Vísir - 23.10.1976, Blaðsíða 10

Vísir - 23.10.1976, Blaðsíða 10
10 Laugardagur 23. október 1976 VISIR VÍSIR Ctgefandi: Hcykjaprent hf. Framkvaemdastjóri: DavfóGuömi ndsson. Ritstjórar: Þorsteinn Pð<sson, ábm. ólafur Ragnarsson Ritstjórnarfulitrúi: Bragi Guömundsson. Fréttastjóri erlendra frétta : Gu&mundur Pétursson. Um- sjón meö helgarblaði: Ami Þórarinsson. Blaóamenn: Edda Andrésdóttir, Einar K. Guðfinnsson, Guöjón Arngrlmsson, Kjartan L. Pólsson, óli Tynes, Rafn Jónsson, Sigurveig Jónsdóttir. Akur- eyrarritstjórn: Anders Hansen. lþróttir: Björn Blöndal, Gylfi Kristjánsson. Útlitsteiknun: Jón ósk- ar Hafsteinsson, Þórarinn J. Magnússon. Ljósmyndir: Jens Alexandersson, Loftur Asgeirsson. Auglýsingastjóri: Þorstei/ia Fr. Sigurösson. Dreifingarstjóri: Siguröur R. Pétursson. Auglýsingar: Hverfisgata 44.Sfmar 11660, 86611 Afgreiösla: Hverfisgata 44. Sfmi 86611 Ritstjórn : Sföumúla 14. Sfmi 86611, 7 lfnur Akureyri. Sfmi 96-19806 Askriftargjald kr. 1100 á mánuöi innanlands. VerÖ f lausasölu kr. 60 eintakiö. Prentun: Blaöaprent hf. Bylting, sem ekki má gleymast I dag eru liöin tuttugu ár frá því að stúdentar í Búdapest gengu i broddi fylkingar frjálshuga fólks um götur borgarinnar i því skyni að knýja f ram breyt- ingar á stjórnarháttum í Ungverjalandi og skera upp herör gegn ógn Stalinssósíalismans. Blóðbaðið sem í kjölfar fylgdi er einn af stærstu harmleikjum þess- arar aldar. Borgarar Búdapest munu ekki i dag sjá margt, er minnir á þessa ógnaratburði. Það væri ekki að geði þarlendra stjórnvalda. En á Vesturlöndum er þessi harmleikur brennimerktur í vitund manna sem við- vörun gegn því stjórnkerfi, sem ól böðlana í Búdapest fyrir tveimur áratugum. ÞjóðbyItingin í Ungverjalandi hófst eiginlega 23. október 1956, þegar stúdentar og hópar menntamanna hófu frelsisgönguna frá Búda til Pest. Tugir þúsunda borgara fylktu liði í þessari göngu. Þeir kröfðust þjóð- legrar forystu. heimtuðu frelsi og bræðralag, hrópuðu burt með stalínismann og lifi æska Póllands. Þjóðbyltingin í Ungverjalandi var ekkert einangrað fyrirbrigði. Hún kom m.a. í kjölfar mikilla hræringa í Póllandi. I raun réttri voru kröfur þjóðfrelsisaf lanna í Ungverjalandi afar hógværar. En eigi að síður hóf lögreglan skothrið á borgara i Búdapest að kvöldi þessa dags fyrir tuttugu árum. Þar með var blóðbaðið byrjað. Sovéskur her var kominn inn íhöfuðborg Ungverja- lands nokkrum klukkustundum eftir fyrstu átökin. I byrjun nóvember létu Sovétríkin síðan til skarar skríða með hermdarverkum og blóðbaði víðsvegar um landið. Frjáls riki á Vesturlöndum stóðu aðgerðarlaus meðan sovéskur her braut á bak aftur hreyfingu fólksins í Ungverjalandi. Það er í sjálfu sér hrikaleg staðreynd, þegar litiðer til baka. En þó er napurlegast hlutskipti þeirra manna á Vesturlöndum, einnig hér á Islandi, sem i nafni réttlætisins tóku málstað böðl- anna. Þau viðbrögð sýna gleggst, hversu orð geta verið fá- nýt i stjórnmálum. Það er afstaðan, sem máli skiptir. Og eftir tuttugu ár spyrja menn enn, hvernig það megi vera, að þeim sé treyst, er stóðu við hliðina á böðl- unum i Ungverjalandi. Orðin eru enn þau sömu. Hvað hefur þá breyst? Eftir bióðbaðið í Ungverjalandi voru menn í stórum hópum hnepptir i fangelsi eða teknir af líffi, börn voru sett í fangabúðir og unglingar f luttir í ánauð til Sovét- ríkjanna. Nokkur hundruð þúsund ungverja komust úr landi og settust að á Vesturlöndum. Þaö er erfitt hlutskipti að flýja föðurlandið og setj- ast að á nýjum stað. tslendingar voru svo lánsamir að geta tekiðað móti hópi ungverskra flóttamanna, sem hér settust að. Það hefur ugglaust verið mikil raun á sinum tíma, en þeir eru að meðal okkar í dag merkis- berar frjálshuga fólks. Blóðbaðið í Ungverjalandi var hvorki upphaf né endir sósíaliskrar ógnarstjórnar. Innrásin í Tékkó- slóvakíu 1968 talar þar skýru máli. Það er því ekki að ástæðulausu, að frjálst fólk á Vesturlöndum er á varð- bergi gegn þessari ógn. Að sjálfsögðu hafa menn ekki gefið upp vonina um þjóðbyltingu gegn einræðisokinu. Tómas Guðmunds- son sagði á sínum tíma í eftirmála bókar Rostbölls um ungversku þjóðbyltinguna: „Þannig á frelsisbylting ungverja enn dag í vændum. Hún lifir og ryður sér til rúms i samvisku allra þeirra manna, er leita sannleik- ans í einlægni og bera framtíð mannkynsins fyrir brjósti". Það er