Vísir - 11.02.1977, Blaðsíða 5

Vísir - 11.02.1977, Blaðsíða 5
> r-v VISTR Föstudagur 11. febrúar 1977 Birtir yfir hjá bretum Að fylgjast með frétt- um af efnahagssviðinu breska hefur verið eins og fylgjast með sænskum framhaldsþætti i sjón- varpi, þar sem hvert á- fallið af öðru ríður að söguhetj unni, svo að jafnvel sjónvarpsáhorf- andi heima í stof u sinni er orðinn niðurbrotinn af þeim ósköpum öllum. En í jiessum fram- haldsfréttum frá Bret- landi er nú farið að örla á gamla góða Hollywood- blænum, þar sem öll ævintýri voru látin enda vel. Hjá „sjúklingnum”, eins og hiö bágborna breska efnahagslif hefur verið kallað af gárungum, hafa nú sést fyrstu einkenni bata við þvi, sem flestir héldu orðið, að væri „króniskur” krankleiki. Þetta merkja menn á við- skiptajöfnuðinum. Hann hefur verið að meðaltali óhagstæöur um 200milljónir sterlingspund á mánuði fimm næst siðustu mán- uöi ársins 1976, en desember skilaði öllum aö óvörum 21 milljón sterlingspunda greiðslu- afgangi. — Frá minus 200 milljónum tók viöskiptajöfnuð- urinn sem sé kipp alla leiö upp i plús 21 milljón. Erlendur gjaldeyrir streymir inn i Bretland og munar þar mest um lán alþjóða gjaldeyris- sjóðsins og Evrópuláns upp á milljarð dollara, en hvoru tveggja hefur styrkt mjög stöðu pundsins. Samtimis hefur tvennt átt sér stað, sem draga mun úr verö- bólguverkjunum. Annarsvegar minnkaði útlán banka heima fyrir, og peningaveltan. Hins vegar hefur dregið úr verð- hækkunum, sem voru að meðal- tali 15% i fyrra, en höföu verið að meðaltali 25% árið 1975. Þvi ganga menn út frá þvi, að greiðslujöfnuður breta eigi eftir að vænkast verulega á yfir- standandi ári. Það er einkan- lega þrennt, sem styður þá spá: í fyrsta lagi munu bretar brenna heimabruggaðri Norö- ursjávaroliu i stað þess aö flytja inn rándýra oliu frá arabalönd- unum. Það munar um minna, enda sparnaður af þvi ætlaöur meira en 1 milljarður sterlings- punda. t ööru lagi verða breskar vörur samkeppnishæfari á er- lendum markaði eftir 20% gengisfellingu pundsins. 1 þriðja lagi friðvænlegar horfur á vinnumarkaðnum i ljósi reynslunnar af siðasta ári og samvinnu rikisstjórnarinnar og launþegasamtakanna. Gild- andi kjarasamningar renna ekki út fyrr en f desember. A fyrstu fimm mánuöum samn- ingstimans nam grunnkaups- hækkun innan viö 3% reiknuð á ársgrundvelli. Hy '* >K"' Denis Healey, fjármálaráðherra, er brosleitur um þessar mundir. Breskir skipstjórar œfír út af veiðum dana í brœðslu Breskir togaraskip- stjórar saka dönsk verk- smiðjuskip um að ganga of mikið á fiskistofna í Norðursjó með því að veiða málfisktil bræðslu í f iskimjöl. Sexmanna-nefnd tog- araskipstjóra gaf í fyrra- dag breskri þingnefnd skýrslu, en þingnefnd sú var sett til að gera úttekt á breska fiskiðnaðinum. „Mesta tjónið sem nú er unnið á fiskistofnum i Noröursjó, eru veiðar á ágætis nytjafiskum til bræðslu,” sagði George Craw- ford, skipstjóri og útgeröar- maður frá Skotlandi, einn sex- menninganna i skipstjóranefnd- inni. Hann bendir á, að danir hafi sjálfir sagst hafa veitt 40.000 smálestir i bræðslu. „Þar er einungis hugsað um magnið, en ekki, hvað veitt er,” sagði þessi skoski skipstjóri. Breskir skipstjórar eru ekki hrifnir af ráðstöfunum Efna- hagsbandalagsins til verndar fiskistofnunum i Norðursjó, þar sem meðal annars er gert ráð fyrir að auka möskvastærð botnvörpu og annarra neta. „Fiskurinn smýgur i gegnum net mitt til þess eins að lenda i ryksugu dönsku verksmiðjutog- aranna,” mælti Crawford fyrir munn margra starfsbræðra sinna. VÍSiR visar á

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.