Vísir - 23.10.1976, Blaðsíða 15

Vísir - 23.10.1976, Blaðsíða 15
15 D V Útvarp sunnudag klukkan 19.35: „KOMMUNISTAR HAFA STYGGST VIÐ ii „Þessi þáttur verður um st jórnmálakenningar enska heimspekingsins Bertrand Russel”, sagði Hannes Gissurarson i samtali við Visi, en hann sér um þáttinn Orða- belg i útvarpinu á sunnudags- kvöld klukkan 19.35. ,,Ég reyni einkum að spjalla um bók hans: Þjóöfélagið og einstaklingarnir, sem komið hefur út i islenskri þýðingu Sveins Ásgeirssonar, og um efni ýmissa ritgerða eftir hann. Til dæmis ritgerð sem hann skrifaði um vestræna menningu og um sambandið á milli fasisma og kommúnisma. Russel var kunnur fyrir sam- félagsgagrýni sem lét sig flest varða; hann einangraði sig ekki við umræður i fræðasölum. Það má geta þess að Russel vareinn af þeim sem gerðu upp- reisn i heimspeki á fyrsta hluta 20. aldar og varð einn af málsvörum visindalegrar og rökvisrar hugsunar, en hann var stærðfræðingur og rökfræð- ingur að mennt. Ég mun leggja „orð i belg” fram að áramótum. Þetta hefur verið mjög gaman, og ég hef orðið var við margvisleg við- brögð manna. Kommúnistar og fasistar hafa styggst við, en aðrir hafa látið i ljós áhuga, þannig að þau hafa spannað allt hið pólitiska litróf.” Sjónvarp í kvöld klukkan 22.30: Glœsiíeg fortíð Það er uppgjafakvikmynda- ieikari sem er miðpunktur myndarinnar i kvöid. Hann heitir Thornton Sayre og lifir friðsælu llfi ásamt Caroi dóttur sinni. Enginn veit að hann var áður kunnur kvikmyndaieikari, þar til sjónvarpsstöð tekur myndir hans til sýningar. Verður væntanlega uppi fótur og fit þegar hann þekkist, enda maðurinn hinn sérkennilegasti. Ginger Rogers, sem ieikur dótturina, er sennilega frægust fyrir danshæfileika sina á hvita tjaldinu, en hún og Fred Astaire hafa leikið og dansað saman i fjölda mynda, sérstaklega frá 1933-39. Hún er fyrst og fremst gamanleikkona, en hefur þó einnig leikið i alvarlegri myndum. Hún fékk Óskar fyrir leik sinn sem Kity Foyle i sam- nefndri kvikmynd. Háskólakennarann leikur Clift- on Webb, en hann fengum viö einnig að sjá um siðustu helgi sem Belvedere. Hann hóf leikferil sinn sem barnaleikari, en sneri sér brátt að „alvarlegri” verk- efnum. Hann er sennilega þekkt- astur I hlutverki Belvedere, en hann hefur lika leikið I nokkrum . „menningarlegum” myndum. Myndin er frá árinu 1952 og af léttara taginu. —G A Ginger Rogers gramsar I ilmvötnum f myndinni Glæsiieg fortfð, sem sýnd er f sjónvarpinu f kvöld. Sé þessi mynd skoðuð vel, segir hún meira en þúsund orðum það,í hvaöa stfl niyndin er. Hávarður, sambýlismaður Ástriðar, f dyrunum,er Jói 9 ára strýkur með Barða föður sinum. Fékk vinnu út á lctndi og endoði í dómsalnum Hinn árlegi þáttur laganema viö Háskóiann, Réttur er settur, er á dagskrá sjónvarpsins I kvöid klukkan 21.45. Þátturinn var tekinn upp i vor sl. en hefur verið lengi i vinnslu. Þrettán lögfræðinemar leika i myndinni, flestir á 3. og 4. ári. Fjallað