Vísir - 04.02.1977, Blaðsíða 24

Vísir - 04.02.1977, Blaðsíða 24
VlSIR Föstudagur 4. febrúar 1977 r Avísanamál Hauks: Setudómarinn fœr gögnin í hendur í dag Kannsókn er enn ekki hafin i nýjasta málinu á hendur Hauki Guömundssyni, en sú rannsókn snýst um þaö hvort Haukur hafi tafiö óeölilega eöa reynt aö stinga undir stól kæru Seölabankans á hendur sér. Steingrimur Gautur Kristjánsson hefur veriö skiptaöur setudómari I málinu og sagöi hann I samtali viö VIsi, aö hann ætti von á gögn- um málsins I dag. Eins og Vísir hefur skýrt frá neitar Haukur Guömundsson þvl eindregiö aö þessi kæra hafi á nokkurn hátt fengiö óvenjulega meöferð hjá rannsóknarlögreglu I Kefla- vík. Um er að ræöa sex ávls- anir sem Haukur gal út á árinu 1975, samtals að upphæð um 380 þúsund, en þegar til átti aö taka reyndist ekki inni- stæöa fyrir hendi. Að sögn Hauks Guðmundssonar höföu ekki verið lagðar inn á reikn- ing hans 400 þúsund krónur sem hann haföi lánaö til skamms tlma og endur- greiöslu lofaö ákveöinn dag meö innleggi á reikning Hauks. bessi upphæö var greidd I Seðlabankanum mjög fljótlega, en kæra bankans kom slöan til meöferðar hjá embætti bæjarfógetans I Keflavlk, sem heldur þvl fram aö sér hafi ekki verið kunnugt um kæruna fyrr en nú fyrir stuttu. Hins vegar heldur Haukur þvi ákveöiö fram aö máliö hafi veriö afhent frá sér til fulltrúa fógetans I mai 1976. — SG Eldur í íbúðarhúsi í Mosfellssveit Eldur kom upp I Ibúöarhúsi viö Merkjateig I Mosfellssveit I gærmorgun. Talsveröur reykur var I húsinu þegar slökkviliöiö kom á staöinn. Reyndist reykurinn mestur I eldhúsi enda eldur 1 innrétt- ingunni. Ekki uröu miklar skemmdir og fljótlega tókst aö ráöa niöurlögum hans. —EA 21 áreksfur í gœrdag Mikiö var um árekstra I Reykjavlk. Samtals uröu þeir 21. Sem betur fer var þó ekki um haröa árekstra aöræöa, og samkvæmt upplýsingum lög- reglunnar uröu engin alvarleg slys I þessum árekstrum. — EA r Isinn hœttulegur Börn sækja all-mikiö I aö fara út á Isinn á Elliöaánum. 1 gær kom til kasta lögreglunn- ar I Arbæ vegna þessa. Voru þá börn á isnum viö Fylkis- völlinn. Var fariö meö börnin heim, enda stórhættulegt aö sögn lögreglunnar aö vera úti á isnum. Isinn er vlöa ótryggur og sums staðar vakir. Ef Isinn brotnar eöa þá aö einhver dettur I vök, er hætta á aö sá hinn sami fljóti undir Isinn, og þá er voðinn vis. Foreldrar ættu þvi aö vara börn sln viö aö fara út á isinn. — EA .BUSiNESS WEEK" GAGNRÝNIR RÍKISSTJÓRNINA: Athugaði ekki mótu- ásakanir vegna Kröfíu* Frá Ólafi Haukssyni, fréttaritara Visis i Banda- rikjunumyi morgun: tslenska rlkisstjórnin fær slæma einkunn vegna Kröflu- ævintýrisins í nýjasta hefti bandariska vikuritsins ,,Busi- ness Week”. í hálfsiöu grein er raunasaga Kröflu rakin og sagt aö þrátt fyrir aövaranir visindamanna hafi rikisstjórnin ráöist i byggingu orkuversins. Business Week er vlðlesnasta timarit I Bandarikjunum um efnahagsmál. Lesendur blaös- ins eru aöallega kaupsýslumenn og stjórnmálamenn. Greinin um Kröflu birtist I heftinu sem kom út I Banda- rikjunum I gær. 1 upphafi greinarinnar segir aö þrátt fyrir gagnrýni visindamanna hafi rikisstjórnin sem tók viö völd- um áriö 1974 hrundiö I fram- kvæmd áformum um aö virkja jarövarma til raforkufram- leiöslu. ,,Nú viröist sem gagnrýn- endurnir hafi haft á réttu aö standa. Fólk var flutt frá virkjuninni i siöustu viku vegna jaröhræringa, sem óttast er aö leiöi til eldgoss”, segir I grein