Vísir - 04.02.1977, Blaðsíða 8

Vísir - 04.02.1977, Blaðsíða 8
Úmsjón: Sigurveig Jónsdóttir LAUGARDAGSMYND BORGARBÍÓS: Eiginkona óskast Laugardagsmynd Borgarbiós á Akureyri er aö þessu sinni hin viöfræga mynd Zandy’s Bride, sem á islensku hefur hiotiö heit- iö Eiginkona óskast. Meö aöal- hlutverkin fara engir aukvisar, þvi þaö eru þau Liv Ullman og Gene Hackman, og leikstjóri er Jan Troell. Myndin gerist á ofanveröri öldinni sem leið, I Big Sur-fjall- lendinu i norður Kaliforniu. Er i myndinni á snilldarlegan hátt sagt frá ýmsum erfiðleikum frumbyggjanna i Bandarikjun- um, en annars fjallar myndin fyrst og fremst um samskipti þeirra Allen-hjónanna, Zandy’s og Hönnu. Fundum þeirra bar saman á þann hátt, að Zandy sér auglýs- ingu frá konu I blaði einu i Monterey, sem gjarna vill gift- ast. Hann lætur þaö ekki á sig fá þó hún búi viös fjarri heldur kaupir undir hana far til Monterey, og fer með hana heim til Big Sur eftir nokkuð söguleg kynni. Zandy er bóndi i Big Sur, og fljótlega kemst hann að þvi að hin nýja eiginkona hans hefur ekki sömu skoðun á öllum hlut- um og hann, og óhjákvæmilega leiðir það til árekstra. Aðaltil- gangurinn meö þvi aö giftast var fyrir Zandy aö eignast son, en Hanna þráir allt eins félags- skap manns sins. I myndinni eigast sem fyrr segir viö tveir mjög ólíkir persónuleikar, hin ruddalegi og oft óheflaöi bandarikjamaður frumbýlisáranna, og svo aftur kona er viröist hafa fengið dæmigert evrópskt uppeldi. Landslag i Big Sur er mjög stór- fenglegt, og með snilldarleik þeirra Ullman og Hackman er hér mynd sem tvimælalaust er hægt að mæla með. —AH, Akureyri. Runebergsvaka í Norrœna húsinu Einn þekktasti bókmennta- fræöingur finna, Kai Latinen, mun flytja erindi á Runeberg- vöku I Norræna húsinu á laug- ardagskvöldiö 5. febrúar kl. 20.30. Það er Suomifélagið, sem þá efnir til hinnar árlegu Rune- bergvöku sinnar. A þessu ári eru liðin 100 ár frá þvi Rune- berg lést, og hefur félagiö, I samvinnu við Norræna húsið, boðið Latinen til landsins af þvi tilefni. A vökunni mun formaður fé- lagsins, Barbro Þórðarson, flytja ávarp. Sigurður Björns- son, óperusöngvari, syngur við undirleik Carls Billys, Hjálmar Ólafsson les kvæði eftir Runeberg I þýðingu Grims Thomsens og Magnús- ar Asgeirssonar, og Merjatta Hakala sýnir litskuggamyndir frá Finnlandi og skýrir þær. Frœg sovésk kvikmynd Félagið MiR heldur kvikmyndasýningu í MIR-salnum Laugavegi 178/ á laugardaginn kl. 14. Sýnd verður ein af frægustu myndum sovéskrar kvikmynda- gerðar á fjórða áratug aldarinnar, kvikmyndin //Tsjapaéf"/ sem var gerð 1934. Leikstjórn myndarinnar önnuðust Vasilíéf bræður og er Boris Babotsjkin í titil- hlutverkinu. Höggmyndir hafo framhlið og bakhlið' Helgi Gíslason opnar höggmyndasýningu í kjallara Norrœna hússins ,,Ég lit svo á aö höggmyndir hafi framhiiö og bakhliö eins og önnur myndverk, og þurfi þvi oft aö hafa hvitan bakgrunn,” sagöi Helgi Gisiason i samtali viö VIsi, en hann opnar á laugardaginn sýningu á högg- myndum og grafik i kjaliara Norræna hússins. Flestar höggmyndanna, sem eru um 30 talsins eru módel- stúdiur sem Helgi gerði I Valand listaháskólanum i Gautaborg þar sem hann hefur stundað nám sl. 5 ár. Auk höggmynd- anna sýnir hann 14 grafikmynd- ir, unnar með silkiprenti og tré- ristum. Sagðist hann vinna viö grafik mest til aö hvila sig frá höggmyndunum sem flestar eru mjög seinunnar. Þetta er fyrsta einkasýning Helga, en áður hefur hann sýnt með öðrum, bæði hér heima og i Sviþjóð. Hann sagðist aðallega hafa málað áöur en hann fór til náms i Sviþjóö. Þar hefði mið- depill skólans verið módelsalur- inn og hefðu allir unniö þar hvort sem þeir lögðu stund á teiknun eða höggmyndir. „Það er mjög vanþakklátt starf að vera myndhöggvari”, sagði hann. „Það er erfitt vegna þyngdar og