Vísir - 22.06.1976, Blaðsíða 8

Vísir - 22.06.1976, Blaðsíða 8
8 VÍSIR Útgefandi: Keykjaprent hf. Framkvæmdastjóri: DaviA Guðmundsson Ititstjórar: Þorsteinn Pálsson, ábm. ólafur Kagnarsson Kitstjórnarfulitrúi: Kragi Guðmundsson Fréttastj. erl. frétta: Guðmundur Pétursson Blaðamenn: Anders Hansen, Anna Heiöur Oddsdóttir, Edda Andrésdóttir, Einar K. Guðfinnsson Jón Ormur Halldórsson, Kjartan L. Pálsson, Ólafur Hauksson, Óli Tynes, Rafn Jónsson, Sigriður Egilsdóttir, Sigurveig Jóns- dóttir, Þrúður G. Haraldsdóttir. iþróttir: Björn Blöndal, Gylfi Kristjánsson. útlitsteiknun: Jón Óskar Hafsteinsson, Þórarinn J. Magnússon. Ljósmyndir: Jens Alexandersson, Loftur Asgeirsson. Auglýsingastjóri: Þorsteinn Fr. Sigurðsson. Dreifingarstjóri: Sigurður R. Pétursson. Auglýsingar: Hverfisgötu 44. Simar 11660 86611 Afgreiðsla: Ilverfisgötu 44. Simi 86611 Kitstjórn: Siðuinúla 14. Simi86611.7 línur Áskriftargjald 1000 kr. á mánuði innanlands. i lausasölu 50 kr. eintakið. Blaðaprent hf. Sorgarsaga af gaffalbitum Um siðustu lielgi var greint frá þvi hér i blaðinu, að Rannsóknarstofnun fiskiðnaðarins, hefði orðið að gripa til þess ráðs að neita ákveðinni lagmetis- iðju um útflutningsvottorð fyrir afurðir sínar. Hér er vissulega um mjög alvarlegan atburð að ræða, þvi að ljóst er að við megum i engu slaka á gæða- kröfum að þvi er varðar útflutningsafurðir. Sú verksmiðja, sem hér á i hlut og er reyndar opinbert fyrirtæki, á yfir höfði sér tjón, er numið getur tugum milljóna króna. Hitt er ljóst, að þessi framleiðslugrein getur orðið fyrir enn meiri á- föllum, ef gallaðar afurðir komast á markað er- lendis. í þvi tilviki, sem hér um ræðir, bendir ekkert til þess að um slæmt hráefni hafi verið að ræða. Ágallana má þvi rekja til framleiðslunnar og er það enn alvarlegra í þessu máli, að Rannsóknarstofnun fiskiðnaðarins hafði aðvarað verksmiðjuna áður en allur skaðinn var skeður. Atburðir af þessu tagi hljóta að vekja menn til umhugsunar um auknar framleiðslukröfur. Mögu- leikar okkar á erlendum mörkuðum eru fyrst og fremst undir þvi komnir að við fiytjum þangað ein- vörðungu góða vöru. Einu gildir hvort fyrirtæki eru i opinberri eign eða einkaeign. Þau verða að fara eftir ströngustu gæða- kröfum við framleiðslu útflutningsafurða. I þessu tilviki er það þó sérstaklega athyglisvert að það er opinbert fyrirtæki, sem á i hlut og heldur áfram framleiðslu þrátt fyrir aðvaranir Rannsóknarstofn- unarinnar. Vísir fagnar þeirri ákveðnu afstöðu, sem Björn Dagbjartsson forstöðumaður Rannsóknarstofunnar fiskiðnaðarins hefur tekið i máli þessu. Engum getur blandast hugur um,að á miklu veltur að þær stofnanir, sem eiga að hafa slikt eftirlit með höndum, ræki hlutverk sitt af fyllstu kostgæfni. Björn Dagbjartsson hefur tekið fram í viðtali við Visi, að mjög sjaldgæft sé að Rannsóknarstofnunin neiti framleiðendum um útflutningsvottorð, enda þurfimjögærnarástæðurtilþess. Mestu máli skiptir að lágmarkskröfum sé framfylgt hver sem i hlut á. í þessum efnum hvilir ekki einvörðungu ábyrgð á framleiðendum um vöruvöndun. Það skiptir lika höfuðmáli, að i eftirlitinu sé enginn veikur hlekkur. Þær stofnanir, sem hafa þessar athuganir með höndum, þurfa oft og einatt að standast þrýsting hagsmunaaðila. Ábyrgð þeirra er þvi mikil. Á undanförnum árum hefur talsvert verið hugað að auknum hreinlætiskröfum við framleiðslu fisk- afurða. Ýmislegt má þó enn færa til betri vegar i þeim efnum. Þetta nýjasta dæmi um sildarniður- lagninguna talar skýru máli þar um. Fiskiðnaður hefur átt hér i vök að verjast og út- flutningur fullunninna fiskafurða hefur gengið erfiðlega. Hér er um harða baráttu að ræða. Og það er alveg ljóst að við náum aldrei árangri á þessu sviði, nema framleiðslan sé fyrsta flokks gæðavara. Þessi sorgarsaga með gaffalbitana á þvi að verða viti til varnaðar og um leið hvatning til nýrra átaka við vöruvöndun og hreinlæti i fiskiðnaði. BJARTSÝNIR Á, AD HAFRÉTTAR- SÁTTMÁLIVERÐI HLBÚINN '77 