Vísir - 09.10.1976, Blaðsíða 1
Laugardagui^9. október 1976 T 243. tbl. 66.‘árg.
V
r r
AVISANAMALIÐ:
Banki veitti yfirdráttar-
heimild á ávísanareikningi
— Vanskilavextir teknir af umsömdum
skammtímayfirdrœtti á hlaupareikningum
„Það hefur komið fram að einn
bankinn veitti einu fyrirtæki
munnlega heimild til skamms
tíma til yfirdráttar á ávisana-
reikningi, sem fyrirtækið var með
i bankanum. Fyrir þessum yfir-
drætti var sett trygging og hafa
bankastjórar bankans sagtað það
sé rétt að þessi heimild hafi verir
veitt”, sagði Hrafn Bragason,
borgardómari, sem fer með rann-
sókn ávisanamálsins í viðtali við
Vfsi.
„Þessi reikningur hafði fyrst
veriðnotaður fyrir einstakling, en
var á þessum tima notaður fyrir
fyrirtækið á sama hátt og önnur
fyrirtæki nota hlaupareikninga.
Þegar hins vegar svo var komið
að það var nær stöðugur yfir-
dráttur á reikningnum, var
honum lokað.”
Hrafn sagði að allir bankarnir
hefðu veitt skammtíma heimildir
til yfirdráttar á hlaupareikn-
ingum, en af þessum skamm-
timayfirdráttum hefðu verið o^
væru teknir vanskilavextir. A
stöðugum yfirdrætti á hlaupa-
reikningi eru hins vegar teknir
yfirdráttarvextir, sem eru 6%
lægri en vanskilavextirnir. Það
hefði þvi raunverulega engu
breytt, þótt menn færu yfir um-
saminn yfirdrátt án þess að tala
fyrst við bankann.
Þá sagði Hrafn að venjulega
hefðu verið settar einhverjar
tryggingar fyrir þessum skamm-
tímayfirdráttum, en það þó
komið fyrir að þessar tryggingar
væru ekki fyrir hendi, þegar á
reyndi. Hann sagði að það væri
umdeilt meðal bankamanna,
hvort löglegt væri að taka
vanskilavexti af umsömdum
skammtímayfirdrætti, en ljóst aö
allir bankarnir gerðu það. Hins
vegar væru þessar heimildir yfir-
Allir kassarnir þar sem skjöl um ávísanamálið eru geymd. Auk
þessara skjala er svo einn stór skjalaskápur fullur af gögnum.
Visismyndir Jens
leitt til skriflegar i aðalbönk- búum bankanna hvernig frá
unum, en mjög misjafnt i úti- þessu hefur verið gengið. —rj
r
I gœr var unnið
við að fletta
grasinu ofan af
Laugardalsvellinum,
en stór hluti
vallarins var
stórskemmdur.
— Sjá baksíðu
HEFUR SKIPULAG ORKUIÐNAÐARINS
í FÖR MEÐ SÉR TVÍVERKNAÐ?
Þorvaldur Garðar Kristjánsson
formaður Orkuráðs lýsir ýmsum
meinbugum á núverandi skipu-
lagi orkuiðnaðarins, I viðtali við
Visi á bls. II. Segir hann að núna
geti það komið fyrir aö tveir aðil-
ar vinni aö sömu rannsókn og geti
slikt haft i för með sér tviverkn-
að.
Þá fjallar Þorvaldur um hraða i
byggingu orkumannvirkja og
segir hann að hraðinn geti haft
þær afleiðingar að ákvörðun sé
tekin um að byggja orkumann-
virki sem ekki séu hagkvæm.
Þorvaldur ræðir einnig um að
dreifa þurfi orkuverum um landið
vegna hættu á eldgosum.
Loks reifar hann ólikar hug-
mvndir um eignaraðild. rekstur
og uppbyggingu raforkufyrir-
tækjanna.
Sjá bls. 11.
Helgarblaðið fylgir ókeypis með Vísi í dag