Vísir

Dagsetning
  • fyrri mánuðurfebrúar 1977næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    303112345
    6789101112
    13141516171819
    20212223242526
    272812345
    6789101112

Vísir - 01.02.1977, Blaðsíða 4

Vísir - 01.02.1977, Blaðsíða 4
Þriðjudagur 1. febrúar 1977 vism Pétursson Umsjén: Gudmundur Rœndu 400 skólabörn- um í Rodesíu hringt yröi til kvöldbænar i trú- boðsskólanum. Sextán ára unglingur, einn þeirra fjögurra sem slapp, sagði að skæruliðarnir hefðu látið börnin mynda röð og hlaupa út af skólalóðinni og eftir veginum burt. „Eftir drjúga stund fengum við svoaö ganga, en tvisvar létu þeir okkur leggjast niður og fela okkur meðan leitarflugvélar flugu yfir. Þeir sögðust mundu skjóta okkur, ef við hlýddum þeim ekki í einu og öllu,” sagði piltur. Hann sagöi, aö hópurinn heföi fariö yfir Shasheána og inn i Botswana. Þegarkomið var yfir á hinn árbakkann, var lagst til hvildar, og tókst honum þá aö fela sig. Varð hann eftir, þegar skæruliðarnir ráku vini hans og systur áfram af stað. 1 hópnum voru 230 piltar og 170 stúlkur, en skæruliðarnir voru fimm eöa sex, eftir þvi sem skólastjórinn segir. Skæruliöar þjóöernis- sinna blökkumanna námu á brott 400 skólabörn í Manama í Ródesíu og fluttu þau til nágranna- ríkisins Botswana. Eru það allt börn blökku- manna. Fjögur þeirra sluppu úr klóm barnaræningjanna og komust aftur til Ródesíu. Skólastjórinn sagði, að ræn- ingjarnir heföu brotist inn á skrifstofu hans, heimtað allt fé- mætt og hótaö að drepa hann. Þegar þeir höfðu fengiö skóla- gjöldin, sendu þeir hann af stað fótgangandi 30 km vegalengd að næstu varðstöö öryggissveita Ródeslu. Nemendum skólans, börnum og unglingum á aldrinum ellefu til tuttugu og eins árs, var smal- að út úr svefnvistum, en þar höfðu þeir beöið eftir þvl aö Týnda flugvélin enn ófundin, en sögð nauðlent ■ óbyggðum Idi Amin# forseta Uganda, og leitarflugvél- um hans (sjö talsins) hefur ekki tekist aö finna hóp breta, sem sagðir eru hafa nauðlent í óbyggðum í norðurhluta Uganda, eftir að f lugvél þeirra varð uppi skroppa með eldsneyti. Leitin hefur nú staðið rúma tvo daga, en ekkert hefur sést til týndu flugvélarinnar, sem var I skoðunarferö með átján breta, allt gesti Amins forseta, innan- borðs. Vélin var af geröinni, Ott- er, tveggja hreyfla og ein af einkaflugvélum Amins. 1 útvarpsfréttum frá Nairobi seint i gærkvöldi var ekki minnst á fyrri fréttir um, að flugmaður týndu vélarinnar heföi náö tal- stöðvarsambandi viö manna- byggöir og sagt, aö allir far- þegarnir, auk fjögurra manna áhafnar, væru heilir á húfi I góðu yfirlæti, velsettir meö vistir. 1 þessum fyrri fréttum var sagt, að flugmaöurinn ætlaði sig hafa nauðlent um 25 km frá flug- vellinum i þjóðgaröinum I Kide- po-dalnum, en þangað hafði för- inni verið heitið. New York stefnir upp úr skuldafeni New York-borg, sem stýrt hefur verið hjá gjald- þroti, fékk ábendingu um það frá bankamálanefnd öldungadeildarinnar í gær, að hún gæti ekki vænst ríkisaðstoöar aftur, ef harðnaði á dalnum. En i skýrslu þingnefndarinnar er annars tekiö fram, aö borgar- sjóður þyrfti ekki frekari aðstoö- ar nú, og horfði til þess að halli fjárlaga borgarinnar mundi rétt- ur af á miöju ári 1978. Fótur og fit varð uppi 1975, þeg- ar blasti við gjaldþrot borgar- sjóðs, þegar gjaldfallin voru þriggja ára skuldabréf hans. Eft- ir miklar deilur hljóp rikissjóður undir bagga, en með þeim skil- yröum, að borgin skæri miskunnarlaust niður útgjöld sin. Þúsundir lögreglumanna, slökkviliðsmanna, kennara og hjúkrunarliðs misstu þá atvinnu sina. Knievel meiddur Bifhjólakappinn, Evel Knie- vel, brotlenti á bifhjóli sfnu of- an á hóp sjónvarpsmanna, þegar hann stökk yfir laug fulla af mannætuhákörlum I tilraunaskyni, áöur en sjálf aöalsýningin átti að byrja i Chicago I gær. Þetta var 30 metra langt stökk og kom Knievel hart niö- ur. Er taliö, aö hann hafi handleggsbrotnaö, brákað heröablað og ökkla — auk ann- arra meiðsla. Jacob Javits, öldungadeildar- þingmaður borgarinnar, sagði, að þessi spá þingnefndarinnar væri skammsýn og kvað skuldadaga milljarða dollara skammt undan, en þá mundi aftur kreppa að borgarsjóöi. Vetrarharkan að undanförnu hefur ekki bætt úr skák og hefur Carter forseti nú lýst yfir neyðar- ástandi i New York vegna orku- kreppu, sem fylgir i kjölfar mik- illar oliu- og gasneyslu til hús- hitunar eftir nær þriggja vikna linnulausar frosthörkur. Bifreið föst I skafli á þjóðvegi i Iowa, en snjóþyngsli og hálka hafa leitt af sér samgönguerfiö- leika, sem komiö hafa niður á flutningum. Hefur New York ekki fariö varhluta af.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað: 29. Tölublað (01.02.1977)
https://timarit.is/issue/247342

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

29. Tölublað (01.02.1977)

Aðgerðir: