Vísir - 04.02.1977, Blaðsíða 11
VISIB
Föstudagur 4. febrúar 1977
legt geti verið fyrir stjórnvöld
að standa að löggjöf, sem verk-
ar letjandi á stóran hluta
þjóöarinnar.
öðru visi hafast frændur vorir
á Norðurlöndum að. Þar er viö-
ast I gangi endurskoðun eða
hafa þegar verið samþykktir
skattalagabálkar, sem beinast
aö þvi aö einstaklingarnir verði
færir um að standa á eigin fót-
um. t Finnlandi tóku gildi 1976
lög, sem byggja á sérsköttun
hjóna að þvi er varöar atvinnu-
tekjur og tryggingar og er yfir-
lýst að tilgangurinn með sér-
sköttuninni sé að gera hjónum
kleift að taka þátt i atvinnulif-
inu, án þess að tekjur annars
hjóna hafi áhrif á skatt hins.
Sköttum einstaklinga án
tillits til kynferðis
Sérsköttun á sérafla fé verði
tekin upp með möguleika á
millifærslu á persónuafslætti
(persónufrádrætti), er um hjón
er að ræða og annað aflar litilla
eða engra tekna, til þess hjón-
anna, er teknanna aflar. Með
þvi nýtist ónýttur afsláttur og
það léttir leiðina til sérsköttun-
ar fyrir þær fjölskyldur, er svo
hagar til hjá, enda sanngjarnt á
meöan i gildi eru lögin um rétt-
indi og skyldur hjóna frá 1923,
þar sem gagnkvæma fram-
færsluskyldan milli hjóna er
lögfest.
En framtiöarstefnan hlýtur
að vera sköttun einstaklinga, án
tillits til kynferðis eða hjú-
skaparstöðu.
Fráleitt er aö etja konum
saman sem tveimur hópum eftir
þvi hvort þær eru að störfum
innan veggja heimilisins eða ut-
an. Flestum mun ljóst að yvri
aðstæður fólks geta breyst á
einni nóttu á hvorn veginn sem
er. Hagur húsmæðra, sem svo
eru kallaöar, og einhverra ann-
arra kvenna er og hlýtur aö
vera sameiginlegur.
Fjórir kostir/ sem
tæpt hefur verið á
öröugt er aö taka afstöðu til
frumvarps um jafn-mikið
efni og skattalögin, þegar ekki
fylgja meö dæmi og áætlanir um
hvernig að framkvæmd skuli
staðið.
Frumvarp, sem lagt er fram
nánast sem umræðugrundvöll-
ur, eins og umrætt skattafrum-
varp virðist vera og þá opið fyr-
ir breytingum, hefði þurft aö
sýna fram á fleiri leiöir t.a.m. i
skattlagningu hjóna, til þess að
umræðan geti orðið viöfeöm og
fólk vegið og metið kosti og
galla þess, sem fram er sett,
með viðmiðun.
Eðlilegt heföi veriö aö setja
fram i frumvarpinu þá fjóra
kosti sem tæpt hefur verið á i
fjölmiölum, að til umræðu hafi
verið áöur en eiginleg samning
frumvarpsins kom til.
1. Sérsköttun af séraflafé, án til-
lits til hjúskaparstööu.
2. Sérsköttun af séraflafé, meö
tilliti til hjúskaparstööu þ.e.
millifærslu á persónuafslætti.
3. Tekjuhelmingaskipti hjóna
(eins og frumvarpið ber meö
sér).
4. 1 samsköttun hjóna (núver-
andi tilhögun á sköttun hjóna).
Inn i umræður um tilhögun á
skattlagningu kemur siöan um-
fjöliun um greiðslukerfi skatta
s.s. staðgreiöslukerfi, sem Iengi
hefur verið til umræðu og oftast
strandað á annmörkum is-
lenskra staöhátta, að sagt er,
eða þá á slappleika við aö takast
á við vandann.
Fjalla hefði þurft um hjúskap
og lögfylgjur hans og hvernig
mismunandi tilhögun á skatt-
lagningu hjóna og sifjalöggjöfin
skarast saman.
Kerfisbreyting á skattlagn-
ingu hlýtur að þurfa að skoöast
vel og létu norðmenn sig ekki
muna um að hafa niu manna
nefnd i tvö ár einungis við end-
urskoðun fjölskyldulöggjafar
hjá sér.
Lögskráð
varavinnuafl
Að lokum.
