Vísir - 11.02.1977, Blaðsíða 23

Vísir - 11.02.1977, Blaðsíða 23
SKAMMT ÖFGANA Á MILLI í RÍKISÚTVARPINU: Jesós Kristvr í MacClouds stað og Colombos SjónvarpsskoOari Húsavfk haföi samband viö okkur og haföi þetta fram aö færa: Hvaöa helgislepja er oröin yfir sjónvarpinu okkar i seinni tiö, aö visu aöeins i oröi en ekki á boröi. Þaö sem ég á viö er ákvöröun forkólfanna hjá stofnuninni um aö hætta aö sýna sakamálamyndir vegna þess aö þeir þykjast þurfa aö hafa vit fyrir okkur almúga- fólkinu, sem gæti spillst viö aö sjá eitthvaö krassandi. Þannig gátu þeir losaö sig viö McClo- ud og Colombo, en þótt þeir hafi i oröi kveönu þurrkaö út sakamálaefni, hefur norrænt striös og glæpaefni grasseraö á skerminum. Svo aö ekki hafa þessir kappar veriö sjálf- um sér samkvæmir. Mér finnst þaö alveg fráleitt aö þurrka út afþreyingarefni af þvl tagi sem þættirnir um þá félaga eru. Þaö er litiö brot af þáttunum þess eölis aö ver- iö sé aö sýna glæpi eöa ein- hvern óhugnaö. Megniö af timanum fer i aö leysa ein- hverjar gátur sakamálanna. Þaö væri nánast eins og ef bannaö væri aö ræöa viö þá menn sem unnu aö rannsókn Geirfinnsmálsins I sjónvarp- inu, vegna þess aö þar væri um aö ræöa glæpamál. Nei, þaö er ófært aö láta eitthvert „hysteriskt” fólk fjarstýra útvarpsráöi i þess- um efnum. Þaö veröur aö láta fólk sjálft velja og hafna. Þetta er alvarleg takmörkun á frelsi til f jölmiölunar og ef far- iö er inn á þessa braut má al- veg eins búast viö aö þessir þröngsýnismenn fari aö beita áhrifum sinum til þess aö hætt veröi aö sýna sakamála- og kúrekamyndir I kvikmynda- húsum og hver veit nema þeir berjist fyrir þvi aö spennandi sakamálasögubækur veröi ekki seldar hér á landi. Þaö er skammt öfganna á milli hjá þessum mönnum: A sama tima og þeir þurrka McCloud og Colombo út úr sjónvarpinu láta þeir hefja flutning framhaldsleikrits i útvarpinu um Jesúm Krist. Áekki pen- ingaó Jón Haraldsson múrari, Ný- býlaveg 50, hringdi: Sist af öllu fannst mér þaö vera I verkahring Þorsteins Löve, múrara, sem skrifaöi I VIsi þann 9. febrúar sl., aö gagnrýna gjöf múrarafélags- ins til krabbameinsfélagsins. Þorsteinn hefur ekki veriö I Múrarafélagi Reykjavlkur I áraraöir og er þvl tæplega vel inni I málum félagsins. Hann er hins vegar i Múrarameist- lager arafélági Reykjavíkur, en ég veit ekki til þess aö þaö hafi gefiö nokkuö. '•'Vissulega heföi veriö gam- an aö geta gefiö milljón en hún er einfaldlega ekki til! Félagiö á ekki peninga á lager fremur en aörir. Þess skál geti5 aö ég er ekki i stjórn félagsins og tala því ekki fyrir neinn nema sjálfan mig, en ég held aö viö séum yfir höfuö ánægöir meö félagiö og stjórn þess. Ef þér liggur eitt- hvoð á hjarta... Viö höfum stundum beint þvi til lesenda aö hringja I slma 86611 ef þeir heföu hug á þvl aö kvarta yfir einhverju eöa hrósa, og höfum þá oröaö þaö svo: ,,Ef þér liggur eitthvaö á hjarta, hringdu þá I sima 86611”. Guömundur A. Finnbogason einn lesenda blaösins hringdi meö vlsu sem honum datt I hug um leiö og hann las klausuna. Og vlsan hljóöar svona: Ef þér liggur eitthvaö þungt á hjarta til útrásar mun þráöur vera beinn