Vísir - 04.02.1977, Blaðsíða 23

Vísir - 04.02.1977, Blaðsíða 23
VÍSER Föstudagur r- 4. febrúar 1977 Hörmuleg sjón- varpsdagskrá Kópavogsbúi skrifar: Alveg er þaö makalaust, hversu hörmuleg sjónvarps- dagsskráin er orðin og var þó ekki við bætandi á ömurleikann á þeim bæ. Þetta á ekki hvaö sist við um þá leiknu framhaldsþætti, sem fullyröa má að hafi verið með vinsælasta sjónvarpsefninu til þessa. Ráðamönnum sjónvarpsins hefur nú tekist að safna saman þviliku rusli af erlendum fram- haldsþáttum, að fádæma er. Þannig er verið að sýna algjöra delluþætti frá Bæjaralandi, og viðvaningslegan finnskan myndaflokk, sem vafalaust á að vera merkilegur, en er hund- leiðinglegur á að horfa. Það er staðreynd, sem viöur- kennd er af flestum, að breskir sjónvarpsmenn kunna manna best að gera framhaldsmynda-- flokka, sem horfandi er á, og bandarikjamenn eru vafalaust næst skástir i þvi efni. Nú er aðeins einn slikur þáttur á dag- skránni, og auðvitaö snginn sakamálaþáttur frá þessum aöilum. Eru þó slikir þættir fastur liður á dagskrám allra helstu sjónvarpsstöðva i ná- grannalöndum okkar, og með vinsælasta efni þeirra. Hvernig væri nú aö ráðamenn sjönvarpsins færu að haga efnisvali I einhverju samræmi við vilja almennings? Skemmti- leg til- breyting J.S. hringdi: Aðstandendur hárgreiöslu- sýningarinnar i Sigtúni á sunnu- daginn siðasta eiga þakkir skildar fyrir sýninguna. Hún var i alla staöi hin skemmtileg- asta og þaö er gaman aö fá að sjá það nýjasta á slikri sýningu. Þetta er llka skemmtileg til- breyting. Þá finnst’ mér Heiðar Ast- valdsson og Edda Pálsdóttir eiga heiöur skilinn fyrir frábæra danssýningu á'þessari hár- greiöslusýningu. Það var geysi- lega gaman aö sjá þau dansa, og það voru mér fleiri sammála I þvi að þar var mikið hæfnisfólk á ferð. Heiöar Ástvaldsson og Edda Pálsdóttir sýndu dans og „eiga heiður skildan segir lesandi.Ljósm. Loftur. Vill eignast Kjell Arne Kristiansen frá Noregi óskar eftir pennavinum á tslandi. „Ég er 15 ára”, segir Kjell, „ og áhugamál mitt er frimerkjasöfnun. Þess vegna óska ée eftir þvl að komast I pennavini á samband við stráka og stelpur sem safna frimerkjum og sem hafa áhuga á skiptum. Allir fá svar. Þeir sem vilja skrifa mér, mega skrifa á dönsku, frönsku eða ensku. Ég get skilið is- Islandi lensku, en ég get ekki skrifaö hana.” Heimilisfang Kjell Arne Kristiansen er svo: Fröysveg 9. 7600 Levanger Norge. ...þó eggib sé frjóvgað af Kristjáni P.” Stefán Valgeirsson þingmaöur sendi blaöinu eftirfarandi, en það er fremur óvenjulegt aðþingmenn láti heyra frá sér hér á stðunni: Þér farisear! Blöðunum öllum ég bréf þetta sendi til birtingar, síðar ég fleirum heiti ef ritsóðar endalaust hafa I hendi heildsalablöðin aö mestu leyti. Þar lygin er endalaust endurtekin ofsóknir likt og hjá nasistum forðum. Hún Gróa áfram af Gylfa er rekin og gerir mál hans aö sinum oröum. Þau kaupa illgjarnar einfaldar sálir til óhæfu skrifa um menn, sem þau hræðast. Þó eru sumir þar hyggnir og hálir heiglar, sem kunna meö veggjum aö lasöast. Hver er þaö helst, sem gjammar og geltir glefsar I menn á alfara leiðum, slóðir aö jafnaði endalaust eltir ánægju hefur af snuðri og veiöum? Hversvegna eru menn sólgnir I sorpiö? Sighvatur Björgvins það veöur I hné. I Dagbláðið Vilmundur enn getur orpið þó eggiö sé frjóvgaö af Kristjáni P. Er nú við hæfi að salla út sögum svíviröa þá, sem fremstir hér ganga, er þaö að fara eftir landsins lögum að leyna þvl sanna, hampa því ranga? Dýrlingur segist i höndunum hafa heilmikil gögn um annarra syndir. Eru menn ekki að veröa i vafa um visku hans, hæfni, sögur og myndir? Hver hefur rétt til aö sakfella og segja sekur er þessi, aö Dýrlingsins mati? Fyrir þeim dómi sig bugta og beygja bæklaöar sálir og einstaka krati. A nú aö dæma þá saklausu seka setja þá frá, er trausts hafa notið? Viljiö þið burtu allt réttlæti reka rógsiöjan hefur þá lýöræðið brotiö. Lögreglumenn, sem I fjölmiöla fara með flest sem þeir halda, en vita þó ekki I afbrotamálum þá ætti að spara erlendis mundu þeir settir I hlekki. Er llklegt að þessháttar kjaftakindur kannist við réttlæti, standi á veröi? Fyrir róginum margur reynst hefur blindur rifjaöu upp söguna af Valgaröi og Merði. Var það af áhuga á aumingja Batta sem olli handtöku suöur I vikum, átti ekki frekar á öðru aö smjatta eftir gögnum og sterkustu líkum? Rannsókn á mannshvarfi sett var á sviöiö. Sáuð þið Dýrlinginn leysa þaö mál? Sjálfhól I dagblööum lengi er liðiö leiöin til frægðar er vanbúnum hál. Væri ekki réttara kjölinn aö kanna hversvegna leirmyndin villti öllum sýn? Var hún nú afreksverk afburöamanna ellegar blekking, ég höfða til þln. Eftirmálann ég seinna sendi mér sýnist nú mál að brýna koröann og munda hann ennþá hærra I hendi viö hugsum nú þannig fyrir norðan.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.