Vísir - 25.01.1977, Side 6

Vísir - 25.01.1977, Side 6
6 Þriðjudagur 25. janúar 1977 vism Spáin gildir fyrir miðvikudaginn ^fi.janúar: Hrúturinn 21. mars-20. april: Þér gæti sést yfir m ikilvægan hlut i flýtinum við að ljúka verkefn- inu. Seinni hluti dags er anna- samur, og þú kemst varla yfir allt sem gera þarf. Hvildu þig i kvöld og ihugaði ástandið. Nautið 21. aprfl-21. mai: Streita er að gera út af við þig, hægðu á, ef mögulegt er. Þér gæti runnið i skap vegna hægagangs annarra. Ekki er flas til fagnað- ar. Tvlburarnir 22. mai-21. júni: ÞU hefur yndi af að láta mikið bera á hæfileikum þinum. Láttu ekki skoðanir annarra koma þér á óvart. Krabbinn 21. júni-23. jili: Hækkandi sól hefur stórgóð áhrif á þig. Lundin er létt og væri heillaráðað miðla öðrum af gleð- inni. Ástamálin eru dálitið flökt- andi. Ljónið 24. júlí-23. ágúst: Trúðu ekki öllu sem þér er sagt eins og nýju neti. Reyndu að leggja sjálfstætt mat á hlutina. Það gæti orðið gestkvæmt hjá þér i kvöld og glatt á hjalla. Meyjan 24. ágúst-23. sept.: Fólk sem þú hefur yfir að ráða er svifaseint og þú óþolinmóður. Einblindu ekki á dökku hliðarnar, reyndu að finna hinn gullna meðalveg. Vogin 24. sept.-23. okt. Vinur þinn eða ættingi kemur þér- i vafasama aðstöðu. Biddu átekta og vittu hvernig best er að snúa sig Ur klipunni. Drekinn 21. okt.-22. nóv.: Þér hættir til að dreyma dag- drauma um farsæla lausn eigin vandamála. Atburður seinni hluta dags vekur þig til raunveru- leikans. Bogmaðurinn 23. nóv.-21. des.: Efasemdir hafa ef til vill hrjáð þig i gær, en i dag ættir þú að vera viss i þinni sök. Þér ætti að vera óhætt að taka áhættu að vissu marki. Steingeitin 22. des.-20. jan.: Ástin og rómantikin eru i' fullu fjöri, og fólk fremur daðurgjarnt. Taktu hlutina mátulega alvar- 'ega. Þér gefst tækifæri til að tala um deilumál i kvöld. Vatnsberinn 21. jan.-19. febr.: ÞU gætir verið gagnrýnd(ur) smávægilega i dag. Taktu þvi vel og láttu engan höggstað á þér finna. Ef þú ert til i tuskið getur dagurinn orðiö stórskemmtileg- ur. Fiskarnir 20. febr.-20. mars: Það veitist erfitt að hafa minnstu áhrif á þig i dag Þú stendur fast á þinum skoðunum. Þú ættir að setjast niður i kvöld og ihuga stöðu þina gagnvart öðru fólki. En apa maðurinn hristir þá af sér|~ meðan vélin rennur niður mýrina i Peggy Storb sveiflar vélinni til meðan Tarsan tosar mann henn ar upp I vélina. Nú leggja menn Qgwas til nýrrar atlögu.

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.