Vísir - 22.06.1976, Blaðsíða 1

Vísir - 22.06.1976, Blaðsíða 1
y Réttargœslumennirnir efuðust um einangrun gœsluvarðhaldsfanganna — Voru fullvissaðir um að gœslan vœri fullnœgjandi Réttargæslumenn þeirra sem viöriönir eru Geirfinnsmáliö geröu oft fyrirspurnir um þaö til yfirvalda hvort gæsluvaröhalds- fangarnir heföu möguleika á aö hafa samband sin á milli. „Töldum viö margt benda til þess aö svo væri”, sagöi Jón G. Zoéga lögfræöingur sem er einn réttargæslumannanna. „Meðal annars virtust fangarnir stundum samræma framburö sinn eftir á. Þeir komu þá meö sitthverja sög- una annan daginn, en daginn eftir voru sögurnar orðnar eins. Þá álitum viö réttargæslu- mennirnir aöstæður i Slðumúla fangelsinu ekki benda til þess að treysta megi einangruninni. Hljóðeinangrun er þar engin. Fangarnir hafa möguleika á að tala saman gegnum loftræstikerf- ið. Allt það sem sagt er á gangin- um heyrist inn i klefana, vegna raufanna, sem eru undir klefa- hurðunum og bréfaskiptin milli Sævars Ciecielski og samfanga hans fóru fram um. Loks heyrist það milli klefanna ef menn ræskja sig eða hósta. Við slikar aðstæður er ekki hægt að ætlast til að fanga- verðirnir geti haldið uppi full- kominni einangrun, sérstaklega þegar tekið er tillit til þess að þeir eru önnum kafnir við þjónustu- störf og geta þvi ekki verið öllum stundum i klefaganginum.” Réttargæslumennirnir voru þó fullvissaðir um að enginn mögu- leiki væri á þvi fyrir gæsluvarð- haldsfangana að hafa samband sin á milli. Eftir að upp komst um bréfa- málið velta menn þvi fyrir sér hvort einangrun gæsluvaröhalds- fanganna hafi ekki mistekist og hvaða áhrif það hafi haft á rann- sókn málsins. Virðist mönnum timi til kominn að islendingar eignist fangelsi sem uppfylli allar kröfur um öryggi. -SJ ÓK FYRIR BÍL, - STAKK AFFRÁ Frá slysstaönum á mótum Skúlagötu og Vitastigs I morgun. Ljósm: Loftur. SLYSSTAÐ ökumaöur á fólksbifreiö meö H númeri stakk af frá slysstaö i morgun á mótum Vitastigs og Skúlagötu. Fólksbifreiðinni var ekið nið- ur Vitastig og inn á Skúlagötu I veg fyrir sendiferðabil sem ók inn Skúlagötuna. ökumaður sendiferðabilsins reyndi að forða árekstri og beygði upp á gangstéttina, en þaö dugði ekki til, bilarnir rákust samán, og sendiferðabillinn valt á hliöina. Bifreiðarnar óku ekki mjög hratt, og ekki munu hafa oröiö slys á ökumönnunum, en er blaðið fór i prentun I morgun hafði ökumaður H-bilsins ekki enn fundist. Ekki er vitað hvort hann var ölvaður. — AH Kaggar og kraftmikil hjól - SJÁ VIÐTÖl OG MYNDIR Á BLAÐSÍÐU 11 Af stórloxum! Vísir mun í sumar birta helstu fréttir af laxveiðum, bœði upplýsingar um veiði í einstökum óm og frósognir af helstu veiðiklóm. — Fyrsti þótturinn er ó bls. 2 í dag. Virðulegu gestir! Þaö var óhætt fyrir ljósmyndarann aö segja „viröulegu gestlr” um leiö og hann baö Ijósmyndafyrirsæturnar á þessari mynd aö brosa eilitiö. Þarna voru saman komnir nokkrir þjóöhöföingjar Evrópu, þeirra á meöal dr. Kristján Eldjárn forseti, til opinberrar myndatöku vegna brúökaups Karls Gústafs sviakonungs og Silviu Sommerlath. Fleiri myndir á bls. 6. Hitaveitan í Olfusborgum gjörónýt „Hitaveitulögnin var lögð ný á árunum 1969-1970 en virðist nú öll gjörónýt. Grafnar hafa veriö upp leiðslur alveg frá húsunum að aðveitustöðinni og I ljós hefur komið aö þær eru allar ónýtar. Ennfremur eru stálofnarnir i hús- unum allir tærðir, en tæringin kemur fram vegna þess að kerfið hefur lekið einhvers staöar.” Þannig fórust Halldóri Björns- syni formanni rekstrarfélags ölfusborga orð, er Visir grennsl- aðist fyrir um hitaveituna i ölfus- borgum, orlofshúsum verkalýðs- hreyfingarinnar. „Hér er eingöngu um aö ræða viðgerð á nýja hverfinu og við höfum ástæðu til að ætla aö á- standið i eldra hverfinu sé ekkert betra.” sagði Halldór. „Við getum ekki gert endan- lega við eldra hverfiö i sumar, vegna fólksins sem er þar, en höf- um lappað upp á hitaveituna þar i von um að hún hangi til haustsins. Hins vegar mun viögerðin á nýja hverfinu kosta um 10 milljónir króna og teljum við að öörum beri að greiða þann skaða en okkur. Málið er nú I höndum mats- manna og hefur lögfræðingur okkar fengið það til meöferöar.” —RJ

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.