Vísir - 04.02.1977, Blaðsíða 3

Vísir - 04.02.1977, Blaðsíða 3
Iðnskciinn í 3 Lán til landbúnaðar sem flokkað var sem lán til verslunar breytti dœminu mjög Samvinnubankinn segir útlánaaukningu til samvinnufélaga 300 milljónir en ekki 775 milljónir króna !?eykjavík á að verða verkstæðisskói a fjöibrautarstiginu i haust. ,Þetta hefur aldrei verið rœtt við okkur' — sagði Sveinn Sigurðsson, settur skólastjóri Iðnskólans, sem frétti fyrst um þessa breytingu í Vísi! „Ég er alveg furöu lostinn aö frétta þaö fyrst f Visi, aö Iön- skólinn i Reykjavik eigi næsta haust aö veröa verkstæöisskóli fyrir fjölbrautarstigiö, þvi um þaö mál hefur ekkert veriö minnst viö okkur,” sagöi Sveinn Sigurösson, settur skólastjóri Iönskólans, I viötali viö Visi. I Visi i gær var rætt viö Krist- ján J. Gunnarsson, fræöslu- stjóra i Reykjavik, og skýröi hann þar frá þvi, aö ákveöiö væri, aö gagnfræöaskólarnir i borginni færu yfir á fjölbrautar- stigiö i haust, og aö Iönskólinn kæmi inn i það kerfi sem verk- stæðisskóli. Mun vera búiö að samþykkja þessa breytingu i borgarráði Reykjavikur. // Ekkert leitaö til okkar" „Það hefur ekkert verið leitaö til okkar,” sagði Sveinn, „og starfar Iðnskólinn þó sam- kvæmt sérstakri iönfræöslulög- gjöf og hefur sérstaka stjórn. Þaö eina, sem viö höfum heyrt á hugsanlegar breytingar minnst, er aö stofna ætti nefnd til aö at- huga þessi mál, annað ekki. Þetta kemur okkur i opna skjöldu, og ég þykist vita, að margir veröi undrandi á þess- um tiöindum. Og ég verö að segja þaö hreinskilnislega, að ég skil ekki svona vinnubrögö.” ,/Látum tílf inníngahliö- ina liggja á milli hluta" Iönskólinn i Reykjavik var um langt árabil rekinn á vegum Iðnaöarmannafélags Reykja- víkur, en riki og borg yfirtóku reksturinn á miðjum sjötta ára- tugnum. Samtök iönaöarmanna hafa samt haft sterk itök i skól- anum allt til þessa dags. „Hvort þetta væri góö eöa slæm ráöstöfun i sjálfu sér, skal ég ekki segja um á þessu stigi,” sagði Svemn, „en mér finnst eðlilegt, að stór stofnun eins og Iðnskólinn i Reykjavik er, og meö þá bakhjarla sem hann hefur, sé aö minnsta kosti látinn vita og aö rætt sé viö stjórnend- ur hennar um máliö. Ég hélt satt að segja, aö við byggjum vestan viö linuna, þar sem lýö- ræöiö á aö ráöa rikjum. Fyrstu viöbrögð okkar viö þessu veröa væntanlega aö kanna nánar hvað i þessu felst, hvaða áhrif þetta hefur fyrir okkar framtið og þá uppbygg- ingu, sem viö erum I fullum gangi meö. Mér finnst, aö viö eigum aö láta tilfinningalegu hliöarnar liggja á milli hluta og lita raunhæft á málið. En kjarni málsins er sá, aö ekki hefur veriö talaö viö okkur, og þvi vil ég mótmæla harðlega. Og þaö veröa áreiöanlega fleiri en ég, sem hafa eitthvaö um þetta mál aö segja,” sagöi Sveinn. —ESJ. Skrrfa rftgerðir um Vísi „Viö heföum aldrei trúaö þvi aö þaö væri svona mikil vinna aö gefa út eitt blaö,” sögöu þrjár ungar dömur úr Gagnfræðaskól- anum I Keflavfk, sem voru hér hjá okkur i vikunni til aö kynna sér hvernig blaö eins og VISIR veröur til. Þær áttu siöan aö