Vísir - 11.02.1977, Blaðsíða 17

Vísir - 11.02.1977, Blaðsíða 17
17 VISIR Föstudagur 11. febrúar 1977 Plastkeöjunum „Sint- ac 2000” er smellt beint yfir sumar- dekkin, þegar á þeim þarf aö halda viö akst- ur I hálku og snjó. Þaö er lftill vandi aö koma plastkeöjunum fyrir, og þær strekkja sig sjálfar þegar af staö er haldiö. Eru þœr svarið \ við nagiadekkjum, jórnkeðjum eða saltburði hér á landi? I Plastkeðjur undir bílinn! ,,Ég sá þessar keöjur á sýn- ingu I Þýskalandi I haust, en vissi áöur um tilveru þeirra og aö menn höföu veriö aö gera til- raunir meö þær viö ýmsar aö- stæöur undanfarin ár viöa i Evrópu. Mér leist svo vel á þetta, aö ég varö mér úti um einkaumboö hér á Islandi, enda tel ég aö þarna sé komiö svariö viö þessu endalausa þrasi um nagladekk, keöjur og saltaust- ur, sem hér á sér staö. Sá sem viö erum aö ræöa viö heitir Arni Sigursteinsson fram- kvæmdastjóri Gúmmfvinnu- stofunnar á Selfossi, og þaö sem viö erum aö ræöa um, er ný teg- und af keöjum, sem nú eru vlöa aö ryöja sér til rúms I Evrópu, og Árni hefur náö I umboö fyrir hér á landi. „Viö getum kallaö þetta plastkeöjur en þær eru geröar úr nylon og polyester þræöi meö plast-acryl húöun. Eru þær ekki óáþekkar litlum netpoka á aö sjá og eru mjög meöfærilegar og auövelt aö setja þær á dekk og taka þær af. Þetta er hollensk hugmynd, en varan er unnin f Þýskalandi. Meöal annars voru þær nýlegar notaöar f Rally-keppni I Austur- rfki, og þóttu standa sig ótrú- lega vel. Þæreigaaögetadugaöl 12 til 15 þúsund kflómetra akstur ef vel og rétt er aö fariö, og þaö má smella þeim beint yfir sumar- dekkin þegar á þarf aö halda. Samkvæmt mælingum sem geröar hafa veriö á þessum plastkeöjum, eru þær taldar hafa aöeins 15% lakari stöövun- armöguleika en járnkeöjur á Is, og persónulega tel ég aö þær geti komiö aö mjög góöum not- um hér á landi. Þær létta örugglega af okkur ýmsum vandræöum, svo sem skemmdum á götum og vegum meö varanlegu slitlagi skemmdum á bilum og hjól- böröum ásamt kostnaöi og leiö- indum i akstri á járnkeöjum og nagladekkjum á auöu eöa svo til auöu dögum — vikum og jafnvel mánuöum saman, þvi eins og ég sagöi áöan fara sumardekk- in best meö þessum útbúnaöi allt áriö.” — Hefur þú flutt inn nokkuö af þessum keöjum Árni? „Ég fékk nýlega um tvö- hundruö keöjur svona til prufu. Nokkrar hafa þegar veriö send- ar til Sauöárkróks, Akureyrar og Egilsstaöa, en hitt er ég meö enn hér á Selfossi þar sem viö gefum allar nánari upplýsing- ar, ef einhver hefur áhuga.” —klp Akureyrarbœr að versla vegna framtíðarskipulags Akureyrarbær stendur I húsa- kaupum þessa dagana og er þaö fyrst og fremst af skipulags- ástæöum, aö sögn Helga Bergs, bæjarstjóra. Bæjarráö hefur lagt til kaup á tveimur húseign- um. Annaö húsiö er viö Glerárgötu 6og hefur bæjarstjóri átt samn- ingaviöræöur viö Gunnar Sdlnes hdl. um kaup á þvi, Húsiö er boöiö á brunab ótamatsveröi sem er 12,6 milljónir. Hluti kaupverös greiöist meö skulda- jöfnun viö bæinn vegna gjald- fallinna bæjargjalda. Hitt húsiö er viö Hafnarstræti 86B, sem er I eigu Prentverks Odds Björnssonar, Húseignin á- samtlóö er föl fyrir 31,5 milljón- ir. „Þaö er aöallega af skipu- lagsástæöum sem viö viljum kaupa þessi hús,” sagöi Helgi Bergs, bæjarstjóri, I viötali viö