Vísir - 14.08.1976, Page 8
8
VÍSIR
Útgefandi: Reykjaprent hf.
Framkvæmdastjóri: Davið Guðmundsson
Ilitstjórar: Þorsteinn Pálsson, ábm.
Ólafur Itagnarsson
Ritstjórnarfulltrúi: Bragi Guðmundsson
Fréttastj. erl. frétta: Guðmundur Pétursson
Blaðamenn: Anders Hansen, Anna Heiður Oddsdóttir, Edda Andrésdóttir,
Einar K. Guðfinnsson Jón Ormur Halldórsson, Kjartan L. Pálsson, Ólafur
Hauksson, Óli Tynes, Rafn Jónsson, Sigriður Egilsdóttir, Sigurveig Jóns-
dóttir, Þrúður G. Haraldsdóttir.
tþróttir: Björn Blöndal, Gylfi Kristjánsson.
Útlitsteiknun: Jón Óskar Hafsteinsson
Ljósmyndir: Jens Alexandersson, Loftur Asgeirsson.
Auglýsingastjóri: Þorsteinn Fr. Sigurðsson.
Dreifingarstjóri: Sigurður R. Pétursson.
Auglýsingar: Hverfisgötu 44. Simar 11660 8(5611
AfgreiÖsIa: Hverfisgötu 44. Simi 86611
Ititstjórn: Siðuinúla 14. Simi 86611.7 linur
Askriftargjald 1000 kr. á mánuði innanlands.
______________i lausasölu 50 kr, eintakið. Blaðaprent hf,_
Handahófeða
ákveðin stefna?
Byggðastefna hefur verið eitt af tiskuhugtök-
unum i almennum stjornmálaumræðum siðustu
ár. Allir stjórnmálaflokkarnir telja sig vera boð-
bera þessarar stefnu. Á hinn bóginn hefur al-
menningur hvergi séð af þeirra hálfu ákveðna
stefnumörkun i þessum efnum, þar sem gerð er
grein fyrir markmiðum og leiðum.
Flestir eru á einu máli um mikilvægi þess að
stuðla að eðlilegri byggðaþróun i landinu og
draga sem mest má vera úr misjafnri aðstöðu
manna eftir búsetu. Sannleikurinn er hins vegar
sá, að ekki er fyrir hendi nein pólitisk stefnumót-
un um þessi efni.
t sjálfu sér er það i meira lagi furðulegt, að
þetta skuli viðgangast ekki sist þegar á það er lit-
ið, að tveimur hundraðshlutum rikisútgjalda er
varið til aðgerða i byggðamálum. Aðgerðir i
þessum efnum eru þvi eðlilega að meira og
minna leyti handahófskenndar.
Forystumenn svonefndrar byggðastefnu innan
stjórnmálaflokkanna hafa fram til þessa lagt á
það mesta áherslu, að fjármagnsdreifingin yrði
úr miðstýrðum sjóðum i Reykjavik. Með stofnun
Framkvæmdastcrfnunar rikisins á sinum tima
var þessari fjármagnsdreifingu komið undir
flokkspólitisk eftirlitsmannakerfi.
Að verulegu leyti hefur þessi lánastarfsemi
farið fram án skipulags eða markmiðs. Ákveðnar
undantekningar eru þó hér á. En það sem mestu
máli skiptir er þó það, að með starfsemi af þessu
tagi er ekki verið að auka fjárhagslegt sjálfstæði
sveitarfélaga eða samtaka þeirra. Þessir aðilar
eiga eftir sem áður allt undir eftirlitsmönnum
stjórnmálaflokkanna í Reykjavík.
Fæstum getur þó dulist, að áhrifamesta leiðin
til þess að styrkja byggðirnar utan þéttbýlis-
svæðisins á suðvesturlandi er sú að efla fjárhags-
legt sjálfstæði þeirra. Það er vitaskuld miklum
mun vænlegri leið til árangurs, ef menn vilja i
raun réttri stuðla að raunhæfum aðgerðum i
þessum efnum.
