Vísir - 11.02.1977, Blaðsíða 9

Vísir - 11.02.1977, Blaðsíða 9
9 Alþýöuleikhúsiö sér um hluta dagskrár menningarvökunnar. Nokkrir aöstandendur þess eru I Reykjavlk um þessar mundir, þar á meöal þau Arnar Jónsson og Þórhildur Þorleifsdóttir. Ljósm. JA Fjölbreytt menning- arvaka fyrir alþýðu manna Meistari Jakob vinnur í happdrœttinu A sunnudaginn 13. febrúar, frumsýnir Leikbrúöuland 3 nýja leikbrúöuþætti. Fyrsti þátturinn fjallar um stutta ævi litillar holtasóleyjar. Sföan koma gamlir kunningjar ,,10 litlir negrastrákar” og loks er nýr þáttur um Meistara Jakob, sem I þetta sinn vinnur i happdrætti og lendir af þeim sökum i ýmsum þrengingum. Aöstandendur Leikbrúöu- lands eru: Bryndls Gunnars- dóttir, Erna Guömarsdóttir, Hallveig Thorlacius og Helga Steffensen. Hólmfriöur Páls- dóttir annaöist leikstjórn á þættinum um Meistara Jakob, en hún hefur frá upphafi mót- aö Meistara Jakob og hans skylduliö. Arnhildur Jónsdótt- ir leikstýröi hinum þáttunum. Leiktjöld eru eftir Þorbjörgu Höskuldsdóttur. Sýningar veröa á hverjum sunnudegi kl. 3 aö Frikirkju- vegi 11. Miöasala hefst kl. 1 á sunnudögum og verþúr svaraö i sima 15937 frá 1-3 en aöeins sýningardagana. Samfylking um alþýöumenn- ingu gengst fyrir menningar- vöku I Lindarbæ sunnudags- kvöldiö 13. febrúar kl. 20:30. A vökunnL veröur blandaö saman gamni og alvöru I hæfi- legum hlutföllum. Alþýöuleik- húsiö og Samtök áhugafólks um leiklist, SAL, munu flytja stutta leikþætti, ungskáld lesa úr verkum sinum, kór Alþýöu- menningar syngur nokkur lög, rimur veröa kveönar og Jón ó. Jóns frumflytur frumsamiö leikhúsverk. Mun þá væntan- lega skýrast hver dylst bak við þaö nafn. Margt fleira verður á boöstól- um alþýöu manna til dægra- styttingar og umhugsunar. Þeim til glöggvunar sem ekki hafa áöur oröið varir viö tilvist samtaka þeirra er aö vökunni standa, skal hér frá þvi greint, aö samfylking um alþýðumenn- ingu, undir nafninu Alþýöu- menning, var stofnuö á siöast- liönu hausti af hópi áhugafólks. Markmiö samfylkingarinnar er m.a. aö varöveita, endur- vekja og efla alþýöumenningu á Islandi og kynna hana hvar sem þess gefst kostur, aö sýna fram á aö raunveruleg alþýöumenn- ing er sprottin úr daglegu lifi al- þýöu, aö hvetja alþýðufólk til aukinnar tjáningar i söng, dansi, hljóöfæraleik, kvæöum, leikþáttum o.fl. og efla sam- stööu þess og félagslif. Sýna „Drekann" í MH á sunnudaginn Nemendur f mennta- skólanum við Hamrahlíð frumsýna á sunnudaginn leikritið „Drekinn" eftir rússann Schwarts í þýð- ingu örnólfs Árnasonar. Leikstjóri er Þórunn Sigurðardóttir. Um 50 nemendur hafa unniö viö undirbúning sýninganna frá þvi um áramót. Leikendur eru um 30, en nemendur I mynd- listarfélagi skólans sjá um leik- myndir og búninga. Leikritið var flutt i ríkisút- varpinu áriö 1965, og er I reynd leikrit fyrir alla fjölskylduna. Ahorfendur geta tekið