Vísir


Vísir - 18.05.1977, Qupperneq 10

Vísir - 18.05.1977, Qupperneq 10
10 Miðvikudagur 18. mai 1977 VISIR VfSIR C'lKefandi:KeykJaprent hf Framkv,*mdastjóri:DavIÖ (iuömundsson Kitstjórar :Þorstelnn Fálsson ábm. Olafur Kagnarsson Kitstjórnarfulltrúi: Bragi Guömundsson. Fréttasljórl erlendra írétta : Guömundur Pótursson L’m- sjón meó helgarblafti: Arni Dórarinsson. Blaftamenn: Edda Andrósdóttir, Einar K. Guftfinnsson, Elias Snæland Jónsson, Finnbogi Hermannsson, Guftjón Arngrlmsson, Kjartan L. I’álsson, Oli .Tynes, Sigurveig Jónsdóttir, Sæmundur Guftvinsson. iþróttir: Björn Blöndal, (íylfi Kristjónsson. Akureyrarritstjórn: Anders Hansen. C'tlitsteiknun: Jón öskar Hafsteinsson og Magnús ölafsson. l.jósmyndir: Jens Alexandersson, Loftur Asgeirsson. SöluMjóri: Fáll Stefánsson. Augly singastj ;. I'orsteinn Fr. Sigurftsson Dreifingarstjóri: Sigurftur K. Fétursson Auglýsingar: Slftumúla 8. Slmar 822W, 8M11. Askriftargjald kr. 13M á mánufti innanlanda. Afgreiftsla: Hverfisgötu 44. Siml 8MI1. Verft I lauaaatfla kr. 79 elntaklft. Kitstjórn: Slftumúla 14. Slmi 8M11. 7 llnur. Prentun: Blaftaprent hf. Þríhliða samvinna l umræðum um lausn yfirstandandi kjaradeilu hef- ur komiö fram vaxandi skilningur á mikilvægi þess að koma í veg fyrir/ að launahækkanir verði ákveðnar með þeim hætti að þær leiöi til nýrrar verðbólgu- skriðu. Reynsla undangenginna ára hefur með ótvi- ræðum hætti sýnt öllum almenningi að með þvi móti verða ekki tryggðar raunhæfar kjarabætur. Augljóst er, að kjarabæturnar verða að vera innan þeirra marka, sem aukning þjóðartekna leyfir. i febrúarsamningunum 1974 var ekkert tillit tekið til raunverulegra aðstæðna i þjóðarbúskapnum. Þeir samningar urðu þvi i reynd kjaraskerðingarsamning- ar, ekki sist að þvi er tekur til láglaunafolks. Vinstri stjórnin vildi bregðást við þessum samning- um með því að banna allar vísitölugreiðslur á laun og afnema hluta af umsömdum kauphækkunum. For- sætisráðherra þeirrar stjórnar rauf hins vegar þingið áður en afstaða var tekin til þessa frumvarps stjórn- arinnar. Visitöluuppbætur voru þó bannaðar með bráðabirgðalögum, og um það leyti sem núverandi rikisstjórn setti lög úm launajöfnunarbætur krafðist Lúðvik Jósepsson þess að gerðar yrðu ráðstafanir til að koma i veg fyrir að kaupið æddi upp eftir einhverj- um visitölureglum eins og.hann orðaði það á þeim tima. Hugmynd vinstri stjórnarinnar var sú að banna með lögum kauphækkanir, sem voru í engu samræmi við efnahagslegar aðstæður á þeim tima. Tafarlausar ráðstafanir af þessu tagi hefðu ugglaust dregið úr verðbólgunni og fært launþegum nokkru raunhæfari kjarabætur en náðust með óraunhæfum samningum. Með hliðsjón af þvi sem gerst hefur í þessum efnum á allra siðustu árum er ekki nema eðlilegt að kröfu- gerð launþegafélaganna nú hafi verið tekið með var- færni. Sérkröfur margra félaga, sem fara með umboð þeirra, er hæst laun hafa, gera ráð fyrir allt að 200% kauphækkunum. Meðan þessar kröfur standa er erfitt aö ræða þessi málefni af einhverri skynsemi, þó að engir andmæli réttmæti kröfugerðar um hækkun lægstu launa. En það eru ekki aðeins vinnuveitendur, sem brugð- ist hafa þreytulega