Vísir - 22.06.1976, Blaðsíða 3

Vísir - 22.06.1976, Blaðsíða 3
VISIR Þriðjudagur 22. júni 1976 3 Mvndin sýnir þá hliö Borgarbókasafnsins sem snýr að götunni. Hin- um megin við húsið verður friðsælt göngutorg og þar er aðaiinn- gangur hússins. Margháttuð menningar- l03hAsi starfsemi er fyrirhuguð Ska Starfsaðstaða Borgarbóka- safnsins hefur lengi verið heldur bágborin. Nú hillir undir úr- bætur i þeim málum, er teikningar og útboðsgögn að safnshúsi i nýja miðbænum við Kringlumýrarbraut liggja fyrir. Nýja bókasafnið verður 5.822 gólf-ferm. að stærð. Undir- búningsstarf og frumáætlun um húsið var byggð að miklu leyti að tillögum Sigurd Möhlen- brock, sem er kunnur sænskur bókasafnsmaður. Teikningarnar hafa veriö sýnd ar tveimur fremstu sérfræöing- um á Norðurlöndum um bóka- safnsbyggingar, þeim Bengt Hjalmquist i Sviþjóð og Sven Plovgaard I Danmörku. Luku þeir miklu lofsorði á húsiö. Arkitektar hússins eru Gunn- laugur Halldórsson og Guð- mundur Kr. Kristinsson, en samstarfsmaður þeirra hefur verið Ferdinand Alfreðsson. t húsinu verður aðstaöa fyrir ýmsar greinar sem eiga heima á aðalsafni, s.s. þjónustu fyrir aldraða og fatlaða og talbóka- þjónusta fyrir blinda. Einnig verður þar aðstaða fyrir bóka- bilana. Þá verða i safninu þær deildir sem sjá um stofnunina i heild, þ.á.m. innkaupadeild, flokkun, skráning, frágangur, viðgeröir og skrifstofa safnsins. Menningarlegt félags- heimili. Húsið er miðað við, að þarna fari ekki einungis fram útlán bóka, heldur verði húsið eins konar menningarlegt félags- heimili Reykvikinga, þar sem fólk getur dvalist við bóka- lestur, dagblaða- og timarita- lestur og hlustað á tónlist, skoðað sýningar og hlýtt á fyrir- lestra. 1 miðhluta hússins verða góð hlustunarskilyrði og verður þetta fyrsta bókasafniö á Norðurlöndum, þar sem fólk getur hlustað á tónbönd i lestrarsal. 1 aðalsal eru engar súlur i miðjunni, en það eykur mjög á notkunarmöguleika salarins. Er miðaö við að hús- næðið geti fullnægt þörfum safnsins framyfir það sem nú er. Sérstaklega var gert ráð fyrir fötluðum við hönnun bókasafns hússins. Inngöngudyr og lyftur eru þannig úr garði gerðar að fólk i hjólastólum getur farið óhindrað um húsið. Húsinu var valinn staður langt á undan öðrum stofnunum i nýja miðbænum og hefur stað- setningin ekki breyst á þeim 10 árum sem siðan eru liðin. Byggingartimi er áætlaður 5 ár og var heildarkostnaður i október sl. áætlaður 549 milljónir króna. I byggingar- sjóði eru nú um 25 milljónir króna. —SJ Gömlu búningsklefunum breytt í gufuböð Sundlaug Vesturbæjar var opnuð aftur nú um helgina og er það vel við h æfi, þvi að i dag er iengstur dagur og ef marka má af veðrinu i morgun ætti fólk að geta legiö og sólað sig iangt fram á kvöld. Laugin hefur tekið miklum stakkaskiptum frá þvisem áður var. Nýir búnings- og baðklefar hafa veriö teknir i notkun og er i þeim aðstaða fyrir 300 manns. Nú eiga sundlaugargestir kost á að fækka fötum i svonefndum skiptiklefum en einn slikur fylg- ir hverjum fjórum skápum. i nýju byggingunni eru einnig 22 steypiböð. Ekki var látið staðar numið við þetta þvi að sund- laugin hefur verið lagfærð og máluð hátt og lágt. Sundlaug Vesturbæjar er teiknuð af Bárði ísleifssyni arkitekt, en viðbótarbygging- una teiknuðu þeir Bárður og Jes Einar Þorsteinsson. Allar teikn- ingar og verkhönnun er gerð i samvinnu við iþróttaráð Reykjavikur og iþróttanefnd rikisins. Að sögn Erlings Jóhannsson- ar, forstöðumanns laugarinnar, verða gömlu búningsklefarnir teknir úr notkun og er ætlunin að breyta þeim i gufuböð. Sagði Erlingur að vonir standi til að unnt verði að hefja fram- kvæmdir við það áður en langt um liður. —AHO Morðið á Baldri Jónssyni við Háteigsveg: Sá seki var dœmdur til að sœta öruggri gœslu á við- eigandi stofnun Dómur hefur verið kveðinn upp hjó rikissaksóknara vegna morðsins á Baldri Jónssyni, Dvergabakka 36 i Reykjavfk. Talið var sannað, aö ákærði Jón Pétursson, Háteigsveg 30 i Reykjavik, hefði orðið Baidri að bana með þvi að slá hann i höfuðið og kyrkja hann siöan. At- burðurinn átti sér stað I kjallara- herbergi aö Háteigsvegi 30, hinn 10. janúar siðast iiðinn. Rannsókn á andlegu og likam- legu ástandi ákærða leiddi i ljós að hann var ekki talinn sakhæfur, og jafnframt að hann gæti orðið hættulegur umhverfi .sinu við vissar aðstæður. Þá var einnig talið að hvorki sektir né refsi- vistir myndu breyta hátterni á- kærða. Akærði var þvi dæmdur til að sæta öruggri gæslu á við- eigandi stofnun. Ennfremur var ákærði dæmdur til ævilangrar sviptingar ökuleyfis vegna si- endurtekinna ölvunaraksturs- brota. —AH. Laus staða Staða skólameistara viö Fjölbrautaskóla Suðurnesja í Keflavik er laus til umsóknar. Laun samkvæmt launakerfi starfsmanna rikisins. Umsóknirmeðýtarlegum upplýsingum um námsferil og störf skulu hafa borist menntamálaráöuneytinu, Hverfis- götu 6, Reykjavik, fyrir 12. júli 1976. Menntamálaráðuneytiö, 16. júni 1976.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.