Heillaráöiö, hæla, nlöa og kvarta hringdu i átta sex sex einn og einn Kristján Zophaniasson skrifar: Þeir eru sjálfsagt margir ökumennirnir sem þurft hafa aö snögghemla, til þess aö hindra ákeyrslu á hest. En oft veröur maöur vitni aö vítaveröu gáleysi hesta- manna hér I nágrenni Reykja- vlkur, en svo viröist sem þeir menn komist upp meö allt, jafnvel aö vera ölvaöir rlöandi innan um umferöina og er þá ekki skeytt um lög og reglur. Enda er rétturinn þeirra ef eitthvaö kemur fyrir. Ég helli úr skálum reiöi minnar yfir hóp manna sem nú fyrir stuttu neyddu mig næstum ofan I á á bil mlnum upp I Vlöidal. Þetta geröist um helgi, seint um kvöld. Þaö var niöamyrkur, alskýjaö og eng- in ljósglæta nema af ljósum bllsins. Þegar ég kem aö beygju sem brú tók viö af, birtast allt I einu i beygjunni tvö hross á fullri ferö á móti mér. A hross- unum var knapi sem geröi enga tilraun til aö hægja á sér né vikja. Mér tókst á siöustu stundu aö beygja og hemla, þó ekki betur en svo aö billinn fór hálf- ur út af veginum viö brúar- stólpann. Ruddinn á hrossun- um tveimur steytti hnefann á móti mér og gargaöi ókvæöis- orö sem allsgáöur maöur heföi tæpast látiö sér um munn fara. Á eftir komu svo um 30 hross meö fleiri mönnum sem voru fremur háværir. Þaö fauk I mig en mér tókst aö koma bllnum aftur upp á veg- inn. Mér þykir full ástæöa fyrir hestamenn aö fara varlega I umferöinni, og væri ekki ráö aö merkja hestana, meö ein- hverjum endurskinsmerkjum eöa ööru, svo þeim sjáist i myrkri. Annaö býöur hætt- unni heim. Fleiri sendiróð fjolmenn en þaðrússnenska Þóra Vigfúsdóttir hringdi: Mig langar til aö benda á nokkuratriöi i sambandi viö all- ar þessar njósnasögur sem Vlsir hefur veriö aö segja landsmönn- um. Hvaö græöa þjóöir á þvi aö njósna á Islandi, um atriöi sem varöa Islendinga sjálfa? Ég get ekki séö aö okkur komi viö hvort rússareru aö skarka ieinhverju rusli sem bandarikjamenn eru meöhér á landi. Nema kannski ef þeir finna kjarnorkuvopn og geti sagt okkur meira en utan- rikisráöherrann okkar. Ég vil llka benda á aö fleiri sendiráö en þaö rússneska eru fjölmenn eins og t.d. þaö kin- verska. Og svo þurfum viö ekk- ert siöur aö vera á varöbergi gagnvart bandariskri njósna- starfsemi, sem er nú sennilega miklu frægari en nokkurn tlma sú rússneska ef viö teljum okkur hafa eitthvaö aö fela t.d. I sam bandi viö landhelgina. Ég vona aö enginn sé svo langt leiddur aö hann kalli þaö drasl sem banda- rikjamenn eru meö hér Islenska eign. Viö viröumst gleyma einum stórfelldum njósnum, sem allir vissu um fyrir stuttu slöan. Þaö var breski flugherinn sem möl- braut öll loftferöalög og stofnaöi lifi Islendinga i hættu. Eöa er þaö kannsli meiningin aö viö gelymum öllu ofbeldi breta á 10 mlnútum eöa svo og reynum aö koma öllu yfir á aörar þjóöir. Hellt úr skúlum reiðinnar... Sjón,varpsskoöar- inn ö Húsavik vek- ur athygli á þvi i pistli sínum, aö mjög lltill hluti þáttanna um Col- ombo og McCloud hafi fariö i aö sýna glæpi eöa afbrot, megniö af timan- um hafi fariö i aö fylgjast meö saka- málasérfræöing- um leysa gátur sakamálanna.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.