við óraunhæfum sérkröfum. Aug- Ijóst er orðið, að þær hafa engan hljómgrunn meðal þorra fólks i landinu. Verkalýðshreyfingin hefur ekki stuðning almennings til að knýja fram þessar miklu launahækkunarkröfur. A hinn bóginn er augljóst að undan þvi verður ekki vikist að bæta kjör þeirra, sem við erfiðastar aðstæð- ur búa, og auknum þjóðartekjum verður að ráðstafa til launþega en ekki opinberra umsvifa og óarðbærrar fjárfestingar. Verkalýðshreyfingin hefur sett fram mjög jákvæð sjónarmið varðandi samdrátt i rikisum- svifum i því skyni aðopna möguleika á að taka skatta- lækkanir inn í lausn kjaradeilunnar. Verkalýðshreyfingin hefur t.d. réttilega bent á, að draga megi úr óarðbærri opinberri fjárfestingu í þessu skyni. Ljóst er að ríkisvaldið hefur á undan- förnum árum staðið i miklum framkvæmdum án þess að taka nokkurt tillit til arðsemissjónarmiða. Hefur þetta einkum átt sér stað á sviði orkumála. Þær fram- kvæmdir eru að vísu fjármagnaðar með lánum. En eigi að síður mætti lækka f jármagnskostnað ríkissjóðs á næstu árum, ef skynsamleg vinnubrögð yrðu tekin upp við orkuframkvæmdir, þar sem tillit yrði tekið til arðsemi. Þar að auki getur ríkisvaldið skotið ýmsum fram- kvæmdum og þjónustuverkefnum á frest í því skyni að greiða fyrir lausn kjaradeilunnar með umtalsverð- um skattalækkunum. Ef koma á í veg fyrir enn eina víxlhækkunarskriðu kaupgjalds og verðlags þarf þrí- hliða samvinnu launþega, vinnuveitenda og ríkis- valds. Einn er sá mafiur sem hefur vakifi ailnokkra athygli á opin- berum vettvangi i höfufistafin- um afi undanförnu fyrir sér- stæfia framkomu og hressilegt vömót. Hann gekk til mennta i Cambridgeháskóla I Englandi og kom þafian mefi gráOur i sögu og enskri tungu. Þessi mafiur er þó ekki lærimeistari i islenskum menntaskóla efia há- skóla. Þetta er John Lewis, plötusnúóur i Óðali. Þar sem okkur haffii borist til eyrna afi hann hefói nartaö i eina fslenska blómarós — I bók- staflegum skilningi’, er hún rétti honum hendina til afi heilsa honum, ákváóum viö fyrir for- vitnissakir og þrátt fyrir áhætt- una aónálgast þennan sérstæfia mann. Vió brugöum okkur á mióvikudagskvöidi nióur f ÓOal, þegar kappinn átti fri og rædd- um vió hann um hans hagi. ,,Ég byrjaói i þessum brasa árió 1964, þá 16 ára gamall, og hef starfaö i öllum helstu disco-klúbbum Evrópu. Allt frá Sikiley til Islands. Ég leik ein- vörungu „soul” tónlist. „Soul” er þinn og minn innri maöur. Ég reyni aö gefa sjálfan mig i þetta. Ég er listamaöur sem set tilfinningarnar á fóninn. Ef ég er dapur finnur fólk þaö.” Eitt kiló Engles takk! „í „soul” tónlistinni er mikill kraftur og taktur. Hún er gerö til þess aö dansa eftir. Ekki til þess aö hugsa um. Og diskótek er ekki staöur til aö drekka á heldur til aö hitta vini og dansa. En aöstæöurnar veröa aö vera góöar, — góöur diskótekari og vingjarnlegt starfsfólk.” Þegar hér var komiö sögu ákvaö John aö innleiöa okkur i allan sannleika um hreina „soul” tónlist og skellti á fóninn Jimmy Smith, Babe Ruth og Is- ley Brothers. „Hlustiöi á þetta!” sagöi hann. „Þetta er soul. Þetta er tónlist dagsins i dag”. „En i dag er fólk samt hrætt viö „soul” tonlist. Fyrstu