Vísir - 27.08.1976, Síða 9
VISIR Föstudagur 27. ágúst 1976
9
AF HEIDMÖRK UPP f
FORSÆTISRÁÐHtRRASTOL
Stefón Þorsteinsson skrifar um
Odvar Nordli, forsœtisróðherro
Noregs, sem í dag kemur í opin
bera heimsókn til íslands
Segja má að það sé
einkennandi fyrir forustumenn i
norskum rikisstjórnum siðustu
áratugina að þeir eru úr stétt al-
þýðu.
Odvar Nordli forsætisráð-
herra er þar engin undan-
tekning. Hann er fæddur 3.
nóvember 1927 og upp alinn á
Heiðmörk, þar sem faðir hans
varhandverksmaður við norsku
járnbrautirnar. Verslunar-
skólaprófi lauk hann tvitugur að
aldri og hafði hann þá þegar
helgað sig endurskoöunar-
störfum en þar átti hann mikil-
hæfan starfsvettvang, raunar
allt þar til hann varð forsætis-
ráðherra 15. jan. s.l. og
héraðs-endurskoðandi mun
starfsheiti hans verða við stór-
þings-kosningar næsta ár.
Úr endurskoðun i
pólitik
Segja má að Nordli hafi I þvi
starfi öðrum þræöi rutt braut
sina, á stjórnmálasviðinu upp i
sæti forsætisráöherra Noregs,
en sem endurskoðandi starfaði
hann lengst á vegum hins opin-
bera. Fyrst varð hann aðstoðar-
maður við endurskoðunardeild i
Bærum, sem nánast er úthverfi
Oslóborgar, einskonar Kópa-
vogur þar. Las hann þá utan-
skóla að mestu til stúdentsprófs,
er hann tók 1951. Var hann þá
raunar orðinn fulltrúi i endur-
skoðunarstofnun Heið-
merkur-fylkis og varð siðan
héraðsendurskoðandi á heima-
slóðum.
Snemma fór Odvar Nordli að
láta til sin taka á stjórnmála-
sviðinu og var fljótlega eftir aö
hann hvarf heim kjörinn
vara-oddviti. Trúnaðarmaöur
ýmissa stéttarfélaga hefir hann
verið um langt skeið, og for-
svarsmaður ínnanhéraðs og
utan. Formaður var hann kjör-
inn I ýmsum samtökum norska
alþýðuflokksins, en i stjórn hans
á hann sæti. Sat hann fyrst á
Stórþinginu fyrir flokk sinn áriö
1958. Um langt skeið hefur hann
þar átt sæti sem fyrsti þing-
maður Heiðmerkurfylkis, eða
þar til hann varö ráðherra, en
norskir ráðherrar eru undan-
þegnir aímennum þingstörfum,
þá tekur varamaður þeirra þar
við.
Umbætur i skattamál-
um
Arið 1973 var Odvar Nordli
kjörinn formaður þingsflokks
Verkamannaflokksins á norska
Stórþinginu. Löngum hafa þing-
störf hans einkum beinst að
skattamálum og hefir hann
veriö formaður þingnefnda hér
að lútandi. Hefir hann látið
mjög til sin taka á þingi og er
talið að hann eigi mikinn og
verðungan þátt i þvi hve norö-
menn eru á góðum vegi i skatta-
málum en miklir byltingatftnar
hafa á þeim vettvangi verið aö
undanförnu i Noregi, og er
raunar þegar af þvi merk saga
sem fsl. framámenn mættu
margt af læra.
Heiðmörkin er eitt af allra
blómlegustu héruðum i Noregi
og segja má að núv. forsætis-
ráðherra landsins sé sannur
sonur Heiðmerkurinnar, svo
stolt er fólkið þar af honum og
henn hreykinn af þvi. Kona
Odvar Nordlis er Marit
Haraseth, sem hún hét áöur en
hún varð Nordli. Hún er fjórum
árum yngri en bóndi hennar og
það er varla nein goðgá að
ganga út frá þvi að vagga
hennarhafi einnig á Heiðmörk-
inni staðið, þótt ekki sé sá sem
þetta ritar þeim málum gjör-
kunnugur.
Rikisstjórn Nordlis tók völd
um miðjan janúar s.l. 1 henni
eru 15ráðherrar. Það má segja
að um áratugi hafi um
helmingur rikisstjórna þar
verið valdir utan þings, og svo
mun það nú vera. — Liklega 7
utan þingmenn en 8 þingkjörnir.
Leiðtogi að ósk Brattel-
is
Þess var getið hér að framan
að i Noregi tæki varamaður
þingsæti er kjörinn þingmaður
settist i ráðherrastólinn. Þó
hafa ráðherrar sæti sitt i þing-
sölum, þ.e.a.s. ráðherrasæti, en
þingmönnum er skipaö þannig
til sætis að þingmenn kjördæm-
anna „sitja þar saman” og
stóllinn raunar merktur þing-
sætinu, frá einu þingi til annars.
