Vísir - 01.07.1976, Page 2

Vísir - 01.07.1976, Page 2
 Finnst þér að islenska þjóðkirkjan ætti að taka upp skriftafyrirkomu- lag? Sigurjón Jóhannsson, sýninga- maður.— Það fyndist mér fárán- legt. Ég er hræddur um að það yrði ennþá meiri skerðing á persónufrelsi. Kirkjan hefur of mikil völd i þjóðfélaginu nú þeg- Eiisabet Magnúsdóttir, húsvörð- ur. — Nei, ég álit ekki að þess þurfi. bað léttir aö visu á sam- viskunni að geta skriftað fyrir einhverjum, en þá er best að snúa sér beint til guðs og játa syndir sinar frammi fyrir honum. Ég mundi llka heldur kjósa aö tala við einhvern sem ég þekkti og treysti. Gunnar Pálsson, nemi. — Þaö finnst mér nú ekki. Ef mér lægi eitthvað á hjarta myndi ég leita beint til guös. Auk þess er Kristur milligöngumaður milli okkar og guðs. Helga Einarsdóttir, afgreiðslu- kona.— Nei, alls ekki. Ég er að visu ekkert mjög mótfallin þvi, en ég held að ég mundi ekki notfæra mér það ef kirkjan tæki upp skriftir. Þaö gæti þó verið að mörgu fólki þætti þetta gott. Jóhann V. Sigurjónsson, forstjóri. — Þvi er ég alveg mótfallinn. Ég álit aö menn ættu bara aö leita til góös vinar ef þeir lenda i ein- hverjum vandræðum. Mér finnst ekki rétt að allir snúi sér til eins eða fárra manna. Yfir hundrað laxar komnir úr Miðfjarðaró Eitthvað rúmlega eitt hundrað laxar eru nú komnir á land úr Miðfjarðará og þverám henriar, að þvi er Gunnar i veiðihúsinu i Laxahvammi tjáði okkur I gær. Sagöi Gunnar þetta vera heldur lakari veiði en i fyrra. Stærsti laxinn sem veiöst hefur i sumar vó 17 pund. Veiði hófst i Miðfjarðará hinn 5. júni og er veitt á niu stengur. NORÐURA I BORGARFIRÐI Núna eru komnir á land úr Norðurá i Borgarfirði 384 laxar að þvi er Ingibjörg I veiðihúsinu við ána sagði okkur i gær. Hún sagði þetta vera mun minni veiði en I fyrra, en þá voru á sama tima komnir yfir 500 laxar. Stærsti lax sem komið hefur á land i Norðurá i sumar var 19 pund. GOÐ SILUNGSVEIÐI í BREIÐDALSÁ Góö silungsveiði hefur verið i Breiðadalsá I sumar, að sögn Auðar Stefánsdóttur á Hótel Staðarborg á Breiðadalsvik. Laxveiði sagði hún ekki hafna, enda væri ekki von mikillar laxvéiði fyrr en upp úr miðjum júli. Veiðileyfi i Breiöa- dalsá kosta nú þrjú þúsund krónur á stöng yfir daginn. 1 þvi verði er ekkert innifalið, hvorki matur né gisting. vísm umsjón Anders HansenJ Mikill ótroðningur fólks við Elliðaórnar Margir laxveiðimenn sem veriðhafa að veiöum við Elliða- árnar eru mjög gramir vegna mikils átroðnings áhorfenda sem þeir segja spilla veiði. Arnar eru eins og allir vita ekki stórar, og þegar staðið er á bakkanum má oft sjá um allar árnar. Gailinn er bara sá, að laxinn sér ekki siður upp á bakkann, og hann er mjög styggur ef hann verður um- ferðar var. Það er þvi skiljanlegt að veiðimenn séu gramir ef þeir eru truflaöir, ekki sist þar sem veiöileyfin fást vist ekki gefins nú til dags. Það er þvi fyllsta ástæða til aö hvetja fólk til að fara ekki of framarlega á árbakkann, enda má oft sjá eins vel þegar lax er dreginn þó staöiösé aðeins fjær. Myndin sýnir hóp fólks sem fylgist með veiöimanninum I ánni, og getur oft oröiö til þess aö styggja laxinn.' Veiðimaður- inn er Asmundur Óiafsson. Ljósm: Jens Leikhúslíf ó faraldsfœti Vmislegt er að gerast i leik- listarlifinu, sem sætir nokkrum tiðindum. Ekki vegna þess að kominn sé íslenskur Ibsen eða