Vísir - 04.02.1977, Blaðsíða 2

Vísir - 04.02.1977, Blaðsíða 2
2 Föstudagur 4. febrúar 1977 VTSIR C í reykjavIk ) * Ert þú sátt(ur) við nið- urstöður rannsóknai Geirfinnsmálsins? Hólmfrlöur Aradóttir, húsmóöir:; — Já.égeránægömeö aö þetta er komiö á hreint. Kristin Friðriksdóttir, nemi: — Já, nokkurn veginn. Þaö þyrfti samthelst aö finna likiö. Anna Kristin Gunnarsdóttlr J nemi: — Þaö væri náttúrulegaj betra ef likiö fyndist. AnnarsJ finnst mér þetta vel aö verki veriö■ hjá lögreglunni, miöaö viö hvaö g langt er siöan þetta geröist. Siguröur Magnússon, verslunar-B stjóri:— Já, veröur maöur ekkiL aö vera þaö,ég sé ekki aö hægt sé jjj aö rengja þetta. Gunnar Valdimarsson, viöskipta-j fræöingur: — Já, ætli maöurg veröi ekki aö trúa þessu eins og| þetta er. • H . rj . H . rj-rj—vMMtK-iknM i p I 1 p. G ■' » )SPL . -t'j'*. ru«A MtfLUO A uu 1 BBUNlR GIHDAR *Ut TIMBUB ruáVtRJlSI *10 SOLIGNUM fllAVARNARtr N I T • - VINKILJ ARN RArSJOOlST A RC 1~___ —■* Flest leikföngin á gæsluvellinum viö Flfusel veröa gerö úr timbri. Þessi flugvél er um 2 1/2 m á lengd og I henni eru sæti fyrir fjölda barna. Leiktœki í takt við tímann Gœsluvðllur með nýju sniði í undirbúningi „Þaö er fyrirhugaö aö hafa gæsluvöllinn viö Fifusel meö ööru sniöi en veriö hefur,” sagöi Mar- grét Einarsdóttir formaöur leik- vallanéfndar Reykjavikurborgar I samtali við VIsi. Hún sagöi að ætlunin væri aö fá nýjar tegundir leiktækja og einn- ig væri hugmyndin aö reyna aö fá ööru visi hús með eins metra skýli. Þó væri enn óvist hvort af þvi yröi, þar sem svona hús eru mjög dýr i byggingu. A undanförnum arum hefur veriö heldur minnkandi aðsókn aö gæsluvöllum borgarinnar. Mest- ur hefur samdrátturinn verið i eldri borgarhverfunum, en þó halda vellirnir þar ótrúlega miklu ennþá þegar tekiö er tillit til hins ört vaxandi meðalaldurs ibúa þessara hverfa. Leikvallanefndin telur ekki ó- eðlilegt að aðsóknin minnki á leikvellina nú, þegar dagvistar- stofnunum hafi fjölgað og fleiri börnum sé komið i einkagæslu. Þróunin hafi orðiö sú aö konur vinni i sivaxandi mæli úti. Þá þurfa þær aðra tegund gæslu, enda eru leikvellirnir ekki hugs- aðir sem dagvistarstofnanir, heldur öruggt leiksvæði barna hluta úr degi. „Við getum ekki fullyrt aö or- sökin fyrir minnkandi aösókn liggi i þvi að gömlu leiktækin full- nægi ekki lengur leikþörf barn- anna,” sagði Margrét. „Hins veg- ar höfum við stefnt að þvi aö fá vellina líflegri og fjölbreytilegri og er þessi tilraun i samræmi við þá stefnu.” -SJ Kannski erum við einhverju nœr Þá er rannsókn Geirfinns- málsins lokiö og fyrir liggja játningar þriggja manna, sem viöurkenna að hafa orðiö Geir- finni að bana i dráttarbrautinni i Keflavik kvöldið 19. nóvember 1974. Jafnframt mun fjármála- ráðherra veröa ritað bréf, þar sem óskað er eftir samningavið- ræðum um bætur til handa þeim fjórmenningum, sem sátu I gæsluvarðhaldi um sinn út af þessu máli, en nú þykir sannaö að þeir hafi ekki átt neina aöild aö drápi Geirfinns. Þannig hef- ur mál þetta þvælst I rannsókn I meira en