leikritiö jafnt sem ævintýri og þjóöfé- lagsádeilu. Aöalleikarar eru Sigriöur Þorgeirsdóttir, Björn Guö- brandur Jónsson, Karl Agúst Úlfsson, Jakob S. Jónsson og Indriöi Einarsson. Frumsýningin veröur á sunnudaginn kl. 20.30 i hátiöar- sal skólans, en sýningar veröa einnig á þriöjudag og föstudag i næstu viku á sama tima. Nemendur i Hamrahliðar- skólanum hafa undanfarin ár sýnt leikrit á hverjum vetri viö góöa aðsókn. — ESJ. Sýningar og fleira Sýningar: KJARVALSSTADIR: Sýning á norrænni veflist stendur nú yfir i báöum sölum og göngum húss- ins. Sýningin er opin til 20. febrúar kl. 16-22, nema um helg- ar kl. 14-22. NORRÆNA HÚSIÐ: Helgi Gislason sýnir höggmyndir og grafikmyndir. Sýningin verður opin til 16. febrúar kl. 14-22. GALLERt SÓLON ISLANDUS: Egill Eövarösson sýnir 20 litaö- ar teikningar. Sýningin er opin kl. 2-6 virka daga nema mánu- daga og kl. 2-10 á sunnudögum. MOKKA: Stefán Jónsson frá Möörudal sýnir 22 oliumálverk. LOFTIÐ: Sýning á 60 mynd- verkum vangefinna veröur opin á verslunartima virka daga, kl. 14-18 laugardaga til 19. febrúar. Á fjölunum: ÞJ ÓÐLEIKHÚSIÐ: Sýnir Gullna hliðiö á föstudagskvöld kl. 20:00, Sólarferð á laugar- dagskvöld kl. 20:00 og Nótt ást- meyjanna á sunnudagskvöld kl. 20:30. Dýrin I Hálsaskógi veröa á fjölunum á laugardag kl. 15 og á sunnudag kl. 14 og 17. LEIKFfiLAG REVKJAVtK- UR:Saumastofan veröur sýnd á föstudagskvöld, Skjaldhamrar á laugardagskvöld og Makbeö á sunnudagskvöld kl. 20:30. MiÖ- nætursýning veröur á Kjarn- orku og kvenhylli á laugardags- kvöld og hefst hún kl. 23:30. LEIKFÉLAG KÓPAVOGS: Sýnir Glataöa snillinga á sunnu- dagskvöld kl. 20:30. LEIKFÉLAG AKUREYRAR: Sýnir Oskubusku á laugardag kl. 15 og sunnudag kl. 14. Miöa- sala er kl. 5-7 daginn fyrir sýn- ingardag. LEIKFÉLAG SELFOSS: Sýnir leikritiö ,,Sá sem stelur fæti...” I Arnesi föstudagskvöld ki. 21. HERRANÓTT: Sýnir „Sú gamla kemur i heimsókn” i Félagsheimili Seltjarnarness á sunnudagskvöld kl. 20:30. FLENSBORGARNEMEND- UR: Sýna „ó, þetta er indælt striö” i skólanum föstudags-, laugardags- og sunnudagskvöld kl. 20:30. NEMENDUR MH: Sýna leikrit- iö Drekann á sunnudagskvöld kl. 20:30. LEIKLISTARKLÚBBUR , FJÖLBRAUTARSKÓLA BREIÐHOLTS: Sýnir „A út- leiö”. Smurt brauð m # # & Heilar sneiðar Kaffisnittur Hálfar sneiðar Cockteilpinnar Brauðtertur Kynnið ykkur okkar sanngjarna verð & # *£ # Suðurveri Stigahlið 45 simi 38890. — 52449 Artistry in sound ONKYO A3000 Vorum að taka upp stóra sendingu af Onkyo hljómtœkjum, meðal annars þennan glœsilega 100 watta magnara ó aðeins Kr. 47.370.- mjc Sími (96)23626 M Glerárgötu 32 Akureyri Ford Cortína Ford Cortina órgerð 1977 er til sýnis dag- lega í sýningarsal okkar að Skeifunni 17 Komið og kynnist nýju Cortinunni Ford í fararbroddi SVEINN EGILSSON HF FORD HUSINU SKEIFUNNI 1 7 SIMI 85100

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.