Vísir - 14.08.1976, Síða 6
Útvarp í dag klukkan 13.30:
Asta og Hjalti rabba við Magnús Sigmundsson ,meA þeim á myndinni er Þorbjörn Sigurðsson, tækni-
maður. Mynd: Jens.
suður ><;
Þá var komið við á ættarmóti
Útog
í þættinum „út og
suður” sem er á dag-
skrá útvarpsins i dag
klukkan háif tvö kennir
að venju margra grasa
og er viða leitað fanga.
Eins og áður hefur
komið fram fóru
stjórnendur þáttarins
vestur á firði ekki alls
fyrir löngu og tóku þar
fólk tali.
Að sögn Hjalta Jóns komu þau
við á Bildudal og var þar rabbað
við ibúa staðarins. Einu sinni
var hægt að kaupa Bildudals
grænar baunir, en þar sem þær
eru hættar að spretta keyptu
þau bara rækjur i staöinn.
i Tálknafirði þar sem var mikið
stuð i mannskapnum.
A ættarmótinu var skirt barn i
kirkjunni i Stóra Laugardal, en
þá kirkju byggði einn ættfaðir-
inn.
Af ættarmótinu fóru útvarps-
menn að Brjánslæk og tóku flóa-
bátinn Baldur yfir fjörðinn.
A leið sinni yfir fjörðinn kom
báturinn við i Flatey, þar sem
eitt sinn var blómleg byggð.
Vegna veðurs gátu þau ekki
haft langa viðdvöl i eyjunni, en
héldu áfram ferð sinni til
Stykkishólms.
Þá ikomu i heimsókn til þeirra
Astu og Hjalta góðkunnir hljóm-
listamenn þau Ragnar Bjarna-
son, Þuríöur Sigurðardóttir og
Jón Sigurðsson, en þau hafa að
undanförnu skemmt fólki úti á
landsbyggðinni með söng og
glensi.
Þau eru um þessar mundir að
syngja inn á nýja plötu lög eftir
Jónatan Ólafsson frá Siglufirði,
en hann er sennilega eini mað-
urinn sem samið hefur vals um
þann mæta fisk loðnuna.
Þá verður talað við enn einn
hljómlistamanninn og er það
Magnús Sigmundsson, sem
kunnur varð þegar hann söng
með kollega sinum Jóhanni á
árunum.
Blessuð börnin eru ekki af-
skipt i þættinum og byrjar Þór-
hallur Sigurðsson leikari lestur
splunkunýrrar barnasögu eftir
Þröst Karlsson.
Að sjálfsögðu verða svo leikin
lög eftir þörfum og Hjalti mun
ef að likum lætur ekki gleyma
ökumönnunum þótt verslunar-
mannahelgin sé um garð geng-
in.
—SE.
Sjónvarpsmyndin í kvöld:
Frá gluggaþ
œðstu meto
Bandariska söngva- og gaman-
myndin „How to Succeed In
Business Without Really Trying”
var sýnd að þvf er mig minnir i
Tónabiói fyrir nokkrum árum og
þótti þá ágæt skemmtun. Mynd
þessi verður á skermi sjónvarps-
ins i kvöld.
Myndin er byggð á sam-
nefndum söngleik, sem sýndur
var á Broadway við þó nokkrar
vinsældir. Myndin I kvöld er þvi
fyrst og fremst kvikmyndun á
leikhúsverkiog i henni þó nokkuð
mikið af stúdiósenum af gamla
skólanum.
David Swift er allt i senn höf-
undur handrits, framleiðandi og
leikstjóri. Swift sneri sér ekki að
kvikmyndunum fyrr en eftir
nokkuð langan feril I sjónvarps-
og útvarpsþáttagerð.
Hann vann með barnastjöm-
unni Hayley Mills i nokkrum
myndum, meðal annars mynd
byggðri á sögunni um PolUönnu.
