Vísir - 22.06.1976, Blaðsíða 7

Vísir - 22.06.1976, Blaðsíða 7
vism Þriðjudagur 22. júni 1976 * Arabískir auðkýfing- ar kaupa eitt virt- asta hótel Lundúna Arabískir rikisbubb- arhafa fest kaup á hinu fræga Dorchester hóteli i Lundúnum. Söluverðið er 2,6 milljarðar króna. Dorchester hefur löngum ver- iö biistaöur lávaröa, kóngafólks, kvikmyndastjarna og auöjöfra, þegar viökomandi hafa dvalist i LdndunUm. Hóteliö hefur 285 herbergi. Siöastliöin fjögur ár hefur 327 milljón krónum verið variö til að gera upp og endur- nýja hótelið. Hinir nýju eigendur standa að félagi sem heitir Pageguide Limited. Þeir keyptu hóteliö af fyrirtækinu sem hefur átt Dorchester frá þvi það var byggt. Virtir breskir fjármálamenn hafa verið fengnir til aö sitja i stjórn hins nýja eigendafélags. Einn þeirra lét hafa eftir sér aö arabarnir heföu i hyggju aö kaupa fleiri lúxushótel i höfuö- borgum Evrópu. Harris-hjónin vilja fara aftur á ránsstaðinn Hjónin William og Emily Harris fóru fram á þaö viö rétt- arhöldin í Los Angeles i gær, aö þeim yrði ieyft aö skoöa aftur sportvöruverslunina, sem þau eru sökuð um að hafa reynt að ræna i félagi viö Patty Hearst. En lögregluforingi i Los Angeles lögreglunni mælti á móti bón þeirra hjóna, þvi hann sagði að það yröi of viðamikið verk að koma i veg fyrir að reynt yrði að frelsa þau, eða ráðast á þau. Dómarinn frestaði ákvöröunartöku i nokkra daga. William Harris Harris hjónin og Patty Hearst eru sökuð um að hafa reynt að ræna verslunina 16. mai 1974, hafa skotið á lögreglu, stolið bil- um og haldið tveimur bilstjór- um gislum meðan þau voru á flótta undan lögreglunni. Patty verður leidd ein sins liðs fyrir rétt. v 1 réttarsalnum i Los Angeles skilur hátt skothelt gler á milli dómsins og áhorfenda. Hótun hefur borist um að myrða eigi Harris hjónin við réttarhöldin. SKOÐUN LURIES Urðu fyrir skriðu í fjallgöngu ttalskur fjallgöngugarpur lést af völdum höfuðmeiðsla og sjö félagar hans liggja slasaðir á sjúkrahúsi, eftir að þeir lentu fyrir skriðu utan i Lyskamm-tindi i svissnesku ölpunum. Hópur 17 fjallgöngumanna var kominn hálfa leið upp norðurhlið tindsins, þegar jökultunga brotnaði fyrir ofan þá og hratt yfir þá aurskriðu. Sjömannanna bárust 400 metra með skriðunni niður fjallshliöina. Sá áttundi hékk alvarlega meiddur i lifstrengnum. — Niu sluppu ómeiddir og sex gátu snúið aftur til baka að sækja hjálp, sem barst með þyrlum. Myrti barn Sautján ára gamall piltur i Fíladelfiu i Bandarikjunum er sakaður um að hafa myrt tveggja ára gamalt barn, þegar barnið hellti mjólk á bil piltsins. Lögreglan segir að barnið hafi verið að leika sér, þegar það skvetti mjólk á bil piltsins, Paul Turchi. Hann öskraði á barnið, þaut inn i bii sinn og ók af stað stuttan spöl. Siðan setti hann bilinn i afturábakgir og bakkaði yfir barniðisem lést við það. Vanþakklœti? Þrjár áhafnir af björgunar- þyrlum i Leuchars i Skotlandi sendu 100 manns, sem þær höföu bjargað úr sjó eða af fjöllum, boð um að koma i af- mælisveislu björgunarsveit- arinnar. En enginn svo mikið sem sá ástæðu til að svara, hvað þá koma. Björgunarsveitarmenn voru að vonum óhressir yfir þess- um viðbrögðum, en þeir hættu samt ekki við veisluna. 