Vísir - 10.03.1977, Síða 4

Vísir - 10.03.1977, Síða 4
Fimmtudagur 10. mars 1977 VISIH Umsjón; Guðmundur Pétursso saccharins Heilbrigðisyfirvöld i Kanada og i Bandarikj- unum hafa gert kunnugt að i ráði sé að banna sið- ar á þessu ári notkun saccharins, sem oft er notað i stað sykurs. Rannsóknir i Kanada hafa leitt i ljós aö miklar inntökur af sacc- harin ollu krabbameini i gall- blöörum á tilraunadýrum (rott- um). Þykir liklegt aö banniö veröi látiö taka gildi 1. júli og nær þaö jafnt til notkunar á saccharift I framleiöslu gosdrykkja sem sölu á saccharinitöflum sem margir nota i staö sykurs eins og t.d. út I kaffi. Keith Richard gitarleikari Roliing Stones, sést hér á leiö til réttarsalarins i Toronto, þar sem hann var tekinn um sföustu helgi og kæröur fyrir aö hafa heróin i fórum sinum til aö selja. — Þessa sömu helgi hélt hljómsveitin hljóm- leika i Toronto og efndi eftir á til samkvæmis á hóteli sinu, en þaö samkvæmi sótti m.a. Margaret Trudeau. HUn dvaldi nokkra daga á sama hóteli og Rolling Stones, sem eru nú komnir til New York, þar sem frú Trudeau hefur einnig skotiö upp kollinum. Búkarest Eitt virtasta dagblað heims, Lundúnablaðið „Times” hefur ekki komið út i sex daga samfleytt vegna verk- falls tæknimanna. Eru menn uggandi um fram- tið blaðsins. Forráöamenn fyrirtækisins hafa ekki viljaö láta uppi, hversu mikiö tapiö nemur af völdum verkfallsins, en Thomson, lávaröur eigandi blaösins, sagöi fréttamönnum, aö hann heföi þungar áhyggjur af útgáfunni, sem heföi kostaö hann 10 milljón- ir sterlingspunda siöan hann tók viö blaöinu 1967. „Times” var stofnaö 1785. Neyöarástandinu, sem lýst var yfir I Rúmeniu eftir jaröskjálft- ann mikla, hefur nú veriö aflétt alls staöar nema I Búkarest. Um leiö hefur rúmeniustjórn af- þakkaö frekari aöstoö erlendis frá en þá sem er á leiöinni. Myndirnar hér til hliöar og fyrir ofan voru teknar i Búka- rest af fólki, sem ! fannst lifs f rústunum. Gamli maöurinn á efri myndinni haföi legiö niöur grafinn i þrjá daga undir brak- inu, áöur en honum var bjargaö. Útgáfo Jimes' stöðvuð í viku Tóku 3 byggingar og um 80 gísla til að mótmœla kvikmyndasýningu Vopnaðir menn lögðu undir sig þrjár bygg- ingar i Washington i gær og tóku fjölda gisla. Kröfðust þeir þess að hætt yrði að sýna kvikmynd um spámanninn Mú- hammeð: Einn fréttamaöur lét llfiö og aö minnsta kosti fimm manns særöust þegar mennirnir gripu til skotvopna sinna viö töku bygginganna. Aö kröfu ræningjanna var hætt i gær aö sýna kvikmyndina „Múhammeö, sendiboöi Guös” sautján milljón dollara kvik- mynd, sem var til sýningar I ýmsum kvikmyndahúsum hér og hvar um Bandarikin. Carter forseti fyrir skipaöi FBI alrlkislögreglunni, aö aö- stoöa Washington-lögregluna viö aö setjast um byggingarnar sem mennirnir höföu á valdi slnu. Fjórir menn .tóku rúmlega 50 gisla á valdi sinu. Fjórir menn tóku rúmlega 50 glsla i aöalstöövum gyöinga- samtakanna. B’nai B’rith. Einn maöur tók fimmtán gisla i aöal- skrifstofum samtaka múhamm- eöstrúarmanna, og tveir til viö- bótar náöu ótöldum fjölda á sitt vald I Columbia byggingunni, þar sem borgarstjórn Washing- ton hefur aösetur sitt. Mennirnir I B’nai B’rith sögö- ust vera Hanafi-múhammeös- trúarmenn og sömuleiöis sá sem lagöi undir sig skrifstofur múhammeöstrúarmanna. 24 ára gamall útvarpsfrétta- maöur varö fyrir skothrinu á fimmtu hæö Columblubygging- arinnar og lést af sárum sinum. Einn af ráögjöfum borgar- stjórnar særöist. — Borgar- stjórinn læsti aö sér skrifstofu sinni á fimmtu hæö og var þar lokaöur inni margar klukku- stundir. í ráði að banna not MARGARET TRUDEAU ORÐUÐ VIÐ STONES Margaret Trudeau, eiginkona kanadiska forsætisráðherrans var viðstödd ballettsýningu i New York i gærkvöldi og var þá spurð nær- göngulla spurninga af blaðamönnum um sam- band hennar og Mick Jaggers, söngvara Roll- ing Stones. „Almáttugur, nei!,” varö for- sætisráöherrafrúnni aö oröi sýni- lega felmtri slegin þegar einn blaöamannanna spuröi hana hreint út hvort hún stæoi í ástar- sambandi viö Jagger. Jagger, sem einnig er staddur I New York, lét frá sér fara yfirlýs- ingu I gærkvöldi þar sem hann visaöi á bug öllum orörómi um náin kynni þeirra. Mararet Trudeau bar á móti þvi viö blaöamennina, aö hún heföi fariö huldu höföi eftir næt- ursamkvæmi, sem hún sótti um siöustu helgi i Toronto meö rokk- hljómsveitinni. Hún svaraöi nokkrum spurn- ingum blaöamannanna og kvaöst geöjast vel aö Jagger, sem hún vildi gjarnan eiga aö vini, en þekkja hann þó aöeins lauslega. — En henni þótti nóg um þegar einn blaöamannanna spuröi hana hvernig sambúö hennar og manns hennar væri. „Hvernig er sambúö þin og eiginkonu þinnar?” — spurði hún á móti. I för meö Margaret á ballet- sýninguna var Yasmin Khan, dóttir Ali Khan og Rity Hayworth.

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.