Vísir - 11.02.1977, Blaðsíða 3

Vísir - 11.02.1977, Blaðsíða 3
yism Föstudagur 11. febrúar 1977 3 GIGT OG GEÐ í GOÐU vegna veðurblíðunnar í vetur „Viö vitum litiö um bein áhrif veðurfars á heilsufar manna, en það eru likur til þess að góða veðrið i vetur hafi haft góð áhrif,” sagði Skúli G. Johnsen borgarlæknir i samtali við VIsi. „t athugunum sem gerðar hafa veriö á þessum áhrifum hefur komiö i ljós hvers vegna Gróa á Leiti fann fyrir lægðun- um sinum. Það er engin hjátrú að hún hafi fundiið fyrir stingj- um um þaö er lægð nálgaðist. Langvarandi suð-vestan átt getur valdið breytingum i ákveðnum jónasamsetningum i loftinu og það eru likindi til þess að það hafi áhrif, sérstaklega á ofnæmi, gigt og geðheiisu manna. Það á sér lifræna skýr- ingu að menn eru léttari I skapi þegar norðanátter. Þegar loftið hefur farið yfir landið hefur það breyst þannig að það hefur bæt- andi áhrif á einkenni þessara sjúkdóma.” Enginn faraldur Enginn faraldur hrjáir nú reykvikinga. t farsóttarskýrsl- um lækna hefur komið fram að mikið var um kvefpest i desem- ber, en rénaöi i janúar. Einhver tilfelli skarlatssdttar hafa verið i hverri viku i vetur, en sá sjúk- dómur hefur verið mjög fátiður undanfarin ár. Skarlatssótt var álitin hættulegur sjúkdómur áður fyrr, en er nú auðlæknan- legur. Aö sögn Skúla sýna skýrslur aö þessi stofn kemur alltaf upp á vissu árabili og er þessi sveifla I tiðni sjúkdómsins þvi eðlileg. Af inflúensu hefur orðiö vart einstaka tilfeUa en faraldur hefur ekki oröið eins og þó var búist við, þvi von var á þvi að inflúensa af Viktoriu-stofni myndi ganga hér i vetur. Heilahimnubólgan i rénun Heilahimnubólgan sem olli miklum áhyggjum lækna fyrri hluta vetrar er nú i rénun. Koma nú aðeinsfá tilfelli upp og eru þau ekki fleiri en þaö sem kallast má eðlilegt. Sagði Skúli að gengið hefði ákaflega vel að fást við sjúk- dóminn i Reykjavik, enda var tekið upp sérstakt skipulag á barnadeild Hringsins til þess að mæta honum. Hefðu öll tilfelli verið flutt á sjúkrahús áður en sjúkdómurinn komst á hættu- legt stig. Miklar annir samt Þrátt fyrir þetta góða heilsu- far borgarbúa hafa verið miklar annir á læknavöktunum. Ástæö- an er sú að töluvert hefur verið um veikindi hjá börnum. Hafa þau fengiö háan hita og fylgir honum roði i hálsi. Þetta stendur þó stutt og jafnar sig venjulega án lyfjagjafar. — SJ „Utvarpið vill ekkert borga fyrir leikina" — segir gjaldkeri HSI Útvarpið hefur ekki lýst síðustu stórleikjum ,,HSt fær þvi miður ekki nema eina milij. á ári, en við getum svo sannariega notað tvær”, sagði Július Hafstein, gjaldkeri HSt, við VIsi i gær. „Ctvarpið vill hinsvegar ekkert borga fyr- ir leiklýsingar, enda hafa þær ekki veriö i útvarpinu að undan- förnu. 1 VIsi i gær var haft eftir Gunnari Vagnssyni, aö Sjón- varpið hefði gert samning um að greiða HSÍ tvær milljónir á ári fyrir árin 1976 og 1977, fyrir aöfá að taka upp leiki'. Þar villt- ist blaðamaðurinn illilega i staf- rófinu, þvi Gunnar sagði KSI, Knattspyrnusamband Islands. „Við gerðum útvarpinu til- boð”, sagði Július. „Við vildum fá 150 þús. fyrir beina lýsingu af leikjunum við pólverja, tékka og vestur-þjóöverja. Útvarpið vildi ekki samþykkja það og við buöum „pakka,” það er, alla leikina fyrir 600 þúsund.” „Þeirra tilboð hljóðaöi hins- vegar upp á 200 þúsund fyrir alla siðari leikina á móti þess- um þremur liöum. Það var eng- in leið fyrir okkur að taka þessu boði og það varð ekkert úr samningum. Ég held þeir hafi verið hálf fegnir að losna við okkur.” —ÓT. Höfundur krossgátu Visis dregur úr réttum lausnum. Vinningshaf- arnir ó Akur- eyri , Siglu- firði og Akranesi Á annað þúsund bréf bárust VIsi vegna verðlaunakross- gátunnar, sem birtist i blað- inu á Þorláksmessu, en veitt eru þrenn verölaun 10.000, 5.000 og 3.000 krónur. Lausn gátunnar var fólgin i málshætti, sem myndaðist úr þeim reitum sem merktir voru 1-24, en þessi málsháttur var: „Æskunnar dáð er ellinnar ráð”. Langflestar lausnirnar, sem bárust, voru réttar, og í vik- unni dró krossgátuhöfundur- inn, Asgeir Bjarnason, úr lausnunum, og fengu eftir- taldir verðlaunin. 