fyrirferðar og svo er óhernjumikil vinna við hvert verk. Þannig er það tveggja til þriggja mánaða vinna að vinna módelið i stærri myndunum og siðan tekur allt að einum mán- uði til viðbótar að vinna við af- steypuna”. Umhverfiö tekið með Höggmyndir Helga eru allar unnar i leir, en afsteypurnar eru úr ýmsum efnum. Þannig hefur hann mikið unnið meö stein- steypu með ýmsum litarefnum og eins eru nokkrar myndanna gerðar úr iönaðarvaxi. Margar nýjustu myndirnar sýna ekki aðeins styttuna, heldur einnig umhverfi það sem fyrirsætan var i. „Ég býst við þvi að áfram- haldið hjá mér verði frekar i þá átt að setja manneskjurnar inn i sitt umhverfi og vinna siðan út frá afstöðu umhverfisins”, sagði hann. Sýning Helga verður opin til 16. febrúar kl. 14-22. Glötuðu snllllngar- nir komnir aftur Leikfélag Kópavogs tekur aft- ur upp á sunnudaginn sýningar á leikritinu „Glataöir sniliing- ar”, en þær hafa legiö niöri siö- an i desember. Leikgerð verksins var samin af Caspar Koch eftir marg- frægri sögu færeyska skáldsins Williams Heinesen, en hún hef- ur m.a. komiö út á Islensku. Mörgum þeim sem hafa lesið söguna og eru henni vel kunnug- ir þykir það ótrúlegt aö hægt sé að gera úr henni sviðsverk án þess að hugblær hennar glatist aö nokkru. En svo virðist sem leikdómarar og leikhúsgestir séu sammála um að leikhópi Leikfélags Kópavogs hafi tekist þaö. Meðal þeirra sem einkum hafa lagt Leikfélaginu lið við þetta verkefni má nefna Stefán Baldursson leikstjóra, Þorgeir Þorgeirssin þýöanda, Sigurjón Jóhannsson leikmyndahönnuð og Gunnar Reyni Sveinsson tón- skáld. Þrjátlu leikendur taka þátt I sýningunni. Vegna þess hve erf- itt er að halda svo stórum hópi saman verða aðeins fjórar sýn- ingar á Glötuðum snillingum og veða þær á sunnudögum I Fé- lagsheimili Kópavogs. Ellilífeyrisþegar án tillits til búsetu fá helmings afslátt af miðaverði eins og aö öllum sýningum Leikfélags Kópavogs. Einnig geta hópar fengiö afslátt og er hægt aö fá um þaö nánari upplýsingar I miöasölunni. Vilmar Pétursson og Jónas Magnússon I hlutverkum Orfeusar og Bomans I Glötuðum sniliingum. SÝNINGAR Kjarvalsstaöir: Sýning á nor- rænni veflist stendur nú yfir I báðum sölum og göngum húss- ins. Sýningin er opin til 20. febrúar kl. 16-22, nema um helg- ar kl. 14-22. Norræna húsiö: Helgi Gíslason opnar á laugardaginn sýningu á höggmyndum og graflkmynd- um. Sýningin verður opin til 16. febrúar kl. 14-22. Gallerl Sólon Islandus: Egill Edvarðsson sýnir 20 litaðar teikningar. Sýningin er opin kl. 2-6virka daga, nema mánudaga og kl. 2-10 á sunnudögum. Loftiö: Sýningu á 60 myndum eftir vangefna er opin á verslun- artima, nema á laugardögum, en þá er hún opin kl. 14-18. Mokka: Stefán Jónsson frá Möðrudal sýnir 22 olíumálverk. Galierl Háhóli, Akureyri: Sýn- ing á vatnslita- og grafíkmynd- um eftir Jónas Guðmundsson og Rudolf Weissauer. LEIKHÚS Þjóöleikhúsiö:sýnir Sólarferð á föstudag kl. 20og Gullna hliðið á laugardag kl. 20. Dýrin I Hálsa- skógi veröa sýnd á laugardag kl. 15 og á sunnudag verða tvær sýningar kl. 14 og 17. Kl. 20:30 á sunnudagskvöldiö verður sýn- ing á Nótt ástmeyjanna. Leikfélag Reykjavlkur: Ein af síöustu sýningum á Stórlöxum verður á föstudagskvöld. A laugardag kl. 20:30 verður slð- asta sýning á Æskuvinum og á sunnudag verður Saumastofan á fjölunum I Iðnó. 1 Austur- bæjárblói veröur miðnætirsýn- ing á Kjarnorku og kvenhylli á laugardagskvöld. Leikfélag Kópavogs: sýnir Glataða snillinga á sunnudags- kvöld kl. 20:30. Leikfélag Akureyrar: Sýningar verða á öskubusku á laugardag kl. 15 og á sunnudag kl. 14 og 17. Herranótt MR, Félagsheimilinu Seltjarnarnesi: „Sú gamla kemur i heimsókn” verður sýnd á föstudags- og sunnudagskvöld og eru báðar sýningarnar ætlað- ar skólafólki.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.