Vísir - 05.01.1977, Síða 11

Vísir - 05.01.1977, Síða 11
vism Miðvikudagur 5. janúar 1977 11 Gerum við aldrei annað en það sem við verðumað gera? Framleiðendur veita litlar upplýsingar um vörur sinar ótilneyddir Vörumerkingar hér á landi eru mjög i lausu lofti enda eru ekki gerðar miklar kröfur til framleiðenda eða innflytjenda í þvi efni. Til skamms tima voru engar reglur um merkingar matvæla, en með reglugerð frá árinu 1973 var tilgreint hvaða upplýsingar merkingar mat- væla og annarra neyslu- og nauðsynjavara, sem seldar væru i smásölu, ættu að gefa. Framkvæmdin 1 fyrrgreindri reglugerð segir að viðskiptaráðherra ákveði með auglýsingum, hvaða vöru- tegundir skuli merkja sam- kvæmtreglugerðinni.Vorið 1975 kom svo auglýsing i Lög- birtingablaðinu þar sem ákveð- ið er að unnar kjötvörur sem seldar séu i smásölu i neytenda- umbúðum hér á landi skuli merkja i samræmi við reglu- gerðina. Auglýsingin tók þó ekki til niðursoðinna kjötvara. merkingum samsettra matvæla væri háttað. Kom þá i ljós að mjög er mis- munandi hversu góðar upp- lýsingar neytendur fá við lestur umbúðanna. Yfirleitt skorti mikið á að þær væru fullnægj- andi. Þó voru vörur framleiddar i Bandarikjunum, einkum korn- meti ýmiss konar, mjög vel merktar. Danskar vörur eiga lika yfirleitt hrós skilið. A pökkunum voru upplýsing- ar um alla þá þætti sem reglu- gerðin segir fyrir um, og auk þess var gefið upp hversu mikið væri af hverju efni i vörunni og hvaða bætiefni hún gæfi. Þetta voru bestu sýnishornin af innfluttum vörum. Af inn- lendum vörum voru unnar kjöt- vörur best merktar, svo sem skylt er að lögum. Varð ekki séð að þar væri neinu ábótavant, þ.e.a.s. þegar litið var á aðrar unnar kjötvörur en þær niður- soðnu. uðum voru allir eins merktir. A þeim stóð að þær væru annars flokks, ekki hvort þær væru inn- lendar eða útlendar, ekki hvort þær væru gullauga eða rauðar. Auk þess var nær ólæsilegur stimpill á hverjum poka með dagsetningu. Spurningin er bara hvort þar er átt við pökk- unardag eða siðasta söludag. Þar um stóð ekkert. í viðkomandi stórverslun var ekki á boðstólum nema þessi eina gerð kartaflna. Fyrsti flokkurereftil vill ekki seldur á þessum árstima. A islensku majonesdósunum var tekið fram hvaða efni væru i majonesinu, en þó ekki hlutföll- in. Þyngdina vantar tilfinnan- lega að tilgreina. Danskt majo- nes var þarna lika á boðstólum og var vörumerking þess mjög tilfyrirmyndar. Fyrir utan inni- haldslýsingu og þyngd, voru gefnar upplýsingar um bestu geymsluaðferðina og geymslu- þol vörunnar. U'trilMMU: UtniHMIl UirtlHHN Hí WtrMífMBI Uiriínnii Svona eru allar niðursoðnar kjöt-og fiskafuroir merktar. Fólk veit sem sagt ekkert hvaö það er að boröa. 1 auglýsingunni segir að á eða i umbúðum vörunnar skuli vera greinilegar upplýsingar á is- lensku, sem lesa megi án þess að rjúfa umbúðir, um eftirtalin atriði: 1. Heiti vörunnar og fram- leiðsluhátt. 2. Samsetningu vörunnar, ef um samsetta vöru er að ræða, svo og aukaefni. Æskilegt er að tilgreina næringargildi. 3. Geymsluaðferð og meðferð fyrir neyslu. 4. Nettóþyngd innihalds og eftir atvikum einingarfjölda. 5. Einingarverð og söluverð vörunnar. 6. Nafn og heimilisfang fram- leiöanda vörunnar og/eða þess aöila sem búið hefur um vöruna. 