Vísir - 01.02.1977, Blaðsíða 19
VXSIR
Þriðjudagur 1. febrúar 1977
ÚTVARP KLUKKAN 22.15:
„Síðustu ár Thorvaldsen"
„Siðustu ár Thotvaldsens”
heitir ný kvöldsaga sem Björn
Th. Björnsson byrjar að lesa I
kvöld. Hann hefur einnig þýtt
söguna sem er eftir einkaþjón
Thorvaldsens, Carl Frederik
Wilkens.
Árið 1838 kom Thorvaldsen til
Danmerkur eftir 40 ára dvöl á
ítalíu. Honum var tekið með
kostum og kynjum og m.a.
fengið húsnæði i höll við Kóngs-
ins nýja torg og einkaþjón.
Sagan sem Björn hefur þýtt,
ereftir þjóninn.en taliðerþóað
hann hafi verið óskrifandi, svo
einhver hefur skrifað upp eftir
honum það sem hann sagði um
húsbónda sinn.
Auðvitað var það ekki siður
þjónustufólks á þessum tfma að
slúðra um húsbændur sína, en
Wilkens fannst Thorvaldsen svo
mikill maður að allt honum við-
komandi væri hafið yfir venju-
leg siðalögmál. —GA
Thorvaldsen f hópi vina á listamannakrá i Rómaborg. Hann situr
sjálfur fyrir borðendanum til hægri.
Bertel Thorvaldsen gengur á land f kaupmannahöfn þann 17. september 1838, eftir 40 dra dvöl d italíu
öllum stéttum bæjarins var raðað upp í fylkingar, hverri fyrir sig en þær brustu i fagnaðaridtunum.
Menn spenntu hesta frá vagninum (til vinstri) sem flytja dttihann upp iCharlottenborgog drógu hann d
sjáifum sér Igegnum bæinn. Myndin er eftir glötuðu málverkiF. Westphals.
Sjónvarp klukkan 22.05:
Kúba skoðuð frá tveim sjónarhólum
Sósíalistar og kapítalistar líta ekki alltaf sömu augum á hlutina
„Þetta er nokkuð athyglis-
verö mynd”, sagði Stefán Jök-
ulsson þýðandi myndarinnar
„Beðið eftir Fidel” sem sýnd
veröur f kvöld.
Sagt er frá heimsókn nokk-
urra manna til Kúbu, en ferðin
er meðal annars farin í þeim til-
gangi að hitta Castró að máli.
Það getur reynst erfitt aöná taiiaf kastró
Þeir sem þátt tóku i feröinni
voru Jeff Stirling, vellrikur
kanadamaður sem á margar út-
varps og sjónvarpsstöövar i
Kanada, kvikmyndatökumenn
frá National Film Board of Can-
ada og maður að nafni Small-
woods sem er fyrrverandi for-
sætisráðherra Nýfundnalands.
Smallwood, sem er sósialisti
þekkir eitthvaö til Castros, eftir
að þeir höfðu hist af tilviljun.
Þá bauð Castro honum að lita
einhvernfíma viö og þessi heim-
sókn er afleiðing þess heimboös.
Þaö reynist ekki auðvelt að ná
tali af kappanum og myndin
lýsir eiginlega biðinni.
Stirling er kapitalisti, og hann
og Smallwood eru sífellt að ræða
um þaö sem fyrir augu ber. Þeir
sjá hlutina frá ólikum sjónar-
hóli og sem landkynningar
mynd er þessi mynd óvenjuleg
þvi að ávallt koma til tvö sjón-
armið á öllum þeim breytingum
sem orðiö hafa á eyjunni siðan
Castró komst til valda.
Þessi mynd er 55. minútna
löng, og eins og áður sagði er
Stefán Jökulsson þýðandi og
þulur. —GA
SJONVARP KL.
20.35:
Sverrir
og
Gylfi
rœða um það
hvort stjórnin
eigi að sitja áfram
Þátturinn Þingmál er á dag-
skrá sjónvarpsins f kvöld i
fyrsta skipti á nýja árinu.
