Vísir - 04.02.1977, Blaðsíða 17

Vísir - 04.02.1977, Blaðsíða 17
17 VTSIR Föstudagur 4. febrúar 1977 Björn Arnórsson, hagfrœðingur: „Rauðu strikin" vernda ekki kaupmótt launanna" „Rauðu strikin”, sem um var samið i siðustu kjarasamning- um, hafa ekki leitt til þess að viðhalda þeim kaupmætti launa, sem um var samið fyrir ári siðan. Björn Arnórsson, hagfræðingur, birtir grein um þetta efni i nýútkomnum Félags- tíðindum Starfsmanna- félags rikisstofnana, og kemur þar i ljós, að kaupmáttur iaunataxta rikisstarfsmanna hefur minnkað verulega frá þvi samningar voru gerðii*. Björn segir, að á- stæður þess, að „rauðu strikin” megni ekki að vernda kaupmáttinn, séu „fyrst og fremst þær, að annars vegar er kaupgreiðsluvisital- an skert og mælir ekki verðbólguhraðann á sama hátt og fram- færsluvisitalan, og hins vegar að visitöluupp- bótin kemur allt of sjaldan”. —ESJ. Hann var stólheppinn! Hin samviskusömu blaöburö- arbörn Visis teggja sig fram um að vinna verk sin eins vel og kostur er. Eins og allir vita er þaö enginn hægöarleikur aö bera út blöö svo öllum kaupend- um læiki. En þrátt fyrir þaö var þaö fjöldinn allur af börnum sem báru Visi út athugasemda- iaust allan janúarmánuö. Visir hefur þann siö að verð- launa eitt barnanna sem ber út án þess að hljóta kvörtun frá kaupendum. Nnúna var dregið úr fjölda nafna sem komu til greina og varð Guðmundur Kristján Ragnarsson hinn heppni að þessu sinni. Guðmundur er i Oldutúns- skólanum fyrir hádegi, en ber Visi út á Hvaleyrarholti i Hafnarfirði, þegar að loknum skóla.'Hann hefur borið Visi út siðan i haust. —EKG. Maí en ekki mars Ranglega var frá þvi skýrt i blaðinu i gær að það hafi verið á blaðamannafundi i mars sem tilkynnt hafi verið um aö fjór- menningarnir hefðu verið látnir lausir. Það var hins vegar til- kynnt á blaðamannafundi i mal. Hins vegar var haldinn blaða- mannafundur i mars þar sem tilkynnt var um framburö Sævars Siselskis, Kristjáns Viðars og Erlu Bolladóttur um bátsferð, úr slippnum I Kefla- vik. Maöur nokkur sá á eftir bfl sfnum, mannlausum en f gangi, inn um glugga f fyrradag. Þarf ekki aö spyrja aö þvf, rúöan fór í mask og bfllinn skemmdist nokkuö. Maöurinn haföi brugöið sér inn f Hekiu til þess aö versla. Skildi hann bfl sinn aö sjálfsögöu eftir úti I stæöi. Þegar hann kom út aftur byrjaðihann einhverra hluta vegna á þvf aö setja lyklana í bflinn án þess aö fara inn ihann fyrst. Einhvern veginn snerust lyklarnir og bfllinn fór í gang. Bfllinn var ekki I stæöinu öllu lengur þvf hann tók auövitað af staö og beint I gegnum stóra rúöu á verslunarhúsnæöi Heklu, þar sem bilaumboöið er. Rúöan brotnaöi og rigndi glerbrotum yfir bflinn, og eru einhverjar skemmdir á bilnum eftir. Hluti bflsins, eöa aö framhurö, var inni þegar bfllinn stöövaö- •st. —EA Nýjar stöður hjó Vinnu- veitendasambandinu Breytingar hafa veriö geröar á skipulagi og starfsskiptingu hjá Vinnuveitendasambandi ts- lands og taka breytingarnar gildi 1. febrúar. Ólafur Jónsson, sem verið hefur framkvæmda- stjóri sambandsins, tekur viö starfi forstjóra og hefur hann á- fram meö höndum yfirstjórn og samræmingu verkefna skrif- stofu Vinnuveitendasambands- ins. Jafnframt hafa tveir af starfsmönnum Vinnuveitenda- sambandsins verið ráðnir fram- kvæmdastjórar. Barði Friöriks- son, skrifstofustjóri, verður framkvæmdastjóri samninga- og vinnuréttarsviðs, en undir það heyrir m.a. samningagerö, lifeyrissjóða- og tryggingamál, almenn stjórn skrifstofu og lög- fræðileg álitamál. Baldur Guð- laugsson, lögfræðingur, verður framkvæmdastjóri vinnumark- aðs- og félagsmálasviðs, en undir það heyrir m.a. undirbún- ingur stefnumörkunar i vinnu- markaðsmálum, svo sem efna- hags-, atvinnu- og kjaramálum, starfsemi hagdeildar og tækni- deildar sambandsins og sam- skiptamál viö innlenda og er- lenda aöila. Baröi Friöriksson fram- kvæmdastjóri samninga og vinnuréttarsviös. Baldur Guðlaugsson fram- kvæmdastjóri vinnumarkaös- og félagsmálasviðs. Ólafur Jónsson veröur nú for- stjóri, en hann var áöur fram- kvæmdastjóri Vinnuveitenda- sambandsins.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.