Vísir - 01.07.1976, Side 23

Vísir - 01.07.1976, Side 23
vism lúlí 1976 Ruddaleg framkoma borgarnesslögreglu Lyfja- og dýrafœðu- fram- Beiðsla verndar fiski- stofnana Kunningjar skrifa: „ViB erum hér nokkrir kunn- ingjarstarfandisem verkamenn i fiskiðnaöi. Við höfum undanfarið fylgst með greinaskrifum Björns Dagbjartssonar, matvælaverk- fræðings, I Visi, þar sem hann bendir á fjölmargar leiðir til betri nýtingar fiskaflans. Það var mál til komið að ein- hver komi fram á ritvöllinn á þessum vettvangi og benti mönnum á mikilvægi þess að nýta vel það hráefni, sem fæst úr sjónum. Við höfum oft undrað okkur á þvi, hversu miklu magni hefur verið hent af fiskúrgangi, sem hefur reynst hin besta fæða fyrir svartbakinn. Vissulega hefur gagnrýni okkar ekki beinst að þvi, hversu mikil verömæti fóru i súginn, heldur var það óþrifnaður sem var okkur þyrnir i augum. Björn bendir réttilega á ýmsa möguleika, s.s. framleiðslu dýra- fæðu úr úrganginum og hann seg- ir að bandarikjamenn verji um 2 milljörðum árlega til kaupa á dýramat og bretar um 60-70 milljónum punda. Þetta eru gifurlegar fjárhæðir og vert að leggja það á sig að reyna að vinna markað á þessum vettvangi. í þriðju grein sinni minnist Björn á notkun fiskúrgangs til ljdjagerðar og er það reglulega athyglisvert mál. Við verðum að minnast þess að með þvi að skapa meiri verðmæti með fullkomnari vinnslu sjávar- afurða, getum við um leið minnkað sóknina i fiskistofnana þannig að þeir geti náð sér aftur að fullu. Þess vegna leggjum við til að menn setjist niður og lesi greinar Björns, kannski þó sérstaklega þeir, sem að fiskvinnslu starfa. Ökumaður skrifar: „Það hefur stundum verið sagt um presta að þeir séu eins og vegvisar — þeir visi veginn, en fari hann ekki. Hingað til hef ég ekki trúað þvi að slikt væri hægt að heimfæra upp á lög- regluna. En svo er mál með vexti að ég var á ferð i Borgarfirði aðfara- nótt sunnudagsins 27. júni. Ég vará þjóðveginum ca. 15kmfrá Borgarnesi, á suðurleið. Klukkan var hálftvö. Þá sé ég allt i einu að á móti mér kemur ljóslaus bill. Ég hafði ekkert tekið eftir honum vegna myrk- ursins, sem var allmikiö, þvi loft var þungbúið, og fór stuttu siðar að rigna. Ég blikkaði ljós- unum framan i bilinn i snatri, eiginlega um leið og við mættumst. Þá sá ég að þetta var lögreglubill. Hann stöðvaði, og ég gekk að honum. Þetta var bill frá Borgarneslögreglunni, liklega á leiðinni upp i Hreðavatnsskála, þvi þar hafði ég séö nokkra lög- regluþjóna. Ég sagði við lögregluþjóninn sem var einn i bilnum, að hann væri ljóslaus. „Hvaðmeð það”, spurði hann einfaldlega. Ég sagöi að það væri betra i þessu myrkri aðbilar ækju með ljósum. Ég hefði ekki komið auga á hann nema rétt áður en við mættumst. ,,Er einhver ljósatimi núna”, spuröi lögregluþjónninn mig meö þjósti. Ég gapti bara, og sagðist ekki vita það. Hann ságði þá að það væri enginn ljósatimi, skrúfaöi upp rúðuna og þeysti af stað svo mölin rótaðist aftur úr bilnum — ljóslaus að sjálfsögðu. Mér sárnaði þessi viðbrögð lögregluþjónsins, þvi þótt það væri ekki ljósatimi að hans sögn, þá voru aðstæður þannig aö^full ástæöa var til að aka með ljósum. Umferðaryfirvöld hvetja menn reyndar til að aka alltaf með ljósum úti á þjóð- vegum, að maður tali nú ekki um þegar skuggsýnt er orðiö. En ég varð fyrst reiður þegar ég fór að kanna hvort það hefði veriðrétt hjá lögregluþjóninum aðþað væriekki ljósatimi. Hann var nefnilega að Ijúga. Sóisetur i Borgarfirði þessa nótt var klukkan rúmlega tólf á mið- nætti, en þetta var klukkan hálf- tvö. Hins vegar er ljósatimi alltaf frá þvi hálftima eftir sól- setur, og þar til hálftima fyrir sólaruppras. Lögregluþjónninn var þvi að brjóta umferðar- lögin. Ég held það væri ástæða fyrir þennan lögregluþjón til að skammast sin fyrir ruddalega framkomu og birta afsökunar- beiðni”. Sumarbústaðir Megrunarklúbburinn Línan Starfsemi hafin, kvennaflokkar, unglinga- fiokkar, karlaflokkar. Uppl. og innritun daglega frá kl. 9-1, laugardaga og sunnudaga eftir hádegi í sima 16826. Sundnámskeið Sundnámskeið fyrir börn fædd 1969 og fyrr hefst i hinni nýju sundlaug við Breiðholts- skóla mánudaginn 5. júli n.k. Innritun verður i anddyri skólans föstu- daginn 2. júli kl. 16.00—19.00 Námskeiðsgjald er kr. 1.500.- Fræðsluskrifstofa Reykjavikur. Við bjóðum yður að koma og skoða eitt glæsilegasta húsgagnaúrval landsins, sem við sýnum á efri hæð verzlunar okkar í Skeifunni 15. HÚSGAGNAVERZLUN GUÐMUNDAR GUÐMUNDSSONAR Skeifan 15 Sími 82898 Einstök kjör í boði. í mörgum tilvikum 20% út og eftirstöðvar greiðist á 18 mán- uðum. Félagasamtök * • Einstaklingar TRYBO sumarbústaöurinn er frægur verölaunabústaöur á noröur- löndum. Allar stærðir og gerðir. Lækkaðir tollar. 4-6 vikna afgreiðslufrestur. r r . ASTUN sf. Hafnarhvoli, sfmar: 20955 og 17774. ÚrvaliÖ er á efri hæöinni

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.