Vísir - 09.10.1976, Side 10

Vísir - 09.10.1976, Side 10
10 Laugardagur 9. október 1976 visra VÍSIR (Jtgefandi: Reykjaprent hf. Franikvæindastjóri: Davf&Gu&mi ndsson. Ritstjórar: Þorsteinn Pðisson, ábin. ólafur Ragnarsson Ritstjórnarfulltrúi: Bragi Guömundsson. Fréttastjóri erlendra frétta: Guömundur Pétursson. Um- sjón mefi heigarblaöi: Arni Þórarinsson. Biaóamenn: Edda Andrésdóttir, Einar K. Guöfinnsson, GuBjón Arngrlmsson, Kjartan L. Pálsson, óli Tynes, Rafn Jónsson, Sigurveig Jónsdóttir. Akur- eyrarritstjórn: Anders Hansen. Iþróttir: Björn Blöndal, Gylfi Kristjánsson. (Jtlitsteiknun: Jón ósk- ar Hafsteinsson, Þórarjnn J Magnússon. Ljósmyndir: Jens Alexandersson, Loftur Asgeirsson. Auglvsingastjóri: Þorstein.i Fr. SigurBsson. Dreifingarstjóri: SigurBur R. Pétursson. Auglýsingar: Hverfisgata 44. Sfmar 11660, 86611 Afgreibsla: Hverfisgata 44. Sfmi 86611 rT Ritstjórn: Sffiumúla 14. Slmi 86611, 7 llnur Akureyri. Slmi 96-19806 Askriftargjald kr. 1100 á mánufii innanlands. Verö I lausasölu kr. 60 eintakifi. Prentun: Blafiaprent hf. Borgarar og ráðherravald Almennir borgarar eiga oft á tíðum í vök að verjast I samskiptum sínum við yfirvöld. Staðreynd er, að það gerist allt of oft, að stjórnvöld telja sig eiga alls kostar við einstaklinga eða samtök þeirra, ef viðkomandi aðilar hafa engan bakhjarl til þess að knýja á um rétt þeirra. Miklu máli skiptir, að borgararnir séu jafnsettir yfirvöldum í samskiptum við þau. En á það skortir verulega í raun og veru. Það ber vott um meinsemd I opinberri stjórnsýslu, þegar yfirvöld ganga á rétt borgaranna með því að skáka í skjóli valdaaðstöðu sinnar vitandi það, að almennur borgari á ekki marga möguleika til að leita réttar síns. Að undanförnu hafa um það bil tvö hundruð bændur i Skagafiröi átt I stríði við landbúnaðarráðherra vegna sláturleyfis, sem ráðuneytið hefur þráast við að gefa út. Bændurnir reka Slátursamlag skagfirð- inga I nábýli við sláturhús kaupfélagsins f héraðinu. Að kröfu yfirdýralæknis voru gerðar endurbætur á sláturhúsinu, en allt kom fyrir ekki. Rétt er, að yfirdýralæknir fann þrátt fyrir endur- bæturnar á húsi Slátursamlagsins nokkur atriði, sem betur máttu fara. Hér var þó ekki um veigameiri atriði að ræða en svo, að mörg sláturhús eru starf- rækt við lélegri aðstæður að mati þeirra, sem gerst þekkja til. Athyglisvert er við umsagnir yfirdýralæknis, að hann bendir á, að annað sláturhús sé starfrækt á sama stað. Fæstum dylst því, að það sem úrslitum hefur ráðið i þessu máli er sláturhúsrekstur kaupfélagsins. Spurningin snerist þvi í raun réttri um það, hvort tryggja ætti einum aðila einokunaraðstöðu á þessu sviði í héraðinu. i tilvikum sem þessum geta borgararnir ekki leitað neinna lagalegra úrræða, er tryggt geti hagsmuni þeirra með nægjanlega skjótum hætti. Það er einmitt I því skjóli sem stjórnvöld geta skákað. Einn af þing- mönnum skagfirðinga gekk með oddi og egg i mál það, sem hér er að vikið. Og þá fyrst lét ráðherra undan síga. Málið gekk þó svo langt, að hreyfing komst ekki á það fyrr en þingmaðurinn hafði sent forsætisráð- herra og landbúnaðarráðherra orðsendingu um, að hann myndi upp á eigin spýtur brjóta á bak aftur það, sem bændur réttilega hafa kallað valdníðslu. Rétt áð- ur en til þess kom gaf ráðherra héraðsdýralækni skip- un í hraðskeyti um