einhver sé tekinn að skrifa leik- rit I skugga sömu lifshættunnar og Strindberg, heldur hinu, að mikill leikhúsáhugi er hjá fólki almennt og einstakir hópar leik- enda hafa lagst i ferðaiög, fyrir utan sjálfan þjóðleikhússtjóra, sem sagður er hafa þurft til út- landa I leiklistarerindum næstum mánaöarlega frá þvi hann tók við stjórn Þjóðleik- hússins. Guðlaugur fór vist ekki svona oft tii útlanda, en lét þó flytja mörg ný erlend verk I leikhúsinu. Honum fataðist ekki, utan einu sinni, þegar hann fór tii Póllands að sækja söngkonu, en fékk eitthvað alit annað en hann bað um. Slikt getur gerst i ferðalögum utan sænsks málsvæðis. Frægastar ferðir hefur Inúk- hópurinn farið með einskonar þjóöháttalýsingu frá Grænlandi. Inúk-hópurinn hefur sýnt fyrir fulium húsum og við mikla hrifningu félagssinnaðra áhorf- enda. Bent var á þaö I Morgun- blaðinu á sinum tima, að þessi leiklistarlega kynning á græn- lendingum gæti skapað nokkuð ruglandi mynd i hugum útlend- inga. Óhemjufé er árlega varið til að kynna tsland og islendinga erlendis, m.a. til að sanna fyrir erlendum almúga að hér búi ekki fólk eirrautt á hörund með skásett augu, hér sé ekki lifaö i snjóhúsum og hér séu ekki hvitabirnir að ráði, heldur fólk af indó-evrópskum stofni, kannski Herólar og kannski hin týnda ættkvisi Benjamfns. Ekki er vitað hvort áhorfendur Inúks hafa gert sér grein fyrir muninum á islendingum og grænlendingum, eða hvort aftur hefur sótt i far dægurmála frá timum Arngrims lærða. t ijósi hinna miklu félagslegu undirtekta erlendis hefur Inúk- hópurinn gerst töluvert um- svifamikill á skoðanavettvangi leikhússins, og meðlimir hans veriö kallaðir tii álitsgerða um iistina og lifiö. Þeim hefur farið þaö vel úr hendi, enda viöa siglt og margt séð, og koma m.a. fram sem einskonar starfshóp- ur um leikritaval og húsbygg- ingar svo eitthvað sé talið. Annað islenskt leikrit hefur verið sýnt erlendis, að visu ekki nema i smábæ á triandi, en það er Skjaldhamrar eftir Jónas Arnason alþingismann. t enskri þýðingu, sem staðið var að af miklum dugnaöi, hlaut verkiö nafnið Shieldhead. En jafn- framt varð til starfshópur númer tvö innan Islenska lcik- hússins: Shieldhead-Ieikflokk- urinn. Varla mun Shieidhead- flokkurinn gera eins viðreist og Inúk, enda ekki um sömu brenn- andi félagslegu vandamái aö ræöa og I Þjóðháttaverkinu. Eins og vera ber er nú verið að sýna Shieldhead I Iðnó. Má telja til vandkvæöa að hvorugt þess- ara verka skyldi sýnt á listahá- tið — annað á grænlensku (eöa hvað?) og hitt á ensku, en það verða nú haldnar fleiri hátiðar. Þrátt fyrir þetta er þó enn verið að sýna verk á Islensku I leikhúsunum. Þeim miðar svona jafnt og þétt. Af þeim spretta engir starfshópar um húsabyggingar eða enskumæl- andi leikflokkar. Þar ástundar fólk sitt daglega puð, ýmist á A eða B samning eða ekki á nein- um samning. Flugeldasýningar eins og Inúk og Shieidhead koma og fara, og fjölmiðla- bjarminn fer svona eftir þvi hver kyndir undir. Svo getur það gerst allt i einu, að upp komi isienskur Ibsen eða kannski Strindberg, og þá má ætla aö handagangur verði I öskjunni. En á meðan við biðum liggjum við I frægum ferðalögum til lofs og dýrðar hinni félagsiegu starfshópagyðju, Þaliu, sem skilst jafnt á islensku. ensku og svengali Svarthöfði

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.