Vísir - 23.10.1976, Blaðsíða 24

Vísir - 23.10.1976, Blaðsíða 24
Útvarp-Akureyri Hjá aðeins einu félagi komu tveir iistar fram Samkvæmt upplýsingum sem við fengum hjá Alþýðusambandi íslands i gær, er aðeins vitaö um eitt félag af þeim mikla fjölda innan ASI, þar sem sérstök kosning fer fram um kjör fulltrúa á alþýðusambandsþingiö, sem háð verður i lok næsta mánaðar. Þetta eina félag er ASB — félag afgreiðslustúlkna i brauö- og mjólkurbúðum — þar sem kosiö verður nú um helgina. Hjá öðrum félögum innan ASl hefur veriö sjálfkjörið, þar sem ekki hefur komiö fram nema einn listi, eða kosið hefur verið á almennum félagsfundi. Hjá ASB komu fram tveir listar. A-listi, þar sem Hallveig Einarsdóttir, formaður félagsins, er i fararbroddi, og B-listi, sem er borinn fram af Lilju Kristjáns- dóttur og fleirum. Á kjörskrá eru um 260 konur. Kosningin fer fram að Skóla- vörðustig 16 i dag og á morgun á milli klukkan 9.00 og 17.00. Er búist við hörðum kosningum enda viðbúnaður verið mikill i báðum herbúðum nú siöustu dagana. „Þetta gekk svo rólega að okkur brá varla”, sagði Kolbeinn Arason, flugmaður hjá Flugfélagi Austurlands, er við spjölluðum við hann skömmu eftir að hann hafði lent i óhappi á flugvél sinni á Egilsstaðaflugvelli i gær. ,,Ég var að koma frá Vopna- firði og með mér var einn farþegi i vélinni, sem er af gerðinni Beechcraft og tekur sex farþega. Við vorum lentir og búnir að rúlla eina 200 metra eftir braut- inni þegar hjólin fóru allt i einu upp og vélin lagðist á magann. Þannig rann hún eina 70 til 80 metra en stöðvaðist svo. Hvorugan okkar sakaði enda var engin ferð á vélinni þegar óhappið varð. Hún er ekki mikið skemmd, en viðgerðin verður trú- lega dýr. Annars á eftir að kanna Rekstur einkaútvarpsstöðva á Akureyri er enn i fullum gangi, og er útvarpað meira og minna á degihverjum, oft margar klukku- stundir i senn. Það eru nokkrir ungir akureyringar sem að þessum útvarpsrekstri standa, og Kratar eignast nýja stefnuskrá „Það verður afgreidd á þessu' þingi ný stefnuskrá, sem unnið hefur verið að undanfarin tvö ár”, sagði Benedikt Gröndal, formaður Alþýðuflokksins, er Visir spurði hann i gær um hver yrðu helstu mál 37. flokks- þings Alþýöuflokksins- „Siöan er búist við að á þinginu verði rædd ýmis innri mál flokksins. Þá liggur fyrir þinginu tillaga varðandi próf- kjör og kanna á hvernig megi nota það við val á frambjóð- endum flokksins”. —EKG það betur, svo og að rannsaka ástæðuna fyrir þvi að hjólin fóru upp, en á þvi hef ég enga skýringu.” Kolbeinn, sem hefur verið flug- maður hjá Flugfélagi Austur- lands. sl. tvö ár, sagöi okkur, að eftir þetta óhapp gæti hann farið i fri, þvi að hann hefði enga flugvél til að fljúga þessa stundína. Félagið átti tvær flugvélar, þessa Beechcraftvél sem sjálf- sagt tekur langan tima að gera við, og vél af gerðinni Chessna, en sú vél er nú i viðgerð eftir að hafa hlekkst á fyrr á þessu ári. Kemur þetta sér mjög illa fyrir austfirðinga, þvi að Flugfélag Austurlands hefur sinnt veiga- miklu hlutverki i sam- göngumálum þar eystra, frá þvi að það tók til starfa. —klp- hefur engin tilraun verið gerð til að stöðva útsendingar þeirra. Yfirmönnum landsimans er þó fullkunnugt um þessa starfsemi, en hún er algjörlega ólögleg sem kunnugt er. Slysið við Borgarfjarðarbrú: Leituðu líksins úr tveimur þyrlum Tvær þyrlur leituðu i gær að lfki Jóns Vals Magnússonar, 19 ára piits, sem drukknaði við vinnu við Borgarfjarðarbrú á þriðju- daginnn var. Leitin bar engan árangur. Þyrlurnar voru i eigu Andra Heiðbergs og Landhelgisgæsl- unnar. Leitað var allan daginn, flogið yfir Hvitá, og ennfremur varleitað i fjörum á Mýrum. Með þyrlunni voru Kristján Bjarna- son, formaöur Björgunarfélags- ins Brákar i Borgarnesi, og Guðbrandur Þorvaldsson, for- maður Björgunarfélagsins Hjálpar á Akranesi. A miðvikudag var komið fyrir dufli á Hvitá á þeim stað þar sem Jón heitinn féll i ána. Var siðan fylgst með hvernig það bærist með straumnum, þar til það hvarf sjónum manna seint um kvöldið. Var ætlunin með þessu að reyna að finna hvert likið kynni að hafa rekið. Þegar Jón heitinn féll i ána var hann i björgunarvesti sem átti að blásastút þegar hann félli út i. Er mönnum alveg hlulin ráðgáta hvernig á þvi stóð að það gerðist —klp— Hjólin fóru upp og flug- vélin lagðist á magann Eins og áður hefur verið skýrt í miklum