Fram hafa verið settar mjög ákveðnar hug-
myndir um aukin völd og áhrif samtaka sveitar-
félaga i einstökum landsfjórðungum. M.a. hefur
verið lagt til i þeim efnum að þau verði svo sjálf-
stæð að kosið verði til stjórna þeirra i almennum
kosningum. Jafnframt er ljóst að endurskipu-
lagning sveitarstjórnarkerfisins hlýtur að vera
ein af meginforsendum alvarlegra aðgerða i
byggðamálum.
Stjórnmálaflokkarnir hafa verið mjög tregir
við að taka af skarið i þessum efnum. Bæði er, að
þeir virðast vera smeykir við hagsmunasamtökin
og einstakir þingmenn reikna dæmið þannig, að
kjósendur eigi þeim meira að þakka, ef þeir geta
sýnt fram á, að framfaramálin heima i héraði
eigi rætur að rekja til þeirra eigin milligöngu i
lánasjóðakerfinu i Reykjavik.
Tvimælalaust er mikil þörf á að mótuð verði
skýr stefna i byggðamálunum. Það er ekki nóg að
veita fjármagni i þessu skyni, ef það er ekki i á-
kveðnum farvegi. Engum vafa er undirorpið, að
á þessu sviði er þörf nýsköpunar.
Aðgerðir ibyggðamálum eru nauðsynlegar. En
þær á að framkvæma á grundvelli pólitiskrar
stefnumörkunar. Þar á hefur hins vegar orðið
verulegur misbrestur.
Laugardagur 14. ágúst 1976 VISIR
Umsjón:
Guömundur Pétursson
J
saman bækur sinar
Reagan og Schweiker bera
Það áttu vist fæstir
von á þvi af ihalds-
manni eins og Ronald
Reagan þykir vera, að
hann ætti það til, að
hætta öllu undir eitt
spil, eins og hann gerði
núna á dögunum.
í fyrsta lagi braut
hann gamla hefð, sem
er ekki háttur ihalds-
samra, þegar hann til-
nefndi varaforsetaefni
sitt, áður en flokks-
þingið er haldið, þar
sem valið verður, hver
skuli vera i framboði
fyrir repúblikanaflokk-
inn.
í öðru lagi valdi hann
einn allra frjálslynd-
asta manninn úr röðum
flokksbræðra sinna,
sem finna mátti.
Nýja tví-
stirnið:
Reagan og
Schweiker
Ahrifin ur&u lika meiri, en af
fellibylnum Bellu. Menn vissu
ekki hva&an á þá stóö ve&riö,
þegar Reagan geröi kunnugt val
sitt á Richard Schweiker,
öldungadeildarþingmanni
Pennsylvaniu. Þeir höf&u þó vit-
aö af Bellu á leiöinni, áöur en
hún skall á ströndina.
Flestra viðbrögö voru á þá
lund, aö Reagan hef&i ekki get-
aö gert Ford keppinaut sinum
betri greiöa. Þarna heföi hann
gert þá skyssu, sem I einu höggi
eyðilegöi allar hans vonir um aö
vinna útnefningu flokksins. Eft-
ir þvi sem dagarnir hafa liöiö
frá reiöarslaginu, viröist koma
smám saman i ljós, aö þetta
hefur ekki veriö Reagan til eins
mikils tjóns, og menn vildu
meina.
En margur ihaldsma&urinn i
repúblíkanaflokknum hefur siö-
an vaknaö til umhugsunar um,
hversu velhann i rauninni þekki
Ronald Reagan.
Að visu hefur enginn kjörfull-
trúanna, sem áöur haföi heitiö
Reagari stuöningi á þinginu,
snúiö viö bla&inu. En komiö hef-
ur hik á marga, meöan þeir
skoöa Reagan öðrum augum en
fyrr.