Þá gerði Swift og mynd með Jack
Lemmon, er nefdist „Under The
Yum Yum Tree”.
Þótt allt séu þetta skikkanlegar
myndir er myndin „How to
Succeed in Business” hans
þekktasta verk.
Upp á siðkastið hefur litið
spursttil leikstjórans DavidSwift
en aftur á móti hefur leikaranum
David Swift sést bregða fýrir i
aukahlutverkum i ýmsum af
þeim myndum, sem hingað hafa
borist að undanförnu svo sem
„Dagur Sjakalans”, „Travels
With My Aunt” og „The Internec-
ine Project”.
Gluggahreinsarinn
Myndin „How to Succeed in
Business Without Really Trying”
segir frá gluggahreinsaranum J.
Pierpont Finch, sem starfar við
Worldwide Wicket stórfyrirtæki i
New York. Finch dreymir um að
ná ofar i metorðastiganum og
ákveður að stytta sér leið með að-
stoð handbókar, sem gefurýmsar
góðar ráðleggingar i þvi efni.
Leikararnir i myndinni eru
Islenskum áhorfendum að mestu
ókunnir að Rudy Vallee undan-
teknum.
Eins og flestir aðrir leikarar
myndarinnar lék hann einnig i
leikhúsuppfærslu sögunnar.
mi Wm' - MiM TM
Kaffihléin i Woridwide Wicket fyrirtækinu voru stundum nokkub
frábrugðin þvi sem tiðkast annars staðar.
Laugardagur
14. ágúst
10.00. Morgunbæn kl. 7.55.
Morgunstund barnanna kl.
8.45: Ragnar Þorsteinsson
heldur áfram lestri
„Útungunarvélarinnar”,
sögu eftir Nikolaj Nosoff
(5). óskalög sjúklinga kl.
10.25: Kristin Sveinbjörns-
dóttir kynnir.
12.00 Dagskráin. Tónleikar.
Tilkynningar.
12.25 Veðurfregnir og fréttir.
Tilkynningar. Tónleikar.
13.30 tt og suöur. Ásta R.
Jóhannesdóttir og Hjalti
Jón Sveinsson sjá um sið-
degisþátt með blönduðu
efni. (16.00 Fréttir. 16.15
Veðurfregnir).
17.30 1 leit að sólinni. Jónas
Guðmundsson rithöfundur
rabbar við hlustendur i
fjórða sinn.
18.00 Tónleikar. Tilkynningar.
18.45 Veðurfregnir. Dagskrá
i kvöldsins.
19.00 Fréttir. Fréttaauki. Til-
kynningar.
19.35 FjaðrafokÞáttur i umsjá
Sigmars B. Haukssonar.
20.00 óperutónlist: Þættir úr
„Brottnáminu úr kvenna-
búrinu” eftir Mozart.
20.55 „Friðarsinni", smásaga
eftir Arthur C. Clark. Óli
Hermannsson þýddi. Jón
Aðils leikari les.
21.25 Vinsæi iög frá árunum
1938-41. Rosita Serrano
syngur.
21.50 „Vinur i Viet-nam”, ljóð
eftir örn Bjarnason. Hjalti
Rögnvaldsson leikari les.
22.00 Fréttir.
22.15 Veðurfregnir. Danslög
23.55 Fréttir. Dagskrárlok.
SUNNUDAGUR
15. ágúst
8.00 Morgunandakt. Séra
Sigurður Pálsson vigslu-
biskup flytur ritningarorð
og bæn.
8.10 Fréttir. 8.15 Veöurfregn-
ir. Létt morgunlög.
9.00 Fréttir. Útdráttur úr
forustugreinum dagblaö-
anna.
9.15 Morguntónieikar. (10.10
Veðurfregnir). a. Þættir úr
Jóhannesarpassiunni eftir
Johann Sebastian Bach.
