Vísir - 23.10.1976, Blaðsíða 23

Vísir - 23.10.1976, Blaðsíða 23
Bréf til Andra ísakssonar Þórður Valdimarsson stjórn- málafræðingur. Þaö er furðulegt að heyra menntaðan mann tala um aö að- ild að hernaöarbandalögum feli i sér skerðingu á sjálfstæði þátt- takenda! Samkvæmt þvi ætti sjálfstæði allra landa Vestur. Evrópu aö vera skert! Hvað heföi orðið um sjálfstæði þjóða Vesturlanda ef að þær hefðu ekki um siðir borið gæfu til að sameinast i hernaðarbandalagi til að kveða niður helstefnu Hitlers? f þeim heimi kjamork- unnar sem við lifum byggist sjálfstæði þjóöa öllu öðru frem- ur á hernaðarlegri samvinnu þeirra, og samstööu i voldugum bandalögum, eins og Nato. Eng- in þjóð Evrópu er þess umkomin lengur að verja af eigin ramm- leik sjálfstæði sitt. Hvað Vestur- Evrópu snertir þá er heill og hamingja hennar að miklu leyti komin undir Nato. Sameinaðar standa þjóðir hennar, sundrað- ar hljóta þær að falla! Og samt er til maður uppi á Islandi. Andri Isaksson, og samtök sem hann er forsprakki fyrir, sem berst fyrir þvi að Nato þjóðir vinni það niðingsverk á sjálfum sér að leggja niður hið volduga varnarbandalag sitt, sem dugað hefur svo ágætlega til þessa að vernda heimsfriðinn, og standi sundraðar og varnarlausar gagnvart herveldi Sovétrikj- anna! Er þetta ekki vitglóru- laust athæfi? Gerir þú þér grein fyrir þvi, minn góði Andri fsaksson, hvað það hefði i för með sér ef farið væri eftir óskum ykkar og sósialista að leggja niður Nato? Þá væri ekki um nema eitt að gera. Hina leiðina, sem sé þá að Bandarikin fengju helstu bandamönnum sinum i Evrópu, frökkum, vestur-þjóðverjum og bretum sjálfstæð yfirráð yfir það miklu magni kjarnorku- vopna, að þessar þjóðir gætu staðið Sovétrikjunum á sporði i striði, þvi varla væri það sæm- andi fyrir þau að láta þær standa uppi eins aflvana og Austur-Evrópu þjóöirnar, áður en sovétherir lögöu þær undir sig og neyddu upp á þær sinum einræðisstjórnarháttum, eða hvað? Lokaði öllum möguleikum til bœttrar sambúðar Þessa leið hafa Bandarikin ekki viljað fara, af augljósri á- stæðu. Þau vita vel að Sovétrik- in eiga um sárt að binda af völd- um blóðhunda Hitlers. Að minningin um 50 milljónir rússa er létu lifið á skelfilegasta hátt, er þeim enn i fersku minni, og að ekkert mundi verða eins til að margfalda vigbúnað Sovét- rikjanna eins og það að gera Þýskaland að herveldi með '‘sjálfstæðum yfirráðum kjarn- orkuvopna! Sú þróun mála myndi loka öllum möguleikum til bættrar sambúöar og afvopn- unar að vissu marki. Og samt er það þetta sem hin villuráfandi samtök yðar og sósialista berj- ast fyrir og dreymir um! Þvi i heimi nútima hernaðar er ekki um nema tvennt að gera hvað varnir Evrópu snertir. Sam- staða innan Nato með þeim hætti sem nú er, eða það að gera helstu riki Vestur-Evrópu að voldugum- sjálfstæðum kjarn- orkuveldum! Viss öfl i Banda- rikjunum, svo og rikisstjórn frakka, hefur viljað hina leið- ina. Þeir heimtuðu aðstoð Bandarikjanna til að verða voldugt kjarnorkuveldi, og fóru i fýlu, sem kunnugt er, vegna þess að Bandarikin vildu ekki láta þaðeftir þeim. Þó þeir hafi minniháttar kjarnorkuvopn i litlu magni, sem þeir hafa kom- ið sér upp af eigin rammleik þá skiptir það ekki neinu höfuð- máli. Varðveislu friöarins i heiminum útheimtir það að stöðva sem mest útbreiðslu kjarnorkuvopna, og að yfirráð þeirra séu I sem fæstra höndum eins og nú er. Bandarikin hafa ekki hikað við að taka á sig ó- vinsældir frakka, og annarra, frekar en hvika frá þeirri skyn- samlegu