Þátturinn var um það bil mán
aðarlega fyrir áramót og
verður þaö væntanlega á-
fram.
„Ég fæ þá Gylfa Þ. Gfslason
og Sverri Hermannsson f
heimsókn og þeir ræða það
hvort stjórnin eigi að sitja á-
fram”, sagði umsjónarmaöur
þáttarins Haraldur Blöndal i
samtali við Visi. Eitthvað
fleira veröur væntanlega f
þættinum.sem ekkier ákveðið
enn.
Þingmál hefjast klukkan
20.35.
—GA
Þriðjudagur
1. febrúar
12.00 Dagskráin. Tónleikar.
Tilkynningar.
12.25 Veðurfregnir og fréttir.
Tilkynningar. Viö vinnuna:
Tónleikar.
14.30 Afvötnunarstöö fyrir
alkóhólista Séra Arelius
Níelsson flytur erindi.
15.00 Mibdegistónieikar
Sinfónluhljómsveit útvarps-
ins i Munchen leikur „Gleði-
forleik” eftir Weber, Rafael
Kubelik stjórnar. Maria
Chiara syngur arfur úr
óperum eftir Verdi.
Konunglega hljómsveitin I
Covent Garden leikur með,
Nello Santi stjórnar.
Parfsarhljómsveitin leikur
„Stúlkuna frá Arles”, svitu
nr. 1 eftir Bizet, Daniel
Barenboim stjórnar.
16.00 Fréttir. Tilkynningar.
(16.15 Veöurfregnir).
16.20 Popphorn
17.30 Litli barnatiminn Finn-
borg Scheving stjórnar
timanum.
17.50 A hvitum reitum og
svörtum Guömundur Arn-
laugsson flytur skákþátt.
18.20 Tónleikar. Tilkynningar.
18.45 Veðurfregnir. Dagskrá
kvöidsins.
19.00 Fréttir. Fréttaauki. Til-
kynningar.
19.35 Vinnumál Lögfræöing-
arnir Arnmundur Backman
og Gunnar Eydal stjórna
þætti um lög og rétt á vinnu-
markaði.
20.00 Lög unga fóiksins Asta
R. Jóhannesdóttir kynnir.
20.50 Að skoða og skilgreina
Kristján E. Guömundsson
og Erlendur S. Baldursson
sjá um þátt fyrir ungiinga.
21.30 Klarinettukvartett i Es-
dúr eftir Johann Nepomuk
Hummel Alan Hacker leik- i
ur á klarinettu, Duncan
Druce á fiölu, Simon Row-
land-Jones á viólu og Jenni-
fer Ward Clarke á selló.
22.00 Fréttir
22.15 Veðurfregnir Kvöldsag-
an: „Siöustu ár Thorvald-
sens” Endurminningar
einkaþjóns hans, Carl
Frederiks Wilckens. Björn
Th. Björnsson byrjar iestur
þýðingar sinnar.
22.40 Harmonikuiög Ebbe
Juiarbo leikur.
23.00 A hijóðbergi Draumur-
inn um Ameriku. Vesturfar-
ar segja frá.
23.40 Fréttir. Daggkrárlok.
Þriðjudagur
1. febrúar
20.00 Fréttir og vebur
kanadamanna til Kúbu
20.35 ÞingmálÞáttur um störf
Alþingis. Umsjónarmaöur
Haraldur Blöndal.
21.15 Sögur frá Munchen.
Þýskur myndaflokkur.
Takmark I lifinu. Þýðandi
Jóhanna Þráinsdóttir.
22.05 Beðið eftir 'Fidel. Mynd
um kynnisferð tvéggja
AÖaltilgangur ferðarinnar
var aö eiga viðtal viö Fidel
Castro, og meðan beöið var
árangurslaust eftir áheyrn,
kynntu ferðalangarqir sér
þær breytingar, sem oröiö
hafa á eyjunni, siðan Castro
komst til valda. Þýðandi og
þulur Stefán Jökulsson.
23.00 Dagskrárlok.