Vísir - 12.08.1976, Blaðsíða 7
,r<V4^:
VISIR Fimmtudagur 12. ágúst 1976
og Jón Björgvinsson }
Berjast þeir
til síðasta
manns?
— Island og önnur Norðurlönd senda
frá sér yfirlýsingu vegna Líbanon
Þrátt fyrir tilraunir RauOa
krossins liggur enn fjöldi særöra
tepptur i flóttamannabúðum
paiestinumanna I Tel al-Zaatar.
Talið er að aðeins séu
um 300 vopnfærir menn i
Tel Al-Zaatar flótta-
mannabúðunum, sem nú
eru rústir einar.
Hægrimönnum sem i
gærmorgun sögðust ætla aö vinna
búöirnar á sitt vald innan tveggja
sólarhringa hafði orðið nokkuð
ágengt i morgun, en greinilegt
var þó að palestinumennirnir i
búðunum voru mjög hikandi við
að gefast upp.
Vatns- og matarskortur er i
búðunum og særðir deyja þar
lyfja- og læknislausir. Tiu til tólf
börndeyja daglega vegna skorts.
Þótt palestinumenn og hægri-
menn hafi i gær undirritað sam-
komulag um brottflutning flótta-
manna úr búðunum, virðast
flóttamennirnir ekki leggja
meiri trúnað á þann samning en
fyrri samninga af svipuðu tagi.
Svo virðist sem palestinumenn
séu nú að berjast til siðasta
manns af ótta við að uppgjöf leiði
til enn meiri blóösúthellinga.
Stjórnir Islands, Danmerkur,
Finnlands Noregs og Sviþjóðar
hafa sent frá sér yfirlýsingu
vegna ástandsins i Libanon.
Þarlýsa stjórnirnar yfir samúð
sinni vegna þjáninganna, sem al-
menningur liður nú i Libanon og
eyðileggingarinnar sem fylgt hef-
ur i kjölfar bardaganna.
Þjóðirnar styðja allar tilraunir
til að koma á vopnahléi og vilja á
sama tima styðja Rauða krossinn
i þvi mikilvæga hjálparstarfi sem
hann hefur innt af hendi i þessu
striðshrjáða landi.
Staðnir að
flugráns til-
raun
Skæruliðar palestinuaraba
gerðu i gær tilraun til þess að
ræna Ei Al-farþegaþotu á flug-
vellinum i Istanbul. Þegar leita
átti i föggum farþega, gripu ræn-
ingjarnir til vopna sinna og I
orrahriðinni féllu fjórir farþegar
og þrjátiu særðust.
„Mér var ekki leyft
Æntgk segir Korchnoi, sem kemur
HV I w I Bw$g nú fram úr fylgsni sínu
Sovéski stórmeistar-
inn i skák Viktor
Korchnoi sem verið
hefur i felum siðan
hann leitaði hælis i Hol-
landi i siðasta mánuði
Stórmeistarinn Korchnoi, sem
farið hefur huldu höfði frá þvi
hann beiddist hælis i Hollandi
er nú kominn I dagsljósið á nýj-
an leik.
talaði við f'réttamenn i
gærkvöldi.
Stórmeistarinn sagði að hann
vonaðist til að taka þátt i alþjóð-
legum mótum á árinu og heims-
meistaramótinu næsta ár.
Korchnoi hefur verið veitt
landvistarleyfi i Hollandi i sex
mánuði og talið er fullvist að
hann fái þar áframhaldandi
búsetuleyfi.
Korchnoi skýrði flótta sinn og
sagði:
— Siðustu tvö árin fannst mér
þrengt að frelsi minu og mér
ekki leyft að tefla að vild i
Sovétrikjunum.
Korchnoi var spurður um fjöl-
skyldu sinaogsagðisthann hafa
áhyggjur af henni:
— Eg hef aflað henni tekna.
Nú versnar hagur þeirra til
muna. I öðru lagi veit ég ekki
hvort þeirra biða nokkur tæki-
færi framar i Sovétrikjunum.
Korchnoi á eiginkonu og 17
ára son I Leningrad.
Bolstrun
HARÐAR PÉTURSSONAR
Grensásvegi 12
r
20
ara
af framleiðsluvörum okkar þessa viku.
Sem dæmi: Sófasett sem kostar kr. 295.000.-
Fæst gegn staðgreiðslu fyrir kr. 238.950,—
2ja m. svefnsófi sem kostar 79.800
Fæst gegn staðgreiðslu fyrir kr. 64.638.-
í því tilefni veitum við
10% aukaafslátt
10% afsláttur á húsgögnum gegn
af borgunum.
10% afsláttur á húsgagnaáklæði.
10% afsláttur á húsgagnaleðri.
lúsgogn Grensásvegi 12 - Sími 3-20-35