stefnu. Hún ein mun gera fært aö hemja vigbúnaðar- kapphlaupið og finna heppi- lega og kostnaðarminna valda- jafnvægi risaveldanna en nú er. Verða ykkur til háborinnar skammar í íslandssögunni Þér og samtök þau sem þér eruð forsprakki fyrir, ættuð að gera ykkur það ómak að reyna að setja ykkur inn i þó ekki væri nema einföldustu atriði her- fræðinnar, svo meira vit verði i orðum ykkar og gerðum en ver- iðhefur til þessa. En einu sam- tökin sem jafnast á við ykkur i forheimskun, sjúklegu einsýni og ofstæki eru jesúitareglan og galdrabrennumenn á sinum tima, sem þjónuðu sjúklegum þáttum i lundarfari sinu i nafni guös og heilagra hugsjóna! Þið, gegn her i landi menn, lif- ið ykkur inn í furöulegustu bábiljurog vitleysur, sem munu verða ykkur til háborinnar skammar i Islandssögunni og stimpla ykkur sem hættulegt sambland af þjóðniðingum og Don Quekotelýð. Ef þið hefðuð hugrekki til að horfast i augu við hernaðarleg- ar staðreyndir, i stað þess að flytja veruleika þeirra inn i heim óskhyggjunnar, mynduð þið koma auga á aö stefna ykkar er stórhættuleg heill og ham- ingju islensku þjóðarinnar, og heimsfriðinum, ef nokkrar likur væri þá á þvi að þið gætuö haft veruleg áhrif á gang málanna — þið og ykkar likar i öðrum lönd- um. Stefna ykkar er byggöá fölsk- um forsendum og alröngum upplýsingum. Hætta sú sem þjóð vor er i stafar alls ekki af starfrækslu herstöðvarinnar i Keflavik, heldur legu lands vors á miðju mesta hættusvæði i heimi, þeim stað, er gerir hern- aðarleg yfirráð að vissu marki á Atlantshafi möguleg. Þeirri sjó- viglinu sem báðir hugsanlegir striðsaðilar telja að verði óhjá- kvæmilega mesta átakasvæðið! Umrædd lina, Grænland, Is- land, Færeyjar, Noregur stofn- ar öryggi Sovétrikjanna i geig- vænlega hættu. Það er þvi höfuðlausnin að leitast sé við aö hafa viðbúnað þar i þvi lág- marki sem viðunanlegur er fyrir þau, jafnframt þvi sem hagsmunir Nato á þessu svæði eru nægilega tryggðir. Núver- andi ástand þjónar þessum til- gangi furðu vel. Og hún ásamt hinni skynsamlegu stefnu Norðurlandanna á álika mikil- vægu svæði er eitt mesta fram- lagið til varðveislu heimsfriðar- ins. Hlutleysi Finnlands og Svi- þjóðar og kjarnorkuvopnalaus Noregur tryggir lágmarks- spennu á svæði sem er afar ör- lagarikt fyrir öryggi Sovét- rikjanna, og er i rauninni ómetanlegt ástand fyrir varð- veislu heimsfriðarins. Þó það hafi þvi miður I för með sér að ef til styrjaldar kæmi, mundi Noregur hertekinn af Sovétrikj- unum, þvi vonlaust er að hægt sé að koma þeim til hjálpar að gagni undir núverandi kring- umstæðum. Hefði sá þáttur i vörnum Nato, sem að Noregi lýt ur átt að vera framkvæmanleg- ur, hefði Noregur þurft að vera grár fyrir kjarnorkuvopnum. En núverandi ástand i Noregi er miklu betra fyrir varðveislu heimsfriöarins og það er norö- mönnum ljóst. Myndi leiða til heimsstyrjaldar... Varnir Noregs byggjast þvi ekki á kjarnorkuvopnum á staðnum heldur á hinu að árás Sovétrikjanna á Noreg mundi leiða til heimsstyrjaldar, ef her- ir Sovétrikjanna yrðu ekki dregnir til baka i tima. Eitt af þvi sem gerir Nor. og reyndar Norðurlöndunum öllum fært að reka sina skynsamlegu stefnu i þágu varðveislu heims- friðarins, er sá styrkleiki sem kverktakssvæðið við tsland veitir Nato. Samt má ekki ein- blina á það eitt að gera styrk- leika Nato á þessu svæði sem mestan. Þaö veröur vegna heimsfriöarins að stilla honum i hóf, það hóf sem Sovétrikin geta sættsig við, og kallar ekkiá allt of dýra og geigvænlega svörun af þeirra hálfu . Núverandi ástand er það lang-besta fyrir báða aðila, og einkum og sér i lagi fyrir Norðurlönd. Hugsum okkur að farið væri að hinum vanhugsuðu hug- myndum ykkar og her Banda- rikjanna yrði visað burt frá Is- landi. Eftir það er ekkert annað fyrir þá að gera, til að tryggja öryggi sit á þessu örlagarika svæði, en að gripa til flotadeild- arinnar sem hann Luns var að tæpa á, án þess að skýra málið sómasamlega. Banda- rikjamenn yrðu þá að koma sér upp Norður-Atlantshafsflota, með flugvélamóðurskipum, fullkomnum kjarnorkuvopnum ogöllu tilheyrandi, og hafa hann aðstaðaldri á svæðinu umhverf- is Island. Þar með væri spennan á þessu svæði komin i hámark og Sovetrikin yrðu auðvitað að fara eins að. Taka fé frá iðn- aðar- og landbúnaðarþróun og bættri lifsafkomu sovéskra verkamanna til að koma sér upp ámóta flota til að hafa á svæðinu fyrir norðan okkur. Væri þetta ekki gaman eða hitt þó heldur? Þetta felst i stefnu ykkar og þið hafið liklega ekki hugmynd um það frekar en jesúitarnir á timum rannsóknarréttarins á Spáni og viðar, skynjuðu að hugmyndir Jesú Krists voru ekki i þeim illverkum þeirra er þeir brenndu menn fyrir Guð og kristindóm. Þið eruð þvi miður eins og álfar út úr hól i öllu sem hermálum viðkemur, þó þið séuð sigasprandi um þau mál, og virðist halda að kúnstin sé bara að hafa nógu hátt og látast vera afskaplega þjóðlegir. Þið eigið bandamenn i hinni illu viö- leitni ykkar. Liklega hafið þið ekki hugmynd um hverhann er frekar en annað. Það eru hinir allt of voldugu hergagnafram- leiðendur i Bandarikjunum, sem lengi hafa ekkert veriö á móti þvi að umræddum Noröur- Atlantshafsflota yrði komið upp, þvi þeir myndu græða heil ósköp á þvi, en þeir hafa bara ekki fengiö að ráða þessu hingað til, þvi það myndi stofna hern- aðarjafnvæginu i voða. Maöur gæti háldið að þiö „gegn her i landi menn” væruð á mála hjá bandariskum hergagnafram- leiðendum, þvi þeir eru þeir einu sem stefna ykkar i rauninni þjónar. Nú orðið þjónar hún Sovét- rikjunum alls ekki lengur, þó hún hafi i upphafi verið miðuð við imyndaða hagsmuni þeirra á Stalinstimabilinu og árunum þar á eftir. Þvi er svo komið að það hefur ekki minna að segja fyrir Sovetrikin en Bandarikin sjálf, að ástandiðá Islandi, hvað dvöl bandarikjamanna snertir, haldist óbreytt. Annars held ég nú ekki i al- vöru að þið eða þjóðviljamenn séuð á launum hjá Lockheed og þeirra likum, þó þið eigið þessa sameiginlegu vonir og drauma, sem sé burtför bandarikjahers frá Islandi og flotadeildina ábatasömu. Nei, höll Þjóðvilj- ans er eflaust byggð fyrir sam- skot fátækra verkamanna, fremur en bandariskt fé, þvi það eru vist engin takmörk fyrir þvi hvað hægt er að láta vel heila- þvegið fólk gera! Hugsaðu nú málið upp á nýtt minn góði Andri ísaksson, og þá vona ég að þú komir auga á það besta og þjóölegasta sem sam- tök ykkar geta gert, það er að leggja samtökin niður og beina starfskröftunum i farvegi sem eitthvert vit er i. Eða þá að þið gætuð breytt samtökunum i önnur til að berjast fyrir af- vopnun almennt og bættri sambúð austurs og vesturs. Það er mikið hægt að gera á þvi sviði og ísland gæti vissulega vegna hernaðaraðstöðu sinnar lát ið kveða meira að sér i alþjóða- málum á þvi sviði en það hefur gert til þessa. w KÓTEK ★ DISKÓTEK-A- DISKÓTEK* DISKÓTEK-frDISK Q ★ LU K o cn Q * FERÐA DISKÓTÉK OBELIX UMBOÐSSÍMI 15699 KL. 9-12,30 FYRIR HÁDEGI. >isia*»3io»sia*»3io»sia-¥-»3io»sia*»3io»sia ÓTEK-A-DISKÓTEK-A-DISKÓTEK*

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.