Undarlegt er það að vilja með
löggjöf stuðla aðeða festa 1 sessi
þau þungu örlög islenskra
barna, aö fyrir óheyrilegt
vinnuálag feöra sinna fá þau litt
eða ei notið handleiöslu þeirra
á mótunarskeiöi bernsku sinnar
— og feður meira og minna
sviptir samneyti viö börn sin,
nema litilsháttar til spari.
Ef 50% frádráttarreglan var
„pennastrik” 1958 til að hvetja
konur út á vinnumarkaöinn —
þá er sú breyting, sem er boðuö
á skattlagningu hjóna i marg-
ræddu frumvarpi einnig
„pennastrik”, sem letur konur
til starfa utan heimila og sóknar
á vinnumarkaöinum.
Viðbrögö kvenna viö þessu
frumvarpi nú og mótmæli gegn
helmingaskiptareglunni eiga
upptök sin i þvi að konur vilja
sporna við þvi aö hjón séu
skattaleg eining og giftar konur
siðan lögskráð varavinnuafl i
landinu.
Þá byrði veröa bæöi kynin aö
bera eftir röð og aðstæðum
hvers einstaklings um sig. Það
er hagstjórnar verkefni þeirra,
sem kjósendur hafa kjörið til
þeirra verkþátta, og á ekki aö
taka mið af kynferði eða hjú-
skaparstööu.
EÐANWÍLS I- NEÐANMALS - NEÐANM/ÍLS - NEÐANM/ÍLS - NEÐANMALS -I
HVAÐ HÆGT ER
ræöa hækkanir á oliunni, sem við
kaupum af rússum, þannig að
freðfiskverðiö ákvarðast raunar
af geöþóttahækkunum oliu frá
arabalöndum. Um sildarsöluna
er það aftur á móti að segja að
þeir, sem sömdu fyrir okkar
hönd, voru ekki fyrr komnir heim
aftur en þeir tilkynntu, að veröið
væri svo lágt að samningurinn
um sildina miðaðist við nokkurt
gengisfali eða gengissig á samn-
ingstimanum. Þannig haföi
rússum tekist að þröngva verö-
inu á sildinni nægilega niöur til
annaö tveggja, að setja niöur-
lagningarfyrirtækin á höfuðiö,
eða valda gengissigi, sem m.a.
hittir fyrir margumrædda lág-
launahópa.
A sama tima og sildarsölu-
■ samningar eru gerðir með fyrr-
greindu sniöi i austurvegi, berast
fréttir af þvi aö fiskverö hækki
Um sildarsöluna er það aftur
á móti að segja að þeir sem
sömdu fyrir okkar hönd voru
ekki fyrr komnir heim aftur
en þeir tiikynntu að verðið
væri svo lágt aö samningur-
inn um síldina miðaðist við
nokkurt gengisfall eða geng-
issig á samningstimanum.
Má af þeim fréttum þá álykt-
un draga, að við séum nánast
eins og börn I höndum hins
volduga viðskiptavinar, sem
kemur m.a. fram I þvi að á
sama tima og við seljum
rússum sjávarafurðir á
iægsta veröi, selja þeir okkur
oliu og bensln á heimsmark-
aðsverði araba.
enn I Bandarikjunum, og sé
þorskblokkin komin I 95 sent og
ýsublokkin I 100 sent. Þessar
veröhækkanir eiga aö koma til
góöa vinnandi fólki á Islandi.
Virðistsem hinn frjálsi markaöur
hafi enn vinninginn, þótt svo-
nefndu kapítallsku kerfi sé bölvaö
1 hástert við ólfklegustu tækifæri.
Þessar veröhækkanir I
Bandarikjunum koma m.a. heim
og saman við vaxandi þörf fyrir
góöa matvöru, sem fram-
leiðendur eiga að fá að njóta i
betra veröi. Framleiðendum
.matvæla er það mjög mikils viröi
að eftirspurnin fái nokkurn
vegjnn óhindrað aö ráöa veröinu
hverju sinni. Auövitað þurfum við
að selja framleiöslu okkar, en það
hlýtur að vera takmarkaö hvað
hægt er að hálfgefa vegna við-
skiptanna einna.
SÉ SILDARSAMN -
INGURINN SÁ BESTI
FÁANLEGI/ ERHANN
EINFALDLEGA
EKKI NÓGUGÓÐUR
Það er stundum verið aö fjarg-
viðrast út af niöurgreiöslum á
kindakjöti til útflutnings.