skrifa ritgerö um þaö sem fyrir augu þeirra bar en á þaö leyst þeim misjafnlega vel eftir aö hafa séð allt umstangiö og snúningana viö aö koma út bl aöi einn dag vikunnar. Hér eru stúlkurnar þrjár, sem eru úr Njarðvlkum og Keflavik, aö fylgjast meö störfum Katrinar Óskarsdóttur auglýs- ingateiknara blaösins, sem er lengst til hægri á myndinni. Fyrir aftan hana stendur Guörún Berg- mann Valgeirsdóttir, í miöjunni er Jóhanna Guöjónsdóttir og næst okkur er ólafía ólafsdóttir.... KLP/ Ljósm. LA. Tólf menn voru í starfs- hópnum í Geirfinnsmólinu Samvínnubankinn sendi Vísi í gær athugasemd viö frétt blaðsins í fyrradag sem var undir fyrirsögn- inni //Samvinnuverslun fékk meiri lánafyrir- greiðslu en önnur versl- un" en þar kom meðal annars fram, að útlán Samvinnubankans til samvinnufélaga hefðu aukist um 775 milliónir króna á árinu 1976. I athugasemdinni segir að Samvinnubankinn vilji taka eftirfarandi fram: Vegna mistaka var afuröalán, sem flutt var úr öðrum banka og að mestum hluta er endurlánaö af Seölabankanum, aö upphæö 475 millj. króna flokkað undir lán til verslunar I gögnum, sem send voru Seölabankanum i staö þess að flokkast undir lán til landbúnaöar eins og alltaf hefur veriö gert og vera ber. Leiðrétt- ing var send Seölabankanum strax og þessi mistök uröu ljós. Hiö rétta er þvl, aö útláns- aukning Samvnnubankans til samvinnufélaga var kr. 300 millj., en ekki kr. 775 millj. eins og sagt er i fréttinni. Allar aðrar tölur, sem gefnar eru upp i greininni breytast þvi i samræmi við þetta, end munu hinar réttu tölur birtast i mánaöarritinu „Hagtölur mánaöarins”, sem Seölabank- inn gefur út. Siöan á miöju sumrí I fyrra vann 12 manna starfshópur aö rannsókn Geirfinnsmálsins I sakadómi Reykjavikur. A fundinum meö fréttamönnum I fyrradag kvaöst Karl Schutz hafa veriö nokkurs konar þjálf- ari hópsins, en örn Höskuldsson fyrirliöi. Aö ööru leyti var verkaskiptingin á þessa leiö: Þeir Eggert Bjarnason, Rún- ar Sigurösson og Jónas Bjarna- son höföu meö höndum alla vinnu er snerti Sævar Ciesielski og fékkst aö lokum full játning Sævars. Haraldur Arnason haföi meö Kristján Viöar aö gera og Grétar Sæmundsson annaöist þátt Guöjóns Skarp- héöinssonar. Tók Schutz fram aö þaö heföi veriö erfitt verk. Sigurbjörn Vlöir Eggertsson haföi meö mál Erlu Bolladóttur aö gera og Eggert Bjarnason annaöist yfirheyrslur yfir Siguröi óttari Hreinssyni. Ivar Helgason fékk þaö verk- efni aö kynna sér lifsferil Geir- finns Einarssonar og Ragnar Vignir annaöist þá tæknivinnu sem fór fram hérlendis. Pétur Eggerz sendiherra var túlkur Schutz og sérlegur aöstoðar- maöur, en þær Auöur Gestsdótt- ir og Renata Einarsdóttir önnuöust þýöingar á skjölum. Karl Schutz þakkaði rann- sóknarlögreglumönnunum og aöstoðarfólki gott starf. Hann sagöist þekkja lögreglumenn viöa i Evrópu og hann gæti full- yrt að þeir islensku staeöu mjög framarlega aö hæfileikum, en hins vegar heföi hann óviöa kynnst jafn bágbornum launa- kjörum lögreglumanna.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.