tvöár og kostaö tugi ef ekki hundraö milljónir að leysa. Það er athyglisvert, að allt frá þvi að gæsluvarðhald hófst, hafa tveir af þeim, sem nú hafa játað aðild að drápi Geirfinns, setið inni og verið við höndina allan tima sem yfirheyrslur og rannsókn málsins hefur staðið yfir. Mun ekki I annan tima hafa tekið jafn langan tlma að toga sannleikann út úr gæsluvarð- haldsföngum, og bendir það eitt með öðru til þess, að full ástæða sé til að breyta eitthvað um vinnuaðferöir viö yfirheyrslur. Þá hefur enn ekki tekist ab finna lik Geirfinns þrátt fyrir svo- nefndar „tilvisanir”, og ,hafa hinir seku enn þann háttinn á að leika sér eins og „kettir að mús- um” aö yfirheyrendum sinum. Dómsmálaráðherra lætur eft- ir sér hafa, að „martröð er létt af þjóðinni’. Hún hefur óneitan- lega verið löng og ströng, m.a. vegna erfiöleika við að upplýsa málið, þótt helstu sökudólgarnir sætu mánuðum saman undir handarjaðri rannsóknardómar- anna. Veröur að segja eins og er, að þrýstingurinn á hina seku hefur ekki ætiö veriö stórvægi- legur, fyrst þeim gafst slikur timi til þagnar um hið rétta, sem raun ber vitni um. Ekki virbist Gelrfinni Einarssyni hafa veriö gefinn mikill um- hugsunartimi eftir að I slippinn kom.þótt hann hafigefist nægur banamönnum hans eftir að þeir settust að i gæsluvarðhald- inu. Þá er heldur ekki þvi til að dreifa lengur að Erla Bolladótt- ir hafi skotiö Geirfinn, sem eitt sinn átti að duga i málinu. Þannig hefur a.m.k. ein játning i málinu fallið fyrirborð. En það ergottað mál þetta skuli úr sög- unni með samróma játningum þriggja manna, að þvi undan- skildu að auöveldar varnir verða uppi hafðar fyrir rétti út af þessum játningum, vegna þess að þær miða að þvi að ákvaröa, uns lik Geirfinns finnst, að hann hafi verib drep- inn I ógáti. Orðrétt segir i frásögn af mál- I inu: „Sögðu þau Siguröi Óttari bilstjóra að aka niður að athafnasvæði Dráttarbrautar- innar i Keflavik, staðsetja bilinn viö bryggjuna þar, slökkva ljós- in og drepa á vélinni og biöa þeirra þar”. Þessi fyrirmæli voru gefin á dimmu kvöldi 19. nóvember. Maður ókunnugur i Keflavik á að stefna á ákvebinn staö i einhverri dráttarbraut, en hvergi er þess getiö að Siguröur Óttar hafi áöur vitaö hvar dráttarbrautin var. Nú getur hver séö sjálfan sig sitjandi uppi með svona fyrirmæli. Þaö hlýtur aö þurfa nokkurn kunnugleika á staðháttum til ab fylgja fyrirmælunum eftir. Hafi hins vegar einhver fyrri viö- skipti átt sér stað I dráttar- brautinni og flutningar þaban, þá er náttúrulega vandalaust að hlýðnast fyrrgreindum fyrir- mælum. Þetta er aðeins eitt atriði af fleirum, sem kemur upp i hug- ann viö fljótlegan yfirlestur frétta af málinu. Má vera aö ratvisin i dráttarbrautinni sé a'l- gjört aukaatriöi, en hún bendir til óvenjulegrar athyglisgáfu og skarprar tilfinningar fyrir stað- háttum. Aö hinu leytinu er mál- inu lokiö. Játning liggur fyrir. Martröðinni hefur veriö létt af þjóðinni. Kannski erum viö ein- hverju nær. Svarthöfði

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.