Vísir - 23.10.1976, Blaðsíða 4

Vísir - 23.10.1976, Blaðsíða 4
4 Laugardagur 23. október 1976 VTSIR Rósarkross-dulspekireglan stofnar fslandsstúku í dag — Sjú grein um regluna og dulspeki hennar í Helgarblaði Vísis ÍSLANDSDEILD veröur i dag stofnuö i alþjóölegri dulspeki- reglu, sem nefnist Rósarkross- reglan, AMORC (Ancient Mysti- cai Order Rosae Crusis), en deildir þeirrar reglu starfa nú f 68 löndum i öilum heimsáifum, i tengsium viö aöaistöövar regl- unnar sem eru i San Jose i Kali- forniu. island er þvf 69. landiö sem stofnar eigin deild. Arnór Egilsson, einn af f orvigismönnum Rósarkrossregiunnar á tslandi sagöi i samtali viö Vfsi I gær, aö um áratugi heföu einstaklingar hér á iandi gerst reglubræöur og systur i hinni alþjóölegu reglu en I dag stæöu nokkrir tugir þeirra aö stofnun fyrstu stúku regiunnar á tslandi er nefnast mun Atlantis Pronois. Hún mun heyra undir hina norrænu stórstúku i Gauta- borg. I Rósarkrossreglunni munu vera hundruö þúsunda reglu- bræöra og systra um heim allan, enreglan sjálf og dulspeki hennar er aö sögn Arnórs ævaforn. „Tilgangur stofnunar þess- arar islensku stúku”, sagöi Amór, ,,er aö koma upp staö þar sem r.ósarkrossfólk getur komiö saman.stutt hvort annaö og skipst á skoöunum, aö koma upp bóka- safni og musteri, aöstööu til rann- Tákn Rósarkrossreglunnar er rauö rós i miöju kross. sókna Rósarkrossfræöa, og fyrir vigslur og aöra helgisiöi regl- unnar.” Arnór sagöi aö ekki væri unnt aö skýra frá samkomustað Is- landsstúkunnar aö svo stöddu, en I kvöld veröur þar vigt musteri hennar við athöfn þar sem stór- ritari og annar þjónustumaöur hinnar norrænu stórstúku munu taka þátt. Hann sagöi aö i vetur yröu haldnir fundir hálfsmán- aðarlega og stefnt aö þvf aö Is- landsdeildin veröi fullgilt musteri innan reglunnar meö timanum. „Við munum lika halda opna fundi fyrir almenning i vetur”, sagöi Arnór, ,,og hefja kynn- ingarherferð fyrir Rósarkross- reglunni og þeirri dulspeki sem hún hefur fram aö færa”. I grein i Helgarblaöi Vfsis, sem fylgir blaðinu i dag fjallar einn hinna islensku reglubræöra, sem nefnir sig „Nestor” um dulspeki og hlutverk hennar i dag út frá sjónarmiöi Rósarkrossreglunnar. Æösta musteri Rósarkrossreglunnar f aöalstöövunum I Kalifornfu. Eftir aö hafa um árabil heyrt, aö þeir ættu besta sjónvarp i heimi, eru bretar sjálfir farnir aö efast. En á þessum timum, þegar allt er aö gjörbreytast, stjórn- málaflokkar jafnt sem veöurfar — og efnahagsiifiö aö hruni komiö — er efinn landlægur I Bretlandi. Þaö væri undarlegt, ef óvissan tæki ekki iika til sjón- varpsins. Margt bendir samt til þess, aö sjónvarpiö sé aö missa tökin á sinum áöurf jölmenna og trygga áhorfendahópi. Þaö á ekki lengur viö um einkasjónvarpsfyrirtækin, sem Thomson lávaröur i Fleetstreet sagöi fyrrum. ,,Að þau væru peningaprentsmiöjur! ” — Bresk framleiösla er ekki leng- ur vinsælasta efni sjónvarpsins, heldur innfluttir bandariskir þættir á borö viö „Kojak” eöa „Starsky and Hutch” og ámóta skemmtiþættir. Þrátt fyrir þá staðreynd, aö breskur sjónvarpsiönaöur hefur staöiö framarlega, hefur sjón- varpið jafnan veriö mikiö ágreiningsefni i Bretlandi. Strax i upphafi mætti það f jand- skap manna á borð viö Reith lá- varð, sem var potturinn og pannan á bak viö uppgang BBC á þeim dögum, þegar Utvarpiö var einrátt. Hann var haldinn nær sjúklegri tortryggni i garö þessa nýja fjölmiöils. Hann vildi likja tivf-inu viö einskonar menningarlega tfma- sprengju, sem gæti stefnt al- múganum til uppreisnar og grafiö undan þjóöfélaginu ef ekki væri fariö aö meö gát. Svipuö rök voru tilfærð, og þaö oft af þingmönnum, sem töldu sig málsvara lýöræöis og einstaklingsfrelsis, þegar ákveöiö var að leyfa rekstur sjálfstæörar sjónvarpsstöðvar upp úr 1950, sem væri I sam- keppni við BBC. Mönnum stóö mestur stuggur af auglýsingabransanum, þar sem auglýsingaskrælingjar fengju aö fara hamförum og lauma inn á saklaust fólk spill- ingunni. Þaö þótti óhjákvæmi- leg afleiöing þess, ef sjónvarps- stöð fengi aö starfa, sem