Helgina eftir, aö Reagan til-
kynnti valiö á varaforsetaefn-
inu, máttu hann og helstu kosn-
ingapáfar hans sitja við simann
oghringja I allar áttir til aö sefa
æsta stuðningsmenn. Siöan hafa
Reagan og Schweiker veriö á
þönum saman og ávarpaö kjör-
fulltrúa fjölda rikja. Allsta&ar
er reynt að sannfæra menn um,
aö þetta bragö Reagans hafi
veriðmeistaralegherkænska en
ekki afglöp, eins og flestir töldu.
Það hefur ekki veriö alltof
auövelt verk fyrir Reagan, þvi
aö hann hefur um leið oröiö aö
kingja ýmsum fyrri fullyröing-
um, enda val hans á Schweiker i
æðimikilli mótsögn viö margt af
þvi, sem hann sló fram til að
laöa aö sér fylgi frá Ford.
Þaö var jú Reagan, sem sjálf-
ur sagöi: „Stjórnmálaflokkur
getur aldrei náö til allra. Hann
má ekki blandaö skoöunum i
hentistefnuskyni til þess eins að
fjölga kjósendahóp sinum.” —
— Eða...: „Ég hef ekki trú á
þeirri venju aö velja varafor-
seta úr hinum enda fylkingar-
innar af þeirri ástæðu einni, aö
hann geti náö i atkvæöi, sem þú
getur ekki náö I sjálfur.”
Þetta siöastnefnda virtist þó
einasta ástæöan fyrir vali Rea-
gans á Schweiker, jafn ólikrar
skoöunar og þeir hafa veriö um
ýmis stefnumál.
Ekki eru samt stuöningsmenn
Reagans þess álits. Þeir vilja
lita svo á, aö þessi merkisberi
ihaldssamari afla flokksins sé
einfaldlega aö breikka sjón-
deildarhring sinn og um leiö
skapa flokknum betra tækifæri i
forsetakosningunum sjálfum,
sem fram eiga aö fara i nóvem-
ber.
Þeir svara gagnrýni hinna,
sem halda þvi fram, aö þarna
hafi Reagan selt ihaldshugsjón
sina fyrir atkvæ&avonir, meö
þvi, aö standi flokksmenn ekki
saman i kosningunum i vetur,
blasi viö ósigur á borö viö 1964,
þegar Barry Goldwater var i
framboöi. Þeir segja aö Reagan
hafi brug&iö á þaö rá&iö, san
helst geti komiö I veg fyrir
klofning flokksins.
Að sjálfsögöu er þar gengiö út
frá þeirri forsendu, sem Reagan
gefur kjósendum sinum. Nefni-
lega að flokknum sé nauösyn á
aö bjóöa hann fram sem nýtt
andlit, er aldrei hafi veriö viö
Washington kennt.
Reagan valdi sér augnablikiö
til aö varpa fram Schweik-
er-sprengju sinni, þegar for-
kosningarvigin höföu aö mestu
hjaönað og ró færst yfir, meðan
menn biöu flokksþingsins og úr-
slita. Þá horföi hann aö vísu
fram á nær öruggan ósigur.
Þaö haföi hann gert oftar
þessa mánuöi, sem hann hefur
att kappi við Ford. En jafn oft
og hann var talinn gjörsigraöur,
reis hann aftur upp og var undir
lokin ekki nema nokkrum kjör-
fulltrúum frá þvi, að brjóta aðra
rótgróna hefö i flokksstarfinu.
Þaö hefur hingaö til aldrei
brugöist, að flokkarnir hafi val-
ið til framboös þáverandi for-
seta, ef hann hefur gefiö kostá
sér til annars kjörtimabils.
Reagan haföi nær oröið undan-
tekningin.
Þessi fyrrverandi kvik-
myndastjarna þykir búa yfir
rafmögnuöu aðdráttarafli, sem
Gerald Ford skortir. Margir
telja Reagan bestan ræöuskör-
ung stjórnmálamanna I Ame-
riku. Er enn i minnum höfö
sjónvarpsræöa, sem þessi rikis-
stjóri Kaliforniu, sem Reagan
var þá, flutti til varnar Barry
Goldwater 1964.