Vísir - 01.02.1977, Blaðsíða 3

Vísir - 01.02.1977, Blaðsíða 3
3 VÍSIR Þriöjudagur 1. febrúar 1977 KRA FLA HEFUR KOSTAÐ HATTÍSJÖ MILIJARÐA og œtlunin er að tœplega þrír milljarðar í viðbót fari til virkjunarinnar á þessu ári Kostnaöur viö Kröfluvirkjun var kominn hátt f sjö miiljaröa um siðustu áramót. Samkvæmt lánsfjáráætlun er stefnt að þvi aö vinna viö Kröfluvirkjun fyrir,*jim þrjá milljaröa á þessu ári, óg æííi virkjunarkostnaöurinn þvf aö vera kominn í um tiu milljarða um næstu áramót. Framkvæmdirnar viö Kröflu eru i reynd á vegum þriggja aö- ila, Kröflunefndar, Orkustofn- unar og Rafmagnsveita rikis-» ins. Rafmagnsveitan sér um linu- lögn frá Kröflu til Akureyrar, Orkustofnun um borholur og að- veitukerfi en Kröflunefnd um stöðvarhús og vélar. Samkvæmt upplýsingum, sem Jón Sólnes, formaður Kröflunefndar, hefur gefið, voru útgjöld nefndarinnar um siöustu áramót orðin 4.552 milljónir króna. Útgjöld Orkustofnunar vegna borhola og aðveitukerfis voru, samkvannt bráöabirgöatölum, um 1338 milljónir um siöustu áramót. Þar af höfðu boranir kostað 931 milljón. Ekki tókst að ná i upplýsingar um kostnað Rafmagnsveita rikisins viö lagningu Kröflulin- unnar, en samkvæmt endur- skoðaðri áætlun fyrir áriö 1976, sem birt var i siðasta mánuði, var talið, að linulögnin myndi kosta 655 milljónir á þvi ári. Aðrar tölur, sem i þessari end- urskoðuðu áætlun eru um Kröfluvirkjun, hafa hins vegar reynst lægri en raunverulegur kostnaður um áramót, og er ekki ósennilegt að hiö sama gildi um linulögnina. En miðað við áætlunartölur um kostnað við linulögnina, er heildarkostnaður um áramót 6.545 milljarðar króna. Samkvæmt lánsfjáráætlun fyrir þetta ár, er áætlað aö kostnaður við Kröflu verði tæp- lega 3000 milljónir i ár. Þar af hátt i 1900 milljónir i stöðvarhús og vélar og yfir 900 milljónir i borholur og aðveitukerfi. —ESJ u Vinnumálastjóri hefur gert sig sekan um glórulaus ósannindi' Magnúsar óskarsson- • # x ar, vinnumálastjóra segir tormaöur Reykjavikurborgar i int r l blaðinu á laugardag- H|ukrunar- r r ■ • „Byrjunarlaunin sem hann TeiQQSinS nefndi voru að visu rétt, en þau eru nú 99.941 króna. Tölur hans ,,Við teljum að vinnumálastjóri borg- arinnar hafi gert sig sekan um glórulaus ósannindi,” sagði Ingi- björg Helgadóttir for- maður Hjúkrunar- félagsins i samtali við Visi, vegna ummæla um hæstu launin eru hins vegar algerlega úr lausu lofti gripnar og væri óskandi að hann léti greiða i samræmi við þær. Hæstu laun fyrir almenn hjúkrunarstörf eru B-ll þriðja þrep sem eru 106.486 láónur eftir 1. febrúar. Þessi laun fá hjúkrunarfræöingar eftir fjögurra ára stárf. Okkur er óskiljanlegt hvernig Magnús Óskarsson getur fengið tæp 140 þúsund út úr þvi dæmi.” —SJ Byrjaður af- plónun enn ó ný Eftir að hafa verið fluttur á Landakotsspitala og dvalið þar á annan sólarhring, hefur Hallgrimur Jóhannesson hafið afplánun á ný. Hann var flutt- ur frá Litla Hrauni á þriðju- dagskvöld vegna veikinda og lagður inn á sjúkrahús um skamman tima. Mikil blaðaskrif hafa oröið um upphaf afpiánunar Hall- grims á dómum sinum I fyrra- sumar, ákvörðun dóms- málaráðherra að veita siðan skilorðsbundinn frest á af- plánun og siðan