Vísir - 23.10.1976, Blaðsíða 1

Vísir - 23.10.1976, Blaðsíða 1
„Ekki ólöglegt að tryggja erlendis" — Geta losnað við söluskatt með því að „Þetta er ekki tílöglegt, svo framarlega sem félögin eru bara aö tryggja fyrir sig sjálf. Þannig að þau tryggi milliliðalaust hjá erlendum tryggingafélögum”, sagði Erlendur Lárusson, for- stjóri Tryggingaeftirlits rikisins er Visir innti hann eftir lögmæti þess að stór félög hafa i nokkrum tilfellum sagt upp tryggingu sinni hérlendis og leitað til erlendra tryggingafélaga. Erlendur sagði að umboðs- starfsemi erlendra félaga væri óheimil á Islandi nema meö leyfi ráðherra. Þá sagði Erlendur að það heföi tryggja þar ekki verið algengt að fyrirtæki tryggðu hjá erlendum trygginga- félögum. En ástæðan fyrir þvi að fyrirtæki leituðu til erlendra aðila i sambandi við tryggingar gæti verið sú að þau losnuöu þannig við að greiða 20 prósent söluskatt af iðgjöldunum. Undantekningar eru frá þvi að menn þurfi að greiða söluskatt af iðgjöldum vegna trygginga hér- lendis. Til dæmis þarf ekki að greiða söluskatt af iðgjöldum vegna skipatrygginga. Erlendur bentiþó á að þessi ástæða væri þó tæplega sú sem hefði valdið þvi að Eimskipafélag Islands hefði flutt tryggingar sinar til útlanda. Erlendur sagði að á móti þeim ávinningi sém fylgdi þvi að þurfa ekki að greiða söluskatt, kæmi að aðilar sem lentu i tjóni og hefðu tryggt erlendis þyrftu að sækja sitt mál á erlendri grund. Þess má geta að Matthias Bjarnason tryggingaráðherra sagði i samtali sem birtist i Visi i gær að sjá yröi til þess að þeir skattar og skyldur sem greiddir væru vegna innlendra trygginga innheimtust einnig þótt menn tryggðu erlendis. —EKG Það var öðru visi um að litast I Hafnarstræti á Akureyri I gær en venju er til. Lokað haföi veriö fyrir alla bilaumferð um götuna og komið þar upp sýningu á framleiöslu vörum ýmissa iönfyrirtækja á Akureyri. Þá þáðu menn veitingar I Hafnarstræti, akureyrskt kaffi og gosdrykki. Visismynd: AH. Iðnkynningin á Akureyri innan húss og utan: Sýning og veitingar ó aðalgötu bœjarins Mikið var um dýrðir i gær á Akureyri i tilefni af degi iðnað- arins. llafnarstræti, aðalgötu bæjarins, hefur verið lokað fyrir bilaumferð og verður svo næstu 3 daga. Þar hefur verið komið upp sýningu á iðnvarningi ým- issa fyrirtækja á Akureyri. Má þar nefna skipsskrokk frá Slippstöðinni hf, eldhúsinnrétt- ingar og margt fleira. Þá hefur gestum einnig verið gefinn kostur á að fá sér heitt kaffi, öl og gosdrykki á götunni og i allan dag hafa hundruð Akureyringa verið í miðbænum. Um hádegi i gær bauð bæjar- stjórn Akureyrar iðnaðarráð- herra, Gunnari Thoroddsen og frú, og fleiri gestum til hádegis- verðar á hótel KEA. Þar voru á boðstólum matvörur frá Kjöt- iðnaðarstöð KEA og K. Jónsson & Co. Að loknum hádegisverði hófst fundur um iðnaðarmál i Sjálf- stæðishúsinu með þátttöku iðn- aðarráðherra og framámanna i iðnaðarmálum Akureyringa. Að loknum þeim fundi hélt iðnaðar- ráðherra boð fyrir ýmsa gesti á hótel KEA, en að þvi loknu hófst kvöldskemmtun i Sjálfstæðis- húsinu. Þar fór fram tískusýn- ing og var eingöngu sýndur is- lenskur fatnaður. Svipuð kvöld- skemmtun verður einnig i kvöld, auk þess sem haldnar verða miðdegisskemmtanir með tiskusýningum á Akureyri i sambandi við iðnkynninguna. —AH, Akureyri. Fyrstur með fréttirnar i 65 ár Það virðist enginn kosningaskjálfti i mönnum á s'ómannasam- bandsþinginu, en ugglaust brennur sú spurning hjá inörgum hver muni veröa næsti forseti Sjómannasambandsins. Ljósmynd Visis Jens Siómannasambandið: Spennandi kosninga- undirbúningur Mikil spenna er i lofti á þingi Sjómannasambands islands sem nú er lialdið i Reykjavík. Jón Sigurðsson sem verið hefur forseti sambandsins um ára- tuga skeið hyggst nú láta af störfum — eins og frá hefur verið skýrt — og liggur engan veginn ljóst fyrir hver ntuni verða eftinnaður hans. Óskar Vigfússon, formaður sjómannafélagsins i Hafnarfirði hefur veriö nefndur sem hugsanlegur frambjóðandi i kosningunum sem fram munu fara á sjómannasambands- þinginu óskar starfaði meðal annars mikið i samstarfsnefnd sjómanna á liðnum vetri. Hann hefur fengið traustsyfirlýsingu frá 225 undirmönnum á 21 togara. Þess skal getið að aðeins fulltrúar undirmanna hafa rétt til setu á sjómanna- sambandsþingi. Um hugsanlegt mótframboð hefur varið öllu lægra. i upphafi var Karl Steinar Guönason, for- maður Verkalýðs- og sjómanna- félags Keflavikur nefndur En hann mun nú hafa hætt við framboð, samkvæmt upplýs- ingum sem Visir hefur aflað sér. Leitað hefur verið til þó nokk- urra manna og þeir beðnir um að gefa kost á sér i embætti for- seta Sjómannasambands islands. Nú mun vera rætt um að formaður Sjómannafélags Reykjavikur, Hilmar Jónsson, ætli að gefa kost á sér i embætti forseta Sjómannasambandsins. —EKG ER DRAUMUR KVIK- MYNDAGERÐAR- MANNA AÐ RÆTAST? Frumvarp um kvikmyndasjóð ó Alþingi eftir „Við höfum komist að niður- stööu um helstu atriði varðandi kvikmyndasjóð og kvikmynda- stafn, en erum núna i miðju kafi við aö vinna að málinu”, sagði Stefán Júliusson, formaður nefndar, sem semur frumvarp unt kvikmyndastofnun. „Við eigum eftir að ræða við menntamálaráðherra og fjár- málaráðherra um það hvar eigi að sækja fjármagnið i sjóðinn, en við höfum komist að niður- stöðu um, hvaö sé lágmarksfé, svo að hægt sé að fara af stað úramótin með kvikmyndasjóðinn.” Stefán sagði, að ekki væri ljóst, hvort sjóðurinn og safniö yrðu ákveðnar, sjálfstæðar deildir innan einhverra fyrir- tækja rikisins. Um það ætti enn eftir að taka ákvörðun, . Hann sagðist vona, að nefndin lyki störfum fyrir áramót, þvi að það væri hugmyndin að frumvarpi um kvikmyndasjóð og safn yrði lagt fyrir Alþingi er það kæmi saman til starfa eftir jólin. — RJ TUTTUGASTA OG FYRSTA HELGARBLAÐIÐ FYLGIR VÍSI í DAG

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.