Vísir - 04.02.1977, Blaðsíða 5

Vísir - 04.02.1977, Blaðsíða 5
VISIR Föstudagur 4. febrúar 1977 V Svíar finna lítinn mun i fjarlogun- um á nýju stjórninni og þeirri gömlu Eftir fjörutiu ára sósialistiska stjórn i Sviþjóð kom mönnum nokkuð á óvart, þegar stjórn Thorbjörns Fálldins, fyrsta borg- aralega stjórnin i 40, ár lagði fram fjárlaga- frumvarp sitt, hversu mikinn keim það bar af fyrri fjárlögum 01- ofs Palme. Við fyrstu sýn sáu menn i nýju fjárlögun- um engin merki þess að nýir flokkar væru komnir i rikisstjórn. Afram var í þeim stefnt aö fullri framleiöslu, stööugu verögildi gjaldmiöilsins, örum hagvexti, jafnri tekjuskiptingu og greiðslujöfnuöi viö útlönd. Þetta var allt óbreytt og þaö var.ekki fyrr en rýnt var ofan i þýöingarmikla liöi fjárlag- anna, að grillti I hin borgara- legri sjónarmið. Starsýnast varö mönnum fyrst, þegar frumvarpiö leit dagsins ljós, á niöurstööutölurn- ar, sem voru hærri en nokkru sinni fyrr. Rikisstjórn Falldins hefur slegið öll fyrri met þvi að aldrei fyrr hafa fjárlögin hækkaö svo á milli ára. Aldrei fyrr hefur heldur verið gert ráö fyrir jafn miklum halla á sænskum fjárlögum. Né heldur hefur fyrr veriö gert ráð fyrir jafn stórum lántökum erlendis. 1 fyrstu viöbrögöum stjórnar- andstöðunnar var lýst yfir mikl- um áhyggjum af veröbólguá- hrifum, sem slik hækkun fjár- laganna mundi hafa. Siöar þótt- ist andstaöan sakna efnda á ýmsum kosningaloforöum, en þegar allt þaö tal var grisjaö I sundur, fundust engin alvarleg andmæli gegn frumvarp- inu.Gunnar Strang, fyrrverandi fjármálaráðherra, fetti fingur út i hitt og þetta, en það hljóm- aði eins og nöldur og aðfinnslur gamalmennis, sem ekkert hafði beinlinis fram að færa til úr- bóta. Mörgum svium þótti og það bragðdaufur Olof Palme, sem leiddi gagnrýni stjórnar- andstöðunnar. Báðir sögðu, aö þeir hefðu I stjórnarinnar spor- um ekki tekið eins stór lán er- lendis, heldur fjármagnað framkvæmdir með hærri skött- um, sem er ekki beinlinis það, sem svium llkar best að heyra um þessar mundir. Þegar grannt var sKoöao, þóttu fjárlögin vera eðiileg viö- brögð stjórnarinnar við ástand- inu, eins og það er orðið. Hækkunin og þessi mikli halli eru skýrð þannig: 97% þessara nýju fjárlaga eru afleiðingar fyrri fjárlaga og þeirrar stefnu, sem' stjórn sósialista fylgdi. Hinir nýju valdhafar eru neyddir til þess að fygljast með timanum og verðhækkunum þar með. Það er ekki unnt að hrinda I fram- kvæmd stórfelldum stefnu- breytingum á þrem mánuöum. Legg 1 löta karls! — Annað skapast svo af kring- umstæðunum i dag. Horfurnar i efnahagsmálum Sviþjóðar eru fremur skuggalegar. Sá efna- hagsbati, sem fyrri stjórn batt traust sitt við, að mundi veröa um áramótin, lét á sér standa. Otgjaldaaukningin, einkanlega launaútgjöld, hefur numiö um 30% á siðustu tveim árum, og er á góöri leiö með að gera sænsk- ar vörur allsendis ósam- keppnisfærar á heimsmark- aðnum. Aðalverkefnið veröur þvi aö bjarga sænskum fram- leiðsluiðnaði i gegnum alvar- lega kreppu, sem hann á fyrir dyrum. Til þess aö byrja meö ætlar það opinbera aö auka um- svif sin til þess aö bæta upp á vinnumarkaðnum þann sam- drátt sem óhjákvæmilega verð- ur I iðnaðinum. Þessi ábyrgðar- lausa útgjaldaaukning er sögð arfur, sem nýja stjórnin tók við af þeirri gömlu og verður að bæta úr. Þegar valið liggur á milli atvinnu- leysis á aðra hönd og erlendra lána á hina, tekur stjórnin hið siðará fram yfir. Það verður að taka 18 milljaröa (sænskra króna) að láni erlend- is, sem Sviþjóð verður ekki skotaskuld úr, jafngott láns- straust og landið hefur. Gösta Bohman, fjármálaráö- herra sagði: ,,Viö höfum lifað um efni fram, og nú verður að borga brúsann. Samvinna er eina leiðin.” Þannig litur stjórnin á þessi háu fjárlög og lánastefnuna sem ráöstafanir til þess að bæta fyrir drýgðar syndir, og boðar koll- steypu á næstu fjárlagaárum. Það eru viss klókindi I þvi fal- in hjá stjórninni að gripa á kýl- inu I upphafi sins stjórnartima- bils og vinna hin óvinsælli verk- in þá. Ef sú lækning hrifur, efnahagur Sviþjóðar batnar, verður hægara um vi(c aö afla sér aftur vinsælda, þegar liður undir lok stjórnartlmabilsins og dregur að næstu kosningum. „yið verðum að bæta fyrir þeirra syndir,” segir Thorbjörn Falldin, ieiötogi nýju stjórnar ínnar.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.