Vísir - 23.10.1976, Blaðsíða 2

Vísir - 23.10.1976, Blaðsíða 2
 Sækirðu kirkju? Iiaraldur Hansson, vélvirki: — Ég geri litiö af þvi. Kannski svona einu sinni til tvisvar sinn- um á ári, og þá án nokkurs sér- staks tilefnis. Asbjörn Hartmannsson, er aft læra múraraiðn:— Nei, ég fer aldrei i kirkju núorðið. Þaö eru orðin ein sjö eða átta ár siöan ég sótti messu. Haukur Snorrason, kennari: Já, ég fer i kirkju þegar ég mögu- lega get. Ég fer flesta sunnu- daga og svo á stórhátiðum. Ég sé eftir þvi að geta ekki farið oftar i kirkju þvi að þar liður mér vel. I I I ■ Helga B. Hallgrimsdóttir starfsstúlka: — Nei, ég geri litið af þvf. Þegarég var yngri fór ég í sunnudagaskóla. Ilse Hasler, starfsstúlka:— Nei, aldrei. Ég fór hinsvegar á her- samkomur þegar ég var yngri. Laugardagur 23. október 1976 vism Fjárveitingar hafa verið takmarkaðar til fræöslumyndasafnsins og hefur það háð starfseminni. en þarna starfa nú aöeins fjórir menn. Myndina tók Jens Alexandersson i fræöslumyndasafninu i gær. 011 þjóðin þrisvar í bíó hjó Frœðslumyndasafninu Nœr 1600 frœðslumyndir ó skró hjá Frœðslumyndasafni ríkisins, sem nú hefur gefið út nýja kvikmyndaskrá Aætlað er, að um það bil 612 þúsund manns hafi á siöasta ári séö kvikmyndir þær, sem Fræöslumyndasafn rikisins á i fórum sínum, og er þessi skoöun myndanna sambærileg við það að hvert einasta mannsbarn á landinu hafi séð myndir frá safninu þrisvar sinnum á sið- asta ári. Útlánin, sem voru alls tæp- lega fimm þúsund og fjögur hundruð, voru aftur á móti fyrst og fremst til skóla og stofnana, þaraf til 159 barna- og unglinga- skóla og 41 framhalds- eða sér- skóla Auk þess fengu 114 félög lánaðar myndir frá Fræðslu- ipyndasafninu og 83 stofnanir, sámkvæmt upplýsingum for- ráðamanna safnsins. Fræðslumyndasafn rikisins hefur gefið út nýja kvikmynda- skrá yfir 1572 16 mm kvikmynd- ir, sem safnið lánar út. Er þetta 200 siðna lausblaöabók, en safnið gefur árlega út viðauka- skrá, sem setja má inn i bókina. Siðan bókin fór i prentun hafa safninu bæst 29 kvikmyndir, svo að til útlána eru nú réttar 1600 myndir. Siðasta aðalskrá safnsins var gefin út 1971, og voru i henni upplýsingar um 1419 myndir. Þess ber að gæta, að kvikmynd- irganga úr sér og verða úreltar. Var safnið til dæmis grisjað i fyrra og teknar úr umferð yfir 400 kvikmyndir. Fræðslumyndasafn rikisins lánar myndir sinar fyrst og fremst til skóla, og er uppbygg- ing safnsins að mestu við það miðuð. Þó er öðrum aðiium einnig lánað, félögum og ein- staklingum. Skólar og sjúkra- hús fá myndirnar ókeypis, en aðrir greiða fyrir þærlágt gjald. Af efnisflokkum kvikmynda i safninu er landafræöi lang- stærst meö 298 myndir. Þá koma 156 myndir um hinar ýmsu greinar raunvisinda. 151 um atvinnu og tækni, 145 iþróttamyndir og 144 um listir. tslenskar myndir eru 91. Fræðslumyndasafn rikisins gegnir mörgum öðrum hlut- verkum á sviði nýsitækni i skólum og útvegun nýsiefnis, svo sem með útgáfu á litskyggn- um, glærum o.fl. Safnið hefur þó alltof litið bolmagn til fullnægj- andi útgáfu á islensku efni af þessu tagi, þvi bæði eru fjár- veitingar mjög takmarkaðar og starfslið aðeins fjórir menn. (Jtlán Fræðslumyndasafns rfkisins aukast sifellt og eru skólarnir farnir aö nota sér safnið I rúmum mæli. Valda sóknarkonur verðbólgunni? Nýverið skrifaði Aðalheiður Bjarnfreðsdóttir blaðagrein, sem hún nefndi „Verkalýðsmál og Alþýöusambandsþing”, þar sem þess er