að skoða húsið, ■ og I framhaldi af því mælti iæknirinn með leyfisveitingu. Það er fátítt að stjórnarþingmenn hafi bein í nefinu til þess að ganga svo hraustlega til verks gegn ráð- herranum. En hér var um svo augljóst mál að ræða, að ekki var við það unað. Full ástæða er þvi til að lofa framgang þingmannsins I máli þessu. Málið í heild er á hinn bóginn afar skýrt dæmi um þá erfiðu aðstöðu, sem borgararnir geta komist í, er þeir þurfa að leita undir stjórnvöld. Fyrir þær sakir er mál þetta athyglisvert. Mikilser um vert, að menn hugi að því í fullri alvöru aö styrkja aðstöðu almennra borg- ara gagnvart stjórnvöldum. öllum er Ijóst, að seinvirkt dómstólakerf i getur ekki tryggt hagsmuni borgaranna I þessum efnum, því að I mörgum tilvikum þarf að vera unnt að grípa til skjót- virkari ráða. EITURLYFIN STREYMA FRÁ THAILANDI Thailand hefur leyst Hong Kong af hólmi, sem miðdepill heróinsmygls til Vestur- Evrópu, eftir þvi sem fikniefnasérfræðingar i Bangkok halda fram. Það hefur verið slikur uppgangur i heróinsöl- unni i Bangkok síðustu átján mánuði, að mönnum stendur stuggur af. Og banda- rísk fikniefnayfirvöld kviða þvi, að heróin- smyglið frá Asiu til Bandarikjanna, sem bælt var niður um tima, hefjist nú aftur i sama mæli og fyrrum eða jafnvel meir. 1 Thailandi sjálfu er farið að gæta i miklum mæli vandamála eiturlyfjaneyslunnar, enda sagt, að auðveldara sé að fá heróin i Bangkok heldur en góðan varalit. Annað veifið hnjóta tollveröir um smyglsendingar, eins og á dögunum, þegar fundust tvær dósir með flugvélasmurfeiti, sem inniheldu um 150 kg af heróini, en það átti að fara tilBelgiu. — Tveir hollendingar eru nil i haldi vegna þess máls. Lögregluyfirvöld ætla, aö nær frá Asiu til Evrópu, fylgdi I kjöl- far bannsins, sem tyrklandsyfir- völd settu á ræktun ópium- valmúans 1971 eftir samninga viö Bandarikin. — Siðan hefur tyrk- landsstjórn aflétt banninu að hluta, en hert um leið eftirlit með heróinsá svarta markaðnum þar, sé komið frá Suðaustur-Asiu. Mestur straumurinn hefur legið frá Hong Kong og Bangkok til Amsterdams og Rotterdams i Hollandi og dreifst á evrópu- markað, sem fer sistækkandi. — teinni af höfnum Hollands. Smyglskúta, ein af mörgum, var tekin með 6.000 kíló af hassi. allt heróinmagnið, sem barst eftir ólöglegum leiöum til Evrópu i fyrra (á að giska 2 1/4 úr smá- lest), hafi borist frá suðaustur Asiu. — Ekki tókst yfirvöldum aö koma höndum yfir nema 10% af þvl magni. — Og niðurstööur rannsókna benda til þess, aö smyglið hafi aukist verulega á fyrra helmingi þessa árs. Þetta aukna streymi eiturlyfja ræktuninni, og alla vega hefur fyrri ólöglegum útflytjendum ekki tekist að skapa sömu grósku I viðskiptum sinum og áður. Þegar bendarikjastjórn kallaði herlið sitt heim frá suðaustur Asíu eftir lok vietnamstrlösins, dró mjög úr smygli eiturlyfja úr þessu heimshorni til Bandarikj- anna. Fikniefnayfirvöld Banda- rikjanna telja, að einungis 10% A meðan hefur bandarikja- markaöur fangið um 90% sinna eiturlyfja frá Mexikó. Nú kann að verða á þessu breyting, þar sem mexíkönsk yfirvöld hafa á prjónunum ráða- gerð um að úða eitri yfir dreif- býlisjaröir, sem drepa mundi óplumvalmúann, og beri hún árangur munu fljótlega þverra birgðirnar þar. — Eiturlyfjasalar

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.