ótrúlego í augum barns margt sem f reistar Vitið þið aö svo daglega er komið með börn á Slysavarðstofuna vegna þess að þau hafa látiö ofan I sig einhverja ólyfjan. Ariö 1975 var komið með 412 börn og þar af 325 sem voru 3 ára og yngri. Hvert einasta heimili er fullt af hættum fyrir þessar litlu verur sem þurfa svo mikla vernd og leiö- sögn. Miklu meiri vernd en margur heldur. Þaö er ótrúlega margt sem freistar I augum barns. Eðlileg forvitni þeirra getur leitt þau þangað sem sist skyldi. Umbúðir og ýmisleg hættuleg efni, eru oft fallegar og mjög forvitnilegar. Barnið stenst ekki freistinguna að opna og skoða þessar skrautlegu flöskur og bauka. Snyrtivörur eru t.d. nær alltaf i fallegum umbúðum, og þaö getur verið ofur auðvelt fyrir barnið að ná i þær. í snyrtivörum eru ýmis hættuleg efni svo sem i nagla- lakki, hárúðunarefni, rakspira, ilmvötnum, Iagningarvökva svo eitthvað sé nefnt af algengum efnum á venjulegu heimili. Allar þessar vörur ættu að vera á stöðum þar sem börn ná ekki til þeirra, t.d. i efstu hillu I skáp sem þau geta ekki klifraö upp i. En þó snyrtivörurnar séu vara- samar eru lyfin þó enn hættu- legri. öll lyf eru hættuleg hverju nafni sem þau nefnast ef þau eru tekin inn af þeim sem ekki kunna með þau að fara. Lyf ættu skilyrðislaust að vera geymd inni i læstum skáp. Sérstakir lyfjaskápar fást þvi miður ekki viða en þeir fást nú i versluninni Brynju við Lauga- veg og kosta 6.600 kr. Að sjálf- sögðu er einnig hægt að nota aðra læsta skápa og þess má geta'að Neytendasamtökin hafa barist fyrir þvi, að það verði sett inn i byggingasamþykkt að læstur skápur skuli vera i eld- húsum. A flestum heimilum hefur skapast sú hefð aö geyma allskyns hreinsiefni i skápnum undir vaskinum i eldhúsinu. Þesu þarf að breyta þvi að hreinsiefni (sem svo mjög eru auglýst, sem efni er eigi að ná hvaða óhreinindum sem eru) innihalda mjög hættuleg efni. Af algengum efnum á heimili mætti nefna þvottaduft, klór, efni til þess að hreinsa niöurföll, stálull og aliskyns sterka hreinsilegi sem eru stórhættu- legir, Ef eitthvað af þessum efnum (og öðrum hættulegum efnum) er i eldhússkápnum hjá þér lesandi góður, skaltu fjar- lægja þau hið snarasta og finna þeim betri stað. Það er meiri fyrirhöfn að ná i þvottaefni upp i efstu hillum, en það er þess virði. Auk þess er þetta ekkert annað en vani sem auðvelt er að breyta. Varið ykkur á því að kalla meðöl sælgæti Barnið sér engan mun á þvi hvort sykurhúðuðu pillurnar sem það náði i eru lyf eöa sæl- gæti. Aö visu finna þau vont bragð ef þau tyggja þær, en það er auðvelt að bæta úr þvi, þau gleypa þær bara i staöinn. Börn eru snögg að framkvæma og þau ráðgera ekki fyrirfram það sem þau ætla að gera. Finni þau eitthvað sem vekur áhuga þeirra gera þau engan greinar- mun á þvi hvort það er hættu- legt eða ekki. Einhvers staðar lengst inni i hugarfylgsnum barnsins heyrist ef til vill rödd sem segir þú mátt ekki, en sú rödd gleymist fljótt ef freist- ingin við að ná I eitthvað gott veröur sterkari. Umvandanir eða skammir geta ekki komið i veg fyrir að barnið svali eöli- legri forvitni sinni. Hér fyrir neðan er listi yfir algeng efni á heimilum, sem vitað er til að börn hafa skaðaö sig á, samkvæmt upplýsingum frá læknum. Efnasambönd I. Lyf Geðlyf Róandi lyf Svefnlyf Hjarta- og æðalyf önnur verkjalyf Vöðvaslappandi lyf Járn Nefdropar önnur lyf (t.d. megrunarlyf, getnaðarvarnartöflur og blóðþynningarlyf). II. Efni á heimilum Terpentlna Húsgagnaáburður Þvotta- og hreinsiefni Bensin og steinolia Ediksýra Salmiakspiritus Bórsýra Annaö (t.d. hárvökvi, bón, ilm- vötn, naglalakkseyöir og lim- efni). 1 III. önnur efnasambönd Garðúöunarefni Meindýra- og skordýraeitur Sigarettu- og vindlastubbar Afengi Annað (t.d. benzol, fenol, tréspiritus og kvikasilfur). Þessi varnarorð eiga ekki ein- göngu við þá sem eiga litil börn heldur iika hina sem börn heimsækja. Þvi að ekkert er eins spennandi og að skoöa I hirslurnar hjá öðrum. Eina örugga ráöið til þess að koma I veg fyrir eitranir, hvort sem þær eru vegna lyfja eða annarra efna er að læsa öll hættuleg efni inni þar sem börn geta ekki náð til þeirra. Þetta á ekki aöeins við um óvita heldur öll börn. Lika stóru börnin. Með fyrirbyggjandi aögeröum má koma i veg fyrir mörg óþarfa slys.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.