „bestseli- ers” eins og: Looking for Mr. Goodbar (J. Rossner), Save your Life Diet (D. Reuben), The Hindenburg (M.M. Mooney), The Stonewall Brigade (F. Slaughter), The Explorer (F.P. Keyes), Portrait of Marriage (N. Nicolson), Marathon Man (W. Gold- man), The Straw Man (B. Goldsmith), The Pirate (H. Robbins), Circus (A. MacLean), Show Tiger (D. Bagley), svo og marga fleiri titla eftir Harold Robbins, Barbara Cartland, Georgette Heyer o.fl. Nýjar bækur daglega. Bókaverslun Snœbjarnar Hafnarstrœti 9 ólafur Jóhannesson, dómsmálaráöherra. ♦

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.