Vísir - 18.08.1977, Page 10

Vísir - 18.08.1977, Page 10
10 Fimmtudagur 18. ágúst 1977 VÍSIR VÍSIR ttj'cfandi: Hf.vkjapmit hf Kramkvæmdastjóri: Davift (iuómundsson Kitstjórar: l»orsti*inn l'álsson áhm. Olafur Itaunarsson. Itilstjórnarfulltrúi: Bragi Guömundsson. Króttastjóri erl«*ndra frótta: (iuhmundur G. Pétursson '* l msjón meh HelgarhlaAi: Arm Dórarinsson Blaftamenn: Aftíltírs Hansen. Anna Heiftur Oddsdóttir, Kdda Andrósdottir. Kinar K Guftfinnsson, Elias Snæland Jónsson, Kinnbogi Hermannsson, Guftjón Arngrimsson, Hallgrimur H Holgason. Kjartan L Pálssón. Oli Tynes. Sigurveig Jónsdóttir. Sveinn ' Guftjonsson. Sa*mundur Guftvinsson. Iþróttir: Bjórn Blöndal.'Cylfi Kristjánsson C’tlitsteiknun: Jón Oskar Hafstqinsson. Magnús Olaísson l.jósmyndir’: Kinar (íunnar Kinarsson. Jens Alexandersson. Loftur Asgeirsson'' Sfilustjori: pall Stefónsson Auglvsingastjóri: Dorsteinn Kr Sigurftsson Dreifiugajstjóri: Sigurftur K. Petursson Auglvsingar: Siftumúla s. Simar H22t»0. Hiitill. Askriftargjald kr. á mánufti innanlands. Afgreiftsla : Stakkholti :M simi Hlilill Verft i Liusasiilu kr. 70 eintakift. Ititstjórn : Siftumula II. Sfmi Hlilill. 7 línui . Preiitun: Blaftaprent Iif Vítahtingurínn Fyrr i sumar stóðu daglegir málsvarar stjórnmála- flokkanna í þrætum um það# hverjum bæri heiðurinn af kjarasamningunum. Framsóknarmenn riðu á vað- ið og fullyrtu, að formaður þeirra hefði ráðið öllu um niðurstöðu samninganna., Þessu undu stjórnarand stæðingar illa og reyndu hvað þeir gátu til þess að eigna sér glæpinn. Allar voru þessar umræður spaugilegar. Kynlegast er, að menn skuli hælast um eftir að hafa komið slík- um verðbólgusamningum á. Áður fyrr reyndu ráð- herrar að sverja af sér hlutdeild í verðbólgusamning- um, svo var a.m.k. veturinn 1974. Sannleikurinn er sá, að hér var um að ræða mjög alvarlega verðbólgusamninga og það er barnaskapur einn að berja höfðinu við steininn i því efni. Kaup- hækkanirnar voru ákveðnar meiri í einu lagi en hækk anir á útflutningsafuröum leyfa. Mismuninn verður að greiða með innistæðulausum ávísunum, og verð- bólgan ein getur jafnað þá reikninga út. Þeir aðilar, sem verjast í vök í óðaverðbólguþjóðfé- laginu, kunna þeim örugglega litlar þakkir, sem bera ábyrgð á verðbólgusamningunum frá því fyrr í sumar. Það á eftir að sannast eins og oft áður, að slík- ir samningar færa mönnum ekki bætt ævikjör í raun og veru. Afleiðingar kjarasamninganna fara nú smám saman að koma í Ijós. Síðustu daga hef ur komið f ram, að yfirvofandi er stöðvun fiskvinnslufyrirtækjanna fyrir sunnan og vestan, og upplýst hefur verið, að fiskvinnslustöðvar annars staðar á landinu standa frammi fyrir miklum erfiðleikum á næstu mánuðum. Kjarasamningarnir kalla þannig á atvinnuleysi eða meiri verðbólgu. Gegn þessum vanda verður nú að bregðast. Hugsanlegt er, að i sumum tilvikum a.m.k. sé ekki fyllstu hagkvæmni gætt í rekstri, kemur þar bæði til skipulag og starfsmannaf jöldi. Vanda af þessu tagi verða fyrirtækin sjálf að leysa. Á hinn bóginn hljótum við að standa enn einu sinni frammi fyrir þeim vanda er fylgir kauphækkunarsamningum, sem greiða á með innístæðulausum ávísunum, að gengið er rangt skráð. Þaðgetur svo leitt til enn alvarlegri vandamála, ef stjórnvöld neita að horfast í augu við staðreyndir af því tagi eins og gerðist 1974. Þá fengu