7. Pökkunardag vörunnar. Tilgreina skal siðasta söludag sé þess nokkur kostur. Þetta munu vera einu mat- vælin sem skylt er að merkja á þennan hátt. Vörumerkingar i matvöruverslunum kannaðar Vísir brá sér inn i eina stærstu matvöruverslun höfuðborgar- innar og kannaði hvernig vöru- Kjöt og fiskur i dósum Það er jafnt á komið með þeim kjöt- og fiskafurðum sem seldar eru i dósum. Merking- arnar eru nánast engar. A dósunum stendur heiti vör- unnar, þyngd innihaldsins og nafn framleiðanda. Fiskibollur og fiskbúðingur geta verið gerð úrhvaða fisktegundum sem er. Raunar getur uppistaða vör- unnar verið eitthvað annað en fiskur, að minnsta kosti veit neyt-andinn ekkert um það. Þá virðist næringargildið vera mál sem ekki kemur neytendum við og framleiðsluhátturinn auka- atriði. Svipað er ástatt um aðrar matvörur sem eru niðursoðnar hjá innlendum framleiðendum, s.s. grænmeti, rauðrófur og rauðkál. Kvartanir hafa ekkert að segja Þær matvörur sem almenn- ingur hefur löngum kvartað hvað mestyfir eru kartöflurnar. Það verður ekki séð að um- kvartanir hafi haft nein áhrif. Kartöflupokarnir sem viö sKoð- Litlar upplýsingar, en þó villandi Og svo stokkið sér úr einu i annað, skal hér að lokum til- greina hvers við urðum visari þegar við skoðuðum þann drykk sem nú orðið mætti kalla þjóð- ardrykk: djúsinn. Islensku flöskurnar voru mjög einfaldlega merktar. A þeim stóð aðeins vörumerkið og þar undir appelsinusafi. Mætti samkvæmt þvi draga þá álykt- un að i flöskunum væri hreinn og ómengaður safi úr appelsin- um. Svo er þó ekki, eins og allir vita. Raunar er þarna um að ræða villandi upplýsingar, þar sem appelsinusafi fyrirfinnst mjög liklega ekki i drykknum. Erlendi djúsinn var mjög mismunandi vel merktur, en engin tegund var nálægt þvi eins illa merkt og þær islensku. Þessi dæmi um vörumerking- ar þeirra matvæla sem seld eru hér i verslunum eru tekin af handahófi sitt úr hverri áttinni og var aldrei ætlað að vera tæmandi. Þó benda þau mjög eindregið til þess að réttur neyt- andans til upplýsinga verði ekki tryggður nema með meiri og betri framkvæmd á reglugerð- inni um vörumerkingar. _gj rJötSK^DU-PAKRKíNí, jj^/rtœmd ,n plastpokun I.Q.F. ÝSUBORGARAR i PAXO-MYLSNU Innihctld: HökkuS ýsa, PAXO-mylana, idýfa, ^alt og krydd. (I.QJF. merkir a8 inatvcclin séu sórfry»t |». ing hraSíryst. Fiskúrim heldur sinni upprunaWff gerS og slnu bragSi, þar sem hraBirystíngin lekur aSoins 8-10 min.). MARIS-ýsnborgarar go'ýmashf f frystlkistu eða írYstik ólfi við 'i"180C í a. m. k. 6 mónuði. I frystihólfi ísskóps í n^kkrcx daga. Við herbergishita einn sólarhring. tsuborgara skal ekki fryátu-áftur, sé búið að þíða þó upp. Ysuborgara raá stoikja á pönnu, fcœði uppþ fdda eSa frosna, viS ytBgcax hita A i 7—10 raín. ,RIS H.F. — Þorlákshöfn. Sími 99-3669 Um leiö og reglugerð kemur til, er merkingin óaöfinnanleg. HavreFras VAWEBUOA V INDHOLD: Havremel, sukker, soyaprotein, malt,- salt, kalciumkarbonat, natriumpyro- fosfat (bagepulver),cacao,jern samt vitaminerne Bi og B2. NETTOVÆGT: 380 g. OPBEVARING: tort ikke for varmt (10-20° O), og ikke sammen med stærkt lugtende varer. Næringsværdi 100 g 1 portion = 35g Sodmaelk 2dl Anbefalet dag- lig tilfersel Kalorier 390 130 140 Proteln 18 g •) 5,5 g 70 45-65 Fedt 7.5 g 2,5 g 7.5 g v ' . Kulhydrater 64g 22 g 9,5 g - / '. ‘!í ■ Jern 9mg 3mg 0,2 mg 10-18 mg Nlacin 7mg 2,5 mg 1,5 mg 13-20 mg Bt Vítamin 0,6 mg 0,2 mg 0,08 mg 1,0-1,5mg Bj Vitamin 0,6 mg 0,2 mg 0,35 mg 1,3-1,7 mg ^ •I H«r»» sojaproieln 5 g. ® Dantk Varedeklaratlona-Nœvn 1028=1 Það væri til mikilla þæginda fyrir neytendur ef allar tiibúnar og samsettar matvörur væru merktar á svipaðan hátt og þessi pakki. Ljósm. Jens.

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.