Business Week Þá segir aö jaröfræöingurinn Eysteinn Tryggvason hafi var; aö viö hættu á hraungosi. Eldgosinu viö Kröflu i desem- ber 1975 er einniglýst stuttlega, svo og vandræðunum viö gufu- öflun. „Sumir sérfræöingar sögöu aö vatnsaflsvirkjun á Norö-Vesturlandi heföi komiö A McGiaw HIH publication • Otn» ctollar Business Weeli Fréttatimaritiö bandarlska „Business Week” er mjög virt og vtö- lesiö viöskiptatimarit vestan hafs. Islandi betur til góða. Rikis- stjórnin lét þessi ráö sér sem vind um eyru þjóta, jafnt sem ásakanir um mútur I sambandi viö kaup — án útboöa á túrbín- um frá Japan. Stjórnarandstað- an krefst nú afsagnar rlkis- stjórnarinnar og iönaöarráöu- neytiö hefur fyrirskipaö gagn- gera endurskoöun á Kröflu- áætluninni”, segir i lok greinar- innar. —EKG/ÓH. Er okkur mjög til tjóns n n — sagði Davíð Ólafsson, seðlabankastjóri, „þó að greinin sé ekki rétt „Þaö er erfitt aösegja um þafi á þessu stigi, hvaöa áhrif þetta hefur, en þó er Ijóst, aö svona skrif hljóta aö virka mjög til hins verra og hafa skaöleg áhrif fyrir Islendinga,” sagöi Davifi ólafsson, seölabankastjóri, I viötali viö VIsi I morgun, þegar hann var spuröur álits á áhrif- um þessarar greinar á mögu- leika islendinga til aö fá lán á erlendum lánamörkuöum til orkuframkvæmda. „Þetta er mjög alvarlegt blafi og mikiö lesiö i fjármálaheimin- um”, sagöi hann, „og þess vegna er þaö okkur mjög til tjóns aö fá grein sem þessa I þvl blaöi”. Davlö sagöi, aö blaöiö sjálft væri ekki komiö hingaö, en hann // heföi fengiö frétt um greinina I gær. „Greinin, eins og hún er skrifuö, samkvæmt þeim frétt- um, sem ég hef fengiö, er ekki rétt, og auk þess eru áherslur okkur mjög til tjóns”, sagöi hann. —ESJ. Rannsókn á aðflutningsskýrslum leiddi til hœkkunar um 31 millj. Tollgæslan kom upp um smygl á sjö þúsund dósum af bjór I fyrra, en 12 þúsund áriö áöur. Þessa mynd tók ljósmyndari Vfsis I geymslu toll- gæslunnar á dögunum af hluta smyglsinsá slöasta ári. Tollgæslan fékk til meðferðar á siðast-liðnu ári ólöglegan innflutning á liðlega þrjú þúsund flöskum af áfengi, nær 200 þúsund vindlingum, liðlega 14 þúsund flösk- um af bjór og 5,5 kilóum af hassi. Þá leiddi rannsókn tollgæslunnar á röngum aðflutnings- skjölum vöruinnflytj- enda til hækkunar að- flutningsgjalda um samtals 31 milljón króna. Með rannsóknum aftur I timann, sem tollgæslan vann aö á árinu 1976, komst upp um ólögleg- an innflutning til landsins sem náði aftur til ársins 1974. Með þessum hætti upplýstist umtals- vert smygl á áfengi, bjór og vindlingum auk annars varnings, en ekki náðist I neitt af góssinu. 1 fyrra lagði tollgæslan hins vegar hald á ýmsan varning, svo sem matvörur, sjón varpstæki, heimilistæki og fleira. — SG Strondoði víð iimsigiinguna í Sandgerði Vébáturinn Sunna SU 222 strandaöi noröan til á Bæjar- skerseyri viö innsiglinguna I Sandgeröi i gærkvöldi. Báturinn var aö koma úr llnuróöri á milli klukkan hálf-átta og átta þegar þetta geröist. Menn úr björgunarsveit slysavarnafélagsins, Sigurvon, fóru út I bátinn og reyndist þá allt vera i lagi. Fimm menn voru um borö i bátnum og var ákveðið aö blöa eftir flóöi. Björgunarsveitin haföi hins vegar vakt i nótt til þess aö fylgjast meö. Um klukkan hálf-fimm I morgun losnaöi báturinn af sjálfsdáöum. Var þá enginn leki kominn aö honum, og allt f lagi um borö. Var þá siglt aö bryggju I Sandgeröi. — EA

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.