menn gjaldeyri og lánsfé í bönkum í raun og veru á niðurgreiddu verði með þeim af leiðingum að viðskiptahallinn jókst miklu meir en ella hefði orðið. I gjaldmiðlaþætti Visis sl. þriðjudag er greint frá því áliti danskra efnahagssérfræðinga, að óhjá- kvæmilegt sé að fella gengi dönsku krónunnar þar sem verðbólgan þar i landi sé nú helmingi meiri en i helsta viðskiptalandi Dana, Þýskalandi. Við höfum oftsinnis staðið frammi fyrir vandamálum af þessu tagi og flest bendir til, að sagan sé enn einu sinni að endurtaka sig. Viö höfum neyðst til þess að fella gengið eða iáta það síga í því skyni að treysta rekstrargrundvöll út- flutningsatvinnuveganna. Sllkar aðgerðir hafa á hinn bóginn leitt til mikilla kostnaðarhækkana og kallað á nýjar launahækkanir, enda eru kjarasamningar uppsegjanlegir við slikar aðstæður. Þetta pr vitahringur, sem erfitt hefur reynst að brjótast út úr. Reyndar erum við ekki einir á báti í þessu efni, en vandamálin eru þó miklu hrikalegri hér en víðast hvar annars staðar. Einfaldar staðreyndir af þessu tagi ættu að sýna mönnum fram á mikiivægi þess, að valdaaðilarnir í þjóðfélaginu geri pólítískt samkomulag um viðnám gegn verðbólgu. Stjórnvöld og hagsmunasamtök þurfa að eiga aðild að siíku samkomulagi. En meðan við stígum verð- bólgudansinn hver í sínu horni gerum við ekkert nema tapa. Það er bláköld staðreynd, sem tími er kominn til, að menn horfist i augu við. Örnum hefur ftekkað úr 122 í 94 fugla: Nú er vitað um 62 fulloröna erni hcr á landi, 25 unga erni og sjö unga samkvæmt upplýsingum fuglaverndarfélagsins. Veldur veiðibjöllu- eitrið aðallega tjóni á arnarstofninum? Vorið 1977 gerðu 22 arnarpör tilraun til varps á tslandi, sam- kvæmt upplýsingum Fugla- verndarfélags tslands. Varp heppnaðist hjá 5 pörum og upp komust 7 ungar. Við fjög- ur hreiður fannst skurn af arnareggjum og úr einu hreiðri hvarf ungi. 2 arnarhræ fundust á árinu. Liklegt er að f mörgum tilfell- um hafi varp misfarist vegna mannaferöa um hreiðursvæðin það er ferða minkaveiðimanna, selveiðimanna og fólks sem er aö hirða um æðarvarp. Með hækkandi verði á æðardúni og selskinnum hefur áhuginn fyrir þessum atvinnugreinum aukist. Arið 1977 er með vissu vitað um 62 fullorðna erni, 25 unga emiog 7 unga. Alls er þvi stofn- inn 94 fuglar en var 122 á sama tima 1976. Að sögn talsmanna Fugla- verndarfélagsins eru ástæður fækkunar arna eflaust marg- þættar. Jafn og stöðugur áróður i fjölmiðlum gegn vargfugli hefur verið á þessu ári. Rikis- valdið hefur leyft nærri ótak- markaðan útburð svefnlyfja og eiturs sem félagið telur gagn- laust til þess að minnka stofn veiðibjöllu en hættulegt arnar- stofninum. Taka fuglaverndarmenn fram, að á arnarvarpsvæði sést ekki veiðibjalla. Þegar komið er inn á svæðið rikir algjör þögn þótt i talsverðri fjarlægö sé mikið af veiðibjöllu. Veiði- bjölluungar eru lika mjög auðveld bráð fyrir haförninn. Mjög óviða hefur verið kvartað um tjón vegna arna og meðan stofninn var stór og dreifður um allt land var hvergi minnstá tjón af þeirra völdum. Þess má geta að 1975 eyddu Norðmenn tæpri 1 milljón norskra króna til verndunar sin- um arnarstofni. 