Evelyn Lear, Hertha
Töpper, Ernst Haefliger,
Kieth Engen, Bachkórinn og
B a c h h 1 j ó m s v e i t in i
Munchen flytja, Karl
Richter stjórnar. b. Fiölu-
konsert nr. 1 i D-dúr eftir
Niccolo Paganini. Shmuel
Ashkenasi leikur með Sin-
fóniuhljómsveitinni i Vin,
Herbert Esser stjórnar.
11.00 Messa i Kópavogs-
kirkju. Prestur: Séra Arni
Pálsson. Organleikari:
Guðmundur Gilsson.
12.15 Dagskráin. Tónleikar.
12.25 Veðurfregnir og fréttir.
Tilkynningar. Tónleikar.
13.20 Minir dagar og annarra.
Einar Kristjánsson rithöf-
undur frá Hermundarfelli
rabbár viö hlustendur.
13.40 Miðdegistónleikar: Frá
ungverska útvarpinu.
Nikita Magaloff leikur á
pianó Fjögur Impromptu
op. 142eftir Franz Schubert.
14.15 Hringborðsumræður um
Kröfluvirkjun. Hljóðritun
gerð við Kröflu 23. f.m. með
þátttöku allra Kröflunefnd-
armanna, sérfræðinga
hennar og fulltrúum Orku-
siofnunar. rali Heiðar
Jónsson stjórnar umræðum.
16.00 tslensk einsöngslög.
Þuriður Pálsdóttir syngur
lög eftir Pál ísólfsson, Guö-
rún Kristinsdóttir leikur á
pianó.
16.15 Veðurfregnir. Fréttir.
16.25 Alltaf á sunnudögum.
Svavar Gests kynnir lög af
hljómplötum.
17.10 Barnatimi: Agústa
Björnsdóttir stjórnar.
Kaupstaðir á Islandi: Siglu-
f jörður.
18.00 Stuhdarkorn meðltalska
selloleikaranum Enrico
Mainardi. Tilkynningar.
18.45 Veðurfregnir. Dagskrá
kvöldsins.
19.00 Fréttir. Tilkynningar.
19.25 Orðabelgur. Hannes
Gissurarson sér um þáttinn.
20.00 Frá fjölskyldutónieikum
Sinfóniuhljómsveitar ts-
lands i Háskólabiói 3. april i
vetur.
20.40 fslenzk skáldsagnagerð.
Þorsteinn Antonsson rithöf-
undur flytur annað erindi
sitt: Smiðirnir.
21.10 Kórsöngur I útvarpsal:
Kvennakór Suðurnesja
syngur lög eftir Mozart,
Mendelssohn, Schubert,
Kubik og Ahrold. Ragnheið-
ur Guðmundsdóttir syngur
einsöng. Ragnheiður Skúla-
dóttir leikur á pianó. Söng-
stjóri: Herbert H. Agústs-
son.
21.40 „Hundlubbi Thomasar
Edisons”, smásaga eftir
Kurt Vonnegut. Þuriður
Friðjónsdóttir leikkona les
þýðingu Rafns Guðmunds-
sonar.
22.00 Fréttir.
22.15 Veðurfregnir. Danslög.
Sigvaldi Þorgilsson dans-
kennari velur lögin og kynn-
ir.
23.25 Fréttir. Dagskrárlok.
SUNNUDAGUR
15. ágúst 1976
17.00 Frá Olympiuleikunum.
Blakkvenna: Suður-Kórea:
Ungverjaland, keppt um 3.
verðlaun, og Japan:Sovét-
rikin, úrslit. Körfubolti
karla: Bandarikin :Sovét-
rikin. Kynnir Bjarni Felix-
son.
18.00 Bleiki pardusinn.
Bandarisk teiknimynda-
syrpa.
18.10 Sagan af Hróa hetti.
Breskur myndaflokkur um
ævintýri útlagans Hróa
Hattar. 3. þáttur.
19.00 Frá Oiympiuleikunum.
Sleggjukast, grindahlaup
karla og kvenna.