viö- brögð heilans viö einhverju nýju er hræösla. Plötuverslanir hlógu þegar ég minntist á nýja tónlist, — soul. í raun eru þær hræddar viö aö panta annaö en Kýrir tvcimur vikum var hér rætt um hugtakiö skoðun og það boriö saman viö hugtakiö þckking i þvi skyni aö reyna aösjá hvern sess skoð- anir og mótun þcirra ættu aö skipa I skóluni. Tilcfni þcssara skrifa var dcilan um sögukcnnslu i Kópavogi, cn I þeirri dcilu höföu allir aöilar lagt rika áhcrslu á aö skólum væri skylt aö efla ncmendur til að mynda scr sjálfstæðar skoöanir cins og það heitir, þótt liklcga viti cnginn gjörla hvað felst i þcssu hciti. Þar sem dcilunni virðist ólokið cr cnn tækifæri til aö fjalla sérstaklcga um þctta SJÁLFSTÆÐI i skoöunum, cn þaö var ekki gcrt fyrir tvcimur vikum. Hvað eru sjálfstæðar skoðanir? Samkvæmt orðanna hljóðan hljóta sjálfstæðar skoðanir að vera ólikar öðrum skoðunum að þvi leyti, að þær eru óháðar ein- hverju sem aðrar skoðanir eru háðar. Liklega er þetta citthvað helst aðrar skoðanir. skoðanir annarra, einkum þær skoðanir annarra sem telja má viðteknar. Þeirsem hampa sjálfstæði i skoð- anamyndun vilja að hver einstak- ur geri upp hug sinn um hvaðeina i sinu Ijósi og að sjálfsögðu i þvi kalda Ijósi sem kvað bera af stað- reyndum. Ef skoðanir eru greindar i tvennt, eins og gert var fyrir tveimur vikum — annars vegar i hugmyndir sem standa mjög nærri þekkingu, þekkingarkennd- ar skoðanir, en hins vegar vilja- kennda afstöðu — virðist nánast marklaust að tala um sjálfstæðar skoðanir i fyrra tilvikinu, en i siö- ara tilvikunu virðast sjálfstæðar skoðanir vera óæskilegar. Þekkingarkenndar skoöanir Þær skoðanir sem likastar eru þekkingunni hafa með staðhæf- ingum um þekkingaratriði það aðal að vera réttar eða rangar, raunveruleikinn er á einhvern hátt prófsteinn á þær, staðfestir sumar en hafnar hinum. Hvort ein skoðun er lik eða ólik öðrum skiptir hér máli i þvi einu að af sambandi milli skoðana má oft ráða hvort þær eru réttar eða rangar, svipmunurinn einn, runn- inn af sjálfstæði skoðananna, skiptir hins vegar engu. Það er þvi tilgangslaust og reyndar marklaust að tala um að efla skuli menn til að mynda sér sjálfStæðar þekkingarkenndar skoðanir. Hins vegar er hin mesta nauðsyn að leitast við að efla menn til aö mynda sér réttar þekkingarkenndar skoðanir. Við það verður að neyta sömu bragða og við öflum þekkingar, þótt eng- inn kunni tæmandi skil slikra bragða. Einfeldnisleg slagorð um sjálfstæöa skoðanamyndun eru til þess eins fallin að dylja að við alla þekkingaröflun verður að taka tillit til þess sem aðrir hafa hugs- að áður þótt ekki sé til annars en aö hafna þvi með rökum og af hógværð. Viljakenndar skoðanir Þær skoðanir sem rekja má til Dr. Halldór Guðjónsson dósent skrifar: Er það ekki mótsögn að œtla sér að leiða einhvern til að lóta ekki leiðast? Ef til vill róar þetta morgunb'aðsmenn, það eru engar líkur til að mótherjar þeirra hafi fundið þœr leiðir, sem þeir þykjast hafa fundið. viljans hljóta eðli sinu samkvæmt að vera sjálfstæðar. Sama máli gegnir um skoðanir sem rekja má til tilfinninga eða hvers þess ann-

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.