1 Vestur Þýzka- landi gæta hermenn 2ja hreiðra i Schlesvig Holstein og á Græn- landi hafa miklar ráðstafanir verið gerðar til að vernda stofn- inn þar. Fuglaverndarfélag Islands telur að það sé fyrir góðvild og framsýni þeirra ágætu arnar- bænda, sem þyrma og hafa þyrmt erninum að hann sé ekki lögu útdauður á Islandi og beri þeim þakkir og virðing lands- manna fyrir. Þegar rætt hefur veriö um síldarævintýri Islendinga og áhrif þeirra á síldarplássin fyrir norðan og austan, er það skoðun margra, sérstaklega þeirra, sem eru á vinstra kanti stjórnmálanna, að getuleysi einkafram- taksins hafi fyrst og fremst valdið þeim erfiðleikum, sem urðu eftir að síldin hvarf. En sé málið skoðað betur, kemur í Ijós, að i þeim plássum, sem urðu hvað harðast úti, var ríkið oft umsvifamest. Þannig er alls ekki hægt að skella skuldinni á einkaframtakið á þennan hátt, og vandi þessara staða verður aldrei leystur með slíkum svo miklar, að atvinnuleysi á vissum árstimum væri þolanlegt. — Möguleiki á þvi aö sækja vinnu i aðra landshluta, þegar sildveiöar lágu niðri. — önnur atvinnutækifæri fyrir hendi er sildveiðar lágu niðri eöa brugðust. Allt þetta var fyrir hendi á sumum stöðum: Tekjurn- ar af sildinni voru oft svimandi háar, ekkert tiltökumál þótti að fara á vertið suður með sjó, og á sumum stöðum var fjölbreytni I atvinnulifinu nægileg eða mögu- leiki á þvi að auka hana á stuttum tima á hagkvæman hátt. ÁRSTIÐABUNDNAR SVEIFLUR Aðalerfiöleikarnir hjá sveitar-' félagi, sem byggði afkomu sina á sildveiðum og vinnslu hennar voru þeir, að sildin var árstiöa- bundin, og af þeim sökum varö oft tilfinnanlegt atvinnuleysi hluta ársins. Til þess að byggð I slikum sveitarfélögum gæti dafnaö og veriö varanleg þurfti eftirfarandi að koma til.: — Tekjurnar af sildinni að vera SILDARKoNGARNIR OGSJÁVAR- PLASSIN Það sem réð fjárfestingum og aögerðum einkaaðila og einstak- linga i sildarútvegnum, var vita- skuld að græða peninga. Atvinnu- rekendur reyndu þvi aö hafa um- svif sin sem mest á þeim stöðum, er best lágu við sildveiðunum. Fjöldi aðkomumanna kom einnig i sildarplássin um veiðitlmann i von um uppgripatekjur. Þannig var á lausu bæði fjármagn og vinnuafl, sem sner- ist i kring um sildina, og skapaö- ist algjört gullgraftarástand á sumum stöðum. Jafnvel byggðust upp staðir, er áttu engan annan tilverugrundvöll en sildina og fóru svo alveg eða þvi sem næst i eyöi eftir að hún brást. Reyndar var það viðhorf sumra, að slik pláss þyrftu ekki að vera óæski- legri en hin, sem væru varanlega i byggð og má nefna Jónas frá Hriflu i þvi sambandi. Vandræöin viö að fá fólk til aö leggja pening i annan atvinnu- rekstur en sildarútveginn i sildar- plássunum voru vitaskuld I þvi fólgin, að þegar sildin kom, ruku allir i hana og ekki hægt að halda nokkurri sálu i annarri vinnu. Mikil fjárfesting til að auka fjöl- breytni atvinnulifsins i sildar- plássunum var þess vegna næst- um óhugsandi, ef ætlast átti til að hún stæði undir sér. Einnig hefur skipulag fjárfest- ingarlánasjóða alltaf verið þannig, að einkaaöilar hafa átt mjög erfitt með aö færa fjármagn á milli atvinnugreina, og þaö þýddi, aö sildarkóngarnir áttu ekki auðvelt með aö fara út i annan atvinnurekstur þótt þeir fegnir vildu. RIKIÐ OG SILDARBRANSINN Rikið hóf þátttöku sina I sildar- bransanum rétt fyrir 1930. Var meginástæða þess sú, aö útlend- ingar voru mikils ráöandi i sildarútvegnum, og varö landinn oft að þola mikið misrétti þess

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.