Vísir - 23.10.1976, Blaðsíða 3

Vísir - 23.10.1976, Blaðsíða 3
VISIR Laugardagur 23. október 1976 IÐNAÐARDAGAR A ÞREM STÖDUM Á NÆSTUNNI Egilsstaöir veröa í brenni- depli iönkynningarársins á föstudaginn kemur 29. október, þar sem þá veröur þar haldiö upp á „Dag iönaöarins” meö ýmsum hætti. Veröa iönfyrir- tæki i bænum kynnt, tisku- sýningar haldnar og fleira gert tilþess aö vekja athygliá iönaöi á Egilsstööum. Næst beinist athyglin aö Borgarnesi, en þar mun iönaöardagur veröa I fyrrihluta nóvembermánaöar, og siöari hluta þess mánaöar munu svo kópavogsbúar halda slikan kynningardag iönaöarins. „Dagur iönaöarins” veröur þvi á fjórum stööum fram aö áramótum. Er ljóst, aö þessi kynningarstarfsemi hefur mælst vel fyrir á Akureyri, þar sem mikiö var um aö vera i gær og veröur um helgina, — og er ekki aö efa, aö iönkynningin á hinum stööunum þremur veröur einnig jákvæö fyrir islenskan iönaö. Breyttir tollar valda vandrœðum í viðskipta- lífinu og ósamrœmi Framkvæmdastjórn Verslunarráös tslands hefur samþykkt ályktun varöandi tolla- mál, varöandi aukiö misræmi I viöskiptum viö önnur lönd. Verslunarráö íslands vekur athygli á aö eftir þvi sem tollar lækka meir i viöskiptum íslands og tollabandalagslandanna, eykst ýmiss konar misræmi i viðskipt unum við önnur lönd, til tjóns fyrir islenska utanrikisverslun og alla innlenda atvinnustarfsemi. Þessu veldur einkum þrennt: A) Tollar eru mjög misháir, frá þvi aö vera engir. i allt að 100%. Mismunandi hæö tolla hefur þvi mikil áhrif á neysluvenjur lands- manna. Verslunarráöið minnir á, að það er ekki hlutverk stjórn- valda aö ákveöa neysluvenjur al- mennings i lýöræöisþjóöfélagi. B) Tollar eru mjög misháir eftir vörutegundum og vinnslustigi. Innkaup veröa þvi óhagkvæmari vegna tollanna og innlendur iðnaöur býr viö tolla, sem trufla vöxt hans. c) Tollar eru mjög misháir eftir markaðssvæðum og eykstsá mis- munur stööugt. Þetta veldur þvi aö bestu og ódýrustu vörurnar eru oftekki keyptar vegna lægri tolla á svipuðum vörum frá löndum markaðsbandalaganna. Enda þóttstjórnvöld reyni eftir mætti að samræma tollflokka og tollheimtu á skyldum vöruteg- undum, veröur aö leggja áherslu á, aö slik viöleitni getur einungis dregið úr skaðlegum áhrifum tollheimtunnar, en ekki eytt þeim aö fullu. Til þess þarf aö taka ný- verandi tollskrá til endurskoð- unar meö þaö markmiö i huga aö stefna aö einum tolli, sem leggst jafnt á allan innflutning. Þar til þvi markmiöi veröur náö, þarf nú þegar aö: a) Lækka hæstu tolla verulega. b) Fækka tollflokkum og sam- ræma, þannig aö skyldar vörur verði tollaöar eins, og tollar verði ekki hærri á hráefni og efnivörum til iðnaðar en á afuröum þeirra. c) Dregiö verði úr mismun á tolli eftir uppruna vörunnar. -RJ. Athyglisverð stríðskvikmynd Mörgum er enn i fersku minni atburöir styrjaldarinnar 1939-45, sem náði vissu hámarki I júni 1944, þegar herir bandamanna gerðu innrás á meginland Evrópu frá Bretlandi. Þó eru þeir aö sjálfsögöu enn fleiri, sem kannast aðeins viö þessa atburði af frásögnum annarra.kvikmyndum, greinum I blööum og timaritum eða af ótal mörgum bókum, sem gefnar hafa verið út um heimsstyrjöldina siö- ari i heild eöa einstaka þætti hennar. Myndin „Overlord” sem hlotiö hefur nafniö „Ofjarl” á islensku, er að þvi leyti sérstæð, aö hún er fyrsta leikna kvikmyndin, sem gerö var á vegum Striðsminja- safns Breta — Imperial War Museum — sem á einstætt safn kvik- og kyrramynda úr siöari heimsstyrjöld, og það hefur að sjálfsögöu staðið kvikmyndahöf- undum til boöa, svo að myndin yröi sem raunsönnust i alla staöi. Höfundar — framleiðandi er James Quinn, en leikstjóri Stuart Cooper, sem samdi handritiö I fé- lagi viö Christopher Hudson, ! hafa tekiö þann kost aö segja sögu ungs manns, sem kallaöur er TomBeddoes, frá þvi aö honum berast skjöl um herkvaðningu, er tekinn til þjáifunar 1 fótgöngu- sveit og siöan sendur á land á strönd Normandi, þar sem hann er I fyrstu árásarbylgjunni og er samdægurs fluttur liöið lik heim til Bretlands. Inn i þennan aðalþráö er svo ofiö ýmsum átvikum varðandi fjölskyldu Toms, vinstúlku hans, hugboði