Vísir - 23.10.1976, Blaðsíða 7

Vísir - 23.10.1976, Blaðsíða 7
□ □mj-n -JO'S DZQ inmODDZÞ DCrrOUI -<tDD-* TI—u 2>NU>H VISIR Laugardagur 23. október 1976 7 I Spáin gildir fyrir sunnu- daginn. Ilrúturinn 21. mars—20. apríl: Þú ættir að eyða meiri hlut- anum af tíma þinum i kringum hús þitt. Þú ættir að minnsta kosti að gera þá hluti sem þú hefur lengi vanrækt. N'autiA 21. april—21. mai: Þótt þessi dagur eigi undir venjulegum kringumstæðum að vera fridagur, þá á hann eftir að snúast að mestu um peninga. Þetta gæti verið i sambandi við fjölskylduna. Tviburarnir 22. mai—21. júni: Smá-virðingarauki verður þáður af mikilli áfergju. Hann er aðeins verðskuldaður, og þú ert fullfær um að valda þeirri ábyrgð sem honum fylgir. Krabbinn 21. júni—23. júlí: Þú ert skarpskyggn i dag. Þú munt fljótlega koma auga ,á vand- kvæði á nokkrum málum og lausnirnar munu einnig liggja ljósar fyrir þér. I.jónib 24. júlí—23. ágúst: Það reynist þér auövelt að sjá i gegnum manneskju sem rifur stólpakjaft. Kvöldið er tilvaliö til að fara á bió eða eitthvað þess háttar. Meyjan 24. ágúst—23. sept.: Eitthvað hefur farið fram úr áætlun. Gakktu frá þessum málum eins og skot. Mundu að gott er að hafa fjármálin i lagi. I og skrifaðu þingmanninum \ ;j|i þinum um kostnaðinn....! ] Vogin 24. sept.—23. okt.: Einn af kunningjunum mun koma til þin með vandamál. Þar sem þetta reynist heldur snúið, skaltu fara varlega þegar þú tekur á þvi. Drekinn 21. okt.—22. nóv.: Það sem þú hefur verið að glima við að undanförnu hefur tekið nýja og heldur óþægilegri stefnu. En láttu það ekki á þig fá, en haltu ótrauður áfram. Dogmoó'.ninn nov .21 iles. Nú nást bestu úrslitin i gegnum samvinnuna. Skipstu á skoðunum við kunningjana. Breytt aðferð mun einnig hjálpa mikið. Steingeitin 22. des.—20. jan.: Ósköp látlaus dagur, en svolitið lúmskur á stundum. Biddu og horfðu áður en þú tekur meiri- háttar ákvarðanir. Slappaðu af I kvöld. J&- Timinn er auðvitað dýrmætur, en láttu ekki hugsunina um það hafa þau áhrif að þú flýtir þér alltof mikið og takir vanhugsaöar ákvarðanir. Kiska rnir 20. Iebr.—2«». m a rs. Ný manneskja i nágrenni þinu virðist hafa fullan hug á þvi að ná sambandi við þig. Hugsaðu þig vandlega um áður en þú tekur ákvörðun.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.