brot á þvi skil- orði. Eftir að Visir upplýsti I lok siðustu viku, að Hallgrlmur hefði sett á stofn skipasölu var hann tekinn til yfirheyrslu og að henni lokinni þótti sýnt að hann hefði brotiö skilorðið og honum þvi gert aö hefja af- plánun á nýjan leik. — SG CAIPBPI Pjjp . ■ fipBH Í Pl W'-* " k." >■ Að visu er þetta ekki stærsta ýta iandsins En hér á feröinni eitt af þessum stórvirku tækjum er Kvart- miluklúbburinn hefur nú i þjónustu sinni við að gera kvartmílubrautina. Ljósmynd VIsis: Loftur STÆRSTA YTA LANDSINS í LIÐ M£Ð KVARTMÍLUKLÚBBNUM Þó aö frostið sé þeim nokkuð erfiður ljár i þúfu er það fjarri meðlimum Kvartmilukúbbsins að gefast upp. Brautin þeirra sem er aðalbaráttumáliö á að komast i gagnið i sumar þannig að hægt verði að efna til minni háttar spyrnukeppna. Núna um helgina fengu þeir til sin stærstu jarðýtu landsins, hvorki meira né minna. Hún ásamt fleiri stórvirkum vélum rótar nú upp jöröinni til aö undirbyggja brautina. Mikill kraftur er nú i starf- semi klúbbsins. Um helgina var haldin kvikmyndasýning, i Gamla Biói viö húsfylli. Þá er fyrirhuguð bllasýning á næstunni. Einnig er ætlunin að efna til sandspyrnukeppni hliöstæöri þeirri er haldin var i sumar með góðum árangri. —EKG HEFUR Lœkkun ó hveitiverði: VERÐ Á HEIMSMARKAÐI LÆKKAÐ UM FJÓRÐUNG „Verð á hveiti á heimsmark- aði hefur lækkað um 25% siðan á miðju ári 1976 og það er þvi al- gjör misskilningur að innflytj- endur hafi ekki viljað flytja inn ódýrara hveiti”, sagði Aarent Claessen framkvæmdastjóri Innflytjendasambandsins i samtali við Vfsi. Lækkun sú á brauðum sem nýlega kom til framkvæmda var sögð möguleg vegna hag- stæðra innkaupa bakara sjálfra á hveiti. Hefðu þeir gripiö til þess ráös að flytja sjálfir inn ódýrt hveiti frá Belgiu og af fréttum I fjölmiðlum mátti ráða að innflytjendur á hveiti reyndu aö halda verðinu uppi. Þegar Visir hafði samband við innflytjendur i gær voru þeir ekki sáttir við þessa kenningu. Aarent Claessen benti á, að á undanförnum árum hefði bökurum alltaf af og til veriö boðið hveiti frá Evrópu og þá meðal annars frá Belgiu. Bak- arar hefðu hins vegar sagt að þaö hveiti væri mun þyngra og þeim likaöi það ekki alls kostar. Hins vegar væri staðreyndin sú, að hveitið sem bakarar kaupa frá Belgiu er dýrara fob heldur en það sem innflytjendur kaupa frá Bandarikjunum, en flutn- ingskostnaður er aftur á móti mun meiri vestan um haf. Visir bað Aarent að reikna nokkurn veginn út verðmuninn á hveiti frá Belgiu og Ameriku. Hann komst að þeirri niður- stöðu, að ef verðiö væri reiknað á venjulegan hátt meö öllum kostnaði og álagningu væri hveitið frá Belgiu um 0,2% ódýrara. Hins vegar gæti verið að bakarar reiknuðu sér aðeins útlagöan kostnaö, en gæfu vinnu viö útreikninga og fleira. Aarent Claessen lagði áherslu á, að þvi færi viðs fjarri að innflytjendur reyndu aö halda dýru hveiti að bökurum. Þeir heföu alltaf sagt að ameriska hveitiö væri betra og ekki viljað hveiti frá Evrópu. Hjalti Pálsson forstjóri inn- flutningsdeildar benti á lækkun kornverðs i- heiminum og þvi ætti verölækkun á hveiti hér- lendis ekki að sæta neinum tið- indum. —SG

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.