1. verðlaun, 10.000 krónur: frú Anna Sigriöur Helgadóttir, Ránargötu 28, Akureyri. 2. verölaun, 5.000. krónur: Svanhildur Freysteinsdóttir, Hafnargötu 32. Siglufiröi. 3. verölaun 3.000 krónur: Steinunn Eva Þóröardóttir, Furugrund 43, Akranesi. Það vekur nokkra athygli aö allir verðlaunahafarnir eru frá stöðum utan höfuöborgar- svæöisins. Hið sama var uppi á teningnum á siöastliðnu sumri, þegar Visir efndi til samkeppni um fallegustu borðskrey tinguna. Þetta undirstrikar þá staðreynd, aö Visir er I vaxandi útbreiðslu um allt land, en ekki aðeins á höfuðborgarsvæðinu. _ESJ 15-16 þúsund eru utan Þjóðkirkjunnar Tæpiega 93% landsmanna eru skráöir i þjóðkirkjuna. Þau rúmu sjö prósent, sem á vantar, skiptast á meira en 10 trúfélög, auk þess sem 1.1% er utan trú- félaga. Miðað við 1. desember siðast- liöinn voru 204.915 tslendingar skráðir i þjóðkirkjuna, eða 92.9% allra landsmanna, en 7.1% eða 15.630, voru utan henn- ar. Stærsti söfnuðurinn utan Þjóðkirkjunnar er Frikirkjan I Reykjavik, sem hafði tæplega 6500 félaga. I Frikirkjunni I Hafnarfiröi voru rúmlega 1700, og I óháða söfnuðinum i Réykja- vik nokkuö á fimmtánda hundr- aðið, eða mjög svipaðar fjöldi og I kaþóslku kirkjunni. Aðrir söfnuðir eu mun fá- mennari. Þannig eru nokkuð á sjöunda hundraðiö I Hvita- sunnusöfnuðinum, og svipaður fjöldi Aöventistar. Vottar Jehóva eru rúmlega 300. Fámennustu söfnuðirnir, sem skráðir eru og birtir sérstaklega I yfirliti Hagstofunnar um skipt- ingu landsmanna I trúfélög, eru Ásatrúarsöfnuöurinn, sem telur 77 félagsmenn, og Sjónarhæðar- söfnuðurinn, sem hefur 60 félaga. Yfirleitt er ekki mikill munur á fjölda kvenna og karla i trú- félögum, nema i Ásatrúarsöfn- uöinum, þar sem einungis eru skráöar 7 konur en 70 karlar. —ESJ. ÓVÍST UM STYRK TIL ALÞÝÐULEfK- HÚSS Á AKUREYRI Enn er óákveðið hvort Al- þýðuleikhúsiö á Akureyri fær einhvern styrk frá bænum, en tveir fulltrúar sjálfstæöis- manna hafa lagst gegn þvi, vegna pólitiskra yfirlýsinga for- ráöamanna leikhússins. Þegar veriö var aö semja frumvarp að fjárhagsáætlun Bæjarsjóðs Akureyrar, var lagt til að Alþýöuleikhúsiö fengi 400 þúsund króna styrk. Bæjarráðsmennirnir Gisli Jónsson og Sigurður Hannesson, téti^þáJiókaj^ftirfarandL^^ „Meðan óhaggaðar standa yfirlýsingar stofnenda Alþýðu- leikhússins þess efnis að leik- húsið eigi að vera „gildur aðili aö útbreiðslu sósialisma á ts- landi” og annað 1 þeim dúr, get- um við ekki fylgt tillögu um að veita fé úr sameiginlegum sjóði bæjarbúa til þeirrar starfsemi”. Helgi Bergs, bæjarstjóri, sagöi VIsi aö ekki væri búið aö afgreiða þetta mál endanlega, en það yröi væntanlega gert þegar frumvarpiö kemur til af- greiðslu 22.þessa mánaöar.-óT. UTBREIÐSLUSTJORI KIWANIS HEIMSÆKIR ÍSLAND Robert M. Detloff utbreiðslu- stjóri Kiwanis hreyfingarinnar kemur I dag til tslands til að ræða við forystumenn Kiwanis á ls- landi. Starfsvið hans nær yfir öll lönd f hinum frjálsa heimi fyrir utan Bandarikin og Kanada. Það eru aðeins 15 ár siðan Kiwanis hóf aðútbreiöa starfsemi sina utan Bandarikjanna og Kanada og i dag nær hún til 52 landa. Ein af megin ástæðunum fyrir heimsókn útbreiðslustjórans hingað, er sú, hve útbreiösla Kiwanis hér á landi hefur veriö mikil, en hér á landi eru nú yfir 30 klúbbar viösvegar um landið og hefur þessi öra uppbygging og hin mikla starfsemi klúbbanna vakið sérstaka athygli innan hreyfing- arinnar. Jafnframt mun Robert M. Detloff nota tækifærið og ræða við forseta Evrópustjórnar Kiwanis, hr. Bjarna B. Asgeirs- son um áframhaldandi útbreiðslu Kiwanis i Evrópu. Umdæmisstjóri Kiwanis á ls- landi i dag er Bjarni Magnússon.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.