Vísir - 18.05.1977, Síða 24
VÍSIR
Mi&vikudagur 18. mai 1977
Tveir í gœslu
vegna fíkni-
efnamála
Tveir menn á þritugsaldri
eru enn i gæsluvaröhaldi
vegna fikniefnamálsins sem
nú er til rannsóknar. Þriöja
manninum sem einnig sat inni
var sleppt fyrir skömmu.
Rannsókn málsins gengur
nokkuö'vel, en þeir sem henni
stjórna verjast allra frétta.
Enn er ekki ljóst hvort hér er
um nýtt mál að ræöa eða anga
af eldri málum.
—SG
» ■ ■——T-rir—T—l
Kœrður
fyrir að
leita ó
stúlkubörn
Ungur maöur hafði uppi
kynferðislega tilburöi við fjög-
urra ára gamait stúlkubarn i
stigagangi fjölbýlishúss hér I
borginni á dögunum. Er barn-
iö fór aö gráta iagði hann á
flótta en náöist nokkru siðar.
Hann hefur áöur orðið uppvis
að slfku atferli.
begar maður þessi var tek-
inn til yfirheyrslu viðurkenndi
hann þegar f stað að hafa verið
þarna að verki og var honum
sleppt að yfirheyrslu lokinni.
Mál hans verður sent áfram .
til saksóknara, en þetta er
ekki i fyrsta skipti sem hann
er kærður fyrir að leggjast á
stúlkubörn. Hefur hann hlotið
dóm og setið í fangelsi, en hér
er greinilega um sjúkleika að
ræða. Menn af þessu tagi eru
sem betur fer ekki margir i
borginni, en bara einn sem
gengur laus er einum of mikið.
—SG
„Erfiðara að tjónka við
stjórnmólamenn en sjómenn"
Danska blaðið Börsen rœðir við Jón Jónsson forstjóra Hafrannsóknarstofnunarinnar
Ilafrannsóknarstofnunin á ts-
landi er vaidamikil stofnun og á
ekki i neinum vandræöum meö
sjómennina sem hún „ræöur
yfir”. Hún hefur fengiö vald sitt
frá stjórnvöldum. En Hafrann-
sóknarstofnunin á i meiri erfið-
leikum meö að tjónka viö rfkis-
stjórnina og stjórnmálamenn-
ina en sjómennina.
Þetta segir danska blaðið
Börsen, að afloknu viðtali sem
þaö átti við Jón Jónsson for-
stjóra Hafrannsóknarstofnun-
arinnar.
Og blaðið hefur eftir Jóni:
„Við höfum þannig lagt til að
þorskveiðin við ísland verði
ekki meiri en 235 þúsund tonn i
ár. Þessa tillögu styöja útgerð-
armenn, en þaö er langt þvi frá
öruggt að pólitíkusarnir vilji ljá
henni liö sitt”.
Danir velta mikiö fyrir sér
hvort það sé mögulegt að þeir
geti lært af islendingum i fisk-
verndunarmálum og komast að
raunum að svo sé.
í viðtalinu rekur Jón Jónsson
þær aðgerðir sem gripið er til
hér við land til að vernda fisk-
stofnana. Hann segir að ef vart
verði við of mikið magn smá-
fisks i afla skipanna sé svæðum
umsvifalaust lokað. Nú sé hægt
að loka umsvifalaust i þrjá
daga, en fiskifræðingar vilji að
hægt verði að loka þessum
svæðum strax i átta daga.
Jón segir þær reglur sem við
höfum um fiskverndunarmál
vera ákveðnari og strangari en
tiðkist hjá Norður-Atlantshafs-
ráðinu og EBE og að sjálfsögðu
strangari en hjá dönum. „En
það er nauðsynlegt”, segir Jón.
„Nútima togari getur eytt öllum
smáfiski á heilu svæði á einum
degi og það þolum við ekki”.
—EKG
Sáttanefnd hefur haft stöðugt samband við rik-
isstjórnina siðustu daga. Á myndinni sést Hall-
dór E. Sigurðsson, samgönguráðherra (t.v.)
ræða við tvo sáttanefndarmenn, þá Guðlaug
Þorvaldsson, háskólarektor og Jón Þorsteins-
son, lögfræðing. —Ljósmynd: Jens.