ekki væri undir eftirliti þess opin- bera. Af þessu óx einn mikilvægur meiöur. Nefnilega var sett reglugerð um, hvernig þessar sjónvarpsstöövar skyldu fá tekjur sinar. Enginn auö- lýsingaaöili fær aö framleiöa eöa kaupa heilu sjónvarpsþætt- ina. Þeir fá einungis aö kaupa nokkrar minútur undir aug- lýsingar sinar. Þar meö vöröust bretar aö brenna sig á sama grautnum og bandarikjamenn, þar sem aug- lýsingaraöilar standa aö baki framleiösluá heilum þáttum, og hafa oft áhrif beint eða óbeint á innihald þeirra og boðskap. Þaö sjálfstæði, sem sjón- varpsstöövunum i Bretlandi var þannig tryggt, hefur svo spegl- ast f hæfni þeirra til þess aö gera oft afbragðs þætti, sem höföa samt kannski til minni- hluta sjónvarpsáhorfenda. Velgengni þeirra sannaöist kannski best fyrr á þessu ári, þegar ein þessara stöðva, „Thames Television”, sýndi á einni rásinni í New York i heila viku sýnishorn af framleiöslu sinni. Þótti sjónvarpsáhorfend- um til um, og útsendingin fékk góöa dóma gagnrýnenda yfir heildina séð. Eins og einn gagnrýnandinn haföi orö á, þá tóku þátta- höfundar „Thames” i sumum tilvikum tilmeöferöar efni, sem „sjönvarpsfrömuöiri Bandarikj- unum heföu ekki einu sinni snert meö töngum”. — Sem dæmi var tekin hin opinskáa mynd „The Naked Civil Servant”, sem fjallar um kynvillu. r- I öllu hólinu gleymdist þó, að New York-búar sáu ekki dæmi- geröa útsendingu „Thames- sjónvarpsins’”, þvi aö einungis var haldiö fram breskri fram- leiðslu. En i vikudagskrá Thames úir og grúir af „Shaft”, „Lögreglukonan” og öörum innfluttum þáttum. — Tilraunin sýndi samt, aö þegar bresku sjónvarpi tekst vel til, þá er þaö frábært. Annað þótti lika koma i ljós, viö þessa sjálfskoðun breska sjónvarpsins. Aö það væru aðal- lega sjálfstæðu sjónvarps- stöövarnar, sem sýndu frum- kvæöi og tilraunadirfsku, meö- an BBC ratar vandlega þann stig, sem reynslan sýnir aö er vinsæll, eöa hefur veriö vinsæll, og varast aö fara út fyrir þá troönu slóö. Nú þegar lengra er liöiö frá þvi aö sjónvarpið leit fyrst dagsins ljós, eru menn farnir aö skoöa að nýju hnignun kvik- 'myndahúsanna, sem bar aö um þaö sama leyti. Þá vildu menn kenna um tilkomu sjónvarpsins. Nú vilja þeir þakka velgengni sjónvarpsins aö miklu leyti þvi, aö kvikmyndahúsin hafi verið á hraöri niöurleiö. Eftir þvi sem fleiri kvik- mýndaverum var lokaö og pen- ingastreymi til kvikmyndanna þornaöi upp neyddust leikarar og leikstjórar, sem áöur vildu miklu fremur vinna viö kvik- myndagerö, til þess aö snúa sér aö sjónvarpsþáttagerð. Sjón- varpinu áskotnaðir þar margur góöur hæfileikamaðurinn. — Gott dæmi þar um er Jack Gold, leikstjóri „The Naked Civil Ser- vant”. Hann hafði gert nokkrar kvikmyndir, sem þóttu af- bragösgóöar, en skiluðu af sér tapi. Sjónvarpsþáttaframleiösla hans þykir jafnmikiö afbragö, en laus undan okinu af nauösyn þess aö trekkja aö sér áhorfend- urog soga aögangseyri i kass- ann. Ef þaö er eitthvert svið, þar sem breska sjónvarpið hefur þóttskara fram úr, þá hefur þaö helst.veriö i frásögnum af al- mennum og opinberum vett- vangi, i hreinni og beinni frétta- mennsku. En jafnvel þar hefur veriö þrengt aö. Jonathan Dimbleby, sjónvarpsfréttamað- ur, hleypti öllu i loft upp i um- ræðuþætti á dögunum, þegar hann fullyrti, að óopinbert bann gilti við þvi aö leyfa fulltrúum irska lýöveldishersins aö koma fram i sjónvarpi. BBC ver vikulega um tveim milljónum sterlingspunda í dag- skrá sina, sem flutt er á tveim rásum. Sjálfstæöu stöðvarnar verja svona þrem fjóröu þeirrar upphæðar til sinnar dagskrár. — Fjárhagsbagginn er að sliga BBC, sem hefur tekjur sínar af afnotagjöldum, enda hefur stofnunin óskaö eftir leyfi til aö hækka gjöldin. Eins og nú árar I Bretlandi er það hápólitiskt mál og þungsótt fyrir BBC. A meöan horfir þá ekki væn- lega til þess aö dagskrárgerö BBC rífi sig upp úr sleninu, sem hún er komin i. Kreppir að breska • W • sionvarpmu Breskir sjónvarpsþættir á borö viö „Lff og fjör Ilæknadeild”...

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.