er um þá togstreitu, sem myndast við hjúskaparslit um for- ræði barna og umgengnisrétt við þau. Þetta eru mál sem mjög oft koma fyrir lögfræðinga, en þau eru sérstaklega erfið vegna þess hversu tilfinningarnar leika stóran þátt i þeim. Söguþráðurinn i þætti laganema á morgun er i aðalatriðum á þá leið að ung hjón skilja og gera með sér skilnaðarsamning. Þau eru ham- ingjusamlega gi ft þegar maðurinn fær vinnu úti á landi, en hann er bil- virki og heitir Baröi. Astriður kona hans er ein heima á meðan, að þvi undanskildu að ungur lögfræðinemi leigir herbergi i kjallaranum. Þar er á ferðinni hið mesta prúðmenni. Barði stundar vinnu sina i langan tima og kemur ekki heim, þar til eitt sinn að hann kemur óvænt heim að nóttu til og kemur þá aö konu sinni og lögfræðinemanum, úlfljóti, þar sem þau eru i hörku samræðum. Afbrýðisemin blossar þá upp i Barða, og hann flytur til móður sinnar eftir þessar næturraunir og sæk- ir um skilnaöinn, sem hann og fær. í skilnaðarsamningnum segir að hún skuli fá umráðarétt yfir börn- um þeirra tveim, en öðrum eignum verði skipt til helminga. Eftir skilnaðinn flytur úlfljótur út, en annar flytur inn i staðinn, Há- varður að nafni,. Takast með honum og Astriði góð kynni og þau hefja sameiginlegt húshald. Jóa, syni Astriðar, likar hins vegar mjög illa við Hávarð. Hann strýkur úr vistinni og fer til pabba sins þar sem hann býr hjá móður sinni. 1 skilnaðarsamningi þeirra kvaö svo á að Barði skyldi greiða ákveð- inn lifeyri til Ástriðar. Hann litur nú svo á að hún sé búin að fá annan framfæranda og hættir að borga henni . Hún svarar hins vegar með þvi að nei ta að lofa honum að sjá dótturina. Hann unir þvi illa og vill nú fá hnekkt með dómi skilnaðarsamningnum. Atvikalýsingu samdi dr. Armann Snævarr, hæstaréttardómari, og lögfræðilegar leiðbeiningar annaðist Guðrún Erlendsdóttir, hæstarétt- arlögmaður. Handrit sömdu Gunnar Guðmundsson og Þorgeir öriygsson. örn Harðarson er umsjónarmaður þáttarins og hann stjórnaði einnig upptöku. — GA nokkur tekur sig upp meö konu sina og tvö börn og flyst frá Lundúnum til borg- ar i Norður-Englandi, þar sem hann hefur keypt gam- alt hús. Þau hafa ekki lengi búið þar, er þau hallast helst að þvi, að reimt sé i húsinu. Þýðandi Jón O. Ed- wald. 19.00 íþróttir Hlé 20.00 Fréttir og veöur 20.25 Auglýsingar og dagskrá 20.35 Ringulreið „Episk ópera” I þremur þáttum eft- ir Flosa Ólafsson og Maenús Ingimarsson. . Verkiö er sKopstænng á ymiss kon- ar „listrænum” stilbrigð- um, sem þekkt eru úr leik- húsum og fjölmiðlum. Er óðalsbóndinn Marinó I Fákahlið kemur heim af hestamannamótinu aö Villi- bala, þar sem hann hefur leitt góðhest sinn, Satan, til sigurs, biða hans óvæntir atburðir. Leikstjóri Flosi Ólafsson. Hljómsveitar- stjóri Magnús Ingimarsson. 21.40 Ann-Margret Olsson Sænska leikkonan Ann-Mar- gret syngur og dansar, og auk hennar skemmta Tina Turner og The Osmonds. Þýöandi Stefán Jökulsson. 