Auövitað er bágt að þurfa áö
greiöa með slikri ágætisvöru,
sem kindakjötiö er, og væri ef-
laust hægt að ná betri samningum
um það ef leitaö væri nógu vitt
eftir markaði, m.a. út fyrir þau
lönd, þar sem kjöt er niöurgreitt
heima fyrir. En verri ér hin
dulda niðurgreiðsla á varningi,
sem verður að standa undir sér
sjálfur af þvi hann er helsta út-
flutningsvara okkar, og sú vara
sem við reisum á alla þá hátimbr-
uðu byggingu framkvæmda og
lifskjara, sem heldur okkur i takt
viö aörar þjóðir. Það skiptir þvi
miklu máli aö ná hagstæðum
sölusamningum, einnig viö vöru-
skiptalöndin, og kannski ekki sist
við þau. Og þótt ég hafi ekki viö
höndina nýjasta fisksölusamn-
inginn við rússa, þá mun óhætt aö
fullyrða, að hann er ekki miöaöur
við núverandi verölag I
Bandarikjunum, og hann mundi
ekki taka breytingum, þótt þorsk-
blokkin færi upp 1150sent. Aftur á
móti munu tiundaðar allar hækk-
anir á oliu, sem fyrirfinnast I
heiminum.
Stundum eru notuð þung orö
fyrir þá ósvinnu, að hér skuli
greitt lægra kaup en I nágranna-
löndum okkar. Nokkur fólksfiutn-
ingur úr landi bendir einnig til
þess, aö of mörgum þyki sem
þeir muni hafa þaö betra annars
staöar. Hvorugt er nógu gott. En
mest af þessu er runnið af einni
rót: óhagstæðum viðskiptajöfnuði
og lánum erlendis, þar sem okkur
er gert að greiða vexti og afborg-
anir án nokkurrar samningsað-
stöðu i þvi efni. Aftur á móti virð-
umst viö þurfa aö skriða með
löndum, þegar að þvi kemur aö
selja fyrsta flokks afurðir okkar
til vöruskiptalanda, og jafnvel
sæta afarkostum upp á væntan-
legt gengissig. Ekki batnar hagur
okkar innaniands viö slikar mót-
gerðir. Sé td. sildarsamningurinn
sá besti fáanlegi, þá er hann éin-
faldlega ekki nógu góður, þótt
skiljanlegt sé aö menn vilji halda
ágætum verksmiðjum gangandi
og skapa þannig mikla vinnu. En
hvernig verður sú vinna greidd,
sem byggir á framleiðslu sem
treystir á gengissig. Er kannski
öll vinna I landinu, sem bundin er
við helstu markaðsvörur okkar,
einhverskonar gengissigsvinna?
Sé svo væri full ástæöa til að fara
að endurskoöa markaðsmál okk-
ar, sölustarfsem i og þá
„gjafapólitik”, sem gæti veriö
ástæðan fyrir lágum launum og
erfiöri afkomu.
BANDALAG
UM FISKVERÐ
Fröken Haavik. „Auðvitað
er mikilsvert fyrir rlki sem
ætlar að kaupa sild að vita
hvað hægt er að þrýsta verð-
inu langt niður áður en sest
er að samningaborði.
Ekki er fráleitt að hugsa sér, nú
■þegar hagssvæöum hefur verið
skipt upp mslli landa, að þjóðir
sem sækja á fiskimiö á Noröur-
Atlantshafi, einhverri mestu
matarkistu heimsins, geri meö
sér bandalag um fiskverö og neyti
i þvi efni einstæörar sérstöðu,
sem fiskframleiðslan veitir þeim,
Þessi lönd eru fyrst og fremst
Noregur, Færeyjar og Island.
Tækistfiskverðsbandalag af þessu
tagi, mundi þaö styrkja þjóðirnar
þrjár, og hverja fyrir sig i viöur-
eigninni við volduga viöskipta-
aöila, sem viija deila og drottna á
fiskmörkuðum. Jafnframt þurfa
islendingar að gæta þess i samn-
ingum viðSovétrikin, að fyrst þau
hafa kosiö að ákveða hlaupandi
gengisskráningu á markaðsvöru
okkar með ákvæðum um heims-
markaðsverö á ollu, eiga þau lika
aö sæta sömu skilyrðum frá okk-
ar hendi, og greiða á hverjum
tima almennt markaðsverö fyrir
fiskafurðir okkar, þótt magn
þeirra sé ákveðið meö vöru-
skiptasamningum.
IGÞ