VIsi. Hvaö Glerárgötu snertir, þarf aö rlfa öll hús austan hennar þegar gatan veröur breikkuö vegna þjóöbrautarinnar. Bær- inn á nú öll húsin nema númer 6 og 8 og meö þessum kaupum veröur ekki nema eitt eftir sem eftir er aö festa kaup á.” „Hvaö POB húsiö snertir stendur þaö á skika sem af- markast af Hafnarstræti, Torfunefi og Eyjafjaröarbraut. Þaö stendur á eignarlóö og viö viljum ná fótfestu þarna upp á framtiöarskipulag.” „Viö höfum einnig þörf fyrir aukiö húsnæöi vegna hitaveit- unnar og annarra stofnana, þar sem viö höfum llka veriö aö selja húseignir sem bærinn átti. Fyrst I staö veröur þvl þarna lager fyrir hitaveituna og aörar stofnanir aö einhverju leyti, en húsiö veröur svo rifiö á endan- um.” —ÓT. Rúðubrjótar á ferð Undanfarna daga hafa skemmdavargar veriö mikiö i feröinni viö Silungapoll, sem er rétt fyrir ofan Rauöhóla. Þar er á sumrin starfrækt barnaheimili, en á veturna stendur húsiöónotaö. Þetta hafa skemmdarvargar fundiö og og þvi gert sig þar heimakomna. Nú slöast voru þar brotnar nokkrar rúöur I húsinu, og er þaö ekki i fyrsta sinn I vetur sem þaö er gert. Hefur oröiö til- finnanlegt tjón af þessum heim- sóknum, en nú á aö auka gæsl- una viö húsiö og má þá búast viö aö rúðubrjótarnir haldi sig frá þvi. —klp- Cobra. Þaöer viö hæfiaöhafa mittá meöal hljómsveitarmeölimanna, eftirlikingu af Cobra eiturslöngu. Ný sex manno hljómsveit Cobra, ný hljómsveit kom I fyrsta sinn fyrir sjónir almenn- ings fyrir nokkru I Klúbbnum. Þetta er sex manna hljómsveit sem spilar bæöi „funk” rokk og svo almenna dægurtónlist, aö sögn framkvæmdastjóra hljóm- sveitarinnar Ásgeirs Heiöars. „Þetta er sex manna hljóm- sveit sem kemur til meö aö slaga hátt upp I stóru hljóm- sveitirnar,” sagöi Asgeirer Vis- ir ræddi viö hann. Tveir hljómsveitarmeö- limanna, þeir Björn Thoroddsen og Geir Gunnarsson koma úr hljómsveitinni Laufinu og sjá um söng og gltarleik. Bræöurnir Einar og Eyjólfur Jónssynir eru nýliöar i brans- anum. Einar spilar á gltar en Eyjólfur á trommur. Rafn Sigurbjörnsson veröur söngv- ari og Agúst Birgisson leikur á bassa. Asgeir Heiöar sagöi aö hljóm- sveitinni hefði veriö tekiö mjög vel i Klúbbnum og mönnum komiö á óvart hve hljómsveitin var góð. Nokkur laganna sem hún flytur eru frumsamin. Fyrst um sinn er ætlunin aö spila i bænum en halda út á landsbyggðina I vor. —EKG. Hórsnyrting Villa Þór í Ármúlann Hinn vinsæli hárskeri Villi Þór hefurnú flutt hársnyrtistofu sina úr Siöumúla I Ármúla 26 Villi snyrtir hár kvenna jafnt sem karla og hér hefur ung frú sest I stólinn hjá honum. (Mynd Jens). þar sem hann hefur innréttaö einkar skemmtilega stofu á annarri hæö. Þegar Vlsir leit inn hjá Villa rakara kvaö hann ekki vanþörf á aö sumir blaöamenn létu stytta hár sitt þvl nú væri hár karlmanna mjög á „uppleiö”. Allavega yröu hálf eyrun aö sjást ef blaðamenn vildu lita út eins og menn og eftir skamma stund er visismenn héldu út mátti sjá aö þeir hafa eyru eins og aðrir menn. Villi klippir og snyrtir hár jafnt kvenna sem karla og eins og áður getur fólk hringt og pantað ákveöinn tima og þarf þvi ekki aö eyða neinu i biö. En komi þaö fyrir aö blöa þurfi smástund býður Villi upp á kaffi sem jafnan er vel þegiö. —SG

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.