Siglingin kostaði 800 þús
— piltarnir uppvísir að 5 innbrotum
Sigling sem piltarnir
þrir brugðu sér i fyrir
stuttu i óleyfi á trillu frá
Hafnarfirði, eins og Vis-
ir sagði frá, varð nokkuð
dýr. Hún kemur liklega
til með að kosta um 800
þúsund, þar sem tals-
verðar skemmdir höfðu
orðið m.a. á vélinni i
siglingunni.
Piltarnir, sem eru 13
og 14 ára gamlir, urðu
uppvisir að fleira en
þessu þegar rann-
sóknarlögreglan i
Hafnarfirði fékk málið i
hendurnar, eða fimm
innbrotum samtals.
Meðal annars brutust
þeir inn i Flensborgar-
skóla um helgina siðustu
og fyrir um hálfum
mánuði stálu þeir tals-
verðu af sælgæti úr sæl-
gætisgerðinni Mónu.-EA
Banaslys ó
Eskifirði
Banaslys varö i fiskimjöls-
verksmiöjunni á Eskifirði i
gær. Rúmlega fertugur maöur
sem var þar viö vinnu varö
fyrir slysi og beið bana. Mað-
urinn var fæddur árið 1933 og
var búsettur á Eskifirði.
—EA
Erfiður fjárhagur Félagsheimilasjóðs:
Skuldar 49 félags-
heimilum 102 millj.
Eigendur félagsheimila áttu
um áramótin inni hjá Féiags-
heimiiasjóöi rúmlega 102
miljónir króna. Jafnframt
liggja nú hjá sjóönum umsóknir
frá rúmlega 20 aöilum, um
stuðning við byggingu nýrra fé-
lagsheimila eöa til viðbygginga.
Það voru 49 félagsheimili,
sem áttu inni hjá sjóðnum um
áramótin, samkvæmt
upplýsingum frá menntamála-
ráðuneytinu.
Af þeim var 21 félagsheimili
lokiö, og 15 nærri lokið, en hin 13
voru á ýmsum byggingastigum.
40 þessara 49 húsa eru i notkun
að öllu eða að hluta.
A undanförnum árum hafa
tekjur félagsheimilasjóðs af
skemmtanaskatti yfirleitt verið
verulega meiri en áætlað hefur
verið á fjárlögum viökomandi
ára. Sem dæmi má nefna, að i
fyrra voru tekjurnar áætlaðar
rúmlega 59 milljónir, en þær
urðu rúmlega 72 milljónir.
—ESJ
Kynning íslenskra iðnaðarvara í Skagafirði hafin:
„Dogur iðnaðaríns
ú Sauðórkróki verður ó föstudag
Kynning á íslenskum
iðnaðarvörum hófst í
verslunum i Skagafirði í
gær, en þar mun iðn-
kynning standa fram á
sunnudag. Á föstudaginn
verður „dagur iðnaðar-
ins" á Sauðárkróki.
Iðnkynningin verður opnuð á
fimmtudaginn kl. 14 i Safna-
húsinu á Sauöárkróki, en þar
munu um 20 iðnfyrirtæki i
Skagafirði kynna framleiðslu
sina og þjónustu. Þessi kynning
verður opin almenningi kl. 14-22
dag hvern til sunnudagskvölds.
Nýbygging heimavistar
Gagnfræðaskólans verður opin
almenningi á sama tima, en þar
veröur kynnt starfsemi þeirra
byggingaraðila á Sauðárkróki,
sem annast hafa alla vinnu við
bygginguna.
1 Iðnaðarmannahúsinu veröur
smiðja Ingimundar Bjarna-
sonar til sýnis, en hún var
stofnuð árið 1925. Ingimundur
gaf félaginu smiðjuna ásamt
öllum verkfærum, og er hún
varðveitt þar ásamt nokkrum
smiðagripum eftir skagfirska
iðnaðarmenn.
Á fimmtudag verður fundur
um nýtingu steinefna til
iönaöarframleiðslu með raf-
b'ræðslu haldinn á vegum
atvinnumálanefndar Sauðár-
króksbæjar. Fundurinn verður I
Bifröst kl. 15 og munu ýmsir
sérsfræðingar hafa framsögu. •
A föstudag kl. 14.15 verður
fundur um iðnaðarmál á sama
stað, og þar mun dr. Gunnar
Thoroddsen iðnaðarráðherra,
flytja ávarp, en Arni
Guömundsson, framkvæmda-
stjóri, og Pétur Sæmundsen,
bankastjóri, hafa framsögu.
1 móttöku ráðherra siðar um
daginn verða nokkrir aðilar
heiðraðir fyrir störf aö iðnaöar-
málum —ESJ