hans, þegar innrásar- flotinn er á leið suöur yfir Erma- sund og er þetta gert á svo raun- sannan og trúverðugan hátt — jafnframt góöum leik — aö úr veröur mynd, sem átti sannar- lega skiliö aö fá silfurbjörninn á kvikmyndahátiöinni i Berlin á siðasta ári. Leikstjóra og framleiöenda hefur verið getiö aö ofan en aðal- hlutverkið Tom Beddoes, leikur Brian Stirner, sem þykir mjög efnilegur listamaður. ANDSTÆÐINGAR BRÁÐABIRGDA LAGANNA OPNA SKRIFSTOFU Þeir, sem standa að undir- skriftasöfnunum gegn bráöa- birgðalögunum hafa nú opnaö skrifstofu i Sjómannaskólanum. Er þar nú unniö viö að taka á móti undirskriftalistum sem berast nú i hrönnum viðs vegar að af landinu. Páll Stefánsson sem starfar hjá samtökunum „Frjáls samn- ingsréttur” er stendur aö undir- skriftasöfnuninni sagöi i sam- tali við Visi i gær, að ekki væri ljóst ennþá hve margir heföu skrifað undir. 1 sumum sjávarplássum væri þátttakan mjög almenn og til dæmis á Eskifirði heföi orðiö 100 prósent þátttaka sjómanna. Nú um helgina er ætlunin aö gera frekari gangskör aö undir- skriftasöfnun og veröur gengiö i hús I dag og á morgun. — EKG 3 Nemendur sjötta bekkjar Verslunarskóla tslands munu efna til mikilfengsiegs fióamarkaös Idag fyrsta vetrardag og halda þeir um leiö basar. Forráöamenn bekkjarins sögöu I samtali við Vfsi, aö þarna yröu á boöstólum úrvalsvörur fyrir ótrúlega litiö fé og sögöust þeir ein- dregiö vilja hvetja fólk tii þess aö koma og lifa upp aftur liöna tlma á þessum fióamarkaöi, sem fram fer I Iönaöarhúsinu viö Hall- veigarstlg I Reykjavik og hefst klukkan 14. Verslunarskólanemarnir voru I óöa önn aö undirbúa fióamark- aöinn, þegar ljósmyndari VIsis leit inn hjá þeim og reyndust þarna vera hinir eigulegustu hlutir, nýir og notaöir. Dömurnar á myndinni heita Anna Siguröardóttir til hægri og Maria Siguröardóttir, en þaö var Jens Alexandersson sem tók myndina af þeim og mununum. INÚK- TÝND Einn meðlima Inúk-hópsins varð fyrir þvi óláni á þriðju- dagskvöldið eöa miðvikudag aö glata myndavél, annaö hvort I Mosfeilssveit eöa Reykjavik. Myndavélin er af geröinni Kodak Instamatic, en i rauninni FILMA er þaöekkihún, sem meölimur- inn leggur höfuöáherslu á aö fá til baka, heldur filman, sem I henni er, þvi á henni eru myndir úr ferö leikhópsins til Júgóslaviu. Ef einhver skyldi hafa fundiö Kodak vél, er hann vinsam- legast beöinn aö koma henni til skila á ritstjórn Visis I Siöumúla 14, sem kemur henni og film- unni til réttra eigenda. Átto barnaverndorfélög starfandi ó landinu Barnaverndardagurinn er í dag,fyrsta vetrardag Arlegur fjársöfnunardagur Is- lenskra barnaverndarfélagaer i dag fyrsta vetrardag og verða af þvi tilefni seld merki dagsins og barnabókin Sólhvörf. Aö þessu sinni eru Sólhvörf gerö af félögum I Barnaverndarfélagi Hafnarfjarðar, og fjallar bókin um Hafnarfjörð. Barnavernd- arfélögin á Islandi eru nú átta talsins: Akureyri, Akranesi, Hafnarfiröi, Húsavik, Isafiröi, Keflavik, Reykjavik og Vest- mannaeyjum. Er markmiö allra félaganna eitt og hiö sama: aö stuöla aö velferö barna og bættum hag þeirra. Þann rúma aldarfjórðung, sem barnaverndarfélögin hafa starfað hefur veriö reynt aö gera þetta meö ýmsu móti. Meö fræðslustarfsemi. Barnavernd- arfélag Rvikur hefur gefiö út fjögur fræöslurit um uppeldis- mál. Haldnir hafa veriö fyrir- lestrar á vegum félaganna. Með fjárstyrk til stofnana. Hafa fé- lögin styrkt ýmsar stofnanir, átt þátt I að koma af stað starf- rækslu t.d. með húsakaupum og byggingu. Með námsstyrkjum til einstaklinga. Meö aöstoöviö einstök börn. UPPLÝSINGARNAR EKKI FRÁ TRYGGINGU í frétt Visis I gær um ný viðhorf itryggingarmálum vegna þeirrar ákvöröunar Eimskipafélagsins aö flytja tryggingar slnar frá Sjóvátryggingafélaginu til erlendra tryggingafélaga, var leitað álits Arna Þorvaldssonar, framkvæmdastjóra Tryggingar. á þessari þróun mála i trygginga- viöskiptum. Aö gefnu tilefni vill blaöiö taka fram, aö aörar upplýsingar i þessari frétt eins og um tryggingar Oliufélagsins Skeljungs og Flugleiöa eru reistar á öörum heimildum. L

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.