krafist, aö Alþýöu- sambandsþing móti nýja stefnu isamningamálum, og jafnframt veröi gengiö að þeirri kenningu dauðri, að láglaunafólk beri ábyrgð á vcröbólgunni. Frú Aðalheiöur er formaöur starfs- stúlknafélagsins Sóknar, þar sem mánaöarlaun eru á bilinu 60-70 þúsund á mánuði. t þessi laun er töluvert kroppað af heildarsamtökunum, en gjöld félagsins til þeirra munu nema rúmum tveimur milljónum á ári, sem fara m.a. til að greiða bflastyrki forustuliösins. Þaö er því eðlilegt að formaður Sóknar telji sig hafa rétt til að krefjast einhverrar forsjár af forustuliö- inu, þótt ekki hafi gengiö betur en mánaöarlaunin segja til um. Það er rétt hjá frú Aðalheiði, að I langan tima hafa laun lág- launahópanna veriö lögð til grundvallar ýmiskonar hag- reikningum, sem útreikningar vísitölu byggjast á. Tilhneiging hcfur því verið til aö halda lægstu laununum niðri sem mest og þá um leiö visitölu. Hins vegar hefur nú sannast eftir- minnilega að þetta er ekkert annaö en blckking, vegna þess aö löngu eftir að láglaunin eru komin niður að þvi marki, að þau hafa sáralitil áhrif, heldur veröbólgan áfram i sinni himin- hæö eins og ekkert hafi iskorist. Sóknarkonur veröa varla sakaðar um að vera verðbólgu- valdar. Auðvitað liggur I augum uppi, aö verðþenslan i landinu stafar af ýmiskonar sjálfvirkni i verð- lagningu og fleira, sem rikis- valdinu, hver svo sem fer meö stjórn, virðist fyrirmunað að ráða við. Heildarsamtök ráða meiru um þessi atriöi en rikis- stjórnir, ASt ekki undanskilið, og komin eru í gang gróðaföng, sem viröast allt að þvi löghelg- uð. Slik gróðaföng verðþensl- unnar verða ekki fundin hjá sóknarkonum, svo dæmi sé nefnt, og heldur ekki þvi fólki öðru, sem gert er aö lifa á sextiu og fimm þúsund krónum á mán- uði. Aftur á móti hafa ýmsir þeir aöilar, sem styðjast við launabaráttu sóknarkvenna, ekki þurft aö kvarta undan tekj- um sinum, og er ástæða til að athuga hvaða áhrif störf þeirra viöhúsbyggingar t.d. hafa átt til aukinnar veröþenslu. Hins veg- ar litur þjóöhagstofnun ekki við neinu nema launum sóknar- kvenna og þeirra Hka, þegar á að fara að reikna út áhrif kaup- hækkana. i þessari sjálfheldu er ekki nema von að formaður Sóknar hefji upp raust sina nú skömmu fyrir ASÍ-þing og krefjist þess að mótuö verði ný stefna i samningamálum. Þessa hefur að visu veriö krafist áður, en mcð litlum árangri. Nú er þó sá munurinn, að láglaunahópurinn i landinu er vaknaður til með- vitundar um stöðu sina innan verkalýðssamtakanna, og er farinn að koma fram sem meira og minna sjálfstæður aðili. Eðli- legast væri, að láglaunahópur- inn kæmi sameinaður til þings ASl með ákveðið stefnumark. Þetta stefnumark hlyti aö vera fyrir láglaunahópinn sjálfan, en ekki samtökin sem heild, og fel- ast I kröfu um samkomulag um lágmarkslaun i landinu alveg burtséð frá hugmyndum og kröfugerð þeirra stétta innan ASl sem betur eru á vegi stadd- ar launalega. Slik mótuð stefna láglaunahópsins á þingi ASl mundi hafa viðtæk áhrif á launabaráttuna I heild, stefnu samningamála, og jafnframt losa láglaunahópinn I landinu undan þeirri áratuga áþján að þurfa að standa i forsvari fyrir kauphækkunum til handa þeim, sem hafa jafnvel tvöföld ef ekki þreföld laun á við láglaunahóp- inn. Það finnst á grein Aðalheið- ar Bjarnfreðsdóttur, að henni væri ekki á móti skapi, þótt blásið væri til slikrar samstöðu. Svarthöfði

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.