200 öðrum gestum er boðið, og hafa flestir þegið boðið. Tals- maður flughersins sagði að björgunarsveitarmönnum hefði dottið í hug að þeir, sem bjargað hafði verið, hefðu haft áhuga á að fagna afmælisdeg- inum með sveitinni. Niðurstöður kosning- anna á ítalíu hafa kom- ið mjög á óvart en þar sem hreinn meirihluti liggur ekki fyrir til st j ór nar m y ndun ar blasir við óvissa í stjórnmálum landsins, enn meiri en var jafn- vel siðustu vikur fyrir kosningarnar. Þaö, sem kom mest á óvart auövitaö, var, aö kommúnistar skyldu ekki fara með sigur af hólmi, og að kristilegir demó- kratar juku fylgi sitt frá siöustu sveitarstjórnarkosningum. Að visu jók kommúnista- flokkurinn jafnvel enn meira við fylgi sitt og bætti við sig 25 þing- sætum, en þaö dugir þeim ekki til aö mynda stjórn. Eru þeir nú ekki nema 5% á eftir kristileg- um demókrötum i atkvæða- magni. Þegar talningu atkvæöa lauk, sýndi það sig, að kristilegir demókratar höfðu fengið 38,9^ atkvæöa, en I þingkosningunum 1972 fengu þeir 38,1% og i sveitastjórnarkosningunum I fyrra ekki nema 35,5%. — Þing- mannatala flokksins breyttist ekkert og er áfram 135. Kommúnistar, sem fengu 27,6% i kosningunum 1972, hlutu núna 33,8% atkvæða. Sósialistar, sem rufu stjórnarsamstarfið i vetur og urðu með þvi þess valdandi, aö efna varð til þingkosninganna i sumar, töpuðu fylgi. Þeir fengu 10,2% enhöfðu 1972 hlotið 10,7%. Við þetta misstu þeir 4 þingsæti. Samanlagt hafa vinstri- flokkarnir yfir að ráða 47% þingsæta i neðri málstofunni og sjá menn þvi fram á margra vikna, ef ekki mánaða, starf, áður en tekst að mynda meiri- hluta stjórn. Leiðtogi socialista, Francesco de Martino, lét hafa eftir sér fyrir kosningar, að fylgisaukn- ing kristilegra mundi leiða af sér patt i stjórnmálaskákinni og kalla fram aðrar þingkosning- ar, áður en langt um liði. Mir.nstu flokkarnir biðu af- hroð, þegar kjósendur fylktu sér um stóru flokkana. Þannig voru frjálslyndir á hægri væng nær þurrkaðir út, nýfasistar, lýð- veldissinnar og social-demó- kratar misstu og mikið fylgi tii kristilegra demókrata. Það liggur ljóst fyrir, að kristilegum demókrötum er nauðsyn á stuðningi socialista, ef þeir eiga að geta myndað stjórn, sem styðst við meiri- hluta. En socialistar hafa lýst þvi yfir, að þvi aðeins séu þeir til umræðu um stjórnarmyndun, að kommúnistar eigi sæti i rikisstjórninni. — Þaö mega kristilegir demókratar ekki heyra nefnt. Einn forystumanna sociahsta áréttaði þessa afstöðu I gær- kvöldi að lokinni talningu. Enrico Beriinguer, leiðtogi kommúnista, sagöi, þegar úr- sUtin lágu fyrir, að flokkur hans heföi aukið aUra flokka mest við sig fylgi frá þvi 1972, og leiddi það til vinstrisveiflu á þinginu. — ,,Af þvi leiðir og, að sá timi er liöinn, sem menn reyndu að úti- loka kommúnista frá stjórn,” bætti hann við. Sagöi hann, að kristilegir demókratar kæmust nú ekki af án kommúnista, rétt eins og kommúnistar mundu ekki komast af án kristilegra demókrata. Amintore Fanfani, formaður kristUegra demókrata, sagði, þegar úrslitin lágu fyrir: „Meirihluti itala hefur hafnað tillögum kommúnista og örvað kristilega demókrata til að visa leiðina með festu.” Framkvæmdastjóri Social istaflokksins sagði af sér, þegar atkvæöatalningunni var lokið, og hvatti aðra forystumenn flokksins til að gera hið sama. Viðast um heim var fylgst aí athygli meðkosningum á ttalíu. Einkanlega stóð NATO-rikjum stuggur af þvi að kommúnistar kæmust tU vald i' Róm. — Ford forseti hefur lýst þvi yfir, að stjórn hans mundi endurskoða afstöðu sina tU samskipta vií ítaliu, ef kommúnistar tækju þátt i stjórnarmyndun. Enrico Berlinguer ieiðtogi kommúnista greiðir atkvæði á kjör- stað nálægt heimili sinu I Róm, að viðstöddum fjölda frétta- manna. Kosningarnar á Ítalíu: Úrslitin auka á óvissuna

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.