Flotaveldin kviöa því, að siglingum herskipa þeirra veröi settar meiri skoröur meö stærri Iandheigi strandrikja. Menn gera sér oröiö góöar vonir um, að loks sé fariö að hilla undir árangur hafréttar- ráðstefnu Sameinuöuþjóöanna. Sumir fulltrúanna spá þvi, aö hún muni jafnvel hafa sáttmála tilbúinn til undirritunar fyrir rikisstjórnir heims á miðju ári 1977 i siöasta lagi. Þeirrar skoðunar var til dæmis T. Vincent Learson, sendiherra Bandarikjanna á hafréttarráöstefnunni, þegar hann flutti skýrslu um gang ráðstefnunnar fyrir einni af nefndum öldungadeildarinnar. Hann sagöi, aö þrátt fyrir ýmis vandkvæöi, sem upp hefðu komiö, þá væru ráöstefnufull- trúar miklu nær samkomulagi núna i júni, heldur en þegar þeir komu saman i New York i mars. „Það mun aö visu krefjast mikillar vinnu og pölitisks vilja, en efnislegum viöræðum ætti að ljúka á fundunum i ágúst og september,” sagði Learson sendiherra. Ef ráöstefnan fer svo fram, eíns og Learson spáir veröur ekki annaö eftir ógert fyrir veturinn, en þaö starf, sem upp- kastsnefnd mundi vinna. Nefni- lega að velja oröalag á sátt- málanum sem ætti að verða til- búinn til undirritunar á fyrri helming næsta árs. Learson skýröi þingmönnum þeirrar nefndar, sem f jallar um námavinnslu, hráefni og elds- neyti, frá þeirri skoöun sinni, aö miklar horfur væru á þvl, aö þetta mætti takast. Nefndinni lék að visu mestur hugur á að heyra, hvernig unnist heföu hjá svonefndri fyrstu-nefnd Hafréttarráðstefn- unnar, en hún fjallar einmitt um námuvinnslu neðansjávar eöa nýtingu auðlinda á djúpsævi. Learson geröi grein fyrir því, aö umræöur i fyrstu nefiid væru meö jákvæöara sniði nú oröiö, en I upphafi. Að hans mati gætti orðið meira hófs i málflutningi fuiltrúa og greinilega miöaði áfram i átt til samkomulags, þótt ýmsar skoöanir væru þar rlkjandi enn, sem bandarikja- mönnum mundi þykja erfitt aö sætta sig viö. Drap hann á það, aö nefndin heföi til dæmis ekki gert neina tilraun enn til þess aö fylkja þjóöum á bak við hugmyndina um aö stofna ráðgjafanefnd eða ráö, sem móta mundi i fram- tiöinni stefnuna varðandi nýt- ingu auðlinda á hafsbotni. — Þaö hefur verið hugmynd bandarikjamanna, aö I siiku al- heimsráöi, þar sem væru full- trúar rikja, er hagsmuna heföu að gæta, væru ákvaröanir teknar um, hvernig þessum jaröarinnar gæöum yröi skipt. Vilja bandarikjamenn, að slikar ákvarðanir yrðu teknar meö einfaldri atkvæöagreiöslu. A móti koma hugmyndir annarra um að setja þvi ákveöin takmörk, hvaö eitt einstakt riki má nýta sér mikið af auölindum hafsbotnsins. — Þessa skoðanamunar gætir mest inn- byröis hjá iönaðarrikjunum, meöan þróunarlöndin hafa ekki tekiö afstööu til málsins enn sem komiö er. önnur hugmynd manna gengur út á þaö, aö sett veröi á laggirnar fyrirtæki á vegum Sameinuöu þjóðanna, sem heföi einkarétt á nýtingu sjávar- botnsins utan auölindalögsögu einstakra rikja. En þeir, sem þessari hugmynd hafa varpaö fram, hafa ekki gert grein fyrir þvi, hvernig þeir hugsi sér, aö slikt fyrirtæki yrði fjármagnað. Ekkiööruvisien tillögur skyldu- framlög aöildarrikja Sameinuðu þjóöanna, eöa meö lánum og hlutabréfakaupum. Bandariski sendiherrann gerði þingmönnum grein fyrir þvi, aö mikill meirihluti ráöstefnufulltrúanna væri fylgjandi tólf milna landhelgi og tvö hundruð milna efnahags- lögsögu. — Hann benti á, að nokkur atriöi skyld þvl máii væru enn óráðin. Þar átti hann við spurninguna um, hvort ein- stSc strandriki gætu sett innan sinnar lögsögu strangari reglu- geröir um siglingar skipa, heldur en alþjóðalög kveöa á um. Af þvi atriöi stendur flota- veldunum nokkur stuggur, en þau kviöa þvi, aö siglingum her- skipa þeirra um höfin yröu settar meiriskoröur en nú gilda. Eins þykir mörgum sem gert sé ráð fyrir of miklu einræöi ein- stakra strandrikja varöandi hafrannsónir annarra landa innan lögsögu þeirra. Enn hefur ekki náöst samkomuiag um nýtingu auölinda á hafsbotni.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.