22.30 Glæsileg fortið (Dream- boat) Bandarisk gaman- mynd frá árinu 1952, byggö ásögu eftir JohnD. Weaver. Aöalhlutverk Clifton Webb og Ginger Rogers. Háskóla- kennarinn Thornton Sayre lifir friðsælu lifi ásamt Carol dóttur sinni. Enginn veit, aö hann var áður kunn- ur kvikmyndaleikari, þar til sjónvarpsstöð tekur myndir hans til sýningar. Þýðandi Stefán Jökulsson. 23.50 Dagskrárlok SUNNUDAGUR 24. október 1976 18.00 Stundin okkar. Sýnd verður fyrsta myndin af sjö um Matthias, 5 ára dreng, sem býr i Noregi, daglegt lif hans og leiki, siðan er mynd um Molda moldvörpu. 1 seinni hluta þáttarins er mynd um hirðingu gælu- dýra. Að þessu sinni er fjall- að um hamstra. Loks sýnir Leikbrúðuland leikþátt um Meistara Jakob og tröllið Loðinbarða. Umsjónar- menn Sigriður Margrét Guðmundsdóttir og Her- mann Ragnar Stefánsson. Stjórn upptöku Kristin Páls- dóttir. 18.50 Enska knattspyrnan. Kynnir Bjarni Felixson. 19.30 Hlé. 20.00 Fréttir og veður. 20.25 Auglýsingar og dagskrá. 20.35 Davið Copperfield. Breskur myndaflokkur, byggður á sögu Charles Dickens. 5. þáttur. Efni fjórða þáttar: Emilia Pegg- otty hefur hlaupist að heim- an með Steerforth, vini Daviðs, og Dan frændi hennar fer aö leita hennar. Kynni Daviðs og Dóru verða nánari og þar kemur, að hann biður hennar. Betcy Trotwood verður gjald- þrota, og skömmu siðar deyr Spenlow vinnuveitandi Daviðs. Hann fer þá til Kantaraborgar og hittir þar gamla kunningja, Wickfield og Agnesi dóttur hans. Micawber hefur gerst skrif- ari Uriah Heeps, sem nú ræöur i rauninni öllu i fyrir- tæki Wickfields. Daviö segir þorparanum Heep til synd- anna, og þeir skilja fjand- menn. Dóra hefur nú náð sér eftir föðurmissinn, og þau Davið gifta sig, Heep tii mikillar skapraunar, en hann hugsar sér gott til ‘ji'lóðarinnar með Agnesi.' Þýðandi óskar Ingimars- son. 21.25 Frá Listahátið 1976. Anneliese Rothenberger syngur lög eftir Robert Schumann. Við hljóðfærið Gunther Weissenborn. Stjórn upptöku Andrés Indriðason. 21.45 Réttur er settur.Þáttur i umsjá laganema við Há- skóia tslands. Fjallað er um þá togstreitu sem myndast við hjúskaparslit um for- ræði barna og umgengnis- rétt við þau. Ung hjón skilja og gera með sér skilnaðar- samning, sem veitir kon- unni forræði tveggja barna þeirra og kveður á um bú- skipti og lifeyrisgreiðslur. Skömmu siðar hefur móðir- in sambúð með öðrum manni, og um svipað leyti strýkur sonur hennar af heimilinu til föður sins. Vill fyrrverandi eiginmaður nú fá hnekkt með dómi skilnaðarsamningnum. At- vikalýsingu samdi dr. Ar- mann Snævarr, hæsta- réttardómari, og lögfræði- legar leiðbeiningar annaðist Guörún Erlendsdóttir, hæstaréttarlögmaður. Handrit sömdu Gunnar Guðmundsson og Þorgeir örlygsson. Umsjón og stjórn upptöku: Orn Harð- arson. 23.00 Að kvöldi dags. Séra Birgir Ásgeirsson, sóknar- prestur f Mosfellssveit, flyt- ur hugvekju. 23.10 Dagskrárlok.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.