Ráðherrar munu þar vist vart
sjást I þingsölum á fundum
nema mál er varða ráðuneyti
þeirra sé á dagskrá. Stendur þá
forseti gjarnan upp, gengur á
móti ráðherra og býður hann
velkominná þingfund. Þingsköp
eru að þessu leyti gjörólik á
norska Stórþinginu og Alþingi
Islendinga.
Litill vafi leikur á þvi að þaö
var að ósk Trygve Brettelis að
Odvar Nordli varö eftirmaöur
hans er hann óskaði að sleppa
stjórnartaumunum. Yfirleitt
var stjórn Nordlis vel tekið, það
þótti t.d. vel farið að hann hélt
sömu utanrikis- og fjármála-
ráðherrunum þeim Knut
Frydenlund ogPer Kleppe, sem
er utanþingmaður og einn lit-
rikasti f jármálaráðherra
Noregs um langt skeiö, að sjálf-
sögðu umdeiidur, en báðir þykja
þeir afburöamenn.
Og ekki verður annað sagt en
stjórnin hafi fariö Nordli vel úr
hendi. Þar sem Verkamanna-
flokkurinn hefir ekki meirihluta
á Stórþinginu nýtur stjórn hans
stuðnings SV flokksins (Sosial-
istisk Valgforbund) sem eiga 16
þingmenn af þeim 155 þing-
mönnum sem skipa Stórþingið i
dag.
Ráðherra oliuveldis
Að sjálfsögöu er forsætisráð-
herra Noregs mikill vandi á
höndum um þessar mundir, eins
og málum er þar nú komið á
þeim miklu byltingartimum þar
sem beinlinis er gengið út frá
þvi að Noregur verði eitt mesta
oliustórveldi jarðar.
Vafalaust munu norömenn
trúa hinum mikilhæfa og glögga
endurskoðanda af Heiömörkinni
fyrir landsstjórninni þar, fram
að næstu stórþingskosningum
sem veröa að ári þar i landi.
Þing þaö er nú situr ber til hans
fyllsta traust, hvað svo sem
framtiðin kann að bera I skauti
sinu.
Islendingar eiga Odvar
Nordli forsætisráðherra Noregs
margt gott upp aö inna bæöi
beint og óbeint, hann hefur sýnt
það að undanförnu að hann ber
mikla ræktarsemi og góðvild til
íslendinga.
Vafalaust verða þau hjónin
Marit og Odvar Nordli hér
aufúsugestir.
Nordlis regjering utnevnes i dag
Brattetí fár
Nordtís jobb
G. Hansen fortsatt president
mottatt i
«storfings-
kretser»
A» Píl VASSBOTN
ar man I «ator-
tingskretser* reagert pi re-
gjchngBn KonHis tiltre4elseser-
Tt har aport et nenasgnt nt-
valg bt poíitikcr* aadr« mam
Ukke atir t mller farste Kn>» og
•ook sltpper & nttala h* nnl éet
falges opp.
— Du var den farste Innsn Ar-
beiderpartiet som offcntftg for-
langte at Trygve Brattell akulle
g& av sotn stataminister. Er du
n& fornayd?
— Ja, avarer Krlstensen.
fdrmella posisjan tilairr.
Den farsta vt p&trafT etter at
atatsBnintateren var g&tt ned fra
talerstolaa var Enropabevegel-
aena generalsekret*r Martin Ski.
thQigere gnjppeækret*r for Kr.
F.. n& tnedlem av Heyre.
— Den er aH rtght. synea jeg.
det heter ja mt grunnlaget for
u tannkepofitikken er en zuer
hontakt med TCorden ag aodra
vestliga Iand. Dette gir penpek-
tivcr «g sier mer enn akkizrat dm
ordaoc som st&r der. Jeg bygger
dette bi. a. p& at TCenDl etter
mitt inntrykk har et zraget klart
syn p& niirfieid i Euispt, sier
Hayres Torsteln Tynnlng har
denne koznsnentaren:
— Jeg har sœrllg festet meg
ved det avsnitt i erkheringen
hvor det heter at regjeringen vil
arbelde for & forenkle forboldet
mellom den enkelte og offentlige
admlnlntrasjon. AUe er enig 1 at
dette er en sentral oppgave, men
regjeringens politikk hittil har
resultert i det motsatte. Det er
vedtatt en rekke lover og íorord-
ninger som har innskrenket
folks handlefrihet. Hvis Nordli-
regjeringen greler & fslge opp
dette punktet, vil det v«re 1 trid
zned det vl har bevdet I og uten-
for Stortinget, jeg mlnncr for
eksempel om konsesjonsloven,
sier Tynntng, Hoyre.
Asbjorn Hangstveit. tldligere
parhuneotarisk leder for Krlste-