blóma frá hér i Visi hafa um skeiö verið starfandi tvær stöðvar, en nú mun þó aðeins önnur þeirra vera i gangi. Útvarpar hún léttri tónlist frá þvi um kaffileytið á daginn og fram eftir nóttu. Sú stöð sendir út á FM, 101,6 m. Vegna þess að útvarpsstöðin er ólögleg er ekki unnt að segja hverjir standa að starfrækslu hennar, en sendirinn mun vera á norðurhluta Brekkunnar á Akureyri. AH, Akureyri.. Leitað var á viðáttumiklu svæði. Hér er Jón Heiðberg að kanna ógreinilegan hlut. Þeir Kristján og Guðbrandur skipta hér leitarsvæðunum á milli þeirra Björns og Jóns. NÆST LENGSTA FLUG- BRAUT Á LANDINU tekur í notkun ó Sauðórkróki í dag VISIR Laugardagur 23. október 1976 Líf fœrist i Edda-Film Heimild hefur fengist til aukningar hlutaf jár i kvikmynda- fyrirtækinu Edda-Film, sem á sinum tima framleiddi kvik- myndirnar Sölku Völku, 79 af stöðinni og Rauðu skikkjuna. A aðalfundi félagsins í gær- kveldi var ákveðið að nýta þessa heimild til hlutafjáraukningar og má þvi vænta einhverra stór- virkja af hálfu fyrirtækisins á næstunni, ef að likum lætur. RJ Nýi flugvöilurinn á Sauðár- króki verður formlega opnaður I dag. Þar er nú 2014 metra flug- braut, sem er lengsta braut á is- lenskum flugvelli, utan Kefla- vikur. Þá eru komin til landsins blindaðflugstæki sem verða sett upp við brautina. Með þeim verður hægt að lækka um helm- ing leyfilega aðflugshæð i blind- flugi, eða niður i 300 feta skýja hæð og skyggni framundan þarf ekki að vera nema 1,5 km. Upphaflega átti brautin aðeins að verða 1400 metra löng, en samgönguráðuneytið féllst á tillögu flugráðs um að hafa hana i fullri lengd, þ.e. 2000 metra. Við þá ákvörðuri var tekið tillit til þess að þarna var hægt að gera tiltölulega ódýrt fullkomna braut með tiiheyr- andi öryggissvæðum og mjög góðum aðflugsskilyrðum. Það var þvi hægt að fá á mjög hagkvæman hátt 2000 metra flugbraut, sem vélar af gerðinni Boeing 727 geta notað án tak- markana. —ÓT. Við hðfum veitt meira af þorski en í fyrra Heildarþorskafli breta verður varla meiri en 50 þúsund tonn islendingar hafa veitt 239 þús- und tonn af þorski frá ársbyrjun og fram i septemberlok. Þorsk- afli okkar i fyrra á sama tima var hins vegar 10 þúsund tonnum minni eða 229 þúsund tonn. Þorskafli útlendinga á sama timabili er nú 51 þúsund tonn, en á sama tima i fyrra 85 þúsund tonn. Heildar þorskaflinn hér við land á timabilinu frá áramótum til septemberloka núna i ár er þvi um 290 þúsund tonn en i fyrra var hann 314 þúsund. Þessar upplýsingar fékk Visir hjá Má Elissyni fiskimálastjóra i gær. Már sagði að tölurnar við- vikjandi afla islendinga væru allábyggilegar. En tölurnar um afla útlendinganna væru ekki alveg eins áreiðanlegar. Bretar hafa veitt á timabilinu fram að október 44 þúsund tonn. Eru þessar tölur byggðar á skeytum og getur þvi skakkaö nokkru. Afli þeirra á sama tima i fyrra var 71 þúsund tonn. Aðrar þjóðir, það er vestur- þjóöverjar, færeyingar, belgir og norðmenn hafa veitt um sjö þúsund tonn. I fyrra var afli þessara þjóða 14 þúsund tonn. — segir fiskimólastjóri Tölurnar um afla þjóðanna i fyrra eru ekki alveg eins ábyggilegar þar sem vestur- þjóðverjar veiddu sem kunnugt er i óleyfi hluta ársins. „Ef við göngum út frá þvi að afliokkar frá þvi i október verði sá sami og hann var siðustu mánuðina i fyrra, þá má ætla aö ársþorskaflinn verði 275 þúsund tonn”, sagði Már Elisson. Hann benti jafnframt á að nokkuð heföi bæst við fiski- skipaflotann. A móti kæmi hins vegar að breyttar reglur um möskvastærð hefðu tekiö gildi siðan þá og ennfremur heföi svæðum verið lokað. — „Þetta er allt komið undir veðri og fiskigöngum”, sagði Már. „Ég á bágt með að trúa þvi að afli breta verði meiri en 6 þús- und tonn þá tvo mánuði sem eftir er þangað til samkomu- lagið við þá rennur út 1. des- ember, og heildarþorskafli þeirra þvi um 50 þúsund tonn.” Már sagði að færeyingar mættu samkvæmt samkomu- lagi veiða 8 þúsund tonn frá þvi i mars siðastliðnum til mars næstkomandi. „Þjóðverjar mega veiða 5 þúsund tonn fram til 28. nóvember, en ég efast um að þeir nái þvi”, sagði hann. Þá sagði Már að belgiumenn hefðu veitt 400 til 500 tonn og norðmenn lOOtonn. Kvaðsthann búast við þvi að afli útlendinga annarra en breta á islandsmið- um yrði um 5 þúsund tonn það sem eftir væri ársins. __EKG. /

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.